Morgunblaðið - 24.10.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
3
„Við sjáumst betur í myrkrinu þegar við erum með endurskinsmerki," segja þessir 8 ára drengir í Æfingaskólanum, frá vinstri á
myndinni eru Bergur, Oskar, Grétar, Magnús, Skarphéðinn og Sigurgeir.
Brýnt fyrir gangandi vegfarendur að nota endurskinsmerki:
Fólk sést fyrr og það er bilið sem
skilið getur á milli lífs og dauða
- segir Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Krakkar á okkar aldri nota ekki endurskinsmerki," segja félag-
arnir Jónas, Krislján og Jón Ari.
„HAUSTIÐ er sá tími sem einna
brýnast er fyrir fólk að nota
endurskinsmerki, þegar snjór-
inn er ekki kominn er hvað
mest myrkur og því eru end-
urskinsmerkin lífsnauðsynleg
hjálpartæki fyrir gangandi
vegfarendur, þannig að öku-
menn átti sig fyrr á því hvar
fólkið er,“ segir Óli H. Þórðar-
son framkvæmdastjóri Umferð-
arráðs.
Þeir sem nota endurskinsmerki
á réttan hátt sjást fimm sinnum
fyrr heldur en þeir sem ekki nota
slík merki. Óli sagði að þeir sem
gangi um án endurskinsmerkis sjá-
ist í u.þ.b. 30 metra fjarlægð frá
lágum ljósum bifreiðar, en aftur á
móti sjáist þeir sem noti endur-
skinsmerki í allt að 150 metra fjar-
lægð. „Þetta er bilið sem skilið
getur á milli lífs og dauða,“ sagði
Oli.
Unglingamir erfiðastir
Best er fyrir fullorðna að næla
í sig tvö endurskinsmerki, sitt á
hvorri hlið og hafa þau hangandi
í um 60 metra hæð frá jörðu, en
aftur á móti er heppilegra fyrir þá
sem yngri eru að líma eða sauma
merkin í flíkur. „Það er viss aldurs-
hópur sem við eigum í erfiðleikum
með að fá til að ganga með endur-
skinsmerki, en það eru unglingarn-
ir. Það er eins og þeim þyki skömm
að því að vera varkár," sagði Óli.
Þá sagði hann einnig útbreiddan
misskilning, að hengja aftan á bak
eitt endurskinsmerki, í 88% tilvika
þar sem ekið er á gangandi vegfar-
endur er ekið á þá frá hlið og því
gagnaðist lítt af hafa endurskin á
bakinu.
Endurskinsmerki á hross
Theodór Kr. Þórðarson lögreglu-
maður í Borgarnesi benti á mikil-
vægi þess að hengja endurskins-
merki í hross, en lögreglan þar
gerði fyrir nokkrum árum átak í
því að hengja endurskinsmerki á
útigönguhross þar sem þau sköp-
uðu hættu í umferðinni. Theodór
sagði að þetta hefði verið gert til
að vekja athygli á því vandamáli
sem lausaganga hrossa væri. Menn
voru hvattir til að leggja bann við
lausagöngu og tóku æ fleiri hrepp-
ar upp slíkt bann. Til eru sérstök
endurskinsmerki sem smellt er um
fætur hrossanna, einnig á ístöð og
þá er æskilegt að reiðmenn setji
einnig á sig merki.
„Þó ástand hafi batnað og ekið
sé á færri skepnur hér en áður
var, þá er vandamálið enn til stað-
ar og brýnt að vekja menn til
umhugsunar um gildi endurskins-
merkja," sagði Theodór.
„Krakkar á okkar aldri nota
ekki endurskinsmerki“
„Við notum ekki endurskins-
merki, ætli það sé ekki út af því
að við erum svo varkárir," sögðu
þeir Jónas, Kristján og Jón Ari, en
þeir eru 14 ára gamlir og eru í
Æfingaskóla Kennaraháskóla ís-
lands. Þeir félagar sögðust ekki
eiga endurskinsmerki og ekki hafa
átt síðan þeir voru smápollar. „Við
vorum alltaf með endurskinsmerki
fyrir nokkrum árum,“ sögðu þeir
og viðurkenndu að merkin væru
nauðsynleg. „Það bara notar engin
í okkar bekk og á okkar aldri svona
merki, kannski halda krakkarnir
að þeir séu vaxnir upp úr því að
nota endurskinsmerki." Þeir Jónas,
Kristján og Jón Ari kváðust þó
mundu hugsa málið og aldrei væri
að vita nema þeir fengju sér end-
urskinsmerki.
Bæta á sig
endurskinsmerkjum þegar
dagurinn styttist
„Ég er með endurskinsmerki á
skólatöskunni minni og á gömlu
úlpunni," sagði Magnús, 8 ára nemi
í Æfingaskóla Kennaraháskóla ís-
lands. Félagar hans, þeir Bergur,
Óskar, Grétar, Skarphéðinn og Sig-
urgeir, sögðust einnig allir nota
endurskinsmerki. „Það nota eigin-
lega allir endurskinsmerki, enda
sjáumst við miklum betur í myrkr-
inu þegar við erum með svona
merki. „Ég er bara með endursk-
insmerki á úlpunni minni og á
skólatöskunni, en þegar dagurinn
styttist meira þá set ég kannski á
mig fleiri merki,“ sagði Skarphéð-
inn. Skólabræðurnir sögðust nota
endurskinsmerki sem límd væru á
flíkurnar, „því það þýðir ekkert að
vera með merki sem eru næld í
mann, þau eru bara slitin í burtu“.
Hluthafafundur í Flugleiðum:
SAS:
Ferðum fjölg-
að og beint
flug frá Ósló
og Stokkhólmi
SAS-flugfélagið hefur ákveðið
að 'fjölga áætlunarferðum sínum
til Islands næsta sumar frá Kaup-
mannahöfn og er ráðgert að
halda þeirri tíðni á veturna einn-
ig ef fjölgun ferða á sumrin
mælist vel fyrir. Einnig er hugs-
anlegt að SAS hefji beint flug til
Islands frá Stokkhólmi og Osló
eftir tvö til þrjú ár. Félagið ráð-
gerir að hafa um 400 milljónir
íslenskra kr. í hagnað á næsta
ári af flugi til íslands.
Þetta kom fram í máli Sven Heid-
ing, aðstoðarforstjóra SAS, á fundi
með íslenskum blaðamönnum í höf-
uðstöðvum félagsins í Frösundavik.
„Við ráðgerum að halda uppi sömu
flugtíðni til íslands að vetri og
sumri að því tilskildu að eftirspurn
í ferðir á sumrin aukist. Til að halda
úti góðri þjónustu, sem fyrst og
fremst er sniðin að þörfum við-
skiptamanna, teljum við nauðsyn-
legt að sú þjónusta verði allan árs-
ins hring,“ sagði Heiding. Félagið
hyggst nota MD-80 flugvélar til
íslandsflugsins.
Hann sagði ennfremur að ráð-
gert væri að hefja beint flug frá
Stokkhólmi og Ósló til Reykjavíkur
ef fjölgun ferða á Kaupmannahafn-
arleiðinni kæmi vel út. Líklega yrði
um eina til tvær ferðir í viku að
ræða í fyrstu frá hvorum stað.
„Ég tel óhætt að fullyrða að
starfsemi okkar á íslandi hafi átt
þátt í því að kynna þandið á alþjóða-
vettvangi þar sem íslands er getið
í öllum okkar kynningum á erlend-
•um mörkuðum," sagði Sven Heid-
ing.
A síðasta ári ferðuðust um 15
þúsund manns á vegum SAS frá
Islandi, um 60% þeirra voru íslensk-
ir ríkisborgarar.
Verðlagsráð:
Gjaldskrá
sérleyfis-
bíla hækkar
Á FUNDI verðlagsráðs á mánu-
dag var samþykkt að heimila
4,8% hækkun á gjaldskrá sér-
leyfis- og hópferðabifreiða,
2,7% hækkun á gjaldskrá leigu-
bifreiða og 2% hækkun á gjald-
skrá sendibifreiða. Hækkana-
beiðnir frá ofangreindum aðil-
um bárust í kjölfar hækkunar á
olíuverði um síðustu mánaða-
mót.
Hlutafj áraukning samþykkt
Tillaga um fulla þátttöku Eimskipafélagsins lögð fyrir stjórn þess í vikunni
HLUTHAFAFUNDUR í Flugleiðum hf. samþykkti í gær heimild til
sljórnar félagsins að auka hlutafé þess um 331 milljón króna með
sölu nýrra hluta til núverandi hluthafa eða nýrra hluthafa, fáist
ekki áskrift hjá núverandi eigendum fyrir allri aukningunni.
Þá samþykkti fundurinn tillögu
um breytingu á 5. grein félagsins
þess efnis að arður skuli greiddur
innan þriggja mánaða frá ákvörðun
aðalfundar um arðgreiðslur. Á fund-
inum sagði Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskipafélagsins sem er
stærsti hluthafi Flugleiða, að tillaga
um fulla þátttöku Eimskipafélagsins
í hlutafjáraukningunni yrði líklega
lögð fyrir stjórn þess í þessari viku.
Kom fram í máli hans að hann ætti
von á að hún yrði samþykkt.
Hluthafar, Flugleiða hafa for-
kaupsrétt að hlutafénu fram til 7.
i nóvember en þá verður óselt hlutafé
selt á almennum markaði í umsjá
Verðbréfamarkaðar Islandsbanka.
Sigurður Helgason, stjórnarformað-
ur Flugleiða, kvaðst eiga von á að
tækist að selja allt hlutaféð á þessu
ári.
I máli Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra félagsins, kom fram að hann
teldi að umtalsvert hlutafé yrði til
sölu á almennum markaði og hluthöf-
um þess muni því fjölga. Kvaðst-
hann gera ráð fyrir að viðbótarhluta-
féð seldist á um 730-750 milljónir
króna þar sem markaðsverð hluta-
bréfa í eigu Flugleiða væri talsvert
hærra en nafnverð.
Fram kom að eigið fé Flugleiða
nemur nú 3,3 milljörðum króna en
vegna mikilla skulda, sem rekja má
til kaupa á nýjum millilandaflugflota
á síðustu 18 mánuðum, væri mikils-
vert að efla eiginijárstöðuna enn
frekar. Félagið hefur sett sér það
markmið að hlutfall eiginfjár af
heildareignum félagsins verði komið
í 25% innan tveggja ára.
Sigurður Helgason, stjórnarform-
aður, tók fram í ræðu sinni að þó
hann hefði kannað möguleika á sölu
hlutabréfa sinna í félaginu að und-
anfömu hefði engin ákvörðun verið
tekin um sölu. „Ég hef trú á framtíð
Flugleiða. Félagið stendur vel og
hefur sterka stöðu í vaxandi sam-
keppni. Ég mæli því með að þessar
tillögur verði samþykktar," sagði
hann.
Forstjóri félagsins kynnti skýrslu
á hluthafafundinum um endurskoðuð
reikningsskil fyrir fyrstu 7 mánuði
ársins. Þar kemur fram að afkoma
Flugleiða á þessu ári er betri en í
fyrra. Heildarhagnaður þetta tímabil
varð 322 milljónir króna. Rekstrar-
hagnaður, án fjármunatekna og fjár-
magnsgjalda, varð 81 milljón, en að
þeim liðum frádregnum er hagnaður-
inn 12 milljónir. Bókfært verð heild-
areigna félagsins var 19.381 milljón
kr. í lok júlí en heildarskuldir 16.100
milljónir. Eigið fé félagsins í lok júlí
er því jákvætt um 3.271 milljón.
Flugleiðir gera ráð fyrir vaxandi
erlendri samkeppni á næstunni og
óvissuþættir, s.s. hækkun olíuverðs
vegna innrásar íraka í Kúvæt, gera
nauðsynlegt, að mati Flugleiða-
manna, að efla eiginfjárstöðuna og
draga úr áhættu sem felst í að fjár-
magna eignir með lánum.
Verðlagsráði hafði einnig borist
beiðnir frá Eimskip og skipadeild
Sambandsins um 6% hækkun á
farmgjöldum. Afgreiðslu á þeim
var frestað á fundi verðlagsráðs á
mánudag, og verða þær væntan-
lega teknar fyrir á næsta fundi
ráðsins sem verður í næstu viku.
Launavísi-
talanlækkar
HAGSTOFAN hefur reiknað
launavísitölu fyrir októbermán-
uð 1990, miðað við meðallaun í
september. Er vísitalan 116,6
stig, eða 0,3% lægri en í fyrra
mánuði.
Samsvarandi launavísitala, sem
gildir við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána, tekur sömu
lækkun og er því 2.552 stig í nóv-
ember 1990.