Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
Opið hús hjá
Samhjálp
kvenna
SAMHJÁLP kvenna sem er stuðn-
ingshópur kvenna sem gengið
hafa undir aðgerð vegna bijóst-
krabbameins hefur opið hús í húsi
Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð 8, þriðjudaginn 30. október
kl. 20.30.
Valgerður Sigurðardóttir krabba-
meinslæknir flytur erindi um breyt-
ingaskeið kvenna og bijóstkrabba-
mein. Að loknu erindinu verða al-
mennar umræður og kaffiveitingar.
Samhjálp kvenna var stofnuð 1979
og er elsti samstarfshópurinn sem
starfar í tengslum við Krabbameins-
félagið. Allir sem vilja kynnast starf-
semi samtakanna eru hvattir til að
koma á þennan fund.
(Fréttatilk. frá Krabbameinsfélaginu)
Hallgrímssöfnuður heldur upp á 50 ára afmæli um helgina:
Hallgrímskirkja.
og fyrsti prestur Hallgrímssafnaðar
prédikar en prestar Hallgríms-
kirkju, þeir séra Ragnar Fjalar Lár-
usson og séra Karl Sigurbjörnsson
þjóna fyrir altari. Davíð Oddsson
borgarstjóri flytur ávarp. Messufor-
mið verður með sama sniði og allt-
af hefur verið á Hallgrímsdegi í
Hallgrímskirkju og líkist því sem
séra Hallgrímur hefur sjálfur sung-
ið. í tilefni afmælisins verður í
messunni flutt kórverkið Festival
Te Deum eftir breska tónskáldið
Benjamin Britten. Mótettukór
Hallgrímskirkju, Marta Halldórs-
dóttir sópransöngkona og Pavel
Smid orgelleikari flytja verkið und-
iur stjóm organistans Harðar
Áskelssonar. Eiríkur Örn Pálsson
trompetleikari kemur einnig fram.
Eftir messuna verða kaffiveitingar
í safnaðarheimilinu, þasr sem einn-
ig getur að líta ljósmyndasýningu
úr sögu safnaðarins.
Sunnudaginn 28. október verður
guðsþjónustu klukkan 10 sem helg-
ur verður fjölskyldunni. Börn úr
Austurbæjarskólanum taka þátt í
messunni og Bamakór Austurbæj-
arskóla syngur undir stjórn Péturs
Hafþórs Jónssonar.
Eyjólfur Konráð Jóns-
son, alþingismaður,
Brekkugerði 24. 62 ára.
Maki: Guðbjörg Bene-
diktsdóttir.
Guðmundur Magnússon,
starfsmaður Sjálfstæðis-
flokksins, Grænuhlíð 3.
34 ára. Maki: Vaka H.
Hjaltalín.
Ólafur ísleifsson, hag-
fræðingur hjá Seðla-
banka íslands, Berg-
staðarstræti 86. 35 ára.
Maki: Dögg Pálsdóttir.
Sólveig Guðrúu Péturs-
dóttir, lögfræðingur,
Bjarmalandi 18. 38 ára.
Maki: Kristinn Björns-
son.
7,5 milljónir hafa safn-
ast í sjóð til orgelkaupa
Kynnst ótrúlega miklu örlæti, segir framkvæmdastjóri söfnunarinnar
HALLGRIMSSOFNUÐUR held-
ur upp á 50 ára afmæli sitt í
tengslum við norræna barokk-
daga sem eru þessa dagana í
kirkjunni og Norræna húsinu.
Aðalhátíðisdagurinn verður á
laugardag. Þá verður sungin
hefðbundin Hallgrímsmessa. Á
vegum Hallgrímssafnaðar stend-
ur nú yfir söfnun fyrir stóru
pípuorgeli í kirkjuna. Söfnunin
gengur vel að sögn Sigurðar E.
Haraldsson framkvæmdastjóra
hennar. Safnast hafa 7,5 milljón-
ir kr. en áætlað er að orgelið
kosti 60-70 milljónir kr. og að
það verði tilbúið árið 1992.
Orgelsöfnunin hefur staðið í sex
mánuði. Sigurður er við í kirkjunni
hluta úr degi, alla virka daga, og
tekur við framlögum. „Það hefur
verið sérstök upplifun fyrir mig að
vinna við þetta verkefni," sagði Sig-
urður í samtali við Morgunblaðið.
„Ég sit augliti til auglitis við fólk
sem kemur til að gefa peninga til
orgelkaupanna. Ég kynnist ótrú-
lega miklu örlæti og hef séð nýja
hlið á lífínu. Hver dagur kemur á
óvart. Nú síðast skrifuðum við til
allra sóknamefnda landsins og ósk-
uðum eftir stuðningi. Fyrsta svarið
fengum við frá einum fámennasta
söfnuði landsins, Hofssöfnuði í Ör-
æfum, sem ætlar leggja fé í orgel-
sjóðinn til minningar um látna
presta Hofskirkju. Minnsta kirkja
landsins gefurþeirri stærstu,“ sagði
Sigurður.
Sérstök nefnd innan Hallgríms-
safnaðar annast orgelsöfnunina.
Formaður hennar er Hörður Áskels-
son organisti kirkjunnar. Sigurður
sagði að kaupin á þessu stóra org-
eli væri risavaxið verkefni og í það
væri ráðist af miklum stórhug og
bjartsýni, sami andi væri ríkjandi
og við byggingu kirkjunnar sjálfrar.
Pípuorgelið verður smíðað í
Þýskalandi. Þar er hönnun þess að
ljúka. Orgelið verður 25 tonn að
þyngd og verður því komið fyrir
yfir anddyri kirkjunnar. Áætlað er
að smíði þess ljúki um mitt ár 1992.
Kostnaður við smíði þess og upp-
setningu er áætlaður 60-70 milljón-
ir kr. og er markmiðið að safna
þeirri fjárhæð. Á þeim sex mánuð-
um sem söfnunin hefur staðið hafa
safnast' 7,5 milljónir kr. Söfnunin
er þannig skipulögð að fólki gefst
kostur á að kaupa orgelpípur á
2.000 til 100.000 kr. Pípurnar eru
alls 5.200. Sigurður sagði að best
hefði gengið að selja dýrustu
pípurnar og væru þær að verða
uppseldar.
Sigurður sagði að þegar hann fór
að vinna í Hallgrímskirkju við söfn-
unina hefði það komið sér á óvart
hvað margir leggja leið sína í kirkj-
una. í júlímánuði einum hefðu 10
þúsund manns farið upp í tuminn.
Sagði hann að Skólavörðuholtið
væri líklegast fjölsóttasti ferða-
mannastaður borgarinnar. Sagði
Sigurður að frágangur á holtinu
væri ekki boðlegur þessum stað.
Það væri brýnt verkefni fyrir borg-
aryfirvöld að bæta úr.
Fyrsti safnaðarfundur Hallgr-
ímskirkju var haldinn 20. október
1940. Um helgina verður þessara
tímamóta minnst í tengslum við
baraokkdaga á Norðurlöndum sem
Hallgrímskirkja og Norræna húsið
halda. Aðalhátíðisdagurinn verður
á morgun. Þá verður sungin hefð-
bundin Hallgrímsmessa klukkan
14. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
PRÓFKJÖR vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjavíkurkjör-
dæmi við komandi kosningar til Alþingis fara fram í dag og á morg-
un. Frambjóðendur í prófkjörinu eru sautján.
Friðrik Sophusson, al-
þingismaður, Bjarkar-
götu 10. 47 ára. Maki:
Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir.
Hreinn Loftsson, lög-
maður, Flókagötu 69. 34
ára. Maki: Ingibjörg
Kjartansdóttir.
Rannveig Tryggvadótt-
ir, húsmóðir og þýðandi,
Hávallagötu 7. 63 ára.
Maki: Örnólfur Thorlac-
ius.
Þuríður Pálsdóttir, yfir-
kennari Söngskóla
Reykjavíkur, Vatnsholti
10. 63 ára.
Björn Bjarnason, að-
stoðarritstjóri Morgun-
blaðsins, Háuhlíð 14. 45
ára. Maki: Rut Ingólfs-
dóttir.
Guðmundur H. Garðars-
son, alþingismaður,
Stigahlíð 87. 62 ára.
Maki: Ragnheiður Guð-
rún Ásgeirsdóttir.
Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, Lynghaga 5. 42
ára. Maki: Ástríður
Thorarensen.
Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður Sjómann-
afélags Reykjavíkur,
Stuðlaseli 34. 47 ára.
Maki: Hólmfríður María
Óladóttir.
Ingi Björn Albertsson,
alþingismaður,
Brekkubæ 14 a. 37 ára.
Maki: Magdalena Krist-
insdóttir.
Birgir ísleifur Gunnars-
son, alþingismaður,
Fjölnisvegi 15. 54 ára.
Maki: Sonja Backman.
Geir H. Haarde, alþing-
ismaður, Hraunbæ 78.
39 ára. Maki: Inga Jóna
Þórðardóttir
Krislján Guðmundsson,
verksljóri hjá Granda
hf., Holtsgötu 31.45 ára.
Maki: Elsa Baldursdótt-
ir.
Lára Margrét Ragnars-
dóttir, forstöðumaður
Þróunardeildar ríkissp-
ítala, Bakkaseli 27. 43
ára. Maki: Ólafur Grétar
Guðmundsson.