Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
19
Esjan
Ný sóknamefnd kjör-
in á Seltj arnarnesi
Kosningu mótmælt á fundinum
NÝ sóknarnefnd hefur verið kjörin í Selljarnarnessókn og fór kosn-
ing fram á almennum safnaðarfundi. Um 100 manns komu á fund-
inn en að kosningu lokinni mótmælti einn fundarmanna því hvernig
staðið var að kosningunni.
félögum og landshlutasamtökum sé
tryggt forræði slíkrar þjónustu, með
aukinni valddreifingu og að horfíð
sé frá úreltum miðstýrðum þjón-
ustukerfum.
Verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga
Til þess að hægt sé að snúa af
braut stóraukinna rikisafskipta er
nauðsynlegt að færa tekjustofna frá
ríki til sveitarfélaga. Fela þarf sveit-
arfélögum og samtökum þeirra aft-
ur forræði í ýmsum veigamiklum
málaflokkum, svo sem í heilsu-
gæslu, löggæslu og í skólamálum,.
I þessu sambandi þarf að endur-
skoða frá grunni verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Ljóst er að
í sumum tilvikum hafa sveitarfélög-
in í raun ýtt undir framangreinda
þróun með því að ýta stærri og
dýrari málaflokkum yfir til ríkisins
í stað þess að axla ábyrgð á þýðing-
armiklum þjónustumálum íbúa
sinna. Ríkið hefur hins vegar þanið
sig' yfir stærri og þýðingarmeiri
þætti opinberu þjónustunnar, enda
ekki í eins mikilli fjárhagslegri nánd
við kjósendur og neytendur eins og
sveitarstjórnir. í þessu sambandi
er nauðsynlegt að smærri sveitarfé-
lög taki sig saman um rekstur
Þórhallur Jósepsson
til að nýta þá kunnáttu, menn sem
hafa sýnt með verkum sínum að
þeir skilja að ríkisvaldið er til fyrir
fólkið í landinu og geta undið ofan
af ölmusukerfí framsóknar-
mennskunnar, kerfinp sem sér
ekki neyð gamla fólksins en mokar
milljónatugum í flokkssneplana.
Þess vegna þarfnast Sjálfstæð-
isflokkurinn manna eins og Geirs
H. Haarde í forystusveit sína og
þess vegna þurfum við sjálfstæðis-
menn í Reykjavík að tryggja hon-
um kosningu í fremstu röð á fram-
boðslista okkar í prófkjörinu 26.
og 27. október næstkomandi.
Höfundur er blaðamaður.
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu að nafn
formanns Stúdentaráðs Háskóla
íslands misritaðist í viðtali við hann
í blaðinu í gær. Hann heitir Sigur-
jón Þorvaldur Árnason, ekki Sigurð-
ur. Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
þeirra þjónustugreina, sem þau telja
sig vart hafa bolmagn til i dag.
Nauðsynlegt er að viðurkenna al-
gjöra sérstöðu höfuðborgarsvæðis-
ins í þessu efni og ætti það að vera
flestum ljóst að forræði í löggæslu,
skólamálum og heilbrigðismálum
er mun betur borgið í höndum sveit-
arstjórna, einkum Reykjavíkur-
borgar, heldur en fjarlægu ríkis-
valdi.
Skýrir valkostir
Ágætu Reykvíkingar! I næst-
komandi Alþingiskosningum verður
kosið um skýra valkosti í íslenskum
stjórnmálum. Ég hefi verið fyrsti
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík á yfirstandandi
kjörtímabili og gef kost á mér í
prófkjöri flokksins, sem fram fer
föstudaginn og laugardaginn 26.
og 27. október næstkomandi. Ragn-
hildur Helgadóttir, sem á að baki
gifturíkt starf í þágu Sjálfstæðis-
flokksins og skipar 3. sæti listans
í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér til þingsetu að loknu
núverandi kjörtímabili. Ég leyfi mér
að óska eftir stuðningi ykkar í 3.
sæti á lista flokksins í Reykjavík í
prófkjörinu og mun beita mér af
fremsta megni fyrir málefnum
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á
Alþingi ef ég fæ til þess tilskilinn
stuðning.
Höfundur er lögfræðingur og
fyrsti varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykja víkurkjördæmi.
Guðmundur Þorsteinsson dóm-
prófastur, stjórnaði atkvæða-
greiðslunni. „Þarna var staðið að
kosningu með venjubundnum hætti
eins og gert er á safnaðarfundum,“
sagði hann. „Mér vitanlega hefur
aldrei áður verið farið fram á að
kjörskrá sé lögð fram þegar kosnir
eru sóknarnefndarmenn og er ég
þó búinn að vera prestur í 35 ár.
Þetta er náttúrlega fyrirsláttur. Ég
tvítók við fundarmenn, áður en til
kosninga kom, hveijir ættu kosn-
ingarrétt og kjögengi og las það
upp úr lögunum. Þeir sem ekki
höfðu kosnignarrétt tóku ekki við
kjörseðlinum. Á fundinum benti við-
komandi ekki á eitt einasta tilfelli
um misferli í framkvæmd kosning-
anna og andmælti henni ekki fyrr
en hún var afstaðinni. Hann hefði
átt að gera það í upphafi kosningar-
innar.“
Úrslit kosninganna urðu þau að
Elísabet Eiríksdóttir hlaut flest at-
kvæði, 84, Erna Kolbeins hlaut 83
atkvæði, Guðmundur Einarsson
hlaut einnig 83 atkvæði og var
hann jafnframt kjörinn safnaðar-
fulltrúi á fundinum. Jón Sigurðsson
hlaut 82 atkvæði, Haukur Björns-
son 76 atkvæði, Þorbjörg Guð-
mundsdóttir 73 atkvæði og Unnur
Ágústsdóttir 55 atkvæði. Stjórnin
mun koma saman á næstu dögum
og skipta með sér verkum.
BYLTING í IIII JÓSKHl \
Þriggja lita Ijósrit í einni umferð með nýju Minolta EP4230
Ijósritunarvélinni.
Með tilkomu Ijósritunarvéla varð því sem næst bylting í upplýsinga-
öflun. Nú endurtekur sagan sig^ieð Minolta EP4230 Ijósritunarvélinni.
Minolta EP4230 Ijósritunarvélin með Simul-Color III skilarljósritum í
svörtu og tveimur aukalitum í einni umferð. Allt sem þarf að gera er að
skipta blaðinu niður í svæði með littökkum, velja aðgerð svart/litur og
styðja síðan á prenttakkann. Útkoman: Fullkomið afrit í þremur litum.
Hægt er að velja um rauðan, bláan, dökkbrúnan eða grænan lit. Á sama
hátt má afmá hluta af frumriti.
Minolta EP4230 Ijósritunarvélin er mjög fullkomin - og það sem meira
er ótrúlega fyrirferðarlítil. Hún ereinföld í notkun, afkastar23 eintökum á
mínútu, hefur þrefaldan pappírshaldara, stækkarog minnkarfjórfalt,
ákveður stærð pappírs sjálfvirkt, Ijósritar báðar síður bókar í einu á sitt
hvort blaðið, stillir spássíur, afmáirdökka ramma, hefurteygjanlega
stækkun eða minnkun í eina átt, getur Ijósritað báðum megin á blað í einu
og hefur minni fyrir þrjár skipanaraöir.
Hafið samþand ogfáið frekari upplýsingar um
Minolta EP4230 Ijósritunarvélina hjá sölumönnum okkar.
Minolta: Einföld og háþróuð Ijósritunartækni.
MINOLTA
SIMUL-COLOR
KIARAN
Skrífstofubúnaður
•SlÐUMÚLA 14 *SlMI(91)83022*