Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
243. tbl. 78. árg.
FOSTUDAGUR 26. OKTOBER 1990
Prentsmiðja Morgxmblaðsins
Kosningarnar í Pakistan:
Brígslum um mis-
feríi vísað á bug
Quetta. Frá Davíð Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Islamabad. Reuter, dpa.
STARFANDI forsætisráðherra Pakistans, Ghulam Mustafa Jatoi,
vísaði í gær á bug fullyrðingum Benazirs Bhutto um að stórfelld
svik hefðu rænt Þjóðarflokk (PPP) hennar sigrinum í þingkosningun-
um á miðvikudag. PPP fékk að þessu sinni 45 sæti en hlaut 93 í
kosningunum 1988. Óljóst er hver verður forystumaður nýrrar stjórn-
ar íslömsku lýðræðisfylkingarinnar, samtaka níu flokka, er fengu
105 af 206 þingsætum sem barist var um. Ýmsir smáflokkar fengu
einnig þingsæti.
Stuðningsmenn íslömsku lýðræðisfylkingarinnar, er sigraði í þing-
kosningunum í Pakistan á miðvikudag, mynda sigurmerkið, V, með
fingrunum og halda á lofti myndum af einum helsta leiðtoga fylking-
arinnar, Nawas Sharif. Á innfelldu myndinni strýkur Benazir
Bhutto tár af hvörmum sér á blaðamannafundi eftir ósigurinn.
AUs eru 217 sæti á pakistanska
þinginu. Kosið verður síðar um tíu
sæti, sem kjósendur utan trúflokks
múslima skipta með sér, og eitt
sæti að auki vegna þess að þing-
maður þess var myrtur á þriðjudag.
Óljóst er um kjörsókn en átta
manns féllu í átökum vegna kosn-
inganna. Fullvíst er talið að Isl-
amska lýðræðishreyfingin myndi
meirihluta með stuðningi ýmissa
smáflokka þjóðabrota og óflokks-
bundinna þingmanna.
Jatoi hvatti Bhutto til að taka
ósigrinum vel og sagði samtök sín
vilja stjórn á breiðum grundvelli,
en hann sæi engar líkur á stjórnar-
samvinnu með Bhutto. Hún sigraði
í kjördæmi sínu í Sind-héraði en
tapaði í öðru kjördæmi; samkvæmt
lögum landsins mega frambjóðend-
ur reyna fyrir sér í fleiri en einu
kjördæmi. Eiginmaður Bhutto, Ali
Zardari, er situr inni, sakaður um
ijármálamisferli, sigraði í kjördæmi
sínu í Karachi. Bhutto sagðist ekki
hafa gert ráð fyrir „svo ósvífnum
svikum" en hún myndi ekki hvika
í baráttu sinni gegn andstæðingun-
um sem hafa ákært hana fyrir
ýmis brot í embætti forsætisráð-
herra er Bhutto gegndi um 20
mánaða skeið. Hún tók fram að
flokkasamtök hennar, þar sem PPP
er helsta aflið, myndu ekki hundsa
nýkjörið þing en mótmæla svikun-
um harðlega.
Kjósendur í Pakistan verða að
sýna persónuskilríki með mynd á
kjörstað, þar sem þau eru götuð,
og fátæklingar, sem margir styðja
Bhutto, hafa ekki efni á skilríkjun-
um. Efnameira fólk getur aflað sér
margra skilríkja og því kosið oftar
eri einu sinni. Er konur, sem hylja
andlit sitt blæju, koma á kjörstað
er ekki sannreynt hvort þær sýna
eigin 'skilríki eða annarra kvenna.
Sjá erlendan vettvang á bls.
24-25.
Reuter
Bandaríkjastj orn óttast að írakar grípi í örvæntingu til hernaðaraðgerða:
íhugar að bæta við 100.000
hermönnum í Saudi-Arabíu
_ A
700 Búlgörum heimilað að fara úr Irak
Tímamóta-
uppgötvun á
sviði skalla-
rannsókna
Lundúnum. Reuter.
BRESKIR vísindamenn til-
kynntu í gær að þeim hefði
tekist að rækta hár í tilrauna-
glösum og sögðu þetta tíma-
mótauppgötvun er leitt gæti
til þess að lækning fyndist við
skalla.
„Þetta markar algjör tíma-
mót,“ sagði Terence Kealey, sem
stjórnar rannsóknum hóps vís-
indamanna við Cambridge-
háskóla. „Engum hefur tekist
að rækta hár í rannsóknarstofu
fyrr,“ bætti hann við.
Vísindamennirnir segja þessa
uppgötvun gera vísindamönnum
kleift að prófa lyf, sem gætu
hugsanlega læknað skalla, á ein-
stökum mannshárum. Kealey
segir að eftir þessa uppgötvun
sé aðeins spurning um tíma hve-
nær lækning við skalla finnist.
„Rétta lyfið verður ekki í versl-
unum í næstu viku en þeir sem
hafa skalla geta treyst því að
það finnst að lokum,“ bætti hann
við.
Rannsóknin í Cambridge-
háskóla hófst fyrir fjórum árum.
Washington, Nikósíu, Bagdad. Reuter, dpa.
DICK Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að Bandaríkjastjórn kynni að
senda 100.000 hermenn til Saudi-
Arabíu, til viðbótar þeim 210.000
hermönnum sem þegar hafa ver-
ið sendir þangað. Ráðherrann
sagði einnig að hætta væri á að
Irakar kynnu að fyllast örvænt-
ingu vegna viðskiptabanns Sam-
einuðu þjóðanna og ráðast á Isra-
el og olíulindir í Saudi-Arabíu.
Fregnir hermdu einnig að írakar
hefðu sent verulegan liðsauka til
Kúvæts og suðurhluta Iraks á
undanförnum vikum. Þá skýrði
sjónvarpið í Bagdad frá því að
Saddam Hussein íraksforseti
hefði ákveðið að sleppa 700 Búl-
görum, sem haldið hefur verið í
Irak frá innrásinni í Kúvæt 2.
ágúst.
Dick Cheney sagði hættu á að
Saddam Hussein ákvæði að beita
hervaldi áður en viðskiptabann
Sameinuðu þjóðanna færi að bitna
á hernum. „Við teljum að sá mögu-
leiki sé fyrir hendi að Saddam
ákveði að beita hernum fremur en
að láta hann leysast upp þegar
skortur á varahlutum og ýmsum
mikilvægum búnaði fer að há hon-
um,“ sagði Cþeney. „Hann gæti
gert árásir á ísrael og olíulindir í
Saudi-Arabíu, svo dæmi séu tekin.
Ég tel því að við verðum að búa
okkur undir þann möguleika,"
bætti hann við.
William Webster, yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar CIA,
sagði að írösk stjórnvöld hefðu sent
„verulegan liðsauka" til Kúvæts á
undanförnum þremur vikum. Hann
nefndi engar tölur í þessu sam-
bandi en talið hefur verið að
430.000 íraskir hermenn séu í Kúv-
æt og suðurhluta íraks. Bandaríska
dagblaðið New York Times hafði
eftir háttsettum saudi-arabískum
embættismanni að palestínskir
skæruliðar hefðu gengið til liðs við
írösku hermennina í Kúvæt.
William Webster sagði að við-
skiptabann Sameinuðu þjóðanna á
Irak væri farið að hafa áhrif en
kvaðst þó efins um að friður héldist
á svæðinu ef Saddam Hussein yrði
áfram við völd í írak. „En það er
þó góðs viti að okkur berast fregn-
ir um að óánægju með Saddam sé
farið að gæta innan hersins," bætti
hann við.
íraska sjónvarpið skýrði frá því
að Saddam Hussein hefði ákveðið
að heimila „öllum Búlgörum sem
vinna í írak eða þeim sem lokið
hafa störfum í landinu að fara heim
ef þeir óska þess“. Varaforseti
Búlgaríu, Atanas Semeijiev, hafði
verið í fjögurra daga heimsókn í
landinu.
Þá var skýrt frá. því að fjórir
Svíar væru á leiðinni til Svíþjóðar
frá Bagdad. Talið var að þeir kæmu
til Stokkhólms í kvöld.
Sovétríkin:
Blóðsúthellingar sagð-
ar vofa yfir í Moldovu
Moskvu. Router.
LÝÐVELDIÐ Moldova, áður Sovétlýðveldið Moldavía, virtist
ramba á barmi borgarastyrjaldar í gær er þjóðernissinnar úr
röðum Moldava bjuggu sig undir að herja á tyrkneska minnihlut-
ann í lýðveldinu, sem efndi til kosninga eftir að hafa lýst yfir
stofnun eigin lýðveldis.
Moldova er við landamærin að
Rúmeníu og um 150.000 af fimm
milljónum íbúa lýðveldisins eru
af tyrkneskum uppruna. Þjóðar-
fylkingin í Moldovu, sjálfstæðis-
hreyfing Moldava, sem eru af
rúmenskum uppruna, stóð fyrir
söfnun sjálfboðaliða er áttu að
fara með rútum til landsvæðis
tyrkneska minnihlutans til að
stöðva kosningarnar. Innanríkis-
ráðuneyti Moldovu sendi þangað
2.000 lögreglumenn. Þúsundir
manna efndu hins vegar til mót-
mæla í Komrat, höfuðstað tyrkn-
eska minnihlutans, og sóru þess
eið að veita Moldövum mótspyrnu.
„Ástandið er mjög flókið og
allt bendir til blóðsúthellinga,“
sagði Pjotr Búzadzhí, einn af leið-
togum tyrkneska minnihlutans.
„Við höfum beðið stjórnvöld í
Moskvu um aðstoð en þau eru enn
að ræða beiðni okkar,“ bætti hann
við.
Fréttastofan TASS sagði að
börn hefðu verið flutt af land-
svæði tyrkneska minnihlutans.
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov-
étríkjanna, hvatti Mircea Snegur,
forseta Moldovu, til að beita sér
fyrir friðsamlegri lausn á deil-
unni. Snegur bað tyrkneska
minnihlutann á miðvikudag um
að hætta við kosningarnar, sem
áttu að fara fram á sunnudag,
en þess í stað var ákveðið að flýta
þeim. Kosningarnar hófust í gær-
morgun.
Moldova hét áður Sovétlýðveld-
ið Moldavía og var nafninu breytt
er þing lýðveldisins lýsti yfir full-
veldi þess í júní. Tyrkneski minni-
hlutinn lýsti síðan yfir stofnun
eigin lýðveldis í ágúst. Rússneski
minnihlutinn í Moldovu fór að
dæmi hans skömmu síðar og
nefndi sitt lýðveldi Sovétlýðveldið
Moldavía.