Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 35

Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 35 „skrapp" hann á síld í nokkur sum- ur, en þó hann hefði áhuga á sjó- mennskunni, þá líkaði honum'betur í landi. Það má segja, að Jón Kr. hafi í gegnum árin verið allt í öllu innan fyrirtækisins. Fyrir utan að vera yfirvélstjóri hraðfrystihússins sá hann m.a. um afgreiðslu viðlegu- bátanna meðan það tíðkaðist, að bátar komu utan af landi til að sækja vetrarvertíð. Þá hljóp hann í skarðið, ef verkstjóri forfallaðist eða vörubílstjóra vantaði. Vinnu- dagurinn varð því oft býsna langur og svefntíminn stuttur. Þá sjaldan að tekin voru frí, þá voru þau stutt. Þegar flökunarvélar voru teknar í gagnið árið 1956 hélt Jón Kr. utan til Vestur-Þýskalands og lærði hjá Baader-verksmiðjunum ,í Liibeck stjórn þeirra og meðferð. Þegar nýir bátar voru smíðaðir fyrir fyrirtækið, sem oftast var er- lendis, þá hafði Jón Kr. eftirlit með smíðinni. í slíkar eftirlitsferðir fór hann til ýmissa landa og tóku þær oft marga mánuði. Síðan tveir togarar bættust í flota fyrirtækisins árið 1977 hefur starfsvettvangur Jóns verið útgerð- arstjórn þeirra og ijögurra báta fyrirtækisins. Ég man fyrst eftir Jóni frænda eins og við systkinin kölluðum þenn- an uppáhaldsfrænda okkar, þegar hann kom til Reykjavíkur og fór með okkur í sunnudagsbíltúr. Þar nutum við þess sannarlega,, hversu barngóður hann var. í nánu samstarfi undanfarin 18 ár hef ég kynnst hæfileikum og þekkingu Jóns Kr. á öllu, sem við kemur vélum almennt og öllum búnaði skipa. Oft hef ég dáðst að því, hversu fljótur hann hefur verið að átta sig á og finna lausnir á flóknum tæknilegum vandamálum. Það er ósjaldan, sem hin víðtæka reynsla hans hefur komið sér vel við slíkar aðstæður. Vinnuþrek Jóns Kr. og ósérhlífni voru ekki síður þættir, sem miklu skiptu, þegar mörg vandamál og úrlausnarefni höfðu hrannast upp samtímis. Skapfesta hans og einurð nutu sín vel, þegar semja þurfti við þjónustu- aðila um hin ýmsu atriði, varahluti og þjónustu, sem fyrirtækið þurfti að sækja til annarra. Þá var ekki gefist upp fyrr en hagstæður samn- ingur eða gótt verð var í höfn. Jón Kr. var dulur og tilfinninga- ríkur maður, sem ekki bar tilfinn- ingarnar utan á sér, en ekki þurfti langa viðkynningu til að finna að undir hijúfu yfirborðinu var ein- staklega hlýtt hjartaþel. Ég veit, að mörgum, sem kynnt- ust Jóni Kr. lauslega, fannst hann vera afar harður í horn að taka og lítt mjúkmáll í garð þeirra, sem honum fannst ekki skila því, sem þeim bar, enda var hann ekkert fyrir að skafa utan af hlutunum. Aftur á móti nutu þeir„ sem honum fannst standa sig í stykkinu, þeim mun betur velvildar hans. Fyrir þá var í hans huga enginn greiði of stór. Jón Kr. var reglumaður á vín og reyktóbak og það bar sárasjaldan við að honum yrði misdægurt. Stað- reyndin var sú, að þó hann fengi einhveija umgangspestina, þá lét hann ekki leggja sig í rúmið fyrr en í fulla hnefana. Arið 1981 varð hann þó var við þá meinsemd, sem síðar átti eftir að verða honum að aldurtila. Þá varð hann að fara á sjúkrahús vegna hjartaáfalls. Góð hvíld og umönnun eiginkonu komu honum vel yfir þessi veik- indi. Svo vel að hann fann ekki fyrir hjartaveilu eftir þetta áfall. Reglulegar skoðanir leiddu ekki annað í ljós en þessi vandi væri að baki. Hann sinnti störfum sínum af sama eldmóði og ávallt. Hann tamdi sér þó að vera ekkert að æsa sig yfir smámunum og stærri málin leysti hann með meiri ró en áður. Það kom því yfir okkur sem þruma úr heiðskíru lofti er Jón Kr. féll skyndilega niður örendur á hafnar- garðinum í Sandgerði, er hann tók á móti öðrum togaranum, eins og hann var vanur. Hvílíkt reiðarslag fyrir ijölskyldu hans og okkur sam- starfsmenn hans. Það er sorglegt til þess að hugsa, að Jón Kr. var búinn að ætla sér að hætta störfum á næsta ári og hafði þegar fundið eftirmann, sem leysa mundi hann af hólmi. Húsið, sem þau hjónin voru búin að kaupa til að eyða ævikvöldinu í nánd við dætur sínar og barnabörn, skyldi afhendast um þessar mundir. Forlögin vildu það svo hafa, að hann skyldi ekki hverfa lífs frá starfsvettvangi sínum, Sandgerði, sem hann hafði gefið alla krafta sína og allan hug sinn. Við gleðjumst yfir því nú, að þau hjónin skyldu í maí í tilefni af sjö- tugsafmæli Jóns Kr. hafa heimsótt Ingu systur hans í Kaliforníu og fjölskyldu hennar. Það voru miklir fagnaðarfundir, því mjög kært var alla tíð með þeim systkinunum. Miklar fjarlægðir komu í veg fyrir að oft hafi verið hægt að hittast, en sambandinu var ávallt haldið með bréfaskriftum og símtölum á tyllidögum. ' Að lokum viljum við Hildur ásamt dóttur okkar, en Jón Kr. var guðfað- ir hennar, þakka fyrir ánægjuíega samferð. Við systkinin þökkum Jóni Kr. fyrir ómetanleg störf hans í þágu fyrirtækisins. Við öll vottum Magneu Dóru og dætrum þeirra okkar innilegustu samúð. Um leið kveðjum við kæran frænda og vin. Ólafur B. Ólafsson Kveðja frá barnabörnum Ó Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera . og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Úrslitin um helgina Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Bridssambandsins fer fam á Hótel Loftleið- um á sunnudag og hefst kl. 10 um morguninn. Spilaður verður 64 spila leikur. Til úrsiita spila sveitir S. Ármanns Magnússonar og Landsbréfa. Meðfylgjandi mynd er frá undanúrslitunum. Talið frá vinstri við spilaborð- ið: Jón Baldursson, Sigurður Sigutjónsson, Júlíus Snorrason og Aðalsteinn Jörgensen. Áætlað er að ljúka keppni kl. 20.15 og gera hlé á spilamenns- kunni kl. 15-15.30. Elsku afi okkar er dáinn. Hann lauk við að binda landfestar togarnas Sveins Jónssonar, síðan slokknaði líf hans eins og fallegt ljós. Tákn- rænni da.uðdaga var ekki hægt að hugsa sér. Hann starfaði með reisn og hann féll með reisn á bryggj- unni í Sandgerði, þar sem hann átti flest sporin. Við höfðum vonast til að fá að hafa hann hjá okkur miklu lengur. Einmitt núna voru mikil tímamót í vændum. Afi og amma voru búin að kaupa sér hús á Seltjarnarnesi og afi ætlaði að fara að hætta að vinna. Við hlökkuðum mikið til að fá þau svona nálægt okkur og sáum fram á að eiga góðan tíma með afa á næstunni. En skyndilega er allt búið og elsku afi Qkkar kemur ekki oftar til okkar brosandi og ljúfur og býður okkur að koma í bíltúr í „afabiT og skoða skipin og bátana. Það er sárt, svo óskaplega sárt, að hugsa til þess. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aflur hug sinn, og þú munt sjá, að þú grætur vepa þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran: Spámaðurinn.) Við eigum ótal góðar og fallegar minningar um „besta afa í heimi“ minningar sem munu ylja okkur í framtíðinni og okkur ber að þakka fyrir. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar, sem hefur misst svo mikið. Við viljum kveðja afa okkar með sálminum, sem hann kenndi okkur og við báðum svo oft saman: Með blíðum barnarómi, mitt bænakvak svo hljómi; þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson) Guð blessi elsku afa okkar og styðji á nýjum ævislóðum. Tinna og Magnús Gylfi TILBOÐ KR. 995,- Litur svart Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. "=^SKORQÍN VELTUSUNDI 1 21212 HAfÐU BEIUR EH BANKiNNi HOPPflÞRENAIO ISLANDSBANKI Veðdeild íslandsbanka kt. 421289-9569 Ármúla 7, Reykjavík Skuldabréfaútboð 2. flokkur 1990 Heildarfjárhæð kr. 1.000.000.000. Útgáfudagur 4. ágúst 1990 Flokkur Gjalddagi Upphæð i2.fl.Al990 04.08.1992 100.000.000 2.fl.B1990 04.08.1993 100.000.000 2.11. C1990 04.08.1995 200.000.000 2.11. D1990 04.08.1996 200.000.000 2.11. E1990 04.08.1997 200.000.000 2.11. F 1990 04.08.1998 100.000.000 2.Í1.G1990 04.08.1999 100.000.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Grunnvísitala er 2925. Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu nú 6,5% Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐURÍSLANDSBANKAHF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.