Morgunblaðið - 24.10.1990, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
t
Móðir okkar,
KATHARÍIMA SYBILLA MAGNÚSSON,
lést í Borgarsjúkrahúsinu 20. otkóber.
Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og langömmubarna,
Steinunn H. Ársælsdóttir,
Magnús E. Ársælsson.
+ JAKOB HELGASON,
Skjólbraut 1A,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 22. október. Jarðarförin auglýst síðar. Vandamenn.
t
Okkar hjartkæra
GUÐBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést 23. október.
Dóra Sigurjónsdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir,
Vigfús Þór Jónsson, Ólöf Karlsdóttir,
Guðrún Valgarðsdóttir, . Hjalti Örnólfsson
og fjölskyldur.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
sr. BERGUR BJÖRNSSON,
Háaleitisbraut 50,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. október
kl. 13.30.
Guðbjörg Pálsdóttir,
Ragnar Bergsson,
Guðmundur Bergsson, Gerður Daníelsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir,
Björn Guðmundsson,
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN KARL ÞORLÁKSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. október
kl. 13.30.
Jón Marteinn Stef-
ánsson - Minning
Mig langar að kveðja föðurbróður
minn, Martein Stefánsson, sem and-
aðist 17. þ.m., með þessu fallega
ljóði eftir föður hans, Stefán frá
Hvítadal, og þakka honum fyrir
allt og allt.
Ég vil burt og halda á höf,
hirða ei neitt um boðaköf,
láta storminn teygja tröf,
tuskast við mín jakkalöf.
Betra er, en draumadöf,
dáðlaust líf og stundartöf,
að sigla fleyi' á feigðamöf,
flytja bú í vota gröf.
Ég hefi Iengi í þrautum þráð
það, sem yrði hjálparráð,
en aldrei marki nokkru náð;
nú er að leita þess með dáð.
Þótt ég verði bylgju að bráð,
bíður mín þar fagurt láð,
fyrir handan græðis gráð,
gullið land og sólu fáð.
Yfír djúpin breið og blá
báti litlum sigli’ eg á.
Mörg er bylgjan fleyi flá,
fækka engu segli má.
Austur vil ég sigla’ um sjá,
svala minni dýpstu þrá.
Mig dreymdi, að ég í sænum sá
sólskinsland þar austur frá.
Elsku Gréta, Erla, Stefán og
Anna, megi góður guð vera með
ykkur á þessari sorgarstundu.
Dallas, Texas,
Soffía Erla Stefánsdóttir
Jón Marteinn Stefánsson fæddist
7. janúar, árið 1936. Hann var son-
ur Stefáns frá Hvítadal, skáldsins
ástsæla, og konu hans, Sigríðar
Guðbjargar Jónsdóttur. Hann lauk
prófi í múraraiðn frá Iðnskólanum
í Reykjavík árið 1970 og starfaði
lengi sem slíkur. Frá því í maí 1977
vann hann hinsvegar í Landsbanka
íslands, allt til dauðadags.
Marteinn var kvæntur Margréti
Lund Hansen og eiga þau tvö börn,
Stefán Bersa, fæddan 1967, og
Erlu Maríu, sem er fædd 1969. Bjó
hún þeim öllum einstaklega gott
heimili og hlýtt.
Það mun hafa verið fyrir um það
bil 35 árum síðan, að leiðir okkar
Marteins lágu fyrst saman. Vafa-
laust hefir það verið eftir messu í
Kristskirkju í Landakoti, en þá var
oft farið í kaffisopa á eftir og rætt
um mörg mál. Ég minnist þess enn
hvað mér fannst Marteinn ákveðinn
í skoðunum og skoðanafastur, því
við vorum alls ekki alltaf sammála.
Ekki slitnaði samt kunningsskapur-
inn, þótt við jafnvel værum á önd-
verðum meiði. Stundum lá jafnvel
við að við rifumst. Þrátt fyrir þetta
héldum við kunningsskap og höfð-
um ef til vill lúmskt gaman af því
að kappræða. Þróaðist þessi kunn-
ingsskapur gegnum árin svo að við
hjónin kynntumst systkinum hans
flestum og voru þau kynni öll góð.
Störfuðum við meira og minna sam-
an í 'ýmsum félagsskap innan safn-
aðarins á næstu árum. Man ég sér-
stakiega eftir skemmtilegum ferð-
um er við fórum saman, bæði í
Stykkishólm og víðar. Þar sneri
hann sér við til að tala við ein-
hvern, þegar ég tók mynd af hópn-
um og sagði svo þegar ég sýndi
honum myndina. „Nei, þetta er
ekki ég.“ Einnig vorum við saman
í ferð þegar fyrsta kaþólska messan
eftir siðaskipti var lesin í Fjóshellin-
um á Ægissíðu, og margt fleira
tókum við okkur fyrir hendur.
Stundum liðu svo upp í tvö ár að
við ekki hittumst. En alltaf var
hann sami félaginn þegar við
sáumst næst. Það fór aldrei á milli
mála, að undir skelinni var Mar-
teinn alltaf sami góði strákurinn,
sem til dæmis mátti ekkert aumt
sjá, en lét heldur aldrei á sér sjá
neina eymd. Þrátt fyrir alla þá bar-
áttu, sem hann átti í við sjúkdóm
þann er dró hann til dauða, kvart-
aði hann ekki. Þegar ég svo hitti
hann síðast fyrir um mánuði sagði
hann þó: „Sigurður minn, biddu
fyrir mér. Auðvitað veit ég að þú
hefir gert það.“
Það var einstaklegá ánægjulegt
Kveðja:
Lydia Þorláksson,
Stefán Niclas Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir,
Ellen Svava Stefánsdóttir, Sigurður Einarsson,
Hulda Stefánsdóttir,
Sólveig Bára Stefánsdóttir, Erlingur Eyjólfsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, sonur, tengdasonur og bróðjr,
MAGNÚS arnar SIGTRYGGSSON,
Rjúpufelli 35,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. október kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, vinsam-
legast láti íþróttafélag fatlaðra, Hátúni 14, njóta þess.
Louise Biering,
Sigríður E. Magnúsdóttir, Kjartan Haraldsson,
Sigtryggur A. Magnússon, Magnea K. Ólafsdóttir,
Thelma Magnúsdóttir, Styrmir Magnússon,
Guðbjörg Sigurpálsdóttir, Sigríður Biering
og systkini.
t
Móðir okkar, amma og langamma,
SNJÓFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 4,
Vík í Mýrdal,
sem lést 15. október, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardag-
inn 27. október kl. 13.00.
Þeim, sem vildu mionast hennar, er góðfúslega bent á Víkurkirkju.
Sígurbjörg Björnsdóttir, Jóna Björnsdóttir,
Birna F. Björnsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson,
Helga E. Hermannsdóttir, Sigurður Æ. Harðarsson,
Þórunn Ólafsdóttir,
Ragnar Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir
og barnabarnabörn.
Pálína Björnsdóttir
Fædd 12. maí 1918
Dáin 4. júní 1990
Nú þegar ég er farin af landi
brott, búin að kveðja alla mína vini,
á ég enn eftir að kveðja eina góða
konu.
Pála mín er farin. Það er sárt
að fá ekki lengur tækifæri til að
sýna henni hversu vænt mér þótti
um hana. Tækifæri til að launa
henni allt það sem hún gerði fyrir
mig. og móður mína. Söknuður og
falleg minningin um hana mun
fylgja mér alla ævi. Við tengdumst
slíkum böndum að erfitt var að slíta.
Vegir okkar Pálu lágu saman er
ég var aðeins fjögurra ára gömul.
Þeir skildust fjórum árum síðar.
Þetta er ekki langur tími, en þeir
atburðir sem við gengum í gegnum
urðu til þess að tengja ókkur sterk-
um tilfínningaböndum.
Alltaf var jafn mikið tilhlökkun-
arefni að fara til Eyja og vera hjá
Pálu og Inga. Tekið var á móti mér
opnum örmum og óendanleg hlýja
streymdi frá þeim báðum. Hún vafði
mig elsku sinni og kærleika. Hjá
henni fann ég öryggi enda leið mér
aldrei betur en þegar ég var úti í
Eyjum.
Pála lagði mikið upp úr matar-
gerð og var snillingur á því sviði.
Eg man enn hvað maturinn var
góður hjá henni. Hún lagði oft á
sig mikla vinnu í því sambandi og
hafði gaman af. Hún saumaði mik-
ið og ófá sjciptin kom ég heim með
fullar töskur af nýsaumuðum fötum
og prjónaðar peysur bæði á mig og
móður mína. Pála mín hafði mikla
þörf fyrir að hjálpa og gleðja annað
fólk, þannig var hún stöðugt veit-
andi. Jafnvel þegar hún átti sjálf
um sárt að binda, reyndi hún að
hugga og gleðja vini sína.
Níu dögum fyrir andlát Pálu, í
júnímánuði síðastliðnum, kom ég í
heimsókn til hennar. Þá voru liðin
fimm ár frá því við sáumst síðast.
Við ræddum um erfiða hluti sem
við höfðum aldrei rætt áður. Ég er
sannfærð um að Guð leiddi mig til
t
Bróðir okkar,
SIGURÐUR ÞÓRÐUR GUNNARSSON
frá Brettingsstöðum á Flateyjardal,
Holtsgötu 12,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. október
kl. 13.30.
Systkini hins látna.
að hafa þau hjónin í heimsókn hér
fyrir vestan, er 100 ára afmælis
föður hans var minnst á Hólmavík.
Þrátt fýrir að heilsu hans væri þá
farið að hraka, lagði hann í þessa
ferð ásamt systrum sínum og eigin-
konu. Enn á ný hélt hann til Hólma-
víkur í sumar, er minnisvarði um
föður hans var afhjúpaður þar á
100 ára afmæli kauptúnsins. Þá var
hann að vísu orðinn þjáður, en það
varð undan að láta. Stundum
nefndi hann við mig: „Ætli ég fái
nú að lifa það að sjá þennan minnis-
varða?“ Það tókst og Marteinn var
rórri á eftir. Þegar ég svo kom til
hans síðast virtist honum líða nokk-
uð þolanlega, miðað við aðstæður.
En kallið kemur. Einasta öryggið
sem eigum, er í þennan heim fæð-
umst, er gamli málshátturinn: „Eitt
sinn skal hver deyja.“ Þá átti ég
góða stund á heimili hans, eins og
oft áður. Anna systir hans var hjá
honum og margt var spjallað Þá
datt mér vart í hug að þetta yrði
kveðjustund okkar er ég varpaði
kveðju á þau systkin.
Eiginkonu, börnum og systrum,
sendum við Torfhildur einlægar
samúðarkveðjur. í huganum geym-
um við minninguna um drenginn
Martein, sem hét eftir fyrsta kaþ-
ólska biskupnum á íslandi, eftir sið-
askipti, því að drengur var hann
góður. Hann hvíli í friði.
Sigurður H. Þorsteinsson
hennar þennan dag. Hann gaf okk-
ur þá stund sem ég hafði beðið eftir
í 13 ár og ef til vill hún líka. Ekki
hvarflaði að mér þegar ég kvaddi
hana að þetta væri mín síðasta
kveðja til hennar. Við höfðum meira
að segja ráðgert að ég kæmi til
þeirra síðar um sumarið og myndi
dvelja hjá henni og Inga, eins og
forðum.
Ég bið góðan Guð að blessa og
varðveita elsku Pálu mína og gefa
ástvinum hennar styrk til að lifa.
áfram.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Haildór Laxness.)
Sigurbjörg Ó. Áskelsdóttir
(Grein þessi er endurbirt vegna
mistaka við vinnslu hennar.)