Morgunblaðið - 24.10.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
ÍSLENSKI HANDBOLTINN
8. UMFERÐ
Miðvikudagur 24.10.
KR-KA
Kl. 20:00
Laugardalshöll
Miðvikudagur 24.10.
ÍR- Selfoss
Kl. 20:00
Seljaskóli
Miðvikudagur 24.10.
Haukar-Fram
Kl. 20:00
Strandgata, Hafn.
Miðvikudagur 24.10.
ÍBV-Stjarnan
Kl. 20:00
Vestmannaeyjar
Þorsteinn til Gríndavflair
Þorsteinn Bjarnason leikur með Grindavík næsta sumar.
orsteinn Bjarnason, fyrrum
landsliðamarkvörður í knatt-
spyrnu, hefur gengið til liðs við
Grindavíkur og leikur með liðinu í
2. deild næsta sumar. Þorsteinn,
sem iék með FH í fyrrihluta sumars-
ins, á að baki 180 leiki í 1. deild
með ÍBK og 28 landsleiki. Auk
þess að leika með liðinu mun hann
þjálfa alla markverði félagsins í
yngri flokkum. Bjarni Jóhannsson
hefur verið ráðinn þjálfari liðsins
og tekur við af Hauk Hafsteinssyni.
„Það er gífurlega mikilvægt fyrir
félagið að fá mann með svo mikla
reynslu og við vonum að hann auki
breiddina í liðinu. Skúli Jónsson
stóð sig vel í sumar og við vonumst
til að hann verði áfram og gerum
ráð fyrir að halda nær sama liði,“
sagði Gunnar Vilbergsson, formað-
ur knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Líklegt er að Grindvíkingar missi
tvo leikmenn, Gunnlaug Einarsson
aftur í Val og Einar Ásbjörn Ólason
sem ætlar að hætta. „Markmiðið
er fyrst og fremst að festa sig í
sessi í 2. deild. En við erum með
góðan hóp og ætlum að gera betur
en í sumar,“ sagði Gunnar.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Arsenal sektar
þjálfára og leikmenn
George Graham, þjálfari Arse-
nal, var í gær gert að greiða
félagrnu sekt sem samsvarar
tveggja vikna launum vegna fram-
komu leikmanna í viðureign gegn
Manchester United um helgina.
Þetta er í fyrsta sinn, sem þjálfari
í Englandi er sektaður af eigin fé-
lagi vegna óláta leikmanna, en talið
er að sektin nemi um 900.000 ÍSK.
Arsenal sektaði einnig leikmennina
Anders Limpar, Nigel Winterburn,
Michael Thomas, David Rocastle
og Paul Davis og þurfa þeir sömu-
leiðis að greiða félaginu tveggja
vikna laun — um 500.000 ÍSK hver.
„Atburðurinn hefur flekkað nafn
Arsenal og við hörmum það,“ sagði
Peter Hill-Wood, formaður félags-
ins. „Ábyrgðin er þjálfarans og
hann og leikmennimir gera sér
grein fyrir hve alvarlegt mál þetta
er.“
„Ég er ekki hreykinn af þessu
og við verðum að gera allt, sem
hægt er, til að atvik, sem þetta,
endurtaki sig ekki,“ sagði George
Graham.
Manchester United sektaði leik-
mennina Brian McClair og Denis
Irwin og gerði þeim að greiða viku
laun, en bæði félögin eiga sekt yfir
höfði sér frá enska knattspyrnu-
sambandinu og hugsanlega geta
stig verið dæmd af þeim. Arsenal
lenti í ámóta máli á síðasta keppn-
istímabili eftir leik gegn Norwich
pg þurfti þá að greiða um 2 millj.
ÍSK. í sekt.
í kvöld
HANDBOLTI
1. deild karla:
Höll, KR-KA.................20
Seljaskóli, ÍR-Selfoss......20
Seltj.nes, Grótta-FH.....20:15
Strandgata, Haukar-Fram.....20
Vestm., ÍBV-Stjaman.........20
2. deild karla:
Digranes, UBK-UMFN.......20:15
BLAK
1. deild karla:
Hagaskóli, ÍS-Þróttur R.....20
1. deild kvenna:
Húsavík, Völsungur-KA.......19
Hagaskóli, ÍS-UBK........21:15
ÚRSUT
KNATTSPYRNA
Fyrri leikir í 2. umferð Evrópumótanna:
Evrópukeppni meistaraliða:
B. Miinchen (Þýskal.)- CFKA (Búig.) ...4:0
Stefan Reuter (3., 62. vsp.), Roland
Wohlfarth (28.), Klaus Augenthaler (54.)
Áhorfendur: 12.000
Evrópukeppni bikarhafa:
Man. Utd. (Engl.)-Wrcxham (Wales)....3:0
Brian McClair (42.), Steve Bruce (vsp.
44th.), Gary Pallister (59.)
Áhorífendur: 29,405
Evrópukeppni félagsliða:
Magdehurg (Þýs.) - Bordeaux (Fra.) ....0:1
^Jean-Marc Ferreri (vsp. 45.).
Áhorfendur: 8.000
ÍÞRÚmR
FOLK
■ STEINAR Guðgeirsson fór út
af meiddur í síðari hálfleik í leiknum
gegn Barcelona í gærkvöldi. í
fyrstu var talið að hann væri við-
beinsbrotinn, en eftir skoðun og
myndatökur í gærkvöldi kom í ljós
að hann hafði tognað í vöðva.
„Læknirinn sagði að ég þyrfti að
vera með aðra höndina í fatla í tvær
til þtjár vikur, en ég er ákveðinn í
því að leika síðari leikinn í Barcel-
ona eftir hálfan mánuð,“ sagði
Steinar.
■ BRASILÍSKI landsliðsmaður-
inn Silas hefur gert árs samning
við ítalska liðið Cesena. Þar með
eru þrír erlendir leikmenn hjá félag-
inu, en fyrir voru landi hans Amar-
ildo og Júgóslavinn Davor Jozic.
■ PHILIP GYAU, miðherji
bandaríska landsliðsins í knatt-
spyrnu, gerði árs samning við
belgíska félagið Genk í gær. Hann
er áttundi landsliðsmaður Banda-
ríkjanna, sem gerist atvinnumaður
í Evrópu á árinu.
■ SUÐUR-KÓREA vann Norð-
ur-Kóreu 1:0 í Seoul í gær að við-
stöddum 70.000 áhorfendum.
Knattspyrnulandsliðin léku í Py-
ongyang 11. október og þá unnu
heimamenn 2:1. Lið frá ríkjunum
hafa ekki mæst í höfuðborgunum
síðan 1950 vegna stjörnmála-
ástandsins, en þetta eru nefndir
friðarleikir.
Miðvikudagur 24.10.
Grótta-FH
Kl. 20:15
Seltjarnarnes
Fimmtudagur 25.10.
Víkingur-Valur
Kl. 20:00
Laugardalshöll
VÁTRYGGIIVGAFÉLAG ÍSIANDS HF
KORFUKNATTLEIKUR
KR - Haukar 87:82
Laugardalshöllin, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 23. október 1990.
Gangur leiksins: 0:2, 4:9, 8:16, 13:18, 22:32, 30:37, 34:38, 46:51, 57:56, 62:62, 70:64,
72:72, 74:74, 77:74, 77:76, 83:76, 83:79, 85:79, 85:81, 87:82.
Stig KR: Guðni Guðnason 19, Páll Kolbeinsson 17, Matthías Einarsson 15, Axel Nikulás-
son 15, Jonathan Bow 13, Gauti Gunnarsson 5, Björn Steffensen 3.
Stig Hauka: Jón Arnar Ingvarsson 28, Pálmar Sigurðsson 17, Ivar Ásgrísson 15, Mike
Noblet 12, Reynir Kristjánsson 4, Henning Henningsson 4, Pétur Ingvarsson 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: 114.
KR-ingar á toppnum
KR-Haukar 30:34
Hagaskóli, íslandsmótið í körfuknattleik -
1. deild kvenna, mánudaginn 22. október
1990.
Stig KR: Anna Gunnarsdóttir 12, Jónína
Kristinsdóttir 8, Helga Árnadóttir 6, Hrund
Lárusdóttir 3 og María Guðmundsdóttir 1.
Stig Hauka: Herdís Gunnarsdóttir 8, Eva
Havcicova 8, Guðbjörg Norðfjörð 6, Sigrún
Skarphéðinsdóttir 5, Hafdís Hafberg 4 og
Sólveig Pálsdóttir 3.
KR-ingar sigi'uðu Hauka í gærkvöldi, 87:82, í baráttuleik. Sigurinn
var naumur og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Haukarn-
ir léku betur framan af og þá sérstaklega Jón Árnar en í síðari hálfleik
hafði Matthías sérstakar gætur á honum. KR-ingar komust í fyrsta sinn
^^■■■H yfír um miðbik síðari hálfleik þegar þrír af lykilmönnum
Skúli Unnar Hauka voru á bekknum á sama tíma. Eftir að þeir komu
Sveinsson jnná aftur náðu Haukar að komast yfir á ný en KR-ingar
sknfar jöfnuðu og fengu reyndar tækifæri til að gera útum leik-
inn en Björn hitti ekki úr vítaskoti á síðustu sekúndunum.
í framlenginunni voru KR-ingar sterkari og tiyggðu sér sigur.
Leikurinn var kaflaskiptur. Haukarnir léku mun betur í fyrri hátfleik á
meðan sóknarleikur KR var fálmkenndur og ómarkviss. I síðari hálfleik
snerist dæmið við, KR-ingar, sem eru trúlega með bestu vörn deildarinn-
ar, bættu sóknarleikinn til muna.
Haukar léku undir getu
Leikur KR og Hauka var frekar
slakur. Haukastúlkur léku und-
ir getu, en KR lék góða vörn. Tékk-
neska stúlkan, Eva Havcicova, var
besti leikmaður
Vanda Hauka en Anna
Sigurgeirsdóttir Gunnarsdóttir stóð
skrifar uppúr í Vesturbæj-
arliðinu.