Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 3 Guömundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, yrði sannur fulltrúi launafólks á Alþingi. Hann hefur um árabil verið forystumaður launþega í Sjálfstæðisflokknum. Hann er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, varaborgarfulltrúi og formaður hafnarstjórnar Reykjavíkur. Einnig hefur hann verið í fylkingarbrjósti fyrir störf flokksins að málefnum aldraðra. Guðmundur hefur gætt þess að missa ekki tengsl við launafólk. Hann fer oft til sjós, ýmist sem háseti eða stýrimaður. Þar deilir hann kjörum með launafólki og þekkir óskir þess og þarfir. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við Alþingiskosningar næsta vor verður að vera skipaður fólki úr öllum stéttum. Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna í verki að hann er flokkur allra stétta. Vinir og velunnarar Guömundar Hallvarössonar kosta þessa auglýsingu. Þeir vilja ítreka nauösyn þess aö sjálfstæðismenn velji frambjóöendur af ábyrgö. Þeir telja Guðmund Hallvarösson þann mann sem yröi sannur fulltrúi launþega í þingliði Sjálfstæöisflokksins. Nafn Guðmundar Hallvarðssonar er að fínna neðst á kiörseðlinum. Tryggjum honum eitt af sex efstu s«tum á lista sjálfstæðísmanna í Reykjavík. Munum að ölt sætin eru laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.