Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 Fiskveiðistefna og byggðaþróun eftir Guðna Nikulásson * Fiskveiðistefna sú, sem rekin er í dag með heimild til að selja veiði- réttindi, er ein hættulegasta aðgerð sem gerð hefur verið gegn búsetu á landsbyggðinni. Með því að gera sameign þjóðar- innar þannig að söluvöru er aug- ljóst, að hin fámennari byggðalög og skuldugar útgerðir munu smátt og smátt missa veiðiréttindi sín til stærri og fjárhagslega sterkari ein- staklinga og félaga. Þessa óheilla- stefnu verður að stöðva með því að banna sölu á veiðiréttindum, ef ekki á illa að fara. Stjórnun fiskveiða verður að halda áfram en athuga þarf vel, hvort ekki sé vænlegra að taka upp e'inhvers konar byggðakvóta í stað núverandi kerfis. Þannig að ekki verði hægt að selja burtu atvinnu bæði sjómanna og landverkafólks KONFEKTMOLAR . 'jL með rnjúkri < karamellufyHingu. u SKÍWMH J 4)k GOTT ■# eins og hægt er í dag. Með slíkum sölum er ekki aðeins verið að svipta fólkið atvinnu sinni heldur er einnig verið að gera fasteignir þess verð- lausar. Stefna verður að fullvinnslu á sjávarafurðum innanlands, eins mikið og auðið er, þannig að hægt sé að halda uppi kraftmiklu at- vinnulífi við sjávarsíðuna. Sjávarút- vegurinn er undirstaðan í þjóðfélag- inu og það verður að skapa honum og fiskvinnslunni í landi viðunandi rekstrarskilyrði á hveijum tíma. Ef sjávarútvegurinn blómstrar ekki úti á landi þá eru einnig erfið- leikar í öðrum atvinnugreinum þar. Hér með fylgir tafla sem sýnir að fólk, sem vinnur við sjávarútveg í dreifbýlinu, leggur sitt til þjóðar- búsins. Fólksflóttinn Þrátt fyrir að stjórnvöld á hveij- um tíma hafi verið með byggða- stefnu í málefnasamningum sínum og haft uppi ómarkvissar aðgerðir í málefnum dreifbýlisins hefur þeim ekki tekist að snúa við fólksflóttan- um af landsbyggðinni. Samanber töflu. Byggðaþróun 1981-89 og afleiðingar fólksflutninga A þessu tímabili hafa fólksflutn- ingar innanlands, frá landsbyggð Aflaverðmæti á hvern íbúa í kjördæmum landsins 1988 Krónur -300.000 -250.000 — 200.000 -150.000 -100.000 Guðni Nikulásson til höfuðborgarsvæðis, verið yfir 1.000 manns (1.063) að meðaltali á ári allt þetta 9 ára tímabil, fæst- ir 1981 eða 550, en flestir 1988 eða 1.512 manns. Mannfjöldi á íslandi Meðaltal í þessu efni fyrir hvert þriggja ára tímabil þessi ár er sem hér segir: 1981-83 720íbúaráári 1984-86 1.132 íbúaráári 1987-89 .1.336 íbúaráári Eða 1.063 íbúar að meðaltali á ári eins og áður segir. Taflan sýnir hve alvarlegt ástandið er, bein fólksfækkun á sér stað á landsbyggðinni þrátt fyrir tal og loforð stjórnmálamanna um raunhæfar aðgerðir á undanförnum árum. Með flutningi ríkisstofnana út í byggðalögin og um leið víðtækri valddreifingu í þjóðfélaginu með eflingu héraðavaids er hægt að snúa þessari þróun við og raunhæf byggðastefna yrði að veruleika. Gera verður einstaklingum og félögum kleift að athafna sig án of mikilla afskipta hins opinbera, þar sem bjartsýni og kraftur fólks- ins myndi lyfta Grettistaki til nýrr- ar sóknar á landsbyggðinni. Höfundur er umdæmisstjóri Vegagerðar á Héraði og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins á Austurlandi. Ibúaljöldi 200.000 Höf uðborgarsvæöið Landsbyggðin 150.000 100.000 50.000 FRAMREIKNINGUR 1960 1970 1980 1990 2000 2010 Hrollvekja úr víti Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgiri Hvíta valdið - „A Dry White Season“ Leikstjóri Euznan Paley. Aðal- leikendur Donald Sutherland, Janet Suzman, Jiirgen Prochn- ow, Marlon Brando, Susan Sar- andon. Bandarísk. MGM 1989. Sutherland leikur kennara af Búaættum í Jóhannesarborg. Sem aðrir hvítir, hefur hann litlar áhyggjur af kjörum hinna þel- dökku, „kaffir“, hinsvegar er hann fordómalaus og á að góðum kunningja svartan garðyrkju- mann sinn og jafnaldrarnir, synir þeirra, leikfélagar. En þeir at- burðir gerast sem ljúka upp aug- um Sutherlands fyrir óhugnan- legu kynþáttamisréttinu í landinif. Fyrst er hinn ungi sonur garð- yrkjumannsins fangelsaður í tvígang og deyr í fangavistinni, orðrómur er strax uppi um að ekki muni allt með felldu um dán- arorsökina, þar sem foreldrunum er ekki afhent líkið. Alltaf leitar garðyrkjumaðurinn á náðir Sut- herlands, eina hvíta mannsins sem hann treystir. En Sutherland vill engu trúa fyrr en garðyrkjumað- urinn liggur sjálfur í valnum, hafði þá mátt þola pyntingar af hálfu öryggislögreglunnar er hann fór að rannsaka dauðsfall sonar síns. Nú fyrst tekur Sutherland við sér og eftir gerviréttarhöld í máli garðyrkjumannsins hættir hann öllu tii að beijast fyrir réttlætinu, einn af fáum hvítum sem þora að gera sér grein fyrir ástandinu og vilja bæta það. Sú afstaða tek- ur sinn toli, hann er dæmdur svik- ari af samborgurum sínum og vinnufélögum, fjölskyldan snýr við honum baki utan sonur hans og gjöldin' verða hærri áður en yfir lýkur. Það er langt síðan að kvikmynd hefur haft slík áhrif á mann, Hvítt vald er ekki drama um apartheid-stefnuna í S-Afríku, hún er hrollvekja um helvíti á Jörðu. Við erum í notalegri fjar- lægð frá Soweto og veltum því lítið fyrir okkur þeim atburðum sem gerast daglega þar syðra. Hvítt vald opnar augu okkar fyrir þeim hrylling sem frumbyggjar þessa auðuga lands mega búa við. Vissulega er allt málað hér í sterk- um litum og melódramað verður kannski fullmikið er fer að líða á seinni helming myndarinnar, en það á jú að vekja okkur til meðvit- undar um skelfingar þeldökkra bræðra okkar sem lifa undir hæl óhugnanlegra einræðisafla sem minna ekki á neitt annað en Þýskaland undir nasismanum. Hér er sjón sögu ríkari, Hvítt vald er upplifun, það ríkir grafar- þögn í salnum, áhorfendur eru sem lamaðir yfir þessari helsýn sem er dregin upp af snilld. Hand- ritið er mergjað, óþekktur (hér- lendis) leikstjórinn kann til verka, einkum eru fjöldaatriðin athyglis- verð. Leikurinn er einstaklega sannfærandi og gaman að sjá Brando búa til enn einn karakter- inn til viðbótar,' hugum stóran lögfræðing sem þorir að standa uppí hárinu á Vorster-stjórninni - þó hann viti að það hafi lítið að segja í lögregluríki. Látum hann hafa síðasta orðið. „Lög og rétt- læti eru fjarskyldir ættingjar, en hér í Suður-Afríku talast þeir ekki við.“ Mannlíf við ána Háskólabíó: Sumar hvítra rósa — „Summer of White Roses" Leikstjóri Rajko Grlic. Aðal- leikendur Tom Conti, Susan George, Rod Steiger. Bresk- júgóslavnesk. 1990. Þessi ljúfa, litla mynd er hugar- fóstur engrar annarrar en Susan George. Hún hefur greinilega tek- ið ástfóstri við þessa ljóðrænu, táknmálsríku sögu eins kunnasta rithöfundar Júgósiava og ekki lát- ið þar við sitja, heldur fjármagnað hana, samið lagið sem gengur í gegnum myndina, með öðrum, og fer svo með eitt aðalhlutverkið. Sögusviðið er baðströnd við á, einhvers staðar í Júgóslavíu á síðasta sumri seinna stríðs. Allt er friðsælt á yfirborðinu, en ólgan er skammt undan - eins og vatna- djöfullinn sem stundum gárar sléttan vatnsflötinn. Baðvörður- inn (Conti) er góðviljað meinleys- isgxey, sem fær að halda starfi þó ekkert reyni á það, utan einu sinni og dregur þá alvarlegan dilk á eftir sér. Hann tekur upp á arma sína mæðgin á flótta, giftist kon- unni (George) þar sem hún er pappíralaus og í lífshættu. Ekki fullnægjandi en býr þó yfir ákveðinni fegurð sem einkum tengist fljótinu og þjóðsögunni í kringum það og íbúum þess. Aðal- leikararnir holdiklæða með prýði persónurnar þijár, allir aðrir eru fremur óskýrir og ringulreiðin í endinn því miður alltof veikburða og ómarkviss til að reka nauðsyn- legan, afgerandi botn í fálm- kennda en fallega mynd. Heimild: Hagstofa íslands. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 17.9. hófst spila- mennska með tvímenningskeppni eitt kvöld. 13 pör kepptu. Úrslit urðu þau: Ásgrímur-Jón Þorsteinn - Sigfús Stefanía — Viðar Bogi-Anton Valtýr — Baldvin 188 165 160 141 132 Mánudaginn 24.9. var spilaður tvímenningur eitt kvöld. 16 pörkepptu. Úrslit urðu: Bjöm-Jóhann • 207 Baldvin — Valtýr 199 Ásgrimur-Jón 181 Guðmundur-Níels 171 Heiðar-Guðmundur 164 Mánudagana 1.10. og 8.10. var spil- aður tveggja kvölda tvímenningur með og án forgjafar. 20 pör kepptu. Úrslit með forgjöf: AnnaLára-Þómý 611 Jóhann-Jón Hólm 551 Haraldur-Hinrik 546 Jakobina-Kristrún 522 Birkir - Ingvar 513 Úrslit án forgjafar: Ásgrímur - Jón Hciðar 636 Sigurður-Sigfús 576 Baldvin-Valtýr 571 Haraldur-Hinrik 546 Stjórn félagsins starfsárið 1990- 1991: Formaður: Ásgrímur Sigurbjöms- son. Varaformaður og fréttaritari: Sigfús Steingrímsson. Gjaldkeri: Anton Sigurbjömsson. Ritari: Birgir Björnsson. Áhaldavörður: Haraidur Árnason. Spilastaður Hótel Höfn öll mánu- dagskvöld kl. 19.80. Reykjanesmót í sveitakeppni Helgina 17.-18. nóvember nk. fer fram í Sandgerði Reykjanesmót í sveitakeppni, sem jafnframt er und- ankeppni íslandsmótsins. Mótið hefst kl. 10 báða dagana. Spilað er um þijú sæti í undankeppni ís- landsmótsins og Reykjanqsmeist- . aratitilinn. Nánar augiýst síðar. 4 i 4 « i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.