Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 • • Orug'gl sæti - hvað er það? eftir Pétur Sigurðsson Það sem gleður mig hvað mest við lestur Morgunblaðsins eru helgarskrif Matthíasar ritstjóra þess. í þeim hefur hann nú upp á síðkastið drepið á atriði sem leita æ oftar á hugann, ekki síst eftir að þyrlun hefur hafist á ýmsum áróðurspésum inn um blaðalúgur okkar sem kosið höfum Sjálfstæð- isflokkinn gegnum tíðina. í þessum skrifum sínum hefur Matthías m.a. bent á það álit lið- inna forystumanna Sjálfstæðis- flokksins að hann ætti að að höfða til sem flestra stétta og þjóðfélags- hópa. Hann hefur varað við „hráum erlendum kenningum" og bent á að sú fijálshyggja sem taki mið af okkar gömlu sjálfstæðisstefnu sé okkur heillavænlegust. Að venju er margt mætra manna sem gefur kost á sér i próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins, þótt mér eins og fleirum þyki breiddin ekki nægjanleg, því með allri virð- ingu fyrir Háskóla íslands og „fræðingum" sem þaðan útskrif- ast er þjóð okkar samansett af fleiri aðilum sem byggja land okk- ar og með vinnu sinni og elju gera það byggilegt. Þegar ég var valinn til alþingis- framboðs haustið 1959 vissi ég vel að það var ekki til að leita fylgis meðal hugsanlegra kjósenda okkar í ráðuneytum, bönkum eða hjá heildsölum, heldur meðal þeirra sem ég hafði starfað með og talað fyrir, verkamanna, iðnað- armanna og sjómanna. Mitt fylgi var ekki bundið við flokksbundið sjálfstæðisfólk, enda eru fleiri, guði sé lof, sem kjósa flokk okkar en það og er ég þá kominn að efni þessarar stuttu greinar. Eg var stýrimaður á Gullfossi þegar þangað réðst ungur maður sem háseti, Guðmundur Hallvarðs- son. Ég sá fljótt hvað í honum bjó, okkur varð vel til vina og ég átti þátt í að honum voru falin mannaforráð, þ.á.m. formennskan í því stéttarfélagi, sem ég hefi nú setið í sem einn aðalstjórnenda um þijátíu ára skeið. Þaðan hefur Guðmundur valist til hinna margv- íslegu trúnaðarstarfa; varaborgar- fulltrúi og formaður hafnarstjórn- ar, í stjórn Sjómannasambandsins, í miðstjórn Alþýðusambands ís- lands og það sem mér þykir vænst um, hann hefur staðið heil- steyptur við hlið mér í að vinna að bættum hag aldraðra, sem var- aformaður Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna og í stjórn hjúkrunarheimilisins Skjóls. A þessum vettvangi hefur hann verið ósérhlífinn ekki síður en í „gamla daga“ þegar hann kom austur að barnaheimilinu að Hrauni og hjálpaði mér við hin margvíslegustu störf sem þar þurfti að vinna, án greiðslu að sjálfsögðu. Pétur Sigurðsson Guðmundur Hallvarðsson er á besta aldri við góða heilsu og hóf- samur í öllu líferni. Hann er kom- inn af stuttbuxna aldri, hefur öðl- ast þá lífsreynslu sem margir eldri aldrei reyna og og m.a. þess vegna treysta félagar hans þeirri forystu sem hann veitir og fer það ekki eftir flokkspólitískum línum. Öruggt sæti Guðmundi til handa er að sjálfsögðu meðal efstu sæta og þar vil ég fá að sjá vin minn að afloknu prófkjöri. Þá mun sjálfstæðisfólk í Reykjavík enn sýna þá breidd og víðsýni sem flokknum er nauðsyn- leg og fyrri forystumenn sáu og skildu, að í okkar fámenna en stóra landi yrði stétt að vinna með stétt. liöfundur er fyrrverandi alþingismadur. „LÍFSFÖRUNAUTUR“ Sumír halda að sæng sé bara sæng. Að lítill munur sé á þessarí eða hinni sængínní. Þetta er auðvitað alrangt. Sængur eru ákaflega mísmunandi. Sumar eru þunnar og ræfilslegar, nánast eins og teppi. Aðrar eru þungar og óþjálar. Enn aðrar eru léttar og hlýjar - og dúnmjúkar. Æðardúnssængín er í flokki hínna síðastnefndu. Það er GEFJUNARSÆNGIN líka.-þótt hún standist ekkí að öllu leytí samanburð víð þennan kjörgríp. En allt stefnír þetta í rétta átt. Sífellt er unnið að endurbótum á samsetningu kembunn- ar sem notuð er í GEFJUNARSÆNGINA, og míða að því að gera hana lík- ari dúnsænginni, ss. aukín eínangrun. Annan góðan kost hefur GEFJUN- ARSÆNGIN: Það má þvo hana . .. jafnvel í þvottavél! Síðast en ekki síst: GEFJUNARSÆNGIN endist nánast Iífstíð! Þú ert því að velja þér „lífsförunaut" þegar þú velur GEFJUNARSÆNG. GEFJUNARSÆNG OG -KODDAR eru góð kaup - á íslenskri framleiðslu. Veljum íslenskt. JXL /VHKDG4RDUR KAUPSTADUR REYKJAVIK - GAROABÆ ' ^ ^ Wil HAFNARFIROI IMJUUU Prófkjör - Fram- boðslistar Haraldur Haraldsson eftirHarald Haraldsson Fulltrúar sem flestra sjónarmiða og meiri aldursdreifingu Astæða þess að ég sezt við tölvu mína og skrifa þessi orð eru áhyggjur vegna of mikillar einlit- unar framboðslista og of lítillar aldursdreifingar og endurnýjunar. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur framboð Sjálfstæðisiíokksins til prófkjörs í Reykjavík verið skipað jafn mörgum hæfum mönnum og nú. Mig langar þó, lesandi góður, að benda á tvo menn sem uppfylla kosti sem þarf til hagsmunagæslu okkar borgarbúa — hvor á sínu sviði — nokkuð sem ég álít að þessir frambjóðendur hafi umfram aðra. Þeir eiga eitt sameiginlegt að heita báðir Guðmundar — annar er H. Garðarsson og hinn er Magn- ússon. Guðmundur H. Garðarsson hef- ur í gegnum árin verið málsvari verzlunar og verzlunarfólks. Þessi stærsta launþegastétt og fjöldi atvinnuveitenda í verzlun, heild- verzlun og þjónustu eru eigendur stærsta lífeyrissjóðs landsins og hagsmunir okkar verða að vera á þingi þannig að ekki komi til tor- tímingar okkar eigna. Guðmundur H. Garðarsson er sjálfsagður hagsmunagaezlumaður allra í verzlun og þjónustu á Alþingi. Guðmundur H. Garðarsson á skilið 3ja sæti listans. Guðmund Magnússon þekki ég ekki neitt en hef lesið þó nokkrar greinar í DV. Kostir hans umfram aðra er sá að hann er ungur mað- ur á uppleið. Óþekktur af almenn- ingi en skv. skrifum sínum maður með víðtæka þekkingu og á að höfða til unga fólksins — við verð- um að hugsa um þá sem erfa eiga landið og gefa þeim brautargengi þannig að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Guðmundur Magnússon er verðugui' í 6. sæti. Ég hvet kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að gefa þessum framannefndum Guðmundum brautargengi. Höfundur er formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Rödd af sjónum eftir Ásgeir Jakobsson Ríkisstjórn sú, sem að stórum hluta hefur setið á ýmsum stöðum utanlands og flækt þar fyrir sjálfri sér öll mál, sem hún hefur nálægt komið, en það hefur hún mest iðjað eða upp á 70 milljónir — að leysa og hnýta hnúta í EB- viðræðum á vegum EFTA. Þai' mun eiga heima að einbjörn togaði í tvíbjörn og tvíbjörn í þrí- björn og ekki gekk rófan. Við áttum ekkert erindi inní EFTA með okkar mál við EB; vorum miklu betur komnir einir á báti. Það hefur ekki annað hafzt uppúr EFTA-samfloti en að tapazt hefur tími, og við verðum eftir sem áður einir með okkar. En þetta er nú ekki málið fyrir mér nú, heldur að sjómaðurinn sem er í framboði í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins komizt á Alþing. Við eigum ágætis menn á þingi með staðgóða þekkingu á sjávar- útvegsmálum almennt, en engan sem hægt sé að kalla beinlínis fulltrúa sjómannastéttarinnar og túlki raunhæft hennar sjónarmið. Margir þingmenn eru og helztil hallir undir fræðilega útreikninga á röngum forsendum háskóla- manna. Háskólamenn eru ágætir, en þeir fljúga hátt yfir haffletinum og hafa ékki áttað sig á að veiðar- færin eru undir honum. Það er nauðsynlegt að fá í þingliðið mann, sem veit það gerla. En ekki síður en fiskimennirnir þurfa farmenn að eiga mann á þingi, sem getur túlkað þeirra sjónarmið. Það horfir nú til þess í farmannastéttinni að íslenzk far- skip verði mönnuð útlendingum, Innilegar þakkir og kveðjur til œttingja og vina sem heiðruðu mig á nírœðisafmœli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Helga Tryggvadóttir, Furugerði1. FEDERAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.