Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 40
4b
PRESSAN
SKIPTIIIM NAFN
OG SKILDI
EFTIR
SKULDAHALANN
FJÁRMÁLAMENN
Á FLÓTTA
Hvar eru þeir nú?
SEXÝ GÆJAR
sem láta konurfá i hnén
NEYÐARKALL FRÁ
LANDSBYGGÐINNI
Sjálfsmorð ungmenna
GULA PRESSAN
og fullt blaö
af slú...
Erla Eyjólfsdótt
ir - Minning
Fædd 29. október 1925
Dáin 20. október 1990
Það er komið haust. Síðustu sól-
argeislar sumarsins hafa kvatt og
haustlitirnir fögru að hverfa. Myrk-
ur og kuldi setjast að í hjörtum
okkar, sem í dag kveðjum yndislega
konu — konu sem var okkur öllum
svo kær, eins og sólargeisli sumars-
ins — björt og hlý.
Þegar vinir manns deyja, deyr
hluti af okkur sjálfum, líf okkar
verður fátækara — yndislegar sam-
verustundir verða ekki fleiri. Tóm
myndast sem ekki verður fyllt.
Nú þegar ég stend andspænis
þeirri sáru staðreynd að verða að
kveðja elskulega mágkonu mína
hinstu kveðju fyllist hugur minn
gremju — af hveiju þurfti hún að
berjast þessari erfiðu baráttu, jafn-
vel hver andardráttur síðustu mán-
uði var barátta. Ójafnt var stríðið
hjá elsku Erlu minni, fleytan henn-
ar svo ógnarlítil en hafið svo óend-
anlegt og straumþungt — með
hveija holskefluna á fætur annarri.
Við ofurefli var að etja, en hart var
barist, uns síðasta holskeflan reið
yfir. Að standa álengdar, lamaður
af skelfingu og horfa á þennan hild-
arleik og geta ekkert aðhafst fyllir
mann gremju — og enn einu sinni
spyijum við — hvenær linnir þessu
stríði gegn þessum ógnþrungnaa,
skelfilega sjúkdómi sem krabba-
meinið er? — Hvenær?
Elskuleg mágkona mín og vin-
kona Erla Eyjólfsdóttir lést á
Landspítalanum laugardaginn 20.
október sl., eftir langt veikindastríð,
og fer útför hennar fram frá Foss-
vogskapellu í dag. Erla var fædd í
Reykjavík 29. október 1925, dóttir
þeirra sæmdarhjóna Eyjólfs E. Jó-
hannssonar rakarameistara frá
Kollabúðum í Barðastrandarsýslu
og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur
frá Miðhúsum á Mýrum. Eyjólfur
rak um áraraðir rakarastofu í
Bankastræti 12, hér í Reykjavík og
muna hann eflaust flestir borgarbú-
ar sem komnir eru á seinni hluta
æviskeiðs.
Fljótlega eftir að böm þeirra
Eyjólfs og Þórunnar fæddust réðust
þau í að byggja sér stórt og fallegt
hús á Sólvallagötu 20 hér í borg.
Þar átti Erla sín bemsku- og æsku-
ár og ólst hún upp í hópi glaðværra
systkina og faðmi ástríkra foreldra.
Alls urðu börn Eyjólfs og Þómnnar
sex að tölu. Elst var Helga Unnur
sem lést 1948. Hún var gift Mark-
úsi Eiríkssyni. Næstelst er Gyða
gift Georg Jónssyni blikksmíða-
meistara, síðan Svana gift Gísla
Jóh. Sigurðssyni rafvirkjameistara
o g yngst af systrunum var svo Erla.
Bræðurnir vom svo tveir, Trausti
rakarameistari kvæntur Grétu
Finnbogadóttur og yngstur var svo
Bragi kvæntur undirritaðri, en hann
lést árið 1977.
Enn er höggvið skarð í systkina-
hópinn, í dag kveðja eftirlifandi
systkini yngstu systur sína með
sárum trega.
Ung giftist Erla Magnúsi Þor-
lákssyni bifvélavirkja og eignuðust
þau saman þijá syni. Ekki naut
hans lengi við, hann veiktist af
krabbameini og dó aðeins 28 ára
gamall. Þá stóð Erla ein uppi með
drengina sína 4ra, 5 og 8 ára
gamla. Þá kom best í ljós hveijum
kostum Erla var búin — hörkudug-
leg og ákveðin í að sjá sér og drengj-
unum sínum farborða. Nokkm
seinna kynnist Erla Emil Guð-
mundssyni bifreiðastjóra og stofn-
uðu þau heimili og bjuggu saman
í yfir 20 ár, og saman áttu þau
einn son, svo nú voru drengirnir
hennar Erlu orðnir fjórir. Emil lést
árið 1978.
Þegar ég kynntist Erlu var ég
mjög ung og trúlofuð yngri bróður
hennar, og laðaðist ég strax að
þessari tilvonandi mágkonu minni.
Erla var þá nýgift og elsti sonurinn
fæddur. Erla var einstaklega
skemmtileg ung kona. Frásagnar-
snilld og kímnigáfa hennar var með
ólíkindum, hún sagði svo skemmti-
lega frá. Hversdagslega atburði
færði hún í svo skemmtilegan bún-
ing að allir löðuðust að henni —
alltaf gat hún fengið alla til að hlæja
og var alltaf hrókur alls fagnaðar.
Til Erlu var alltaf gott að koma,
alltaf gat hún gefið ungri mágkonu
sinni góð ráð. Á þessum árum var
hún mér sem besti húsmæðraskóli.
Strax áttum við saman margar
yndislegar stundir. Gönguferðir um
bæinn með ungana okkar, glödd-
umst saman þegar fyrsta tönnin
kom í litla munna eða fyrstu skref-
in stigin á litlum fótum. Já, þá var
gaman að vera til' og vita ekki af
sláttumanninum skæða á næsta
leiti. — Ský dregur fyrir sólu —
ástvinur deyr. Þá var grátið saman.
Nú hefst erfiður kafli í lífí Erlu.
Nú kemur gleggst í ljós hveijum
kostum hún var búin. í vöggugjöf
hlaut hún alla þá kosti sem eina
konu geta prýtt. Erla var greind
kona — og hamhleypa til allra verka
— hugurinn fijór — og allt lék í
höndum hennar, sama hvort það
voru kjólarnir sem hún saumaði
bæði á sjálfa sig og aðra eða fal-
legu drengjafötin og peysurnar sem
hún pijónaði, allt varð þetta að
listaverkum í höndum hennár. Erla
var með afbrigðum hlý og tilfinn-
ingarík kona, mátti aldrei neitt
aumt sjá — alltaf veitandi af visku
sinni og reynslu. Erla var glæsileg
kona og hreifst af öllu því sem fag-
ur er. Tónlistin var hennar hugðar-
efni og hafði hún mjög næmt tón-
eyra. Oft vöknaði henni um augu
þegar hún heyrði fallega tónlist, og
sjáif hafði hún fallega söngrödd.
Erfíðar stundir í lífi Erlu fóru
ekki framhjá neinum sem næstir
stóðu, en aldrei var kvartað, aðeins
brosað gegnum tár. Þá kom sér vel
góða skapið — þolinmæðin og létta
lundin. Er Erla átti líka margar
hamingjustundir. Erla átti alltaf
fallegt heimili og þangað þótti öllum
gott að koma. Oft var glatt á hjalla,
og veisluborðunum hennar Erlu
gleymir enginn. En mesta hamingj-
an í lífi Erlu voru synirnir fjórir.
Hún var drengjunum einstaklega
góð móðir, studdi við bakið á þeim
gegnum öldur unglingsára, gaf holl
og góð ráð, hlýju og skilning sem
hefur skilað sér vel, því allir eru
synir hennar hörkuduglegir og hafa
komið sér vel áfram, og hún var
svo stolt af þeim. Síðan komu
tengdadæturnar hver af annarri og
tók Erla þeim sem eigin dætrum —
það var svo gott að fá loksins stelp-
ur í fjölskylduna.
Eins og áður er sagt eru synir
Erlu fjórir. Elstur er Viðar Magnús-
son bifreiðastjóri, fæddur 1946,
. kvæntur Bettý Guðmundsdóttur og
eiga þau þijú böm og eina dóttur
hafði Viðar átt áður. Næstelstur
er Reynir Magnússon blikksmíða-
meistari, fæddur 1949, kvæntur
Magneu Aradóttur og eiga þau þijú
börn, og þriðji í röðinni er ívar
Magnússon bifreiðastjóri, fæddur
1950, kvæntur Sigrúnu Kjærnested
og eiga þau tvö börn. Yngstur er
svo Smári Emilsson verslunarmað-
ur, fæddur 1956, kvæntur Nönnu
Magnúsdóttur og eiga þau einnig
tvö böm.
Samband Erlu við synina og
tengdadæturnar var alltaf mjög
kært og daglegt samband á milli.
Alla tíð sýndu þau Erlu einstaka
umhyggju og kærleika. Eftir að
Erla veiktist og gat ekki lengur
verið ein var aðdáunarvert að sjá
hvemig þau tóku öll höndum saman
og stóðu vörð um velferð hennar.
Allt var gert til að henni gæti liðið
sem best. Heimilunum var breytt
og húsgögnin færð til svo hún
gæti sem allra lengst verið hjá þeim
og notið ástúðar þeirra og um-
hyggju. Og barnabörnin sem henni
þótti svo vænt um lágu heldur ekki
á liði sínu og gerðu allt sem þau
gátu til að létta undir með ömmu
sinni.
En nú er komið að kveðjustund.
Sorg víkur fyrir þakklæti. Ég vil
þakka þau forréttindi sem mér
hlotnuðust að fá að eiga Erlu áð
vini öll þessi ár. Ég þakka henni
allt sem hún var mér og börnunum
mínum alla tíð og ekki síst þegar
við áttum um sárt að binda — þá
t
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN SCHEVING JÓNSDÓTTIR,
Skálagerði 15,
lést á Landspítalanum 24. október.
Ágúst Friðriksson,
Sigríður Jóna Friðriksdóttir,
Erla Friðriksdóttir.
t
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR,
Klettahrauni 17,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu miðvikudagin 24. október.
Erna Árnadóttir
og systkini hinnar látnu.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur,
MAGNÚS J. KRISTINSSON
rafmagnseftirlitsmaður,
lést á Landspítalanum 24. október.
Svala E. Waage,
Margrét H. Magnúsdóttir, Gunnlaug J. Magnúsdóttir,
Kristín P. Magnúsdóttir, Magnús J. Magnússon,
Ingi K. Magnússon,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
var hún okkur sannkallaður gleði-
gjafí. Ég þakka elsku Erlu minni
skemmtilega samfylgd gegnum
tíðina og bið Guð að geyma hana
þar til við hittumst aftur.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðlaug Marteinsdóttir
Erla Eyjólfs dó í dag.
Þessi skilaboð fengum við til
Svíþjóðar þar sem við erum staddar
og allt í einu fannst okkur við vera
svo langt í burtu.
Okkar fyrstu kynni af Erlu Eyj-
ólfs, eins og við kölluðum hana, var
í Nesti þar sem hún vann í rúm 16
ár. Hún var okkar stoð og stytta á
Ártúnshöfðanum. Við vissum alltaf
að ef Erla var til staðar þá þurftum
við ekki að hafa áhyggjur af staðn-
um, enda var hún oft kölluð andar-
mamma bæði af starfsfólki og okk-
ur á skrifstofunni.
En svo veiktist Erla og var frá
vinnu í nokkurn tíma og þá sáum
við hversu mikið vantaði þegar hún
var ekki til staðar.
Allt í einu voru starfsstúlkurnar
mömmulausar og ráðþrota þegar
eitthvað óvænt kom uppá, eitthvað
sem Erla ávallt leysti án nokkurra
vandræða. Enda kannast allar
starfsstúlkur Nestis, sem starfað
hafa við hlið hennar, við viðkvæðið:
„Æ, hún Erla veit það,“ eða: „Hún
Erla kann þetta.“
Við fengum Erlu til baka og
þvílíkur léttir fyrir alla og hana
sjálfa, en vegna sjúkdómsins vann
hún styttri og styttri vinnutíma, en
við vorum þakklát fyrir hvem tíma
sem við höfðum hana við okkar hlið.
En að lokum varð hún að hætta
störfum og við vitum að það var
jafn sárt fyrir hana eins og okkur,
því hún gaf svo mikið af sér, bæði
fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess,
og hún hafði yndi af því.
Nú kveðjum við Erlu Eyjólfs í
hinsta sinn, hún fékk loks frið eftir
þessa hörður baráttu og með þess-
um fábrotnu orðum viljum við
þakka henni fyrir þessi yndislegu
kynni og þau ár sem við þekktumst.
Fjölskyldu Erlu sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðju.
Jenný og Sigga.
Laugardaginn 20. október and-
aðist á Landspítalanum ástkær vin-
ur okkar, Erla Eyjólfsdóttir, og mun
hennar verða sárt saknað.
Ég kynntist Erlu fyrst sem vinnu-
félaga sem þróaðist í náið vináttu-
samband sem stóð til dauðadags.
Við minnumst Erlu fyrir glaðværð
hennar og lífsgleði. Oft áttum við
skemmtilegar stundir saman í leik
og starfí.
Ávallt var hún einlæg og hlýleg
í okkar garð, og munum við minn-
ast hennar fyrir sérstaklega sterkan
og skemmtilegan persónuleika, sem
bar með sér lífsgleði og styrk sem
gerði það að verkum að upplífgandi
var að eiga stundir með henni. Erla
var ein af þeim sem naut þess að
samgleðjast öðrum og sýndi ein-
læga umhyggju fyrir náunganum.
Aldrei heimsóttum við Erlu
öðruvísi en að fljótlega bærist til
okkar ilmur af pönnukökum eða
vöfflum og öðru góðgæti.
í hvert sinn sem Erla heimsótti
okkur kom hún færandi hendi með
einhvern smá glaðning.
Fljótlega myndaðist svo mikill
vinskapur að hún var sem ein af
fjölskyldunni. Við munum minnast
þess hve hlýjan hug hún bar til
dóttur okkar því aldrei kom það
fyrir að hún gleymdi afmælisdegi
eða öðrum merkisdögum.
Við munum ávallt minnast henn-
ar sem okkar besta vinar og verður
hennar skarð vandfyllt.
Og óskum við þess að eftir erfið
veikindi muni hún fínna hvíld og
frið. Við sendum Viðari, Reyni,
ívari og Smára og fjölskyldum
þeirra hjartanlegar samúðarkveðj-
ur.
Kata, Gilli og Henný.
Kveðja frá Nesti hf.
Mikil ágætiskona, Erla Eyjólfs-
dóttir starfsmaður Nestis hf., lést
sl. laugardag rétt tæplega 65 ára