Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÖBER 1990
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
Prófkjör
sj álfstæðismanna
í Reykjavík
DAGANA 26. OG 27. OKTÓBER 1990
Prófkjörið hefst í dag, föstudag.
Kjörstaður er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. A morgun, laugardag,
verður kosið á 5 kjörstöðum.
Kjósið í því hverfi sem þér hafið búsetu í
Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1.
desember 1989 og ætlið að gerast
flokksbundinn, þurfið, þér að framvísa
vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á
lögheimili í Reykjavík.
Kjörstaðir verða opnir sem hér segir:
Föstudaginn 26. október frá kl. 13:00 -22:00
í Valhöll, Háaleitisbraut 1 - öll kjörhverfin
saman.
Laugardaginn 27. október frá kl. 09:00 -
22:00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum.
Atkvæðisrétt eiga:
Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í
Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa
16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem
eiga munu kosningarétt í Reykjavík þann
25. apríl 1991 og undirritað hafa
inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík
fyrir lok kjörfundar.
Hvernig á að kjósa ?
Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12.
Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir
framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem
óskað er að þeir skipi endanlegan
framboðs- lista. Þannig skal talan 1 sett
fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem
óskað er að skipi fyrsta sæti fraboðslistans,
talan 2 fyrir framan nafn þess
frambjóðanda sem óskað er að skipi annað
sæti framboðslistans o.s.frv.
1. Kjörhverfi
Nes- og Meiahverfi, Vestur- og
Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og
Norðurmýrarhverfi. Oll byggð vestan
Snorrabrautar og einnig byggð vestan
Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja áiman)
2. hæð, C-salur - Gengið inn um austurdyr.
2. Kjörhverfi
Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi
og Langholtshverfi, öll byggð vestan
Kringlumýrarbrautar og norðan
Suðurlandsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
(Vestursalur 1. hæð).
3. Kjörhverfi
Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi.
Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut
í vestur og Suðurlandsbraut í norður.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
(Austursalur 1. hæð).
4. Kjörhverfi
Arbæjar-og Seláshverfi og Ártúnsholt.
Kjörstaður: Hraunbær 102B (Suðurhlið).
5. Kjörhverfi
Breiðhoitshverfin - öll byggð í Breiðholti.
Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við
Gerðuberg.
6. Kjörhverfi
Grafarvogur - öll byggð í Grafarvogi.
Kjörstaður: Verslunarmiðstöðin að
Hverafold 1 - 3.
Kjósum Sólveigu
Pétursdóttur í 3.
sætið í prófkjörinu
eftirBessí
Jóhannsdóttur
Nú fer að renna upp sú stund
að ákveða þarf endanlega hverja
skal merkja við í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. Mikilvægt er
að konur fái brautargengi í örugg
sæti á listanum. Það er pólitísk
nauðsyn sem bregðast þarf við.
Sólveig Pétursdóttir er fyrsti
varaþingmaður Reykvíkinga. Hún
hefur haft tækifæri til að sitja á
Alþingi nokkurn tíma og öðlast við
það dýrmæta reynslu. Hún hefur
ekki verið með sýndarmennsku í
vinnubrögðum eins og mörgum
hættir til. Sólveig hefur lagt breyt-
ingar á lögum, sem allar horfa til
aukinna mannréttinda til verndar
einstaklingnum. Má þar nefna
breytingar á skattalögum til að
persónuafslátt megi færa að fullu
milli hjóna og á lögum um málefni
aldraðra til að minnka greiðslubyrði
þeirra sem eru sjúkir og dveljast í
þjónustuhúsnæði. Árið 1989 varð
að lögum frumvarp sem Sólveig
flutti um að forgangskröfur ríkisins
í þrotabú og dánarbú yrðu felldar
niður þannig að ríkið gæti ekki
gert kröfur á undan öðrum kröfu-
höfum.
Sólveig hefur sýnt það í verki
að hún- er dugleg, kjarkmikil og
fylgin sér. Það er skemmtilegt að
umgangast hana, hress og jákvæð
afstaða til manna og málefna ræður
þar mestu.
Framundan eru ár mikilla breyt-
inga. Aðlögun að breyttri heims-
mynd og ekki síður breyttri þjóðfé-
Bessí Jóhannsdóttir
lagsmynd á íslandi. Til þess að tak-
ast á við málefni framtíðarinnar
þarf einstaklinga með framsýni,
dugnað og skilning á mannlegum
eiginleikum. Eg hvet þig, sjálfstæð-
ismaður, til að kjósa Sólveigu Pét-
ursdóttur í 3. sæti í prófkjörinu um
helgina. Veitum 3 konum brautar-
gengi í 9 efstu sæti listans.
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Reykjavík.
Olíuverðsbreytíngarnar
eftir Helga Laxdal
í Dagblaðinu 11. október er við-
tal við Svein H. Hjartarson hag-
fræðing LÍÚ. í viðtalinu er hann
að svara sjómönnum sem halda því
réttilega fram að fram til þess tíma
hafi útgerðarmenn hagnast á olíu-
verðsbreytingunum, og alveg sér-
staklega á þeim skipum þar sem
svartolíu er brennt. Um svartolíu-
skipin segir Sveinn að þar komi á
...hjá okkur
SIGGEIRSS0N
Hesthálsi 2 • 4
91-672110
BORÐSTOFUSKÁPA
n
móti aukin útgerðarkostnaður og
hærri laun til vélstjóranna.
Samkvæmt mati Fiskifélags ís-
lands er nettóhagnaður útgerðar á
skip þar sem svartolíu er brennt frá
4-8 milljónum króna ári, en hvað
skyldi nú hagnaðurinn af svartolíu-
brennslunni aukast mikið ef sleppt
væri sérlaunum til vélstjóranna.
Á tveggja vélstjóra skipi sem
gert er út í 10 mánuði eru sérlaun
um 70.000 kr. á ári eða heilar
35.000 kr. pr. mann, séu 3 vélstjór-
ar á skipinu nema sérlaunin um
87.000 'kr. eða um 29.000 kr. á
mann sem eru~heilar 2.900 kr. á
mánuði.
Sé litið til kostnaðaraukans af
sérlaunum m.v. hagnað útgerðar-
innar nemur hann um 1-2%. Um-
mæli Sveins Hjartar eru því algjör-
lega óskiljanleg og tæpast hæfandi
hagfræðingi og um leið kaldar
kveðjur til vélstjóra skipanna, því
áfallalaus svartolíubrennsla byggist
fyrst og fremst á hæfni þeirra í
starfi. I ljósi þessa eru sérlaunin í
engu samræmi við mikilvægi starfs-
ins og ávinning útgerðarinnar.
Höfundur er formaður
Vélstjórafélags íslands.
» í LA UGARDAGSKAFFI
Kvennalistans í Reykjavík í þess-
ari viku, þ.e. 27. október, mun
Guðrún Agnarsdóttir segja frá
nýlegri ferð sinni um Bandaríkin
þver og endilöng. í ferðinni sem
Guðrún fór í boði heimamanna, hitti
hún margt áhugavert fólk, ekki síst
konur sem starfa að velferðarmál-
um, stjórnmálum, listum, fjölmiðl-
um o.fl. og skoðaði hugmyndir
þeirra, viðfangsefni og vinnubrögð.
Laugardagskaffi Kvennalistans er
öllum opið sem áhuga hafa á mál-
efninu hveiju sinni. Það stendur frá
kl. 10.30-13 hvem laugardag á
Laugavegi 17.
(Fréttatilkynning)