Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
UíMUUátSkm
LVID BORGUM BRÚSANÍsÍ ABRYSTIR
Til Velvakanda.
Eftir að hafa horft á sjónvarps-
Ifréttir frá Rússlandi um lausn
[ Rússa á vín- og vímuvandamálum
I fór ég að íhuga aðferð þein-a, rétt-
[lætingu hennar og gildi. í fj’rstu
Ifannst mér hranalega, næstum
Jómanneskjulega að verki staðið. Ég
ffékk samúð með ógæfumönnunum,
ksem smalað var saman næstum eins
|)g sláturfé á haustdegi. Aðbúnaður
lllur virtist í lágmarki, vinnuað-
istaða og fæði sjálfsagt á svipuðum
mótum. Aðal nðferðin var að láta
ast í þeim fræðum, því mikið fram-
boð er á alls konar vímuefnum og
drykkja er mikil og almenn I Rúss-
landi.
Síðan fór ég að bera saman að-
ferðir íslendinga og RÚssa í þessum
efnum. Varðandi mannúðleg qjón-
armið stöndum við langt framar,
sennilega fremstir allra þjóða. Hér
er drykkjumönnum veittur góður
aðbúnaður meðan þeir búa sig und-
ir næstu drykkjuhrotu og þannig
koll af kolli þar til þeir qjá að sér
eða farast. Ég og þú borgum brú
ann á oði
foreldra, „slá“ vini og vandamennl
jafnvel betla fyrir bjór og brauði.l
Svo maður tali nú ekki um þá serrif
eru svo langt leiddir að lemja ofl
rifa veski af gömlum farlama vegl
farendum. Að þessu athuguðu ol
þegar hugsað er til þeirra gífurlegi
fjárupphæða sem slíkir óreiðumenl
kosta þjóðfélagið, beint og óbeinll
tel ég að skoða beri nánar vinnul
skyldureglu RÚssa, þó að mannúð-^
arhefð þeirra mætti vissulega end-j^
urskoða.
vni -Urí fi&rmélwróðbl
Ríkissljórnin getur
gefið gott fordæmi
Til Velvakanda.
Ég sé að áfengismál ýta við les-
endum. JT ræðir um meðhöndlun
Rússa á drykkjumönnum og dekur
við slíka hér á landi og finnst margt
í milli bera. Hann vill að stjórnend-
ur landsins láti meta hvað drykkju-
skapurinn kosti þjóðina.
SJS var með þungar áhyggjur
af drykkjunni. Hann taldi nauðsyn-
legt að ríkisstjómin færi að gera
eitthvað til að létta þessu böli af
þjóinni.
Frómar óskir em vel meintar en
mér er ekki ljóst hvað bréfritari
ætlast til að stjórnin geri. Hvað
getur hún gert?
Við skulum gera okkur grein
fyrir því að þessi þjóð vill vera fijáls
að því að kaupa og drekka áfengi.
Þess vegna er ríkisstjómin tilneydd
að heimila verslun með áfengi.
Ríkið rekur þá verslun og selur
dýrt. Til þess era þau rök að hátt
verð hamli gegn neyslu og í öðru
lagi þykir rétt að þeir sem kaupi
taki á sig einhvern hluta þess mikla
kostnaðar sem ríkissjóður verður
að bera vegna þess að áfengis er
neytt í landinu.
Enn eru það rök fyrir ríkiseinka-
sölu að salan sé best komin í hönd-
um þess sem sækist ekki eftir mik-
illi sölu. Við vitum að neyslan kost-
ar ríkissjóð meira en hann hagnast
á sölunni. Hann þarf að borga með
hverri flösku sem hann selur þegar
öll kurl era komin til grafar. Hins
vegar hirða vínveitingastaðir sína
álagningu og borga ekkert vegna
eftirmálanna.
Ríkisstjórnin gefur gott fordæmi.
Hún getur beitt ríkisvaldinu gegn
þeirri tísku sem telur áfengi sjálf-
sagt við allan mannfögnuð. Hún
getur stutt bindindisfræðslu og
bindindisstarf betur en gert er.
Ekki skulum við vanmeta þau tæki-
færi sem hún hefur. En því öllu era
settar skorður meðan ekki tekst að
efla bindindisvilja og bindindissemi
í landinu. Þá fyrst getur ríkisstjórn-
in unnið frægan sigur að henni lán-
ist að hafa þjóðina í verki með sér.
SJS segist ekki vera bindindis-
maður. Samt er rétt að hann viti
að öll leiðindi, misferli og allt það
sem kallað hefur verið áfengisböl
hefur hvarvetna hjaðnað í hlutfalli
við vaxandi styrk bindindis en blás-
ið út og magnast eftir því sem bind-
indi hrakar.
Við skulum einhuga gera kröfur
til ríkisstjórnarinnar og þar á meðal
að birta tölur um það hvað áfengis-
neyslan kostar þjóðfélagið. Þó vit-
um við fyrirfram, að það er óút-
reiknanlegt. Það er auðvelt að telja
saman daggjöld vegna drykkju-
sjúklinga en hver metur örugglega
hlut áfengisneyslu í margskonar
heilsuleysi öðra? Hvað er hlutur
áfengis í annarri fíkniefnaneyslu.
Hver reiknar hlut áfengis nákvæm-
lega í afbrotum og óhæfuverkum?
Hver rekur að rótum og reiknar út
manntjón og mannskemmdir sundr-
aðra heimila vegna áfengisneyslu?
En gleymum því aldrei að fyrst
og fremst og öðra fremur hljóta
félagshyggjumenn að gera kröfur
til sjálfra sín. Svo einfalt er þetta.
H.Kr.
Stj’ðjum Ól-
af Isleifsson
Til Velvakánda.
Ég get ekki látið hjá líða að þakka
fyrir og láta í ljós ánægju mína með
grein sem nýlega birtist í blaðinu
eftir Ólaf ísleifsson, þar sem hann
tekur upp hanskann fyrir þann flokk
íslendinga sem þegar hefur lokið
lífsstarfinu — svo og þá sem nú horfa
fram á þá tíð nálgast.
Við viljum sem sagt meina að við
hljótum að vera nokkuð góðra gjalda
verð eftir áratugina, sem við höfum
skilað þjóðinni verðmæti með störf-
um_ okkar.
Ólafur ísleifsson tekur nú þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í
Reykjavík. Hann er traustur maður,
að áliti þeirra sem hann þekkja,
starfsmaður ágætur og vel menntað-
ur. Þá er hann svo góður penni, að
það hlýtur að vera tilhlökkunarefni
að mega e.t.v. heyra hann bráðlega
flytja mál sitt á hinu háa Ajþingi.
Vonandi sést meira frá Ólafl og
öðram um mál þau sem brenna á
hinum öldraðu í þessu þjóðfélagi.
Guðrún Sigurðardóttir
ENGIN AÐSTOÐ
Til Velvakanda.
Ég er í námi sem lýkur með stúd-
entsprófi. Og ég er með eitt barn.
Sem sagt einstæð móðir. En það
skrítnasta við þetta er að ég fæ
hvergi aðstoð eða námslán. Lána-
sjóður íslenskra námsmanna lánar
ekki í nám til stúdentsprófs og þeir
taka ekkert tillit til félagslegrar
stöðu. Félagsmálastofnun lánar ekki
námsmönnum, bara illa launuðu
fólki, fólki sem á við áfengisvanda-
mál að stríða og þaðan af verra. En
þeir geta ekki aðstoðað einstæða
móður sem er að reyna að tryggja
lífskjör barna sinna sem best.
Hvað er eiginlega að í þessu þjóð-
félagi? Á maður bara að vera ein-
hver verkakona þegar maður hefur
eignast sitt barn en hefur ekki stúd-
entspróf? Þetta er alveg fáránlegt
og til háborinnar skammar. Því það
Vegna athugasemdar er nýlega
birtist í Velvakanda varðandi upp-
skrift að ábrystum í 3. tbl. Gestgjaf-
ans, vil ég koma því á framfæri að
matreiðslumaðurinn Gréta Svavars-
dóttir á engan hlut að þeirri leiðu
villu sem í uppskriftinni er. Hér er
um að ræða mistök í prófarkalestri
er skrifast alfarið á okkar reikning
og við biðjumst velvirðingar á.
Okkur þykir einnig leitt að mynda-
textarnir skyldu hafa raglast og von-
um bara að flestir geti greint í sund-
ur fískrétt og eftirrétt.
F.h. Gestgjafans,
íris Erlingsdóttir, ritstjóri.
er mikið af einstæðum foreldram sem
ég hef heyrt um sem vilja læra en
treysta sér ekki til þess. Því það sér
hver heilvita maður að ekki getur
einn einstaklingur unnið fullan
vinnudag fyrir húsaleigu, barna-
gæslu, reikningum og mat. Og verið
líka í skóla, lært heima, hugsað um
barnið og heimilið. Utkoman úr
þessu væri aigert fall í skóla og
taugaveikluð manneskja.
Kæra stjórnmálamenn, nú ertæki-
færið að bæta úr þessu til að
tryggja velferð framtíðarinnar. Því
máttækið segir: Sjaldan fellur eplið
langt frá eikinni.
Hvernig væri að leggja áherslu á
að lána þeim sem ætla í hjúkrunar-
nám eða sjúkraliðanám? Því það vita
allir að í þessum greinum er skortur
á fagfólki.
Tilvonandi hjúkrunarfræðingur
KARLMANNAFÖT
\ verð 9.900,- - 12.900,-
Terelynbm, mittismál 80-138 cm,
verð 1.000,- - 4.400,-
Gallabiixur, allar stærúir,
irerð 1.650,- - 1.790,-
Flauelsbuxur, verð 1.580,-
Peysur, skyrtur, uæríút, gutl verú.
AIMDRÉS,
Skólavörðustíg 22, sími 18250
ANDRÉS, FATAVAL,
Höfðabakka 9c, sími 673740.
Víð fækkum sófasettagerðum úr
100 í 90
Málið er svo einfalt að við höfum
ekki pláss fyrír allar þær mörgu
gerðir sófasetta (yfir 100 teg-
undír) sem í verslunínni eru -
og fækkum þeim næstu daga
með tilboðum til að rýma fyrir
nýjum sendingum af
bor ðstofusettum.
Víð lækkum 12 tegundír um 20%
veldu Ieðursett - veldu áklæðasett
MOBLER
Húsgagna4iöllín
REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI
FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK