Morgunblaðið - 24.10.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 24. OKTÓBER 1990
37
Framboð gegn her
eftir Svein Rúnar
Hauksson
Það er lenska nú, ekki síst hjá
ráðamönnum þjóðarinnar, að vísa í
niðurstöður skoðanakannana, að
minnsta kosti þegar þær henta í
áróðrinum. Þá þykir ekki síðra ef
hægt er að tengja slíkar tölur Fé-
lagsvísindastofnun Háskólans. Þetta
hefur verið áberandi' í ál-ræðunum
undanfarnar vikur.
Á hinn bóginn hafa aðrar skoðana-
kannanir þessarar sömu stofnunar
valdið litlum viðbrögðum hjá stjórn-
málamönnum og helst legið í þagnar-
gildi. Það á t.d. við þegar afstaða
almennings til NATO og bandarísku
herstöðvanna á íslandi hefur verið
könnuð. í síðasta skiptið sem þetta
var athugað kom í ijós að nær helm-
ingur þjóðarinnar var andvígur veru
hersins. Sú könnun var gerð löngu
áður en þær gríðarlegu breytingar
urðu á heimsmyndinni sem við höfum
horft upp á síðustu misserin.
Nú er liðin hálf öld frá því að ís-
land var hernumið. Þrátt fyrir loforð
Bandaríkjamanna um að verða á
brott með her sinn strax að heims-
styijöldinni lokinni eru liðin 45 ár
án þess að það sé efnt. íslenskir
stjórnmálaleiðtogar, sem kepptust
við að sannfæra þjóðina um að þeir
myndu aldrei líða að hér yrði erlend-
ur her á friðartímum, hafa í sömu
áralengd ekki staðið við þau fyrirheit.
Grýla gamla dauð
Allt frá stríðslokum hefur rauði
þráðurinn í áróðri fylgismanna herse-
tunnar verið hættan úr austri, út-
þensla heimskommúnismans, Rúss-
arnir koma. Nú hefur þessi þráður
slitnað svo ekki verður um villst.
Grýla gamla er dauð og Rússarnir
hvarvetna að fara. Varsjárbandalag-
ið er í upplausn, þótt NATO sé í óða
önn að breiða út athafnasvæði sitt.
Enda þótt óvinurinn sé búinn að
vera, sá sem réttlæta átti veru
Bandaríkjahers, er ekki að heyra að
ýkja mikil viðhorfsbreyting hafi átt
sér stað hjá íslenskum stjórnmála-
mönnum. Þetta virðist eiga jafnt við
um þá sem látið hafa í veðri vaka
að þeir væru á móti veru hersins og
hina sem eru í eilífri leit að átyllu
til að framlengja dvöl hans. Hér er
ekki verið að efast um heilindi þeirra
þingmanna í öllum flokkum sem eiga
þá ósk að ísland verði sem fyrst
herlaust land. En undarlegur er
málflutningur stjórnmálaleiðtoga
sem krýnt hafa sig sjálfa friðarbera
utanlands sem innan og finnst ekki
taka því að setja herstöðvamálið á
dagskrá, það leysi sig sjálft í sögunn-
ar rás.
Herinn fer ekki af sjálfu sér
Fátt er ólíklegra en að herinn
hverfi af íslandi bara af sjálfu sér.
Skemmst er að minnast ráðstefnu
sem haldin var á Akureyri þar sem
saman voru komnir ýmsir herfræð-
ingar og fjölluðu m.a. um stöðu ís-
lands. Þar var því lýst yfir, að af
öllum þeim þúsundum herstöðva sem
Bandaríkin halda uppi um heim aíl-
an, væru NATO-stöðvarnar hér mik-
ilvægastar. í sjónvarpsviðtali sem
Stöð 2 átti við Brement, fyrrum
sendiherra Bandaríkjanna á Islandi,
áréttaði hann þá skoðun að herstöðv-
arnar hér væru þær síðustu sem
Bandaríkjamenn yfirgæfu.
Hvaða úrkosti eiga herstöðvaand-
stæðingar í þessari stöðu?
Það er löngu ljóst að þeir stjórn-
málaflokkar sem haft hafa brottför
hersins á stefnuskrá láta sem minnst
á þessu máli bera um leið og forystu-
menn þeirra eygja sæti á ráðherra-
stólum. Tvívegis hafa þó ríkisstjórnir
verið myndaðar, árin 1956 og 1971,
með brottför hersins í málefnasátt-
mála, en án þess að við það væri
staðið. Síðasta áratuginn hefur þótt
við hæfi að láta sem minnst fyrir
þessu máli fara.
Á hinn bóginn hefur andstöðunni
við herinn verið haldið vakandi utan
þings allt frá því að hann settist hér
að. Sú fjöldahreyfing hefur notið
stuðnings verkalýðshreyfingar og
skólafólks, listamanna sem bænda
og hefur sú saga, þótt óskráð sé,
skapað íslenskri þjóð orðspor, því
óvíða í öllum þeim aragrúa landa þar
sem Bandaríkjaher hefur hreiðrað
um sig, hefur andstaðan við erlendar
herstöðvar verið jafn öflug.
Þjóðaratkvæði
Allt frá fyrstu tið andófsins var
krafan um þjóðaratkvæði hátt á lofti.
Því var umsvifalaust hafnað af valds-
ins mönnum. Fram á þennan dag
hefur það verið krafa herstöðvaand-
stæðinga að þjóðin verði spurð í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um afstöðu sína
til veru erlends hers. Því hefur ekki
verið sinnt. Til að þessi lýð-
ræðiskrafa nái fram að ganga þarf
Alþingi að gera hana að sinni.
Jafnt stuðningsmenn hersetunnar
sem herstöðvaandstæðingar á þingi
hafa látið þessa kröfu sem vind um
eyru þjóta. Þeir síðastnefndu hafa
sett svartsýni um úrsljt á oddinn, en
baráttumenn gegn hernum í Samtök-
um herstöðvaandstæðinga hafa lagt
áherslu á að umræðan sem óhjá-
kvæmilega ætti sér stað meðal þjóð-
arinnar, færði andstöðunni sigur. Um
þetta hafa herstöðvasinnar sennilega
verið sammála og þess vegna engan
áhuga haft á þjóðaratkvæði, enda
þótt skyndikannanir á afstöðu fólks
hafi verið þeim heldur í hag.
I ljósi þessarar stöðu mála, hljóta
herstöðvaandstæðingar að íhuga af
alvöru hvaða möguleika þeir hafa á
að koma baráttumálum sínum á.dag-
skrá í komandi kosningum. Þorsteinn
Gylfason heimspekingur ritaði
áhugaverða grein í Moí'gunblaðið
nýverið um stjórnmál líðandi stund-
ar. Hann varpaði því fram að ef til
vill væri nú tími svokallaðra eins
máls flokka sem legðu megináherslu
t.d. á umhverfismál eða jafnrétti
kynjanna. Það er engin ástæða til
að gera lítið úr mikilvægi þessara
mála né annarra, svo sem byggða-,
atvinnu- og félagsmála. En væri það
ekki þess vert að þjóðin athugaði nú
gang sinn í sjáifstæðismálunum?
Er hálf öld ekki nóg?
Engin þjóð er sjálfstæð sem býr
við erlenda hersetu til langframa.
Þetta eru gömul sannindi sem hafa
legið of lengi í láginni hjá alltof
mörgum. Ef til vill er beinasta leiðin
til að breyta því sú að herstöðvaand-
stæðingar bjóði fram til þings í öllum
kjördæmum og tryggi þannig að á
sérhveijum kosningafundi verði fjall-
að um hermálið og þingmannsefni
krafin svara um það hvort þau ætli
enn að framlengja hersetuna. Er
hálf öld ekki nóg af svo góðu?
Nú er við því að búast að úrtölu-
menn í hópi herstöðvaandstæðinga
vari við því að lág prósentutala til
slíks lista í kosningum muni gjörsam-
lega ganga af hugsjóninni um her-
laust land dauðri. Vitaskuld er mikið
fylgi við slíkan lista iíklegra til að
stytta leiðina að markinu fremur en
lítið fylgi. Á hinn bóginn er það sem
megin máli skiptir að hreyfing kom-
ist á málið og sú hreyfing verður
ekki mæld á súluritum sjónvarps-
skermanna á kosninganótt. Hana
má öllu frekar merkja í þeirri um-
ræðu og vitund sem skapast í þjóðfé-
laginu og þeirri samstöðu sem í kjöl-
farið fylgir, hvar í flokki sem fólk
annars stendur, samstöðu um að losa
nú loks um þann fleyg sem alltof
Djassstaðreyndum hallað
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi frá stjórn Jassvakning-
ar.
Djassvakning fékk heldur óblíðar
afmæliskveðjur frá Guðjóni Guð-
mundssyni blaðamanni, sem skrifar
stundum um íslenskt djasslíf í Morg-
unblaðið. Taldi hann félagið stunda
ólögmæta viðskiptahætti, því tvær
hljómsveitir af fjórum, Gammar og
Kúran svíng, er leika áttu á loka-
kvöldi Afmælishátíðar Ðjassvakn-
ingar hefðu ekki mætt á staðinn og
tríó Þóris Baldurssonar hefði átt að
bjarga því sem bjargað varð. Það
skal viðurkennt að ýmsar breytingar
urðu á dagskrá afmælishátíðarinnar,
enda léku þar fjórtán hljómsveitir á
þremur kvöldum og gáfu allir hljóð-
færaleikarar svo og aðrir er unnu
að hátíðinni vinnu sína í Hljóðritunar-
sjóð Djassvakningar.
í Morgunblaðinu umræddan laug-
ardag birtust tvær auglýsingar og
stóð þar að um kvöldið lékju þrjár
sveitir á afmælishátíðinni: Kvartett
Kristjáns Magnússonar, kvartett
Björns R. Einarssonar og Kúran
svíng. Gammar höfðu verið auglýstir
á föstudagskvöldi. Vegna óviðráðan-
legra ástæðna féllu Gammar af dag-
skrá á föstudagskvöldi og Kúran
svíng á Iaugardagskvöldi. Trúlega
er sá skilninur Guðjóns að bæði
Gammar og Kúran svíng hefðu átt
að leika á laugardagskvöldið runninn
frá fréttatilkynningu um afmælishát-
íðina, en fréttatilkynningar þarf að
senda út með miklum fyrirvara og
meira að segja er ekki hægt að
breyta auglýsingum í Morgunblaðinu
fyrirvaralaust.
, í staðinn fyrir Kúran svíng um-
rætt laugardagskvöld var boðið uppá
þijár hljómsveitir, en ekki eina eihs
og Guðjón staðhæfir. Þær voru: Tríó
Árna Isleifs ásamt Braga Einars-
syni, Tríó Þóris Baldurssonar og
Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar.
Kristján Magnússon hóf djassinn
klukkan níu um kvöldið og Guð-
mundur Ingólfsson sló síðustu nót-
una hálfum sjötta tíma síðar. Ef það
eru ólögmætir viðskiptahættir að
bjóða uppá fimm hljómsveitir í stað
þriggja og taka 900 krónur fyrir
rúmlega fimm tíma tónleika —hveij-
ir eru þá hinir lögmætu?
Að sjálfsögðu urðu menn fyrir
vonbrigðum er Kúran svíng-félag-
arnir forfölluðust en menn fengu það
bætt og skorti ekkert á fagnaðarlæt-
in er hljómsveit Guðmundar lauk leik
sínum. Enginn fór fram á endur-
greiðslu en slíkt hefði verið auðsótt
hefðu einhveijir viljað.
íslenskum djassi hefur að jafnaði
ekki verið hampað í fjölmiðlum og
vonum við að Guðjón Guðmundsson
haldi áfram skrifum sínum — en
hugi að staðreyndum áður en letur-
borð er slegið og hafi það jafnan sem
sannara reynist.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðj-
um á 90 ára afmœli mínu 18. september sl.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Þ. Sigurðardóttir,
Laugarnesvegi 118,
Reykjavík.
Hjartanlegar þakkir til fjölskyldu minnar,
frœndfólks, vina minna í athvarfi aldraðra í
Keflavík, hótelstjóra og starfsfólks á Hótel Örk
sem gerðu mér afmœlisdaginn 17. október
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Baldvinsdóttir.
Sveinn Rúnar Hauksson
„Á hinn bóginn er það
sem megin máli skiptir
að hreyfing komist á
málið og sú hreyfing
verður ekki mæld á
súluritum sjónvarps-
skermanna á kosninga-
nótt.“
lengi hefur skipt þjóðinni í andstæð-
ar fylkingar.
Hljómgrunnur og prósentur
Konur þreyttust á því hve hægt
hefur gengið í jafnréttismálum og
stofnuðu Samtök um kvennalista til
,að koma meiri hreyfingu á þau mál.
Fólk sem farið var að örvænta um
byggðina í landinu stofnaði Samtök
um jafnrétti milli landshluta og síðar
Þjóðarflokk til að freista þess að
snúa öfugþróuninni við. Um það hef-
ur verið deilt meðal baráttufélaga í
þessum málum, hvort slík framboð
ættu rétt á sér og hvort málstaðnum
væri ekki betur þjónað með því að
slást fyrir honum innan gömlu flokk-
anna. Sú hefur að sjálfsögðu orðið
raunin að margir halda sér við þá
gömlu sem eru iðnir við að tileinka
sér baráttumálin fyrir kosningar.
Skoðanakannanir sýna mismun-
andi prósentur fyrir Kvennalista og
Þjóðarflokk. En dettur nokkrum í
hug að þær hugsjónir sem þessi sam-
tök halda á lofti meira en aðrir, eigi
líf sitt undir því hvort t.d. Kvennalist-
inn fái 10 eða 30% hjá SKÁÍS eða
hvort Þjóðarflokkurinn fái 1,3 eða
3,1% í kosningum? Þegar lengra er
litið er það málflutningurinn sem
gildir og sá hljómgrunnur sem hann
fær hjá þjóðinni, hvernig svo sem
fólki þykir rétt að veija atkvæði sínu.
Þar kemur svo margt til.
Sögulegt tækifæri
Það sama gildir um framboð sem
hefði andstöðu við erlenda hersetu
að meginmáli. Slíkt framboð yrði til
þess að frambjóðendur flokkanna
sem fyrir eru rifjuðu upp afstöðu
sína til þessa grundvallarmáls. Fjöl-
margir kjósendur myndu enn einu
sinni treysta þeim best fyrir þessu
máli sem öðrum. Aðrir sem lang-
þreyttir eru á nærri hálfrar aldar bið
eftir efndum í þessu máli myndu
fagna því að fá nú loks að tjá vilja
sinn afdráttarlaust í þessu sjálfstæð-
ismáli þjóðarinnar. Það á ekki síst
við um þá sem skynja það sögulega
tækifæri sem þjóðin hefur nú öðlast
fyrir tilstilli stórkostlegustu breyt-
inga í Evrópu frá stríðslokum þar
sem hvarvetna er verið að kveðja
heim erlenda heri.
Ef hernaðarbandalögin í austri og
vestri hafa einhvern tíma átt sér til-
veimfétt, þá hafa þau nú misst hann.
Bandaríkin og Sovétríkin eru að
semja um brottför heija sinna úr
ríkjum Evrópu. Á sama tíma treystir
Bandaríkjaher stöðu sína á Islandi
með áframhaldandi hernaðarupp-
byggingu. Þeirri öfugþróun verður
að snúa við ef íslensk þjóð ætlar sér
að búa sjálfstæð í landi sínu. Það
er skylda okkar að leggja þann skerf
til friðsamlegrar þróunar í heiminum,
að leyfa ekki lengur vopnabrölt er-
lends hers á íslandi. Þannig öðlumst
við þá sjálfsvirðingu sem hverri þjóð
er nauðsyn.
Höfundur er heimilislæknir í
Reykjnvík.
HÓTEL örat
Hinar geysivinsælu
félags- og heilsuvikur á Örkinni
Dvölí 3-4 daga
29. okt.-1. nóv. Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson.
5.-9. nóv. Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson.
12.-16. nóv. Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson.
19.-23. nóv. Gestgjafi: Sigurður Guðmundsson.
26.-30. nóv. Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson.
Innifaliðer:
Gisting, morgunverðurog kvöldverðurásamt
fjölbreyttri dagskrá, sem stjórnað er af hinum
vinsæla Hermanni Ragnari Stefánssyni.
Veró kr. 2.900V-
á dag fyrir manninn í 2ja manna herbergi.
3 nætur kr. 8.700,-
I'komió á þriójudegi)
4 næturkr. I1.600,-
Ikomió á mánudegi)
Dagskrá:
Meðal annars smáferðir,
félagsvist, bingó, heilsu-
rækt, kvöldvökur og dans.
Pantið strax í síma 98-34700