Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 _______m._____ — ■IIIII __________ Forsvarsmenn Bílasðlu Selfoss og Heklu hf. ásamt japönsku gestunum. Morgunbiaðið/sigurður Jónsson SELFOSS Japanskir dagar með bíla, mat og drykk Bílasala Selfoss og Hekla hf. gengust fyrir japönskum dög um á Selfossi 21. október síðastlið- inn. Þá var fólki boðið að reynslu- aka nýjum bílum frá Mitsubishi og njóta japanskra veitinga síðar um daginn. Bílasalan hefur umboð fyrir bif- reiðar sem Hekla hf. flytur inn. Nýir bílar eru fluttir í tollhöfnina á Selfossi og tollafgreiddir hjá sýslu- mannsembættinu á Selfossi. Þessi háttur sparar mikinn tima og um- stang og er til mikils hagræðis fyr- ir viðskiptavinina sem ekki þurfa að fara til Reykjavíkur eftir nýja bílnum. Á japönsku dögunum var gestum boðið upp a japanskan mat og drykk ásamt skemmtiatriðum sem flutt voru af Japönum. Karlakór Selfoss söng og flutt voru ávörp í tilefni dagsins. Ekki var annað að sjá en hið japanska fæði félli gestum vel. - Sig. Jóns. COSPER Það eru næg verkefni f ramundan hjá Arnold Schwarzenegger. SnflGET D A N C I N G Nýlt námskeið liefst 29. okt. Innritun háfin í símá 687801 'W V 1. DANSSTUDIO SÓLEYJAR Kngjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701 HREYSTI Vöðvabúntið á að snúa taflinu við Vöðvatröllið Arnold Schwarzen- egger hefur nú tekið sér hvíld frá gerð kvikmynda þar sém hann sjálfur fer með hlutverk stórkost- legra ofurfígúra sem salla niður mótherja til síðasta manns, og ein- beitir sér nú að störfum í nefnd þeirri sem sjálfur George Bush Bandaríkjaforseti skipaði og setti Schwarzenegger yfir. Starf nefndar- innar er að gera úttekt á líkamlegu ásigkomulagi bandarísku þjóðarinn- ar og er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Um nokkurt skeið hefur verið álit- ið að Arnold hafi talsverðan áhuga á pólitískum frama í Bandaríkjunum, enda giftur inn í sjálfa Kennedyfjöl- skylduna. Hann hefur því tekið þessu verkefni höndum tveim og einbeitt sér að því. Á dagskrá hjá honum er að ferðast til allra ríkjanna fimmtíu talsins og kynna sér hvert ástandið raunverulega er. Nefnd sú sem um ræðir var ekki stofnuð að ástæðulausu. Hún var skipuð í kjölfar könnunar sem gerð var á 5 til 8 ára börnum um gervöll Bandaríkin. Niðurstaða hennar vakti óhug í Bandaríkjunum, en hún var á þá leið að fjörutíu prósent barna á umræddum aldri þjáðust af offitu, hreyfðu sig of lítið og hefðu of háan blóðþrýsting og of hátt kólesterol- hlutfall í blóðinu. Er ekki kominn tími til að fá nýjan þingmann sem hefur þekkingu og áhuga á heilhrigðismálum? Kjósum Láru Margréti Ragnarsdóttur í 4.-6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 26.-27. október n.k. Valdagræðgi og ofstjórn eru hvorki sjúklingum né starfsfólki til hagsbóta. Kosningaskrifstofa í síma: 27804, 27810, 28817 og 28847.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.