Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER 1990
Þjónar íslands-
banki alþýðunni?
eftir Arnþór
Helgason
Um margra ára skeið hefur ís-
lendinga dreymt um að fækka
bönkum. Menn hafa séð ofsjónum
yfir þeim fjölda fólks sem hefur
atvinnu af bankastarfsemi og þeim
fjölda bankaútibúa sem sprottið
hefur upp, einkum í Reykjavík. Þá
hafa bankarnir einnig verið gagn-
rýndir fyrir hið mikla vald sem
bankastjórar öðlast yfir lífi og lim-
um fólks, atvinnu þess og fyrirtækj-
um. Samt fá bankastjórarnir ekki
reist rönd við öllum fyrirtækjum og
kollsteypast þá bankarnir, en
bankastjórarnir og bankaráðin sitja
eftir með ósárt enni og mannorðið
bíður ekki einu sinni hnekki. Það
er eini munurinn á þeim og einokun-
arkaupmönnum fyrri tíma. Odd-
steinn Friðriksson úr Vestmanna-
eyjum kunni enda rétta orðið yfir
þá og riefndi þá þar „soðningar-
íhald“.
Svo var það um síðustu áramót
að nokkrir bankar keyptu Útvegs-
bankann hf. se_m stofnaður hafði
verið á rústum Útvegsbankans sem
stofnaður var á sínum tíma á
rústum íslandsbanka sem varð
gjaldþrota í upphafi kreppunnar.
Þar með var ákveðíð að fækka
bönkum og skyldi nú stofnaður nýr
og sterkur banki úr litlu bönkunum
og Útvegsbankanum og hlaut hann
nafnið íslandsbanki!
Ýmsir fögnuðu þessum tíðindum
og horfðu fram á hagkvæmni í
rekstri og betri þjónustu við við-
skiptavinina. Þeir voru einnig til
sem misstu spón úr aski sínum því
að störfum fækkaði við sameiningu
bankanna. Eins brauð er annars
dauði.
Fyrir skömmu bárust þau tíðindi
að útibú Islandsbanka við Stigahlíð
yrði flutt í Hús verslunarinnar.
Bankaútibúið þjónaði Hlíðahverfinu
og hafði gert árum saman. Svo vill
til að í þessu hverfi býr margt aldur-
hniginna borgara og einnig eru þar
aðalstöðvar Blindrafélagsins. Þessir
aldurhnignu borgarar, íbúar
A MYNDBANDALEIGUR
ÍDAG
§§■3 HASKOLABIO
B^iMrÍidSÍMI 611212
Blindraheimilisins í Hamrahlíð 17
og starfsmenn þeirra stofnana sem
eru í húsi Blindrafélagsins, áttu
viðskipti við þetta útibú. Starfs-
menn þeirra voru þjónustuglaðir og
veittu blindum og öldruðum við-
skiptavinum góða þjónustu og leit-
uðust við að uppfylla þarfir hvers
og eins.
Þegar ákveðið var að flytja úti-
búið í Hús verslunarinnar buðust
stjórnendur bankans til að skipu-
leggja ferðir einu sinni í viku fyrir
þá íbúa í Hamrahlíð 17 sem þurftu
á slíkri þjónustu að halda. Hér er
um einstaka hugulsemi að ræða en
hún er dálítið lítillækkandi. Margir
þeir sem sækja þjónustu að Hamra-
hlíð 17, húsi Blindrafélagsins, eða
starfa þar og eru blindir höfðu feng-
ið sérstaka þjálfun í að fara í þetta
litla bankaútibú með aðstoð hvíta
stafsins. Útibúið var svo gamaldags
að hinir blindu vissu nokkurn veg-
Arnþór Helgason
„Með ^essu tiltæki sínu
hefur Islandsbanki
svipt nokkra einstakl-
inga í Reykjavík fjár-
hagslegu sjálfstæði og
athafnafrelsi.“
inn hvar allt var. Nú hefur útibúinu
hins vegar verið komið fyrir í rúm-
góðu húsnæði með stóru anddyri
þar sem erfitt er að rata og finna
það sem hina bliridu vanhagar um.
Þá er Kringlumýrarbrautin sá far-
artálmi að hætta stafar jafnt blind-
um sem sjáandi af umferð þar.
Með þessu tiltæki sínu hefur ís-
landsbanki svipt nokkra einstakl-
inga í Reykjavík fjárhagslegu sjálf-
stæði og athafnafrelsi. Hann hefur
flutt þjónustuna frá fólkinu og hag-
kvæmnin verður hinum almenna.
viðskiptamanni bankans til óhag-
ræðis. Þetta er þeim mun sárgræti-
legra þar sem mikill hluti þessa
fólks er komið af besta skeiði og
flestir stóreigendur spariljár í
landinu eru nú af léttasta skeiði.
En sem betur fer kunna starfs-
menn bankans góð ráð við þessari
óhagkvæmni fyrir hinn almenna
viðskiptavin og_ sækja þá til fornra
atvinnuhátta íslendinga. Nú er
blindu fólki smalað saman í
Hamrahlíð 17 eins og ljárhópi í
dilk og það síðan flutt á áfanga-
stað. Þannig er nú verr komið fyrir
þessu fólki en íbúum Raufarhafnar,
Kópaskers og Þórshafnar sem hafa
bankaútibúið á næstu grösum.
Harma ber þetta tiltæki og
ástæða er til að skora á einhvern
af hinum bönkunum eða Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis að þeir
athugi hvort ekki sé til þess vinn-
andi að stofnsetja lítið útibú i
Hlíðunum til hagsbóta fyrir íbúana
þar.
Iíöfundur er formaður
Öryrkjabandalags Islands.
Hin árlega Amnesty-vika
El Salvador: Erick Romero
Canales
Þann 18. nóvember 1989 var
hinn 17 ára gamli Erick Romero
Canales tekinn
af óeinkennis-
klæddum her-
mönnum. Fjöldi
vitna var að at-
burðinum.
Fyrstu nóttina
var hann hafði í
haldi í herbúðum
nálægt heimili
sínu o g fékk
móðir hans að heimsækja hann og
færa honum mat. Frétti hún að
hann væri ákærður fyrir að tilheyra
sveitum stjórnarandstæðinga;
FMLN. Hún varð síðan vitni að því
daginn eftir að hann var færður á
brott í herjeppa, með bundið fyrir
augun og bundinn á höndum. Síðan
þá hefur hann „horfið“.
Móðir Ericks hóf leit sína að syni
sínum í stöðvum herflokksins og
hélt leitinni síðan áfram á lögreglu-
stöðvum. Allstaðar var neitað allri
vitneskju um málið. Moðirin hefur
gefið upp að liðsforinginn, sem
handtók Eric Romero, hafi síðar
játað að hann hafi fengið skipun
um að skjóta hann. Liðsforinginn
hafði þá beðið drengnum griða hjá
yfirmanni sínum, þar sém menn
hefðu enga vissu fyrir að hann
væri félagi í FMLN.
Frú Canales hefur haldið áfram
eftirgrennslunum sínum „til að fá
fullvissu", þrátt fyrir að herforingi
hafi hótað henni lífláti. Stjórnvöld
staðhæfa að málið sé í rannsókn,
en engar niðurstöður hafa verið
lagðar fram.
Mál þetta er aðeins eitt af hundr-
uðum slíkra hin síðari ár, þar sem
fangelsað fólk hefur „horfið" eftir
að nafnlausar ábendingar hafa leitt
til töku þess. Borgaraleg stjórnvöld
hafa ekki getað eða viljað komast
til botns í þessum málum.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg
bréf og farið fram á að hlutlaus
rannsókn fari fram á hvarfi Ericks
Romeros og þeir sem sekir eru látn-
ir sæta ábyrgð. Skrifið til:
Inocente Orlando Montano
Vice Ministro de Defensa
y de Seguridad Pública
Ministerio de Defensa
y de Seguridad Pública
Km. 5 carretera a Santa Telca
San Salvador, E1 Salvador.
Lýbýa
Rashid ’Abdul-Hamid al-Urfia,
Dr. ’Umran ’Umar al-Turbi og
Muhammad Bashir al-Majrisi eru
meðal hundruða pólitískra fanga
sem hafðir eru í haldi án dóms og
laga í Lýbíu.
Rashid ’Abdul-Hamid al-Urfia er
31 árs gamall lögfræðingur og var
við störf í stórmarkaði þegar hann
var handtekinn í febrúar 1982.
Hann er talinn tilheyra trúarhópi
sem er gagnrýninn á stjórnvöld.
Hann var handtekinn ásamt 20
öðrurri, sem allir fengu sakarupp-
gjöf 1988.
Dr. ’Umran ’Umran al-Turbi er
40 ára tannlæknir sem var handtek-
inn í janúar 1984. I ijögur ár voru
engar heimsóknir leyfðar til hans í
fangelsið. Hann er kvæntur og á
tvö börn. Þegar hann var handtek-
inn var hann yfirmaður tannlækna-
stofu í Benghazi. Hann er grunaður
um að tilheyra hópi stjórnarand-
stæðinga.
Muhammed Basir al-Majrisi er
34 ára verkfræðingur sem handtek-
inn var í janúar 1989. Hann hefur
síðan þá verið í einangrun og veit
enginn hvar hann er hafður í haldi.
Hann var handtekinn ásamt stórum
hópi manna sem handteknir voru
vegna trúarskoðana sinna. Hann
er sjálfur ekki þekktur fyrir að til-
heyra pólitískt eða trúarlega virkum
hópi. Engar sakir eru þekktar á
hendur honum.
Enginn þessara þriggja manna
hefur fengið formlega ákæru eða
verið leiddur fyrir rétt. Þeir hafa
auk þess enga möguleika haft á
lögfræðiaðstoð. Engar skýringar
hafa verið gefnar fyrir því hvers
vegna þeir tveir fyrstnefndu fengu
ekki sakaruppgjöf við ijöldasakar-
uppgjöfina 1988.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg
bréf og farið fram á að þeir verði
tafarlaust og skilyrðislaust látnir
lausir. Skrifið til:
His Excellency
Colonel Mu’ammar al-Gaddafi
Leader of the Revolution
Tripoli
Great Socialist People’s Lib-
yan Arab Jamahiriya, (Lýbía).
ÖRYGGI
GOODfYEAR
fju HEKLA
A ÍS Laugavegi 170 -174 Sir
HF
Simi695500