Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 34
34 _________ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTOBER 1990 Sædýragarðar — tálmynd eftir Jórunni Sörensen Víða um heim eru sædýragarðar þar sem smáhvalir og höfrungar leika listir sínar fyrir áhorfendur. Þessi iðnaður heldur ennþá velli vegna þess að almenningur heldur að hann sé að horfa á hamingjusöm dýr sem una sér vel í haldi þrátt fyrir hið gagnstæða. Tálmyndinni er haldið við af talsmönnum iðnað- arins. Þjáningum, vesöld og dapur- -^iega hárri dánartíðni er kerfisbundið haldið leyndri til þess að varðveita gífurlegan hagnað af starfseminni. Þegar verið er að fanga smá- hvali drepast mjög margir — stund- um meira en helmingur. Þeir sem komast af eiga fyrir höndum skelfi- lega raun á meðan á flutningi stend- ur sem oft útheimtir fleiri líf. Hval- irnir eru fluttir í ál- eða trékösum. Þeir eru látnir liggja í eins konar hengirúmi til þess að vernda mikil- vægustu líffærin sem verða ákaf- lega berskjölduð þegar dýrin eru tekin úr þyngdarleysi eðlilegs um- hverfis. Þeir eru kældir með því að ausið er yfir þá vatni. Hengirumið getur líka virkað sem spennitreyja hvalina þannig að þeir tryllast. Þá er stundum gripið til róandi lyija til þess að sefa dýrin. Þeir hvalir sem lifa flutninginn af eru síðan afhentir í sín nýju heimkynni — sædýragarðana. Haft er eftir ein- um fyrrverandi hvalaþjálfara að í fyrstu verði að styðja hvalina, halda þeim uppi í vatninum vegna þess að þeir eru lamaðir í nokkurn tíma og eru stundum í losti í marga daga. Sædýragarðar láta líta svo út sem dýrin séu ánægð, aðlaga sig vel og r-^að Öll hegðun þeirra sé fullkomlega eðlileg. I raun getur ekkert verið óeðlilegra en hvalur í haldi. Þótt ekki sé nema vegna þess að það er ekki hægt að halda í honum lífinu nema með því að dæla í hann alls konar lyfjum. Án þess myndi hann fljótlega verða alls konar pestum að bráð. En þetta dugar skammt eins og skýrslur um dánartíðni sanna. Séu bornar saman lífslíkur smáhvala í eðlilegu umhverfi og sædýragörðum lifa höfrungar um 40 ár í sjónum en verða sjaldan meira en 7-8 ára í sædýragörðum. Háhyrningar verða um 80 ára í eðlilegu umhverfi en á hinn bóginn sjaldan eldri en 10 ára í sædýra- garði. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að einu gildi hvað reynt sé að gera — það verði eilíft vandamál að halda dýr, sem eru vön óendanlegum víðáttum, í þröngum aðstæðum. Þessar skepnur eru teknar úr villtri náttúru og fluttar inn í heim martraðar þar sem streita, öryggisleysi og taugaveikl- un ríkir. I viðbót við áfallið við að vera fangaðar bætist álagið við inni- lokunina. Skepnurnar eru hrifsaðar út úr hvalasamfélagi samvinnu og samhjálpar og dengt ofan í mislitan hóp þar sem hver er sjálfum sér næstur. Þar beijast sterkustu og ágengustu dýrin innbyrðis og níðast á hinum veikari. I viðbót við ágang félaganna bætist kúgun frá þjálfar- anum, streitan við að þurfa að sprella fyrir mannfjölda oft á dag. Ströng þjálfun byggð á svelti og umbun með fæðu eykur enn á streit- una og afbrýðissemina milli dý- ranna. Nýlegar rannsóknir í Banda- ríkjunum hafa sýnt að meðal smá- hvala í sædýragörðum eru dæmi- gerðir streitusjúkdómar, hjartaáföll og magasár, mjög tíðir. Ein mjög vanmetin ástæða fyrir spennu og kvíða er hin stöðuga hávaðamengun í sædýragörðum sem dýrin eru sérstaklega næm fyr- ir. Þarna er látlaus hávaði frá vatns- dælunum og hreinsibúnaði, takt- fastar drunur rokktónlistar, en titr- ingur og bergmái magnast mjög í gegnum stál og steinsteypu. Ástæð- urnar fyrir því að hvalir eru sérstak- lega viðkvæmir fyrir þessu verða augljósar þegar menn gera sér ljóst að hvalir byggja tilveru sína meira á hljóði en nokkru öðru. Vísindatil- raunir margra ára hafa leitt í ljós að hæfileiki hvala til að „sjá“ neðan- sjávar með því að nota hátíðnihljóð er svo þroskaður að hann er talinn tíu sinnurn áhrifaríkari en nokkur hljóðsjá. 1 haldi fer smátt og smátt að bera á „málleysi" hjá hvölum. í dýragarði í Þýskalandi átti að kanna hljóð höfrungategundar sem fengið hefur gælunafnið „kanarífugl heim- skautahafanna" vegna sérstæðra söngva. Vísindamenn renndu neðansjávarhljóðnema ofan i kerið Jórunn Sörensen „Fyrirtækin láta sig eðli hvalanna engu varða. Þau skapa úr þeim einhverjar teikni- myndafígúrur — síbros- andi, hamingjusamar og sniðugar. En slík fíg- úra er ekki hvalur frek- ar en Míkki Mús er mús.“ til hvalanna en þrátt fyrir margra klukkutíma bið heyrðist ekkert hljóð frá dýrunum. Af þessu var dregin sú ályktun að tilbreytingarleysi umhverfisins ætti sinn þátt í þögn- inni, en meginástæðan væri sú að endurkast hátíðnihljóðbylgna af hringlaga stál- eða steinsteyp uveggjum orsaki óbærilega líðan — hvalirnir verða gjörsamlega ringl- aðir. Einn vísindamanna líkti því við að maður væri staddur í völundar- húsi úr eintómum spegilveggjum. Til þess að fá hvalina til að leika listir sínar eftir fyrirskipunum þjálf- arans verður að halda þeim hæfilega svöngum. Meðan á sýningunum stendur eru örlitlir matarbitar, naumt skammtaðir, látnir örva dýr- in til að gera sýningaratriðum full- nægjandi skil. Hver athugull áhorf- andi getur séð að stundum er hval ekki launað fyrir ákveðið sýningar- atriði. Þetta er næstum án undan- tekningar vegna þess að þjálfarinn var ekki ánægður með frammistöð- una. Kannski var stökkið ekki nægi- lega hátt eða viðbrögð við skipun of sein. Haft hefur verið eftir þjálf- ara að fái hvalur fylli sína verði hann svo makráður og óþekkur að hann nenni ekki að vinna. Þegar búið er að svipta hvalinn möguleikanum á að synda á sextíu kílómetra hraða á klukkustund, ferðast 120 km á dag og kafa niður á 300 metra dýpi, fyllist hann stöð- ugum leiða sem kallar fram alls konar óeðlilega hegðun. Það er búið að svipta hvalinn öllu náttúrulegu umhverfi — gróðri, fjölbreyttu dýr- alífi og neðansjávarlandslagi. Það þarf ekki mikið innsæi til þess að sjá að hvalur sem lifir við slíkar aðstæður hlýtur að verða andlega krypplaður, sambærilegt við það sem hendir manneskjur við svipaðar aðstæður. Þessi einkenni magnast upp við það að dýrin eru neydd til að sprella í niðurlægjandi sýningum. Dýrin missa tengsl hvert við annað, verða óeðlilega árásargjöm m.a. vegna innilokunarkenndarinnar sem þau eru haldin. Þessi truflun kemur ekki bara fram í breyttri daglegri hegðun heldur hætta dýrin einnig að fjölga sér. Franski sjávarlífs- könnuðurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Jacques-Yves Cousteau hefur sagt frá því að höfrungar sem hann var með í haldi, til rannsókna, hafi svipt sig lífí'. Þeir börðu höfðinu við brún laugarinnar þar til þeir drápust. Síðan hefur Cousteau bar- ist fyrir því að dýrin fái að vera í friði. Sjáfsvíg hvala þekkjast ekki í hafinu. Fyrirbærið þegar hvalavöð- ur synda í land eru af öðrum toga. Einnig hafa hvalir reynt að svelta sig í hel í sædýragörðum þannig að það hefur þurft að neyða í þá mat. Eitt er það sem gestir sædýra- garða hafa ekki hugmynd um, að þegar þeir koma til að horfa á höfr- ungana frægu Flipper og Lady, þá eru það Flipper annar og Lady Heimsmeistaraeinvígið í New York: Nægja stöðuyfirburðir Kasparovs til sigurs? __________Skák____________ Karl Þorsteins SJÖTTA einvígisskák Kasparovs og Karpovs í New York fór í bið eftir 41. leik svarts. Skáksérfræð- ^ingar í New York voru strax byrj- aðir að karpa um líklegustu úrslit á meðan heimsmeistarinn íhugaði biðleikinn. Kasparov eyddi hálftíma í umhugsunina og sam- kvæmt fréttaskeytum ygldi hann sig og gretti, líkt og hann væri óánægður með misnotuð færi í skákinni. Kasparov hefur peði Háskólahátíð HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Háskólabiói laugardaginn 27. október 1990 kl. 14.00 og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Marta Halldórsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Há- skólarektor, dr. Sigmundur Guð- bjamason, ávarpar kandídata og síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir- stjóm Ferenc Utassy. minna á skákborðinu en ótrygg kóngsstaða andstæðingsins veitir Kasparov samt sem áður vinnings- möguleika. Júgóslavneski stór- meistarinn Ljubojevic lét hafa það eftir sér að skákin stefndi hrað- byri í átt til jafnteflis en aðrir álitu stöðu Kasparovs hartnær unna. Það verður því fróðlegt að fylgjast með taflmennskunni í áframhaldinu; hvort aðstoðar- menn Kasparovs lrafa fundið vinn- ing eða skákin koðni niður í jafn- tefli. Skákin hófst á sama hátt og 2. og 4. einvígisskákin. Einhæfni Karpovs í byrjunarvali í einvíginu hefur komið mörgum skáksérfræð- ingnum á óvart. A meðan Kasparov hefur verið óhræddur að tefla í tvísýnu með nýjum hugmyndum í sérhverri skák hefur Karpov reitt sig á „gamlar lummur". Karpov var þó fyrri til.þess að hverfa frá fyrri ein- vígisskákum nú. Riddaraleikur hans i 9. leik hefur ekki sést áður í einvíg- um þeirra um heimsmeistaratitilinn. Riddaraleiknum hefur Karpov hins- vegar oft beitt gegn öðrum skák- meisturum. Skilningur hans á byrj- uninni er líka einstakur. Það kom í ljós í skákinni nú að þegar bókar- fræðunum sleppir er Karpov fyllilega jafnoki núverandi heimsmeistara. Karpov jafnaði taflið auðveldlega og öðlaðist frumkvæðið í miðtaflinu. Framhaldið tefldi hann ekki af nægi- legri snerpu. í stað þess að mæta sóknaraðgerðum Kasparovs með peðaframrás á miðborðinu, kaus Karpov að leggjast í vörn. Eftir snjalla peðsfórn heimsmeistarans stóðu öll spjót á stöðu Karpovs. Hon- um tókst þó að forðast afhroð og eftir ónákvæma leiki Kasparovs fór skákin í bið eins og áður sagði. Staðan í einvíginu er þá sú að Kasparov hefur hlotið 3 vinninga en Karpov tvo. Kasparov nægir að halda jöfnu í einvíginu, sem er 24 skákir, til þess að halda heimsmeistaratign- inni. Karpov er því tilneyddur í næstu skákum að leggja til atlögu til þess að eygja möguleika á að endur- heimta heimsmeistaratitilinn. Hvítt: G. Kasparov Svart: A. Karpov Spænskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Rd7 Karpov hvílir að þessu sinni Za- itsev-afbrigðið sem bytjar með 9. - Bb7, 10. d4 - He8. Skynsamleg ákvörðun í ljósi þess að Kasparov hefur örugglega haft á takteinunum endurbót við 4. einvígisskákina. 10. d4 - Bf6, 11. a4 - Bb7 Karpov er býsna sjóaður í þessari byijun. í skák gegn Nunn í Rotter- dam árið 1989 lék hann 11. - Hb8 og öðlaðist fljótlega frumkvæðið. 12. axb5 - axb5, 13. Hxa8 - Dxa8, 14. d5 - Ra5, 15. Bc2 - Rc4, 16. b.3 - Rcb6, 17. Ra3 - Ba6, 18. Rh2?! Taflmennska Kasparovs er bein- skeytt en ekki jafn árangursrík og oft áður. Hann hefur í hyggju að leggja til atlögu að svörtu kóngsstöð- unni en ólánleg staðsetning liðs- manna hans á drottningarvæng veikja áform Iians. Með gagnsókn á miðborðinu nær Karpov nú frum- kvæðinu. 18. - c6!, 19. dxc6 - Dxc6, 20. Bd2 - Be7, 21. Rg4 - Ha8!, 22. Re3 - Rf6, 23. Rf5 - Bf8, 24. Bg5 - Rbd7? Hér verða umskipti í skákinni. Venjulega hefði Karpov leikið hér 24. - d5! án mikillar umhugsunar. Taflið opnast þá upp á gátt. Þrátt fyrir að langdrægir biskupar hvíts virðast ógnvekjandi er varnarmáttur svarta liðsaflans nægilegur til varn- ar. Riddarinn á a3 í uppnámi og annað tveggja er hvítur tilneyddur til að hörfa með riddarann eða stíga villtan dans og leika 25. exd5 - Rbxd5, 26. Rxb5 - Bxb5, 27 c4. Peðsfórn hvíts í næsta leik er snjöll. Engin áhætta er henni samfara enda öðlast hvítreita biskupinn óskorðuð yfirráð á skáklínunni a2-g8 og frum- kvæðið er kyrfilega í höndum hvíts. 25. c4! - bxc4, 26. bxc4 - Bxc4, 27. Rxc4 - Dxc4, 28. Bb3 - Dc3, 29. Kh2 - h6, 30. Bxf6 - Rxf6, 31. Ile3 - Dc7? Óvirkur reitur fyrir drottninguna. 31. - Db4 var betri leikur. 32. Hf3 - Kh7, 33. Re3 - Dc7?!, 34. Rd5 - Rxd5, 35. Bxd5 - Ha7, 36. Db3 þriðja sem þeir sjá. Nýir höfrungar eru þegjandi og hljóðlaust settir í stað þeirra sem drepast fyrir aldur fram. En því er‘ haldið vandlega leyndu. Fyrirtækin láta sig eðli hvalanna engu varða. Þau skapa úr þeim ein- hveijar teiknimyndafígúrur — sí- brosandi, hamingjusama, og snið- ugar. En slík fígúra er ekki hvalur frekar en Mikki Mús er mús. Fyrir utan hina ógeðfelldu kaup- sýslu sem fylgir sædýragörðum og hvalveiðum til þeirra má ekki gleyma hvernig uppeldishlutverki garðanna er haldið á loft. Hvílík smekkleysa! Hefur það uppeldislegt gildi að horfa á þegar verið er að bursta tennurnar í hval með klósett- bursta eða heyra hann væla lagið „Hann á afmæli í dag“? Er það mjög fróðlegt að sjá hval með risa- sólgleraugu? Nei, þvert á móti. Með þessu er verið að hafa menntun að háði og spotti. Fyrirtækin sem reka sædýragarðana ræða ekki opinskátt um það sem raunverulega fer fram, þjáningu dýranna, dauða og vesöld. Einasta uppeldisgildið sem sædýra- garður gæti haft væri að koma bömum og öðram gestum í skilning um að veiðar, innilokun og niður- læging hvala í skemmtiskyni stríðir gegn allri eðlilegri umgengni við náttúruna. Síðan bannað var að veiða há- hyminga í Bandaríkjunum og Kanada hafa íslendingar verið einir um að útvega hvali fyrir sædýra- garða í þessum heimshluta. Enn á ný hefur sjávarútvegsráðuneytið gefíð leyfi til háhymingaveiða þrátt fyrir rökstudd mótmæli dýravernd- unarsamtaka. I svari sjávarútvegs- ráðherra við gagnrýni sagði hann að taka svo fárra dýra skipti ekki máli því það hefði engin áhrif á stofnstærð. Með þessu svari ráð- herra er auðheyrt að hann skilur ekki um hvað málið snýst. Það er sjálfsagt rétt að háhyrningastofninn sé ekki í útrýmingarhættu þótt veidd séu nokkur dýr á ári. Stærð háhyrningastofnsins er að vísú ekki kunn. En það eru dýraverndurnar- sjónarmiðin sem vega þyngst þegar þessar veiðar eru fordæmdar. Hveij um hugsandi manni hlýtur að vera ljóst að það er siðferðilega rangt að gera sirkustrúða úr þessum stór- fenglegu dýrum. Ég skora á allt gott fólk að leggja þessu máli lið. Höfundur er formaður Sambands dýra verndarf élaga íslands. Yfirgnæfandi hluti skákmanna hefði umhugsunarlaust leikið hér 36. Hxf7. Svartur er þá neyddur til að láta drottninguna af hendi með 36. - Dxf7, 37. Bxf7 - Hxf7. í fljótu bragði virðist hvítur geta sigrast á varnarmúr andstæðingsins með peðaframrás við hentugt tækifæri en Kasparov álítur færi sín ennþá betri. 36. - f6, 37. Db8 - g6, 38. Hc3 - h5, 39. g4 - Kh6, 40. gxh5 - Kxh5, 41. Rc8 Kasparov kýs að leika einum leik til viðbótar í stað þess að setja skákina í bið. Máske nagar hann sig í handar- bökin því 41. Dc8! virðist sterkur leikur. Svarti hrókurinn er bundinn á sjöundu reitaröð því að öðmm kosti leikur hvítur Hc7 og ef drottningin hörfar kemur drottningarskák á g4 og mát fylgir í kjölfarið. Peðið á g6 er árásarpunkturinn í svörtu stöð- unni og af þeim sökum er hvíti hrók- urinn virkari á þriðju reitaröð en þeirri áttundu. Erfitt er að koma auga á haldbæra vöm fyrir svartan í því tilviki. 41. - Bg7 Biðskák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.