Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 35 Lausaganga búfjar Athugasemd frá Búnaðarfélagi íslands við skrif Huldu Valtýsdóttur um lausagöngu búfjár í Morgunblaðinu í september 1990 og nokkrar ábendingar um þau mál eftir Ólaf R. Dýrmundsson og Jónas Jónsson í grein sinni gerir Hulda Valtýs- dóttir lítið úr íslenskri sauðfjárrækt og telur hana ekki vera í nútíma- legu horfi. Hún er jafnvel að dylgja um það að hér sé framleitt kjöt til þess að hluti þess fari á rusla- hauga. Er þar væntanlega átt við það einsdæmi er nokkuð af hrúta- kjöti lenti á haugum fyrir ijórum árum. Rökin fyrir því að íslensk sauð- íjárrækt sé frumstæð eru að hennar dómi þau: Að Island sé eina vestræna landið, sem hefur tæknivæddan búskap, en beiti samt fénaði fijáls- um á heiðalönd. Að sjálfsögðu er það enginn dómur um það hvort búskapur svari kröfum tímans eða ekki þó að fénaður sé látinn ganga sjálfala á beitilandi, afréttum eða í byggð tíma úr árinu þar sem það þykir henta. Samanburður við önn- ur lönd skiptir hér í sjálfu sér engu máli. Verra er þó hitt að Hulda telur hér upp rangfærslur sem margir hafa að vísu viðhaft á undan henni, en hún er sú að ísland sé eina landið „í hinum vestræna heimi“ sem leyfi lausaíjárgöngu búijár. Þetta er einfaldlega alrangt. Hér nægir að nefna að í Noregi gengur fénaður frjáls í sumarhög- um og þar eins og hér er það vanda- mál að aðeins hluti af þjóðvegakerf- inu er afgirtur. Hver sem ekið hef- ur um íjalllendi Noregs hefur vænt- anlega ekið fram á sauðfé, ær með lömbum, á þjóðvegum sVo ekki sé talað um fáfarnari vegi, og hafa þeir sem ferðast hafa um Noreg og Svíþjóð einnig tekið eftir viðvö- runarskiltum við veginn sem gefa til kynna að hætta sé á að menn mæti kúm. Allt það sama má segja um bresku eyjarnar og Skotland og víðar, einkum á heiðum og í fjall- lendi líkt og hér. Það skal endurtekið að það skipt- ir ekki máli í þessu efni hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum, við verðum að búa í landi okkar og við þær aðstæður sem hér eru. Landið er stórt og strjálbýlt með löngu og vanþróuðu vegakerfi. En á meðan þeir sem berjast fyrir einhveiju allsherjar banni við „lausagöngu búfjár" nota þetta sem rök verður að benda þeim á hið rétta. Hvað er lausaganga? í umræðum um mál eins og þetta verður fólk að þekkja merk- ingu þeirra hugtaka sem það notar. Lausaganga búfjár hefur verið skilgreind sem það að búfé geti gengið í óleyfi á annars manns landi. Dæmi: 1. Bóndi, sem hefur jörð sína afgirta stundar því ekki lausa- göngu. 2. Tveir bændur eða fleiri, sem kæmu sér saman um að girða jarð- ir sínar sameiginlega og hafa sam- not af beitilöndum þeirra mundu ekki stunda lausagöngu. 3. Fé þeirra sem eiga rétt til afréttarnota í sameiginlegum af- rétti sveitarfélags eða sveitarfélaga stunda ekki lausagöngu hagi svo til eða komið hafi verið í veg fyrir það með girðingum að fénaður komist út af afréttinum. Vegirnir eru mesta vandamálið Staðreynd er að vegakerfi lands-. ins sker eignarlönd bænda og af- réttarlönd hvarvetna, stundum bæði langs og þvers. Landið undir vegina og næst því hefur Vegagerð ríkisins tekið eignarnámi bótalítið. >.s Vals búfjár á vegum er öllum tii gL „Nú hafa öll sveitarfé- lög lagaheimild til að takmarka lausagöngu búfjár telji þau þess þörf og fært að koma á slíkri skipan sem er væntanlega breytilegt eftir aðstæðum.“ mikils ama, búijáreigendum sem vegfarendum, og það sem verra er, það skapar vegfarendum hættu einkum þeim sem aka hratt. Það er því mikið áhugamál bændasam- takanna að komið verði í veg fyrir það að búfé komist inn á fjölfarna vegi. Er í því sambandi bent á skýrslu til landbúnaðarráðherra frá 1989, „Búfé á vegsvæðum", og ályktun Búnaðarþings frá 1988 (mál nr. 5). Ljóst er að aldrei geta gilt sömu reglur um alla vegi lands- ins. Frekar um lausagöngu Búnaðarfélag Islands og Búnað- arþing 1989 beittu sér fyrir því að sett voru ný ákvæði í búfjárræktar- lög (samþ. á Alþingi 9. maí það ár). Nú hafa öll sveitarfélög laga- heimild til að takmarka lausagöngu búijár telji þau þess þörf og fært að koma á slíkri skipan sem er væntanlega breytilegt eftir aðstæð- um. Aður voru í lögum heimildir um takmörkun á búfjárhaldi í þétt- býli og almennar heimildir til handa sveitarstjórnum að takmarka lausa- göngu hrossa og graðpenings. Ástæða þess að Búnaðarþing vildi leggja þetta vald í hendur sveitarstjóma, en var andvígt alls- heijar banni yfir landið eða hluta þess, er augljós öllum þeim sem hugsa aðeins lengra en nef þeirra nær. Sú að aðstæðurnar eru svo gjörólíkar í byggðarlögum landsins. í sumum sveitarfélögum, einkum í og nálægt þéttbýli, eru hagsmunir þeirra sem vilja rækta garða sína eða skóg augljóslega meiri en bú- ijáreigenda og þá einnig hagkvæm- ara að girða búféð af en garðana eða ræktunarlöndin. Það hefur líka verið gert víða, m.a. á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. í öðrum tilvikum er víðlendið svo mikið að ógerningur er og væri reyndar mesta óráð frá landnýting- arsjónarmiði að girða af allt búfé og því miður ráðum við ekki við að girða alla vegi í fyrirsjáanlegri framtíð. Svo mikið er langræðið í mörgum stijálbýlum héruðum. Vitanlega eiga ræktendur garða og skóga sinn rétt og það verður að sjá til þess að lönd þeirra verði friðuð með sem hagkvæmustum hætti. Sé um heilar jarðir, eða jarðar- hluta að ræða sem tekið er til skóg- ræktar eða annars, gildir hið al- menna ákvæði um samgirðingu í 5. gr. girðingarlaga um að landeig- andi er skyldur að taka þátt í girð- ingarkostnaði á móti þeim sem óskar samgirðingar enda hafi báðir hag af girðingunni. HflPPflÞRENNfl HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS sýnmg ► ► ► STEIKAR- 1 HLBOÐ föstudag, laugardag, sunnudag NAUTAGRILLSTEIK BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK. kr. 695.- SVlNAGRILLSTEIK BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK. kr. 595.- UM HELGINA Á VÖNDUÐUM EN ÓDYRUM ELDHÚS- OG BAÐ INNRÉTTINGUM FRA KVIK PAKKALAUSN: Láttu okkur sjá um að fjarlægja gömlu innréttinguna, setja þá nýju upp og ganga frá öllum tækjum og lögnum í hólf og gólf. Allt þetta í hagstæðri heildarlausn á góðum greiðslukjörum í allt að 12 mánuði. Verið velkomin um í verslunina okkar að Bæjarhrauni 8, og kynnið ykkur fjölbreytilegt úrval inn- réttinga í eldhús og bað. Opið laugardag kl. 10-16, sunnudag kl. 13-17 iæ BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI • SIMI 651499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.