Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. OKTOBER 1990
Kjarasamning-
ar undirmanna
á fiskiskip-
um enn lausir
Kjarasamningar undirmanna
á fiskiskipum hafa verið lausir
frá áramótum. „Við ætlum að
bíða og sjá til hvernig atkvæða-
greiðsla um kjarasamning yfir-
manna á fiskiskipum fer,“ segir
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambands Islands.
Samningar tókust 20. október
síðastliðinn á milli Farmanna- og
fískimannasambands íslands og
Landssambands íslenskra útvegs-
manna um kjör yfirmanna á físki-
skipum. Atkvæðagreiðslu um
samninginn á að vera lokið á há-
degi 2. nóvember næstkomandi en
FFSÍ hafði boðað verkfall yfír-
manna á fiskiskipum 20. nóvember.
Einfaldur meirihluti ræður úrslit-
um í atkvæðagreiðslunni, að sögn
Benedikts Valssonar hjá Far-
manna- og fiskimannasambandi Is-
lands. „Talning í atkvæðagreiðsl-
unni hefst klukkan 12 á hádegi
laugardaginn 3. nóvember, að öllum
líkindum hjá ríkissáttasemjara, og
úrslit eiga að liggja fyrir klukkan
16 sama dag,“ segir Benedikt.
■ ÞAR SEM komið hefur í ljós
að nýlegar breytingar á þjónustu
SVR við Breiðholtsbúa hafa valdið
sumum íbúum við Arnarbakka
óþægindum, hefur verið ákveðið að
frá og með föstud. 26.október nk.
mun Leið 14: Lækjatorg-Sel
(hraðferð) aka rangsælis um Arn-
arbakka árdegis á leið til miðborg-
arinnar en réttsælis síðdegis á leið
í Seljahverfí frá kl. 13.05 frá Lækj-
artorgi. Kvöld- og helgarakstur
leiðar 14 um Arnarbakka verður
óbreyttur frá því sem verið hefur.
(Fréttatilkynning)
Polarn&Pyref
KRINGLUNNI 8—12. SÍMI 681822. OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00. OG LAUGARD. KL. 10:00-16:00
Tvær sýningar hefj-
ast á Kjarvalsstöðum
TVÆR sýningar hefjast að
Kjarvalsstöðum á morgun, laug-
ardag. í austursal verður sýnd
list inúíta á vegum menningar-
málanefndar Reykjavíkur og
Menningarstofnunar Banda-
Gísli Sig-
urðsson
enn í Kúvæt
GISLI Sigurðsson læknir er að
líkindum enn í Kúvæt, að sögn
Finnboga Rúts Arnarsonar í ut-
anríkisráðuneytinu. Búist er við
því að Gísli haldi fljótlega frá
Kúvæt til Bagdad; utanríkisráðu-
neytið hefur reynt að koma boð-
um þess efnis til Gísla að hann
skuli reyna það i von um að auð-
veldara verði að fá brottfarar-
leyfi honum til handa.
Öll boðskipti við Kúvæt eru í
lamasessi, hvorki póst- né síma-
þjónusta virkar. Finnbogi segir að
reynt hafí verið að koma boðum til
Gísla með Jórdönum og Palestínu-
mönnum sem erindi eigi til Kúvæt
en liðið geti tíu dagar þar til fregn-
ir berist af því hvort Gísli fái yfir-
leitt skilaboðin. Síðustu áreiðanlegu
fréttirnar af Gísla hafi verið þær
að hann hygðist senn reyna að kom-
ast á brott en ekkert er nánar vitað
um aðstæður hans.
Fimm Finnar komu til Helsinki
á þriðjudagskvöld frá írak og sænsk
stjórnvöld sögðu, að írakar hefðu
lofað að sleppa fímm af 80 sænsk-
um gíslum úr haldi.
■ LAUGARDAGINN 27. októ-
ber verður samkoma í Risinu,
Borgartúni 32, áður Klúbburinn,
á vegum Félags Snæfells- og
Hnappadalssýslu í Reykjavík. Sam-
koman hefst með félagsvist kl.
20.30. Snæfellingakórinn í
Reykjavík syngur nokkur létt lög
og dansað verður fram á nótt. Starf
kórsins er mjög öflugt og kórinn
gerði meðal annars góða ferð til
Noregs á síðasta sumri. Einnig tók
kórinn þátt í M-hátíð á Breiðabliki
í sumar. Kórinn verður með jólatón-
leika 16. desember í Áskirkju og
eftir tónleika verður jólakaffí.
Stjórnandi kórsins er Friðrik
Kristinsson úr Stykkishólmi. Árs-
hátíð félagsins verður 9. febrúar í
Goðheimum, Sigtúni 3. Þá hefur
félagið staðið fyrir ferðum á sólar-
strendur á undanförnum árum og
nú á haustdögum hefur hópur fé-
laga sótt sér sumarauka á suðræn-
ar slóðir. Formaður félagsins er
Bogi Jóhann Bjarnason.
Grá ullarpeysa med
dökkbláu, vínraudu ogljósu
munstri í stardum S-XL.
Verd kr. 5.990,-
Vínraudur buxur úr
ullarblöndu í stardum 36-44.
Verðkr. 7.900,-
ríkjanna og í vestursal sýnir
Brynhildur Þorgeirsdóttir
skúlptúra.
Brynhijdur Þorgeirsdóttir
stundaði nám við Myndlista- og
hand'iðaskólann í Reykjavík frá
1974-1978 en hélt síðan til fram-
haldsnáms í Hollandi, þaðan til
starfa í Svíþjóð og síðan til náms
i Bandaríkjunum þar sem hún
hefur verið búsett að mestu síðast-
liðmn áratug.
í fréttatilkynningu frá Lista-
safni Reykjavíkur segir að Bryn-
hildur hafí markað sér persónuleg
braut innan skúlptúrsins sem
byggist umfram allt á efninu
(gleri, steypu, járni), sögunni og
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Brynhildur Þorgeirsdóttir við nokkur verka sinna.
tengslum hennar við náttúruna.
Hún hai fundið upp myndmál eða
kerfi þar sem hún á yfírvegaðan
hátt nýti þá möguleika sem bjóð-
ast. List hennar síðastliðinn áratug
sé óvenju samfelld þó svo að
merkja megi nýja sköpun og upp-
lifun í hveiju verki.