Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990 Fjárlagafrumvarpið ef til vill,, kosiiingafmmvarp ‘ ‘ - sagði fjármálaráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpinu í sameinuðu þingi FJARMALARÁÐHERRA, Ólafur Ragnar Grímsson, mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga í sameinuðu þingi í gær. Hann sagði ánægju- legt að skilningur á mikilvægi ríkisfjármálanna hefði aukist og fór síðan nokkrum orðum um ríkisfjármálin og efnahagsstefn- una síðustu tvö ár og taldi árang- urinn umtalsverðan. Verðbólga og vextir lækkað, atvinnuleysi forðað o.s.frv. Ráðherrann sneri sér nú að því að lýsa markmiðum frumvarpsins fyrir næstkomandi ár sem hann sagði ekki bera svip „kosningafjárlaga" heldur ætlað að vera homsteinn stöð- ugleika í efnahagslífinu. Halli ríkis- sjóðs færi áfram minnkandi, sam- kvæmt frumvarpinu um 1% af lands- framleiðslu samanborið við 1,5% í ár. Lánsfjárþörf ríkissjóðs minnkaði úr 1,9% í ár niður í 1,3%, og að því væri stefnt að fullnægja allri láns- íjárþörf ríkissjóðs innanlands. Tekjur ríkissjóðs heldust svipaðar að raun- gildi en lækkuðu lítillega sem hlut- fall af landsframleiðslu úr 27,6% í 27,4% Á hinn bóginn lækkuðu út- gjöld um 1.1% að raungildi; úr 29,1% af landsframleiðslunni í 28,4% Ólafur Ragnar fór nokkrum orðum um forsendur frumvarpsins. Ekki væri gert ráð fyrir áhrifum af bygg- ingu álvers enda kæmu þau ekki fram fyrr en síðar. I forsendum væri gert ráð fyrir lítillegri aukningu landsframleiðslu um 1,5% Verðbólga innanlands áætluð um 7% en 5% er- lendis. Ráðherrann fór nokkrum orð- um um olíuverðið en gert er ráð fyr- ir 26 dollara meðalverði. Forsendur frumvarpsins fela í sér nokkra hækk- un raungengis krónunnar, 1,5-2% sem fengi staðist þó að ti! lengdar gengi ekki að verðbólga væri hærri hér á landi en annars staðar. Heildartekjur frumvarpsins eru áætlaðar 99,6 milljarðar, lækka lítllega sem hlutfall landsframleiðslu úr 27,6% í 27,4% Útgjöldin verða 103,3 milljarðar, lækka um 1,1% sem hlutfall landsframleiðslu, eru í ár 29,1% en verða 28,4% Samneyslan eykst um 0,5% en aðrir liðir dragast saman, einkum íjárfesting. Lánsijárþörfin verður um 4,7 milljarðar eða 1,3% af landsfram- leiðslunni en árið 1989 var hún 2,6% Fjármálaráðherra þótti ekki síður til um að innlend Ijármögnun ykist úr 20% árið 1988 í rúmlega 100% í ár, þar eð stefnt væri að því að taka innlend lán til að borga erlendar af- borganir. Tekjur voru nokkrar framtaldar. Gert er ráð fyrir því að sameina fimm launatengd gjöld í eitt trygginga- gjald. Gjöld atvinnurekstrarins munu við þessar breytingar hækka um 0,5% eða um 800 milljónir. Ólafur Ragnar sagði ýmsar breytingar á tekjuskattlagninu fyrirtækja vera í athugun, breikkun skattstofns og fækkun frádráttarliða, á móti kæmi Isekkun á skattahlutfalli. Um tekju- skatt einstaklinga hafði hann þau orð að auka jöfnunarhlutverk hans með húsaleigubótum og tekjuviðmið- un barnabóta. Stefnt er að því að þessum athugunum verði lokið fyrir afgreiðslu fjárlaganna. Fjármálaráð- herra boðaði einnig tillögur um nýtt hátekjuþrep í tekjuskattinum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Vita- og hafnamálastofnun hafi um 560 milljóna króna sértekjur með hafnar- gjaldi. Fjármálaráðherra boðaði einn- ig skatt á fjármagnstekjur þótt ekki væri nú fyrir þeim ráð gert. Fjár- málaráðherrann sagði skattahlutfall- ið lækka sem hlutfall landsfram- leiðslunnar úr 27,6% í 27,4%. Útgjöid ríkissjóðs dragast saman um 1,1% að raungildi. Um 40% heild- arútgjalda eru launa- og rekstrarút- gjöld og er áætlað að þau verði 2% lægri að raungildi en árið 1988. Svo- nefndar tilfærslur, bótagreiðslur al- mannatryggingakerfísins, framlög úr ríkissjóði til sjóða og atvinnuvega og niðurgreiðslna búvara, hafa auk- ist mikið undanfarin ár en 1991 munu þessar tilfærslur dragast sam- an, einkum framlög til sjóða og at- vinnuvega. Af máli ráðherra mátti þó ráða að menntakerfið, heilsugæsl- an og fatlaðir nytu nokkurrar aukn- ingar. OECD-ráðstefna Ólafur talaði um lánamál ríkisins. Heildarlánsijárþörfm er áætluð 11,7 milljarðar. Áf því fara 3,7 í að fjár- magna rekstrarhallann. Hrein skuldastaða þjóðarbúsins er áætluð 48% af landsframleiðslu í ár en er áætluð 46% á næsta ári. Inn- lend lántaka ríkissjóðs mun ekki leiða til hækkunar vaxta, nema veruleg aukning verði á lánsfjárþörf fyrir- tækja sem ekki er gert ráð fyrir. Það gæti þó sett strik í reikninginn ef framboð á húsbréfum yrði meira en ráðgert væri. „Gífurlegur vandi“ nokkurra sjóða var gerður að umtalsefni, sérstak- lega Byggingarsjóðs ríkisins, Bygg- ingarsjóðs verkamanna, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Atvinnuleys- istryggingasjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisinST' Fjármálaráð- herra sagði að sá vandi væri ekki leystur í þessum fjárlögum heldur yrði eitt af meginverkefnum ríkis- stjórna næstu kjörtímabila. Ólafur Ragnar sneri máli sínu að lokum til framtíðarverkefna, m.a. umbóta í skattamálum og sagði skatthlutfallið á íslandi ekki hátt. Hann vitnaði í tölur OECD og boð- aði m.a. ráðstefnu með sérfræðing- um stofnunarinnar næstkomandi febrúar þar sem tækifæri myndu gefast til að ræða nánar staðreyndir í skattamálum og fræðast um saman- burðaraðferðir. Sjálfstæðismönnum var boðið. Hann fór m.a. nokkrum orðum um að þeir sem vildu niðurskurð skyldu benda nákvæmlega á þá liði sem þeir vildu skera niður. Hann sagði einnig ljóst að skipulagsbreytingar í atvinnulífínu og ríkiskerfinu væru lykillinn að því að hafa taumhald á aukningu ríkisútgjalda og nefndi nokkur atriði s.s. aukið sjálfstæði og ábyrgð stofnana, endurskipulagn- ingu á starfí ijárveitingamefndar sem yrði að fjárlaganefnd en fag- nefndir þingsins íjalli nánar um þá þætti íjárlaganna sem að þeim sneru. Og skýrari aðskilnaður verði gerður milli Iöggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins. I ræðulok kom fram að ráðherrann taldi fjármálastjórnina nokkuð góða og sagði það gamla áróðurstuggu hægrimanna að vinstriöflum væri ekki treystandi í rekstri. Ólafur Ragnar dró nokkuð í land og sagði að ef til vill væri frumvarpið þrátt fyrir allt „kosningafrumvarp"; það væri það í þeim skilningi að það endurspeglaði efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar sem nú hefði leitt til tímamóta í íslensku efnahagslífi. Fjármálaráðherra lagði til að frumvarpinu yrði vísað til annarrar umræðu og fjárveitingnefndar. Glansumbúðir Pálmi Jónsson (S/Nv) líkti frum- varpinu við leikþátt, ríkisfjármálin vafín inn í glanspappír. Betri horfur mætti þakka því að aðilar vinnu- markaðarins hefðu mótað nýjan efnahagsgrundvöll, þjóðarsátt. Pálmi sagði að þrátt fyrir allt spái ríkisstjómin 2,25% atvinnuleysi. Pálmi fann að ýmsu, m.a. að frum- varpið væri lagt fram með 3,7 millj- arða halla. Skattar hefðu farið hækk- andi. A næsta ári yrði hækkun á tekjuskatti einstaklinga og fyrir- tækja, og hækkun launatengdra gjalda í hinu nýja tryggingargjaldi. Umsvif ríkiskerfisins yxu enn og launaútgjöld frumvarpsins sýndust tákna fjölgun ríkisstarfsmanna um fjögur hundruð á næsta ári. Hann Ólafur Ragnar Grímsson Pálmi Jónsson Alexander Stefánsson benti einnig á vanda mikilvægra sjóð- anna. Pálmi Jónsson sagði fjármálaráð- herra hafa undanfarin ár ausið fé á báðar hendur. Hann sagði saman- burð fjármálaráðherra á tekjum og útgjöldum milli ára afar vafasaman því reynslan sýndi að þær tölur hækkuðu á árinu. Það vakti sérstaka athygli hans að tekjuskattar hækka um 20,6% og launatengdu gjöldin sem yrðu sameinuð í tryggingaiðn- gjaldinu hækkuðu um 34%. Pálmi velti nokkuð fyrir sér útfærslu þessa gjalds og innti ráðherrann nánar eft- ir. Og af annarri skattaaukningu mætti nefna hafnarskattinn, 560 milljónir. Pálmi sagði þessa stefnu ógæfulega, skatturinn legðist á not- endur, þ.e.a.s. fiskiskip og vöruflutn- inga og hlyti að leggjast á atvinnulíf- ið og á vöruverð. Pálmi sagði m.a. að eyðslan í ríkiskerfinu hefði aukist mest hjá ráðherrunum sjálfum „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Til að draga úr aukn- ingu ríkisútgjalda, benti hann á for- dæmi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd sem hefðu ekki flutt eina einustu tillögu til hækkun- ar á útgjöldum ríkisins. Ræðumaður tók sem dæmi um skattahörku ríkis- stjórnarinnar að hún ætlaðist til þess að ríkissjóður skili ekki 95 milljónum af sóknargjöldum sem það innheimti fyrir kirkjuna. Pálmi Jónsson sagði fjárlagafrum- varpið boða vanda sem væri vísað til framtíðar. Gífurleg skuldabyrði hefði safnast fyrir. Ríkisstjórnin hefði það vinnulag að greiða út lög- boðin gjöld með skuldabréfum sem koma til gjalda eftir að hún sé farin frá. Þýðingarmiklir sjóðir, s.s. hús- næðissjóðirnir, hefðu verið svo van- ræktir að þeir ætu nú upp sitt eigið fé. Að endingu sagði ræðumaður tal fjármálaráðherra um sparnað og byltingu í fjármálum ríkisins hefðu reynst orðin tóm og að sparnað væri síst að finna í ráðuneyti og aðalskrif- stofu fjármálaráðherrans. Sú með- ferð fjármuna og þenslustefna sem þar ríkti væri meðal þeirra orsaka sem réðu því að ríkisstjórnin hefði gefíst endanlega upp við að ná tökum á stjórn ríkisijármála. Óskiljanlegt hafnargjald Alexander Stefánsson (F/Vl) * hnýtti nokkuð í fjármálaráðherra fyrir að hafa litað mál sitt um of með póltísku ívafí. En tók undir að frumvarpinu væri ætlað að innsigla árangur síðustu tveggja ára sem hann rakti í nokkru máli og taldi góðan. Hann sagði aðhald í rekstrin- um aldrei hafa verið eins sýnilegt en saknaði þess að fjármálaráðherra hefði ekki gert mikilvægi aukins sparnaðar ítarlegri skil. í máli ræðu- manns kom einnig fram að nokkur atriði í frumvarpinu þyrfti að skoða nánar, t.d. saknaði Alexander nokk- urra milljóna í uppgjöri milli ríkis og sveitarfélaga. Hann viðurkendi að hafnagjaldið skildi hann ekki. Ræðu- maður gagnrýndi einnig hvernig væri staðið að ýmsum opinberum framkvæmdum sem reyndust dýrari en upphaflega væri ætlað og nefndi Þjóðarbókhlöðu og Þjóðminjasafn í því sambandi. Alexander minntist starfa sinna í fjárveitinganefnd og taldi eðlilegt að auka framlag til byggðasjóðs. Hann lýsti stuðningi við frumvarpið en áskyldi sér rétt til að skoða nánar. Málmfríður Sigurðardóttir (SK/Ne) gaf lítið út á grjóthleðslu fjármálaráðherra, einkum hornstein- inn, fjárlagafrumvarpið. Hún fór m.a. nokkrum orðum um ástandið í þjóðfélaginu og taldi þar margt mega betur fara undir þjóðarsátt. Hún ját- aði einnig að hún skildi ekki hafnar- gjaldið frekar en fyrri ræðumaður. Forsendur frumvarpsins taldi hún vera of bjartsýnar og of mikið um lausa enda. Að lokum gaf hún nokkr- ar ráðleggingar um sparnað í ríkis- rekstri, t.a.m. að segja upp blaða- áskriftum. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) gagnrýndi málflutning Kvennalist- ans og kvaðst undrast að nokkur maður gæti sagt að íslendingar lifðu við hungurmörkin, það væri fráleitt, hins vegar vildu margir trúa því að þeir hefðu það slæmt. Varhugavert væri að kynda undir sjálfsblekking- arhvöt íslendinga með þessum hætti. Kvennalistanum hefði í þrígang boð- ist að taka þátt í ríkisstjórnarsam- starfi, en ávallt hafnað. „Lifí einhver á hungurmörkum hér á landi þá er það Kvennalistinn sem lifir á pólitísk- um hungurmörkum," sagði Sighvat- ur. Þá ræddi hann um þær aðstæður sem ríktu er núverandi ríkisstjórn tók við völdum og umskiptin sem orðið hefðu til batnaðar, m.a. í atvinnumál- um, og einnig hefði innlendur sparn- aður aukist mjög, þannig að erlendar lántökur hafa minnkað. Einnig nefndi Sighvatur að launafólk hefði orðið að sætta sig við 15% kaupmátt- arskerðingu, það hefði launafólk aldrei gert nema vegna þess að það treysti stjómvöldum til að ná ár- angri í stjóm efnahagsmála. Guttormur Einarsson (B/Rv) ræddi um þá auðlind sem í æsku landsins væri fólgin og sagði að ekki væri hægt að skera niður fé til menntunar og margskonar rann- sóknarstofnana, því þar væru mögu- leikar í framtíðinni að skapa störf fyrir ungt fólk. Atgervisflótti blasti við yrði ekki spyrnt við fótum og fjárveitingar auknar m.a. til rann- sókna. Styður félagsmálaráðherra fjárlagafrumvarpið? Geir H. Haarde (S/Rv) lagði fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra. Hann spurði með hvaða hætti ráð- herra hyggðist bregðast við fyrirætl- an félagsmálaráðherra um að flytja í eigin nafni breytingartillögur við liði fjárlagafrumlagsins sem lúta að opinberum byggingarsjóðum. Þá spurðist Geir fyrir um á hvem hátt fjármálaráðherra ætlaði að leysa íjárhagsvanda Byggingasjóðs ríkis- ins og einnig spurði hann íjármála- ráðherra hvort hann myndi beita sér fyrir því að samþykkt flokksþings Álþýðuflokksins um fjárframlög til byggingasjóðanna 1991 nái fram að ganga og hvort til greina kæmi að skerða framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna til samræmis við aukin framlög til byggingasjóð- anna. Einnig beindi Geir fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra og spurði hvort hún styddi fjárlagafrumvarp ríkisstjóm- arinnar. Geir gerði hinn mikla vanda byggingasjóðanna að umtalsefni, sagði að ljóst væri að um þennan mikla vanda hefðu menn lengi vitað, án- þess að taka á honum, það hefði verið trassað úr hófi. Hreggviður ’ Jónsson (S/Rn) tók næst til máls og ræddi um háa skatt- byrði almennings í landinu og síaukn- ar álögur, en hér á landi væri greidd- ur hærri eignarskattur en tíðkaðist annars staðar í heiminum. Viss ágreiningur uppi, sem eflaust finnst lausn á Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í svari við fyrir- spurn Geirs H. Haarde að viss ágreiningur væri uppi vegna bygg- ingasjóðanna í fjárlagafrumvarpinu og hún áskildi sér allan rétt til að leita viðunandi lausnar þar á. Sagð- ist hún ekki hafa ástæður til að ætla annað en að sú lausn fyndist. Félags- málaráðherra minnist á minnisblað frá því í febrúar á árinu 1986, sem hún sagði að unnið hefði verið fyrir þáverandi fjármálaráðherra, en þar kæmu fram skuggalegar tölur um hver afdrif húsnæðiskerfísins sem þá var við lýði yrðu. Sér vitanlega hefðu þær tölur sem þar birtust aldr- ei komið til umfjöllunar á Alþingi. Það væri alvarlegur hlutur ef þáver- andi fjármálaráðherra hefði leynt Alþingi þessum upplýsingum. Einnig kvað hún fróðlegt að vita hver af- staða Sjálfstæðisflokksins væri til húsnæðiskerfisins frá árinu 1986 og hvort flokkurinn vildi viðhalda því kerfi, slík afstaða hefði aldrei komið fram. Næstur tók til máls Geir H. Haarde (S/Rv) og kvað hann fulla ástæðu til að óska eftir utandag- skrárumræðu um húsnæðismálin. Hann sagðist ekki kannast við minn- isblað það sem félagsmálaráðherra hefði minnst á í ræðu sinni, en það væri hms vegar nýmæli í þinginu að félagsmálaráðherra styddi ekki fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ellert Eiríksson (S/RN) ræddi m.a. um skattamál og sagði skatta á íslandi háa og kvaðst vona að þeir myndu ekki hækka meir. Hann fagn- aði ráðstefnu þeirri sem fjármálaráð- herra boðaði með sérfræðingum frá OECD um skattamál og sagðist ætla að koma þar til að fræðast um skattamál í OECD-ríkjunum. Síðastur tók fjármálaráðherra til máls og sagði það ekki rétt að núver- andi ríkisstjórn hefði skilið eftir sig ýmis sjóðavandamál, heldur væri þarna um að ræða 10-15 ára gamlan vanda. Ýmis aukinn kostnaður ríkis- ins á síðustu árum sagði hann tengj- ast margskonar breytingum sem orð- ið hefðu í þjóðfélaginu m.a. í kjölfar breytinga á lógum um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Áhersla væri á það lögð að svéitarfélögin gætu í auknum mæli tekið að sér ýmsa málaflokka og kæmu þá til auknir tekjustofnar á móti. Varðandi fyrirspurnir Geirs H. Haarde kvað fjármálaráðherra gef- ast betra taekifæri til að svara þeim í utandagskrárumræðum sem þing- maðurinn hefði óskað eftir. Hann sagðist ekki telja að þó félagsmála- ráðherra gerði fyrirvara á varðandi byggingasjóðina í fjárlagafrumvarp- inu jafngilti það ekki því að hann styddi ekki frumvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.