Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Samninga - eða ófyrirsjáanleg átök Sjálfstæðisflokkurinn: Próflgör í Reykjavík, Suðurlandi, Austfjörðum og Vestfjörðum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN verður með prófkjör til röðunar á fram- boðslista flokksins við næstu alþingiskosningar í fjórum kjördæmum fyrir og um helgina. í Reykjavík verður prófkjörið í dag og á morgun og á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi á morgun, laugardag. Frambjóðendur eru alls 45. Búist er við að þátttakandur verði í allt 10-15 þúsund. í Reykjavík hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn einir rétt til þátttöku en í hinum kjördæmunum geta aðrir öðlast rétt til þátttöku með því að undirrita stuðningsyfirlýsingu við væntanlegt framboð. Ef þátttaka í prófkjöri nær 50% er kjörnefnd skylt að gera tillögu til kjördæmisráðsfundar um að þeir frambjóðendur sem fá helming atkvæða í ákveðið sæti skipi það. Kjördæmisráð ákveður endanlega röðun á framboðslistann. Nýlega var á þessum vett- vangi rætt um samkomu- lag LÍU og FFSÍ um kjör yfir- manna á fiskiskipum. Nú er málið í höndum aðila sjálfra sem samþykkja þurfa samninginn. Framkvæmdastjóri Far- manna-_ og fiskimannasam- bands íslands, Benedikt Vals- son, hefur dregið í efa fullyrð- ingar Einars Odds hér í blaðinu um 13% kaupmáttaraukningu til handa sjómönnum og segir að Einar Oddur hafi augsýni- lega dregið ályktanir af verð- hækkun botnfisks, en það sé ekki rétt viðmiðun því hlutfall annarra fisktegunda í launum sjómanna sé um ijórðungur. Þannig hafi rækja lækkað í verði nýlega og litlar líkur á því að loðna eða síld hækki í verði frá síðustu vertíð, jafnvel megi búast við lækkun þessara teg- unda. Þá er áætlaður 12% sam- dráttur í þorskveiðum. Fram- kvæmdastjórinn gerir þannig ráð fyrir því að kaupmáttar- aukning sjómannalauna mælist með eins stafs tölu en neitar því þó ekki að sjómenn hafi fengið kaupmáttaraukningu umfram aðra launþega. Á þetta er minnst vegna þeirra um- ræðna sem orðið hafa um kjör sjómanna. Það er fagnaðarefni að menn skuli þannig vera sammála um að kaupmáttur sjómannalauna hafi aukizt á þjóðsáttartímabil- inu því að þeir stunda þann at- vinnuveg sem velmegun okkar byggist á og ekkert nauðsyn- legra en sjómennska sé ábata- samt og eftirsóknarvert starf. Og vafalaust væri ástæða til að styrkja laun þeirra enn. Fram hjá hinu verður þó ekki gengið að verkfallsboðun nú er alvar- legri en svo að menn hafí getað hummað hana fram af sér þar til í óefni var komið og því nauð- synlegt að aðilar kæmu sér sam- an um lausn málsins. Aðvörun Einars Odds Kristjánssonar er áminning sem ekki verður geng- ið framhjá. „Komi til verkfalls 20. nóvember," segir hann, „er alveg víst að enginn hreyfir sig til að leysa það, það sem eftir er þessa árs, og mjög lítill áhugi verður á því í byijun næsta árs. Auk þess væru það svik at- vinnurekenda við aðra laun- þega, hvað lítið sem þeir hreyfðu sig gagnvart sjómönn- um. Þeir mundu allir segja sínum samningum lausum um leið.“ En þá yrði gengið þvert gegn þeirri launastefnu sem varið hefur kaupmáttinn og dregið stórlega úr verðbólgunni. Morgunblaðið hefur á und- anförnum árum margbent á að krónutölusamningar án kaup- máttaraukningar komi launþeg- um engan veginn að haldi en kyndi einungis nndir verð- bólgubálinu og sé atlaga að undirstöðuatvinnuvegum okkar, sem þurfa að vera samkeppnis- hæfír á erlendum markaði. Launþegum sé fyrir beztu að veija kaupmátt launanna, það geti enginn lifað á gúmítékkum til lengdar. Þjóðarsáttin svo- nefnda ætti, þegar upp er stað- ið, að treysta raungildi kaup- gjalds. Að vísu árar að mörgu leyti illa nú um stundir og alltof margir beijast í bökkum. En önnur leið betri í launamálum er ekki í augsýn. Þjóðarsáttin hefur hvað sem öðru líður treyst kaupmáttinn og minnkað verð- bólgu. Hún er nú orðin viðun- andi, vextir hafa lækkað mörg- um launþegum til hagsbóta og varnarsigur hefur unnizt í bar- áttunni fyrir traustari kaup- mætti. Nú er þjóðinni lífsnauð- syn að halda í horfínu. Átök á vinnumarkaðnum og launa- sprenging yrði engum til góðs. Almenningsálitið í landinu ætl- ast til þess að yfirmenn á fiski- skipum sætti sig við þessar að- stæður eins og aðrir. Þeir eiga að gera út á hækkun fiskverðs erlendis, þ.e. aukna eftirspurn og framleiðslu á gæðavöru, en ekki neina svikaglennu. Vegna batnandi stöðu útgerðarinnar er jafnframt til þess ætlazt að hún standist olíuverðshækkun- ina og raunar gerð sú krafa að menn hrófli ekki við þeim ár- angri sem launþegar hafa náð með fóm; batinn í útgerðinni sé látinn mæta áföllunum. Hið sama gildir um yfírmenn á físki- skipum, sem axla vonandi sinn hlut verkfallslaust, jafnframt því sem þeir, einir launþega, geta fagnað kaupmáttaraukn- ingu á árinu. Verkfall yrði engum til góðs, en það gæti kveikt nýtt verð- bólgubál. Það er því ástæða til að ætla að yfírmenn á fiskiskip- um fylgi forystumönnum sínum og samþykki samkomulagið. Það er þeim sjálfum ekki sízt fyrir beztu að ekki komi til ill- deilna og átaka sem hefðu ófyr- irsjáanlega erfiðleika í för með sér. Suma hnúta er ekki hægt að leysa, sársaukalaust. Þær deilur eru líka farsællegast til lykta leiddar sem ríkisvaldið kemur hvergi nálægt. Reykjavík Þátttaka í prófkjörinu í Reykjavík er heimil öllum fullgildum félögxim sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16. ára aldri á laugardag og enn- fremur þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inn- tökubeiðni í sjálfstæðisfélag fyrir lok kjörfundar. Um miðjan dag í gær höfðu rúmlega 1.000 inntöku- beiðnir borist og voru þá rúmlega 11 þúsund á kjörskrá. Við prófkjör fyrir síðustu kosningar voru þátt- takendur innan við sjö þúsund. Eftirtaldir sautján frambjóðendur eru í prófkjörinu: Hreinn Loftsson, Ingi Bjöm Álbertsson, Kristján Guð- mundsson, Lára Margrét Ragnars- dóttir, Ólafur ísleifsson, Rannveig Tryggvadóttir, Sólveig Pétursdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Birgir ísleifur Gunnarsson, Bjöm Bjamason, Davíð Oddsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Guðmundur H. Garðars- son, Guðmundur Hallvarðsson og Guðmundur Magnússon. Þátttak- endur í prófkjörinu eiga að raða fæst 8 en flest 12 frambjóðendum. Prófkjörið fer fram í dag og á morgun. í dag er eingöngu hægt að kjósa í Valhöll, Háaleitisbraut I, en á morgun er borginni skipt upp í sex kjörhverfi og verða þátt- takendur þá að kjósa á kjörstað í sínu kjörhverfí. I dag verður kjör- staður í Valhöll opinn frá 13 til 22 og á morgun verða kjörstaðimar í hverfunum opnir frá 9 til 22. Kjör- Á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Reykjanesi á miðviku- dagskvöld var samþykkt tillaga frá Herði Zophaníassyni formanni ráðs- ins, að falla frá áður ákveðnu próf- kjöri en stilla þess í stað Jóni Sig- urðssyni ráðherra í 1. sæti, Karli Steinari Guðnasyni alþingismanni í 2. sætið, Rannveigu Guðmundsdótt- ur alþingismanni í 4. sætið og Guð- mundi Ama Stefánssyni bæjarstjóra í 4. sætið. Á blaðamannafundinum var Hörður spurður hvort ekki ætti sam- kvæmt lögum flokksins að halda prófkjör, og sagði hann orðalag loð- ið í þeim efnum. „Það er alfarið vísað til kjördæmisráðanna. Það er hvergi rætt um hvemig prófkjör skuli fram- kvæmt, og þegar lögin vom sett var talað um að þetta væri frekar haft til viðmiðunar. Við sjáum líka af reynslunni að það hefur verið sitt á hvað í flokknum," sagði Hörður. I lögum Alþýðuflokksins segir orðrétt: Kjördæmisráð ákveður framboðslista Alþýðuflokksins við kosningar til Alþingis og fulltrúaráð eða flokksfélög til sveitarstjóma, að viðhöfðu prófkjöri um val frambjóð- enda í efstu sæti listans. staðir og kjörhverfí em sem hér segir: Kjörstaður 1. kjörhverfis er á Hótel Sögu. Það nær yfír Nes- og Melahverfí, Vestur- og Miðbæjar- hverfí og Austurbæjar- og Norður- mýrarhverfí. (Öll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vest- an Rauðarárstígs að Miklubraut.). í 2. kjörhverfi er kosið í Valhöll (vestursal á 1. hæð). Það nær yfír Hlíða- og Holtahverfi, Laugarnes- hverfí og Langholtshverfi. (Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar.). Kjörstaður 3. kjörhverfís er í Val- höll (austursal á 1. hæð). Það nær yfir Háaleitis- og Smáíbúða, Bú- staða- og Fossvogshverfi. (Hverfíð afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður 4. kjörhverfis er í Hraun- bæ 102b (suðurhlið). Hverfíð nær yfir Árbæjar- og Seláshverfí og Ártúnsholt. 5. kjörhverfi nær yfír Breiðholtshverfin. Kjörstaður er í Menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg. Kjörstaður í 6. hverfi, Grafar- vog, er í Verslunarmiðstöðinni Hverafold 1-3. Talning hefst í Valhöll fljótlega. eftir hádegið á laugardag og er vonast til að fyrstu tölur liggi fyrir ekki síðar en um miðnætti en endan- leg úrslit liggja væntanlega ekki fyrr en síðar aðfaranótt sunnudags. Suðurland Á Suðurlandi fer prófkjörið fram á laugardag. Þátttaka er heimil öll- um Sunnlendingum sem orðnir verða 18. ára á laugardag. Auk þess er 16 og 17 ára unglingum sem Jón Sigurðsson sagði að tilgangur laga Alþýðuflokksins um prófkjör væri að tryggja endurnýjun og opna umfjöllun um röðun á lista flokks- ins. „Það hefur sannarlega gerst hvorttveggja í sambandi við þennan lista. Það er endurnýjun á honum á þeim sætum sem eru líklegust þing- sæti, það er opin umfjöllun um hann eins og þessi blaðamannafundur sýnir. Eg held að þarna sé í alla staði gætt þess sem rétt og skyn- samlegt er að gera, og það sem er aðalmáiið hjá okkur er að það er mjög góð samstaða um þennan lista.“ Guðmundur Árni Stefánsson var spurður hvort hann og aðrir Hafn- firðingar sættu sig við að honum væri skipað í 4. sætið, og sagðist hann hafa verið meðflutningsmaður að tillögu um skipan listans á fundi kjördæmisráðsins á miðvikudag. „Ég mat það þannig, að vel athug- uðu máli, að það væri meira virði að stilla upp öflugu og samhentu liði frekar en eyða mánuðum í til- gangslitla baráttu manna í millum þar sem einasta spurningin væri sú hvernig við röðuðumst innbyrðis. Ég er mikill baráttumaður og víla ekki eru flokksbundnir í Sjálfstæðis- flokknum heimil þátttaka. Öllum er skylt að undirrita þátttökubeiðni áður en þeim er afhentur prófkjörs- seðill. Kjörstaðir eru á Selfossi, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hveragerði, Ámesi, Félagsheimili Hmnamanna, Aratungu, Hellu, Hvolsvelli, Heimalandi, Vík, Kirkju- bæjarklaustri og Vestmannaeyjum. Kjörstaðir em ýmist opnir frá klukk- an 10 eða 14 og eru opnir til 21. Frambjóðendur em tíu: Brynleif- ur H. Steingrímsson, Ámi Johnsen, Amar Sigurmundsson, Arndís Jóns- dóttir, Baldur Þórhallsson, Kjartan Björnsson, Þorsteinn Pálsson, Drífa Hjartardóttir, Jóhannes Kristjáns- son og Eggert Haukdal. Þátttakend- ur eiga að tölusetja minnst 5 en mest 8 nöfn frambjóðenda. Talning hefst í Sjálfstæðishúsinu á Selfossi klukkan 10 á sunnudag. Austurland Kjördeildir í prófkjörinu á Aust- urlandi, sem fram fer á morgun, verða opnar frá kl. 10 til 20. Kjör- staðir verða: Gmnnskólinn Egils- stöðum, Grímsárvirkjun, Félags- "" heimilið Fjarðarborg í Borgarfirði, Geitagerði í Fljótsdal, Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal, Sleðbijót í Jök- ulsárhlíð, Valhöll Eskifirði, Slysa- varnahúsinu Reyðarfírði, Hólsgötu 4 á Neskaupstað, Félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, Félagsheim- ilinu Miklagarði í Vopnafirði, Skeggjastöðum, Barnaskólanum Stöðvarfírði, Ásvegi 13 á Breið- dalsvík, Féíagsmiðstöðinni Djúpa- vogi, Sjálfstæðishúsinu Höfn, Fé- lagsheimilinu Mánagarði í Nesja- hreppi, Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfírði og hjá nokkmm öðrum trúnaðarmönnum. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum félögum í sjálf- stæðisfélögunum í lqördæminu, sem þar em búsettir og náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag. Þátttaka er einnig heimil þeim stuðningsmönn- um Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við næstu kosningar og undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn fyrir mer að taka hressilegar snerrur en mig langar miklu frekar að slást í kosningabaráttunni en í prófkjöri, þar sem ég læt mig einu varða hvort ég sest á Alþingi í 4. sæti eða því l.,“ sagði Guðmundur Ámi. Guðmundur beið með að tilkynna um þátttöku í prófkjöri þar til eftir flokksþing Alþýðuflokksins. Hann neitaði því á fundinum, að það hefði tengst niðurstöðu um varaformann flokksins, og hann neitaði því einnig að hann hefði íhugað að bjóða sig samhliða þátttöku í prófkjörinu. Frambjóðendur em tíu: Hrafnkell A. Jónsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Stella Steinþórsdóttir, Dóra Margrét Gunnarsdóttir, Egill Jónsson, Krist- inn Pétursson, Rúnar Pálsson, Einar Rafn Haraldsson, Guðni Nikulásson og Guðjón H. Þorbjömsson. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, með því að tölusetja nöfn þeirra. Kjömefnd hefur verið boðuð til fundar klukkan 14 á sunnudag til að telja atkvæðin og í framhaldi af því að gera tillögu um uppröðin framboðslistans. Tillaga kjömefnd- ar verður síðan lögð fyrir fund kjör- dæmisráðs á fundi klukkan 17 á sunnudag. Vestfirðir í prófkjörinu á Vestfjörðum á laugardag em átta frambjóðendur: Guðjón A. Kristjánsson, Jörgína Jónsdóttir, Matthías Bjamason, Steinþór B. Kristjánsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Einar Kristinn Guðfínnsson, Elín Sigríður Ragn- arsdóttir og Gísli Ólafsson. Kjósa skal 4, hvorki færrri né fleiri, með því að númera nöfn þeirra. Rétt til þátttöku hafa flokks- bundnir sjálfstæðismenn 16 ára og eldri sem búsetir em í kjördæminu á prófkjörsdag, svo og þeir sem kosningarétt eiga í kjördæminu við næstu kosningar og undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við væntanlegt framboð flokksins. Kjörstaðir eru á Hólmavík, Reyk- hólum, Patreksfírði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suður- eyri, ísafírði, Bolungarvík, Súðavík og Reykjanesi. Kjörstaðir eru yfir- leitt opnir frá 10 til 20. í dag er kosið í nokkrum dreifbýlishreppum. Talið verður í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði á sunnudag og hefst taln- ing klukkan 14. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla í prófkjörunum á Suðurlandi, Vest- fjörðUm og Austurlandi er í Valhöll til klukkan 22 í kvöld. Vestfirðingar og Austfirðingar sem staddir eru á Akureyri eða nágrenni geta einnig greitt atkvæði í dag á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. fram í embætti varaformanns flokksins. Þegar Hörður Zophaníasson var spurður hvort formaður og vara- formaður flokksins hefðu þrýst á að hætt skyldi við prófkjörið, sagði hann að sér hefði verið kunnugt um að þau fylgdust með þessum hlutum. „En ákvörðunin var okkar og engir fundir voru mér vitanlega þar sem þessir aðilar voru með einhvern málflutning í þessu efni,“ sagði Hörður------------------------—... Alþýðuflokkurinn hættir við að halda prófkjör í Reykjanesi: Flokkslög óskýr um prófkjör - segir formaður kjördæmisráðsins FORMAÐUR lqördæmisráðs Alþýðuflokksins á Reykjanesi segir að orðalag um prófkjör í lögum flokksins sé loðið; og í raun sé það alfarið i höndum kjördæmisráðanna hvemig raðað sé á framboðslista. Morgunblaðið/Björn Blöndal. Frambjóðendur í fjórum efstu sætum Alþýðuflokksins á Reykjanesi: Jón Sigurðsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Karl Steinar Guðnason og Guðmundur Árni Stefánsson. Trillan steytti á skeri norðan við Papey skömmu eftir hádegi i gær, og sökk. Maður- inn komst aö landi í Papey skömmu síðar. Papey. Valgeir náði landi í vogunum sem em fjær á myndinni. Þetta voru bara mistök og maður vandar sig betur næst Frásögn Valgeirs Sveinssonar af sögulegum róðri frá Djúpavogi VALGEIR Sveinsson fór í róður á miðvikudagsmorgun frá Djúpa- vogi á trillu sinni, Auðbjörgu VE, sem hann hafði róið á færi frá Djúpavogi undanfarna tvo mánuði og aflað vel þegar gaf. Hann hafði hugsað sér að koma að landi fyrir kvöld með að minnsta kosti hálft tonn af fiski og vinna veðmál við hótelstjórann sem hafði veðjað um að það tækist ekki. Veðmálið er óuppgert, en róður- inn varð sögulegri en nokkurn grunaði og mátti litlu muna að illa færi. Morgunblaðið ræddi við Valgeir á Djúpavogi í gær og fer hér á eftir frásögn hans af þessum róðri. Þegar ég er kominn rúmlega hálfa leiðina út í Papey og ætlaði að fara framhjá henni og suðaustur af henni, þá byija gangtmflanir í vélinni. Mér heyrðist þetta vera hráolíustífla. Þá var nú svona sæmilega bjart og ég hugsa með mér að það væri bara best að fara inn í Papey, þar em legufæri og ég fór þangað og setti fast þar. Ég er þar í rúma tvo klúkkutíma að gera við þetta. Klukkan rúmlega tólf talaði ég við loftskeytastöðina og sagði hvar ég væri, reyndar ekk'i að ég væri inni í Papey, heldur í þessu hólfí. Svo keyri ég af stað, en ég var ekki ánægður með ganginn. Það var orðið áliðið dags og ég hugsa mér að það væri bara best að skreppa norðaustur af eynni og fara svo heim. Eða jafnvel bara beint heim. Blæs hann sig út? Meðan ég er að velta þessu fyr- ir mér, kemur höggið. Ég bara keyrði upp í skerin og það var eitt búmms í smástund og svo skorðað- ist báturinn augnablik. Hann brotnaði greinilega að framan, því að þar fossaði sjórinn inn í hann, svo ég sá að það voru hreinar línur að ég yrði bara að komast í gúmmí- bátinn, og þá skaut upþ hugsun- inni: Blæs hann sig út? Ég fer þarna upp á að framan, losa bátinn og velti honum út fyr- ir. Ég sá ekki hvernig hann lenti, því að ég var að brölta aftur fyrir og það var veltingur og hreyfing á bátnum þarna á skerinu. Þá heyrði eg eins og snöggt fúmp! og þegar ég leit á þá var gúmmíbáturinn kominn. Hann var hins vegar á hvolfi, svo að ég sá að ekki var hægt að fara inn í hann svona. Langaði ekkert í sjóinn Mig langaði ekkert í sjóinn, vissi að hann var mjög kaldur, svo ég ákvað að taka björgunarbátinn bara inn. Það gekk bara flott að velta honum við, en þá var helling- ur af sjó inni í honum. Þegar þama var komið mundi ég eftir vinnuflotgallanum, sem ég fékk um borð áður en ég fór í þetta Djúpavogsævintýri. Ég fékk hann með þeim orðum að það væri aldr- ei að vita nema ég þyrfti einhvem tíma að nota hann. Hann var í skáp á stýrishúsinu og þangað sótti ég hann, tók í leiðinni plastpoka með nesti frá kokknum hérna, henti þessu bara öllu inn í gúmmíbátinn og fór svo sjálfur á eftir. Það pass- aði, að þá var báturinn byijaður að renna niður og hann bara rann afturábak og hvarf niður í djúpið. Ég efast um að neinar mínútur hafi liðið frá því að báturinn keyrði á skerin þangað til hann var sokk- inn, þetta gerðist allt á nokkmm augnablikum. Eg taldi mig pottþéttan á að stefna austan við skerið og gáði ekki að mér. Þetta vom bara mis- tök og maður vandar sig betur næst. Var alltaf að róa að eynni Ég fer nú að hugsa hvert bátur- inn fari, hvort hann reki að Pap- eynni eða- eitthvað út í buskann. Það var kassi ofan á vélarhúsinu, sem ég hafði látið útbúa, þar sem ég gat hent fiskinum um leið og ég tæki hann af krókunum og kútt- að hann svo þar. Ég sá hvar kass- ann rak langt fyrir utan og í allt aðra átt en að eynni. Ég var alltaf að róa í áttina að eynni og komst þangað, en náði ekki landi. Ég var margsinnis búinn að reyna en kvik- an henti mér alltaf frá, þangað til ég náði taki á þara og gat svoleið- is togað mig upp í fjöru. Þá stökk ég í land með spotta og dró svo bátinn upp. Þá byijaði ævintýrið að leita að þessum sveitabæ, ég vissi ekkert hvar á eynni hann var. Á það bætt- ist að það var komin niðaþoka. Ég labba og labba, ég veit ekki hvað lengi og er alltaf að sjá hús, en það var þá bara klettur. Þá sný ég við og fer aftur niður í voginn, þar sem ég hafði verið að gera við. Það hljóta að liggja einhveijir slóðar þaðan, hugsaði ég. Ég geng þama í stóran hring og sé þá greinileg för eftir hjól. Ég elti þau og beint á bæinn. Allt læst Þar er þá allt læst með stómm lás. Ég prófaði að banka nokkmm sínum í lásinn með áratolla sem ég fann þama. Þá var farið að skyggja og vasaljósið bilað, og ég leita að einhveiju, þá fínn ég rör- bút sem passaði flott undir hespuna og hún út, svo má bara reka hana inn aftur. Inn komst ég og þá fer ég að hugsa um að hann Tryggvi á Öðlingi væri hérna, þangað sem ég ætlaði. Það gæti alveg eins ver- ið að hann væri að koma siglandi, það væri best að skjóta annarri rakettunni upp. En hún fór sko ekkert út fyrir dyr. Ég skal ekkert fullyrða um hvort hún hafi verið gölluð eða hvað. Mér fínnst mjög Valgeir Sveinsson sýnir Morgunblaðsmönnum hvar bátur hans sökk. Sigurður Gunnlaugsson og Reynir Arnórsson stjórnuðu björgun- ar- og leitaraðgerðum. Hér eru þeir við gúmmíbjörgunarbátinn, sem skilaði Valgeiri heilum á land í Papey. ólíklegt að ég hafi togað í spottann sem á að setja hana af stað. Svo mikið er víst að hún bara sprakk. Þvílíkur darraðardans! Ég fínn strax að það er kviknað í mér, mig byijar að logsvíða í lærið. Litla eld- húsið fylltist af reyk og út komst ég við illan leik, gat ekki stigið í löppina. Ég varð að fara úr gallan- um til að drepa í þessu, en það hafðist. í morgun fór ég upp í vitann og hann var meira að segja harðlæstur með stómm og þykkum lás, þangað gæti enginn leitað sér skjóls. Þetta fínnst mér ekkert sniðiígt, að læsa svona húsum. Það var útvarp þarna og ég heyri í fréttunum í dag að þeir væra búnir að leita í Papey. Ég hugsa, hver andskotinn, þarf ég að dúsa hér í einn, tvo sólarhringa enn. Það er þá eins gott að fara að leita sér að einhverju að éta. Ég vissi að það væri sumarbústaður í víkinni að sunnanverðu og ég hafði séð að í þá átt lágu hjólför. Þangað fer ég og finn bústaðinn og þá var neglt fyrir hurðina. Ég reif spjöldin frá og fer inn, án þess að skemma neitt, svo var ég að hita mér kaffi, þá komu þeir. Eg fann þarna vatn í fötu og, númer eitt, ég fahn þarna sígarettupakka líka og þá slappaði ég af eins og skot. Ég hafði skilið eftir á bænum olíuvél í gangi, þann- ig að ef þeir kæmu þangað, þá sæju þeir að ég hefði ekki farið langt, svo var ég líka alltaf að flauta í flautuna sem fylgdi flot- gallanum. En, sem sagt, þegar ég er að hella á könnuna, þá heyri ég að það er kallað Valgeir! og ég flauta, sé ekki neitt fyrr en allt í e:nu að maðurinn stendur hjá mér, maður sér ekkert í þokunni. Ég v;ldi fá að drekka kaffíð, en þeim lá svo mikið á að það var ekki hægt og ég var drifinn í land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.