Morgunblaðið - 24.10.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.10.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 7 Nýja flugstöðvarbyg'gingin. Morgunblaðið/Ágúst Blðndal Ný flugstöðvarbygg- ing vígð á Neskaupstað Neskaupstað. NÝ flugstöðvarbygging hefur verið vígð á Norðfjarðarflugvelli. Athöfn- in hófst á því að sóknarpresturinn sr. Svavar Stefánsson flutti bæn, þá ávörpuðu samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon, Pétur Ein- arsson flugmálasljóri og Jóhann H. Jónsson framkvæmdastjóri flug- valladeildar Flugmálastjórnar gesti. Daufasta skákín til þessa ___________Skák______________ Margeir Pétursson EFTIR þijár æsispennandi skákir í heimsmeistaraeinvíg- inu í röð tók Kasparov sér frí á föstudaginn og fimmtu skák- inni var því frestað til mánu- dags. Eftir fimm daga hvíld meistaranna var búist við enn einni hörkuskák í en svo fór, að samið var um jafntefli eftir 36 leiki og lítil tilþrif. Kasparov heldur því forystu sinni, hefur hlotið þrjá vinninga, en Karpov tvo. Sjötta skákin verður tefld í kvöld og verður þá fróðlegt að sjá hvort Karpov mun í þriðja sinn veijast með spánska leiknum, en það hefur leitt til gífurlega spennandi skáka. Karpov var greinilega ekki í miklum baráttuhug með hvítu á mánudaginn. Hann skipti mjög snemma upp á drottningum og tefldi án áhættu, en staðan var of einföld til að bjóða upp á íaun- hæfa vinningsmöguleika. Eftir nokkurt þóf skiptist síðan upp á nærri öllu liðinu þannig hún varð mjög rýr í roðinu. Það er þó skiljanlegt að kapp- arnir vilji kasta mæðinni eftir þrjár skákir sem hljóta að hafa tekið mikið á. Það var þó fyrst og fremst Karpov sem var valdur að því að skákin varð jafn dauf og raun bar vitni. Að loknum tólf skákum flyst einvígið til Lyon í Frakklandi og hefst aftur um svipað leyti og ólympíuskákmótið, þ.e. um miðjan nóvember. Mögulegt er þó að ein- vígið flytjist fyrr yfir Atlantshaf- ið, en það gerist í því tilviki ef annar keppandinn hefur tveggja vinninga forskot eftir tíundu eða elleftu skákina. 5. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1, d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Rf3 - 0-0 6. Be2 - e5 7. Be3 - Ra6!? í þriðju skákinni lék Kasparov hér 7. — De7 8. dxe5 — dxeö 9. Rd5 — Dd8 og fómaði síðan skiptamun. Nú velur hann aftur sjaldgæfan leik í stöðunni. Tízku- afbrigðin eru 7. — h6 og 7. — Rg4. Ungir sovézkir meistarar hafa nýlega tekið upp á því að leika riddara snemma til a6 í kóngsindversku vörninni og Kasp- arov hefur farið í smiðju til þeirra. 8. 0-0 - c6 Hér hefur áður verið leikið 8. — Rg4, en eftir 9. Bg5 — De8 10. h3 - h6 11. Bcl — Rf6 12. dxe5 — dxe5 13. Be3 er hvíta staðan eitthvað þægilegri. Nú virðist 9. d5 eðlilegasti leik- urinn, ef hvítur næði síðan að fylgja því eftir með 10. Rd2 væri hann kominn með nokkurs konar óskastöðu gegn kóngsindverskri vörn. Svartur yrði því líklega að leika 9. — Rg4. En Karpov vill ekki gefa kost á neinum flækjum og skiptir upp á drottningum. Staða hans verður síðan eilítið rýmri og þægilegri, en ekki nægilega möguleikarík til að veita honum raunhæfa vinn- ingsmöguleika. 9. dxe5 — dxe5 10. Dxd8 — Hxd8 11. Hfdl - He8 12. h3,- Bf8 13. Rd2 - b6 14. a3 - Rc5 15. b4 - Re6 16. Rb3 - Ba6! Þetta er óvenjuleg staðsetning á biskup í kóngsindverskri vörn, en með þessu tekur Kasparov all- an brodd úr framrásinni c4-c5. 17. f3 - Rh5 18. Bf2 Alveg eins og í fyrstu skákinni eyðir Karpov tveimur leikjum í röð í að stilla biskupum sínum upp á fl og f2. Þetta er mjög traust taflmennska, en getur ekki skilað miklu. 18. - Hed8 19. Bfl - Rhf4 20. g3 - Rh5 21. Kg2 - f5! 22. Habl Hér hefði mátt reyna að leika 22. b5!?, en eftir 22. - Bb7 23. bxc6 — Bxc6 má svara 24. Rd5 með 24. — 24. — Ba4. Eftir næsta leik svarts leiðist Karpov loksins þófið og hann tekur af skarið og skiptir upp í dautt jafntefli. 22. - Hac8 23. Hxd8 - Hxd8 24. Hdl - Hxdl 25. Rxdl - fxe4 26. fxe4 — c5 27. bxc5 — Rxc5 28. Rxc5 — Bxc5 29. Bxc5 - bxc5 30. Rc3 - Rf6 31. Kf3 - Bb7 32. Bd3 - Kf8 33. h4 - h6 34. Bc2 Ke7 35. Ba4 - a6 36. Ke3 og hér var samið jafn- tefli að uppástungu Karpovs, • í máli Jóhanns kom fram að þetta er sjötta og jafnframt síðasta húsið sem Flugmálastjóm byggir eftir þessari teikningu að minnsta kosti í bili. Þá rakti hann byggingarsögu hússins sem er 220 fermetrar að stærð. Það var Benjamín Magnússon arkitekt sem teiknaði flugstöðina. Starfsmenn Flugmálastjórnar hófust síðan handa haustið 1988 og steyptu upp grunn og gerðu síðan húsið fok- helt sumarið 1989. Verktakafyrir- tækið Nestak hf. hér á staðnum tók síðan að sér að klára bygginguna. Yfirsmiður Nestaks hf. er Einar Þor- valdsson húsasmíðameistari. Sverrir Jónsson frá Flugleiðum ávarpaði gesti og færði flugstöðinni mynd að gjöf frá Flugleiðum. Fyrir hönd heimamanna töluðu Ásgeir Magnús- son bæjarstjóri og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður. Margt góðra gesta var viðstatt vígsluna, m.a. allir þingmenn Austurlandskjördæmis að sjávarútvegsráðherra undanskildum. Ingólfur Arnarson umdæmisstjóri Flugmálastjórnar stjórnaði athöfn- inni. Að lokum þáðu gestir veitingar í boði Flugmálastjómar. Gifurleg breyting verður á allri aðstöðu með tilkomu þessarar nýju flugstöðvar sem leysir af hólmi gaml- an og lélegan kofa sem varla var mönnum bjóðandi, hvorki farþegum sem um flugvöllinn fóru né heldur þeim starfsmönnum sem við flugið starfa. Flugvallarvörður á Norðfjarð- arflugvelli er Hörður Stefánsson og hefur hann gegnt því starfi í 26 ár. - Ágúst B Y K O B R E I D

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.