Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
31
Kaupfélag Eyfirðinga:
Samið við SÍS
um flutninga
Undirritaður hetur verið samn-
ingur milli Kaupfélags Eyfirðinga
og Skipadeildar Sambandsins,
sem var lægstbjóðandi í flutninga
á vegum KEA. Skipadeildin bauð
bæði í sjó- og landflutninga, en
árleg flutningaþörf KEA og Sam-
starfsfyrirtækja er um 10 þúsund
tonn, og talið er að þriðjung þess
magns megi hæglega flytja með
skipum.
Skv. samningnum tekur Skipa-
deildin við flutningnum frá og með
1. nóvember nk. Til að byija með
verður vörumóttaka á Akureyri í þvi
húsnæði á Oddeyri, sem Bifreiðaaf-
greiðsla KEA hefur haft til umráða,
en í Reykjavík hjá Landflutningum.
Samkomulag varð um að skipa-
deildin reki umrædda bifreiðastarf-
semi að miklu leyti frá Akureyri og
fyrst um sinn a.m.k. nota hluta af
þeim bifreiðum sem eru í eigu KEA.
Markaðsfulltrúi Skipadeildar
Sambandsins á Norðurlandi er Jón
Amþórsson.
Fyrsta bindi
Sögu AJkureyr-
ar að koma út
Sú nýbreytni var tekin upp í haust að aka börnum úr Innbænum í Barnaskóla Akureyrar. Mikil ánægja mun vera með það hjá foreldrum, og
sama virðist mega segja um krakkana á myndinni, sem voru að bíða eftir skólabílnum í Aðalstræti þegar ljósmyndarann bar að garði. Annað
hvort finnst þeim svona gaman í bíl eða þau em fegin að losna við að ganga upp Spítalaveginn ...
Beðið eftir skókibílnum
Á NÆSTU dögum lítur dagsins
Ijós fyrsta bindi af Sögu Akur-
eyrar. Söguritari er Jón Hjalta-
son, sagnfræðingur, sem ráðinn
var til verksins á haustdögum
1987. Bæjarsljórn ákvað að ráðast
í þetta verk í tilefni af 125 ára
afmæli bæjarins það ár.
Sögu Akureyrar er skipt í þijá
meginhluta og greinist hver þeirra í
sérstaka kafla. „Bókin er merk heim-
ild í máli og myndum og spannar í
heild tímabilið frá landnámsöld til
ársins 1862 en það ár fékk Akureyri
kaupstaðarréttindi öðru sinni,“ segir
í fréttatilkynningu frá útgáfunefnd.
Ennfremur: „Þessi saga, sem er
náma fróðleiks og skemmtunar, á
erindi til allra Akureyringa heima
og heiman og annarra sem áhuga
hafa á þjóðlegum fróðleik."
Gert er ráð fyrir að verkið verði
3-4 bindi. Kynningarbæklingur, sem
hefur að geyma áskriftarseðil og
upplýsingar um Sögu Akureyrar
verður borinn í öll hús í bænum nú
um helgina og sendur víða um land.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma
27245 á Akureyri.
Vinnuhópur um gervigrasvöll á Akureyri:
„MoldarvöIluriiiti“ við Glerár-
götu verði lagður gervigrasi
VINNUHÓPUR um gervigrasvöll á Akureyri er að leggja síðustu
hönd á skýrslu um málið, fyrir æskulýðs- og íþróttaráð. Hópurinn
leggar til að ráðist verði í að leggja gervigras á „moldarvöllinn"
svokallaða, austan aðalknattspyrnuvallar bæjarins við Glerárgötuna.
Kostnaðaráætlun hópsins hljóðar upp á innan við þriðjung þess sem
gert var ráð fyrir í áfangaskýrslu, sem unnin var fyrr á þessu ári,
enda þar gert ráð fyrir velli í fullri stærð. Vilji nefndarinnar er að
helst verði hægt að taka gervigrasvöll á þessum stað í notkun næsta
haust.
Annað svæði sem skoðað var
með gervigrasvöll í huga var svo-
kallað Sólborgarsvæði, þar sem
hugmyndir hafa verið uppi um
framtíðar íþróttasvæði bæjarins, en
ljóst þótti að yrði fyrirhuguðum.
velli kosinn staður þar tækju fram-
kvæmdir mun lengri tíma.
í skýrslu vinnuhópsins er gert ráð
fyrir að gervigrasið á „moldarvellin-
um“ verði um 45 sinnum 70 metrar
að stærð, eða sem samsvarar rúm-
lega hálfum knattspyrnuvelli. „Við
teljum það fullkomnlega boðlegt til
vetraræfinga, og þeir sem við höf-
um kvatt til eru á sama máli,“ sagði
Benedikt Guðmundsson, einn fjór-
menninganna í vinnuhópnum, í
samtali við Morgunblaðið. Auk hans
eru Þórarinn E. Sveinsson, Páll
Stefánsson og Magnús Magnússon
í hópnum. Þá starfaði Hermann
Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúi, með hópnum.
Almennur borgarafundur um atvinnumál:
Yerðum að berjast fyrir flutn-
ingi opinberrar þiónustu hingað
- segir Sigurður P. Sigurðsson framkvæmdastjóri IFE
ÞRATT FYRIR að yfirskrift borgarafundar sem JC-Akureyri hélt í
Alþýðuhúsinu síðastliðinn fimnitudag hafi verið framtíðarþróun í
atvinnumálum landsbyggðarinnar var umræðan um álverið sem ekki
verður reist í Eyjafirði afar áberandi. Á fundinn komu þingmenn
kjördæmisins og fengu þeir fyrirspurnir sem allmargar snerust um
álversmálið og voru þeir m.a. knúnir af fundarmönnum til að gera
grein fyrir á hvaða hátt þeir muni greiða atkvæði á Alþingi um álver
á Keilisnesi. Hvað varðar uppbyggingu atvinnulífs í framtíðinni bentu
menn á nauðsyn þess að fá opinbera þjónustu út á landsbyggðina,
aukna hcilbrigðisþjónustu og efla ferðaþjónustu.
„Ég held að allar þær umræður að það að ríkisstjórnin hefði ekki
sem urðu um álverið endurspegli
vonbrigði fólks með niðurstöðuna,
annars hefði ekki allur þessi tími
farið f álversmálið. Það er greinilega
mikill urgur í mönnum, í hugum
margra er stórt tækifæri glatað,“
sagði Sigurður P. Sigmundsson
framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé-
lags Eyjafjarðar eftir borgarafund-
inn. Hann gerði álversmálið einnig
að umræðuefni í upphafi erindis
sem hann flutti á fundinum og sagði
borið gæfu til að staðsetja ekki £1-
verið úti á landi færði okkur sann-
inn um, að varlega bæri að treysta
loforðum og viljayfirlýsingum
stjórnvalda á landsbyggðinni. Illa
væri komið þegar jafn einstakt
tækifæri og þarna bauðst til að
snúa við óheillavænlegri byggða-
þróun væri ekki nýtt. „Sá dómur
sem féll í þessu máli var þungur.
Hann er einfaldlega sá að staðsetn-
ing stærri fyrirtækja sé óhagkvæm
á landsbyggðinni. Það gefur auga-
leið að ef hagkvæmni útlendinga
verður sá þáttur, sem mestu á að
ráða um staðsetningu stóriðju á
íslandi í framtíðinni, mun höfuð-
borgarsvæðið ávallt hafa forskot.
Það er eðlismunur á milli höfuð-
borgarsvæðisins og landsbyggðar-
innar s.s. varðandi þjónustu og
vinnuafl, sem ekki er hægt að horfa
framhjá. Við verðum að gera þær
kröfur til stjórnvalda að þjóðarhag-
kvæmni verði látin ráða staðsetn-
ingu stóriðju. Ég trúi því ekki að
það geti verið hagkvæmt fyrir þjóð-
ina að ýta enn frekar undir þá bú-
seturöskun sem orðið hefur.“
Hvað varðar uppbyggingu at-
vinnulífs á svæðinu nefndu margir
fundarmanna að efla þyrfti starf-
semi Háskólans á Akureyri, miklir
möguleikar væru í ferðaþjónustu
og einnig væri mikilvægt að auka
mjög starfsemi á heilbrigðissviðinu.
Fjölgun starfa á næstu árum yrði
langmest í þjónustugeiranum, eink-
um í opinberri þjónustu og því skipti
máli hvar opinberum stofnunum
yrði valinn staður í framtíðinni.
„Við verðum að taka þátt í þeim
slag og beijast fyrir því af fullri
hörku að opinber þjónusta verði í
auknum mæli flutt til Akureyrar,"
sagði Sigurður P. Sigmundsson í
erindi sínu.
Mikilvægt atriði í staðarvalinu
var að vallarhús er fyrir hendi, og
er það ekkert notað að vetrinum.
Þarna yrði einnig um mun minni
jarðvegsskipti að ræða en t.d. á
Sólborgarsvæðinu. Skv. framtíðar-
skipulagi er gert ráð fyrir bílastæð-
um þar sem „moldarvöllurinn“ er
nú staðsettur. Vinnuhópurinn fer
fram á að því verki verði flýtt -
þ.e. að undirbúningsvinna fyrir bíla-
stæði fari fram nú, og gervigras-
mottan síðan lögð þar ofan á. „Þetta
er spurning um forgangsröð. Að
verk sem á að vinna í framtíðinni
verði unnið strax; að bærinn leggi
í kostnað sem verður hvort eð er
að leggja í síðar," sagði Benedikt.
Búist er við að íþrótta- og tóm-
stundaráð geti tekið skýrslu vinnu-
hópsins fyrir á fundi 5. nóvember
nk. Ráðið ályktar um skýrsluna og
málið fer í framhaldi af því fyrir
bæjarráð og bæjarstjórn. Vonast
vinnuhópurinn til að gert verði ráð
fyrir kostnaði við gervigrasið við
fjárlagagerð næsta árs.
Áfangaskýrsla um gervigras var
unnin fyrr á árinu - úttekt var
gerð á nokkrum stöðum, og hljóð-
aði kostnaðaráætlun við vallargerð
þá upp á 100-120 milljónir króna.
Var þá gert ráð fyrir velli í fullri
stærð. Kostnaðaráætlun vinnuhóps-
ins nú er innan við þriðjung af
þeirri upphæð. Innifalið í áætluninni
er hitalögn undir völlinn og lýsing,
en ekki undirbúningsvinnan á svæð-
Lambadameistarar 1
Sjallanum dansa í kvöld
Danspör frá Danmörku
skemmta í Sjallanum í kvöld.
Pörin eru Danmerkurmeistarar
í Lambada, hvort í sínum flokki;
unglinga- og fullorðinsflokki.
Danirnir koma við hér á landi á
leið sinni á heimsmeistaramótið í
Lambada sem fram fer í New York
innan skamms. Pörin verða hér á
landi einungis um þessa helgi og
koma einnig fram á einni skemmtun
í Reykjavík.