Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 15

Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 15 Látum ekki silja við orðin tóm! eftir Karl Ormsson Segja má að sjálfstæðisfólk hafi beðið í 15-20 ár eftir að Björn Bjarnason gæfi kost á sér til starfa í forystusvejt sjálfstæðis- manna á Alþingi. Ég sem aðrir sjálfstæðismenn fagna því mjög að fá svo mikilhæfan mann til að styrkja enn betur þinglið flokks- ins. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi oftast gétað verið stoltur af þingliði sínu er gott til þess að vita að Björn Bjarnason komi nú í fremstu víglínu á Alþingi ásamt þeim sem fyrir eru. Til þess að svo verði þurfum við að veita hon- um stuðning í prófkjörinu á föstu- dag og laugardag. Yfirskrift orða minna er hvatning til þess fólks er tekur þátt í prófkjöri flokksins um að kjósa Björn Bjarnason, sem fetar nú í fótspor föður síns, hins mikilhæfa stjórnmálamanns Bjarna heitins Benediktssonar. Geir heitinn Hallgrímsson lá eitt sinn undir ámæli fyrir að hann tæki helst ekki mikilvægar ákvarðanir án þess að ráðgast fyrst við Matthías Johannessen, Styrmi Gunnarsson, Eyjólf Konr- áð Jónsson og Björn Bjarnason. Betur að satt væri, sagði Geir, ef ég gæti alltaf snúið mér til slíkra ráðgjafa væri ég vel stadd- ur. Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú að geta bætt við sig nokkrum þingsætum og er gott til þess að vita að nóg er af góðu fólki í boði í prófkjörinu. Ég er persónulega andvígur opnura eða hálf-opnum prófkjörum, og læt þá skoðun í ljós, þótt mér sé fullkomlega kunnugt um að þar tala ég ekki í anda þess fijálslyndis sem er grundvöllur sjálfstæðisstefnunn- ar. Þar til annað og betra form finnst til að velja frambjóðendur tel ég alrangt að aðrir en þeir sem sannanlega eru flokksbundnir sjálfstæðismenn ráði hvaða fólk skipar framboðslista þeirra. Þessi skoðun mín byggist. að mestu á sorglegum dæmum um að próf- kjör hafa verið misnotuð herfi- lega. I prófkjörum er hætta á að nöfn hæfra manna gleymist. Við val á fulltrúum þarf að tryggja hæfilega endurnýjun um leið og hugað er að hlut kvenna og ungs fólks. Vil ég skora á alla sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins að styðja Björn Bjarnason ein- dregið. Höfundur er raftækjavörður. Karl Ormsson Friðrik Sophusson 1. þingmaður Reykvíkinga Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu á föstudag og laugardag. Látum prófkjörið verða upphaf að öflugri sókn til sigurs í komandi Alþingiskosningum. Vestmannaeyjar: Leiklest- ur Helgu og Helg*a Vestmannaeyjum. HJÓNIN Helga Bachman og Helgi Skúlason voru með Ieik- lestur í Eyjum fyrir skömmu. Leiklestur þessi var á vegum menningarmálanefndar Vest- mannaeyjabæjar og Bókasafns Vestmannaeyja og mæltist þetta framtak mjög vel fyrir. Leikararnir lásu úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar, á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra, en síðan lásu þau úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness í Bæjarleikhús- inu. Heimilisfólk á Hraunbúðum var himinlifandi yfir heimsókninni og þeir 60 gestir sem mættu í Bæjar- leikhúsið rómuðu lestur leikaranna, sem tókst á áhrifamikinn hátt að glæða persónur sagnanna lífi. Menningarmálanefnd bæjarins fékk á síðustu ijárhagsáætlun 300 þúsund til að auka fjölbreytni í menningarlífi Eyjamanna. Hluti þeirrar fjárveitingar var notaður til að fjármagna þessa heimsókn leik- aranna en menningarmálanefnd ráðgerir fleiri slíkar uppákomur á næstunni. Grímur Suðureyri: Skólabörn- um gefin endur- skinsbelti Suðureyri. ÖLLUM börnum á Suðureyri á skólaaldri ásamt bömum á leik- skólaaldri hafa nú verið gefin endurskinsskábelti. Það var Björgunarsveitin Björg á Suðureyri sem að stóð fyrir þessu þarfa framtaki. Að sögn Jóhanns Bjarnasonar formanns björgunar- sveitarinnar varð þessi hugmynd til hjá umferðarmálanefnd Slysavarn- afélagsins á svæði 4, en sú nefnd var skipuð fyrir tveimur árum og sitja í henni fulltrúar af svæði fjög- ur. Eitt verkefna hennar er að vinna að umferðarfræðslu og auknu umferðaröryggi. Þar var fulltrúi björgunarsveitarinnar sem fór í skólana og afhenti börnunum borð- ana og flutti þeim jafnframt stutt ágrip af sögu Slysavarnafélagsins. - Sturla Páll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.