Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 13
MORGSJNBMÐIÐ FÖSTUJDAGUR 26: 'QKTÓBER 1090 13 Að vera sjálfum sér samkvæmur eftir Ingva Hrafn Jónsson Fyrir nokkrum árum lét ég þau orð falla í tímaritsviðtali, að ég teldi það ógæfu Sjálfstæðisfiokksins að Eyjólfur Konráð Jónsson hefði aldr- ei orðið ráðherra. Þessi skoðun mín er óbreytt, nema það að ég stend enn fastar á henni. Við erum ekki allir ánægðir með Sjálfstæðisflokk- inn, sem höfum stutt hann gegnum árin, en það er eins og gengur og gerist með stóran flokk. Hins vegar hef ég alltaf getað glatt mig við það, að Eykon hefur alltaf barist af hörku fyrir hugsjónum frjáls- lyndis og fijálsrar samkeppni, þótt sumir félagar hans í þingflokknum og forystusveitinni hafi á stundum talið í lagi að hafa þær hugsjónir sem verslunarvöru, meira upp á punt í háfleygum landsfundaryfir- lýsingum. Eyjólfur Konráð nýtur mikils meðbyrs í prófkjörinu nú um helg- ina, vegna þess að þúsundir sjálf- stæðismanna virða og meta skoðan- ir hans. Þess vegna er kannski óþarfi fyrir mig að skrifa einhveija lofrullu um hann. Ég minnist þess hins vegar með mikilli ánægju er hann var' ritstjóri minn á Morgun- blaðinu i kringum 1970 og ritstjór- arnir unnu ötullega að því að gera Morgunblaðið óháð flokksaga Sjálf- stæðisflokksins, að sjálfstæðum og opnum ijölmiðli. Ég man vel þann dag er Eykon heimilaði birtingu greinar, sem var hörkuleg pólitísk árás á hann sjálfan. Þá vissum við blaðamennimir að nýir vindar Ingvi Hrafn Jónsson fijálsræðis byijuðu að blása. í dag þykir það sjálfsagt, að stefnuræða forsætisráðherra, sem Sjálfstæðis- flokkurinn er í stjórnarandstöðu við, sé flennt yfir 8 dálka á miðopnu Morgunblaðsins. Þetta nefni ég aðeins sem lítið dæmi um Eykon, því alla tíð síðan hefur hann verið samkvæmur sjálf- um sér og aldrei.látið kerfi, hvaða nafni sem þau nefnast, kúga sig. Ég hef sjálfur aldrei verið flokks- bundinn, en ég ætla að undirrita inntökubeiðni í Sjálfstæðisflokkinn, svo ég geti greitt Eyjólfi Konráð Jónssyni atkvæði mitt. Höfundur er fjölmiðlamaður og markaðsstjóri lijá Eðalfisk hf. Konur, prófkjör og* kosningar eftir Ragnhildi Helgadóttur Þessa dagana fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins til undirbún- ings alþingiskosningum. Hver sá sem innritar sig í eitthvert félag sjálfstæðismanna í viðkomandi kjördæmi getur kosið um fólk á framboðslistann og haft áhrif á röðun þess. Tugir þúsunda hafa rétt til þeirra áhrifa. í Reykjavík einni eru nú þegar á tólfta þúsund á kjörskrá til prófkjörs og verða fleiri er kosningu lýkur. Mannval á framboðslista ræður miklu um fylgi flokks þegar að al- þingiskosningum kemur, þar með þingstyrk og áhrifum á landstjórn- ina. Nauðsynlegt er því að hver og einn raði í prófkjörinu upp þeim lista sem hann telur að sterkastur verði í kosningum og síðar á Alþingi. Þar með er ljóst að gæta þarf að nauð- synlegri breidd þannig að hópur hæfra einstaklinga höfði til sem flestra kjósenda og endurspegli það samfélag sem hann er sprottinn úr. Nuna eru tvær konur i tuttugu manna þingflokki sjálfstæðis- manna. Hversu snjallir sem karlarn- ir átján eru þá endurspegla þessi hlutföll kynja engan veginn samfé- lagið sjálft og eru afar mörgum lítt að skapi. Einkanlega hefur þetta komið berlega í ljós þegar úrslit hafa leg- ið fyrir í prófkjörum undangenginna ára. Þá hafa menn gert úttektir á ástæðum niðurstöðunnar og samið ályktanir um að auka þurfi hlut kvenna. Því má heldur ekki gleyma að kvennafæð í þinglistum þessa stóra flokks hefur stuðlað að vexti og viðgangi fyrirbrigðis eins og Kvennalistans. Stofnanir Sjálfstæðisflokksins, bæði karlar og konur, hafa ályktað um úrbætur. Meðal annars tók mið- stjórn flokksins undir tillögur Ragnhildur Helgadóttir Landssambands sjálfstæðiskvenna og samþykkti í marsbyrjun síðast- liðið ár að beina tilmælum til allra kjördæmisráða um að stefna að því að á framboðslistum yrði jafnan kona í einu af hveijum þremur sætum að minnsta kosti. Ég leyfi mér að minna á þetta og jafnframt hitt að mun stærri hlutur kvenna á framboðslistunum er alls ekki einkamál kvenna heldur mál Sjálfstæðisflokksins alls. Því er þeirri ósk beint til kjósenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, karla jafnt sem kvenna, að þeir hafi þetta í huga er þeir raða fram- bjóðendum á atkvæðaseðla í próf- kjöri. Að þeir noti nú tækifærið til að sýna svo ekki verður um villst að þeir vilji fjölga konum í þingliði sínu. Höfundur er þingmaður Sjilfstæðisflokksins í Reykjavík. Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára verður 46% kjösenda í næstu þingkosningum og skoðanakannanir gefa til kynna, að hugsjónir sjálfstæðismanna eigi mikinn hljómgrunn meðal þess. Ungt fólk verður að eiga málsvara í þingflokki sjálfstæðismanna. Guémundur Mugnússon er 34 ára að aldri og er menntaður í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla íslands og í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá London School of Economics. Að námi loknu var Guðmundur blaðamaður um nokkurra ára skeið og annaðist meðal annars leiðaraskrif á Morgunblaðinu. Hann var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1987-1988, en frá 1988 hefur hann verið starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri flokksins í síðustu'borgarstjórnarkosningum. ♦ Sjálfstæðisflokkurinn þarf á slíkum mönnum að halda á Alþingi dugmiklum, ábyrgum mönnum, sem þora að viðra nýjar hugmyndir og kunna að láta verkin tala. Þess vegna skorum við á reykvískt sjálfstæðisfólk að veita Guðmundi Magnússyni brautargengi í prófkjörinu í dag og á morgun. eru: 29542, 29544 og 29548.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.