Morgunblaðið - 26.10.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990
Alþýðuflokkurinn:
• •
Skorað á Oss-
ur í 3. sætið
í Reykjavík
ÖSSUR Skarphéðinsson aðstoð-
arforstjóri staðfestir að þess
hafi verið farið á leit við hann
að skipa 3. sætið á lista Alþýðu-
flokksins í Reylgavík. Össur
gekk úr Alþýðubandalaginu í
sumar og er nú utan flokka.
Össur sagðist ekki hafa tekið
neina endanlega ákvörðun um
hvað hann hyggist gera í stjóm-
málum. „Ég sagði það, þegar ég
gekk úr Alþýðubandalaginu, að
ég ætlaði að vera virkur í stjórn-
málum áfram þótt ég væri að sinni
ekki í neinum stjómmálaflokki.
En það er ekkert leyndarmál að
úr því sem komið er þá liggur
Alþýðuflokkurinn ansi nálægt
mínum skoðunum og margra
minna félaga," sagði Óssur.
Hann sagðist ekkert vilja segja
um hveijir hefðu rætt við sig um
þetta mál af hálfu Alþýðuflokks-
ms.
Þýskaland:
32-50 krón-
ur fyrir
ferska síld
GÁMAVINIR sf. í Vestmanna-
eyjum seldu 3 tonn af síld úr
gámum á fiskmarkaðinum i
Bremerhaven í Þýskalandi í
gær fyrir 32-50 kr. kílóið.
Aflinn var úr Guðrúnu VE
og fengust 32-33 kr. fyrir heila
síld og um 50 kr. fyrir haus-
aða. Kostnaður við að senda
síldina á markaðinn í Bremer-
haven er um 22 kr. á kílóið.
Gámavinir sf. selja einnig
12-14 tonn af síld úr gámum
í Bremerhaven á mánudag og
svipað magn í Englandi á
mánudag eða þriðjudag. Aflinn
er úr Valdimar Sveinssyni VE
og Glófaxa VE. Gámavinir
seldu 4,5 tonn af síld úr Guð-
rúnu VE í Hull í Englandi á
þriðjudag fyrir 44,90 króna
meðalverð og 3 tonn í Grimsby
í Englandi á miðvikudag fyrir
34,10 kr. meðalverð.
Maður hlaut annars stigs brunasár í andliti þegar
eldur kom upp í úrgangsolíutunnu í olíustöð Olís
við Laugarnestanga um klukkan 17.30 í gær. Starfs-
menn Olís höfðu slökkt eldinn með handslökkvitæki
þegar slökkvilið bar að en slökkvilið kældi nálægar
tunnur með vatni þar sem þær höfðu hitnað og
bólgnað út við eldinn.
Maðurinn var að tappa úrgangsolíu af tunnu
skammt austan við olíugáma Olís og var að slá úr
henni tappa þegar neisti hljóp í olíuna og eldur
gaus upp. Maðgrinn brann í andliti og fluttu vinnufé-
lagar hans hann á slysadeild.
Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn auk þess
sem aukalið var kallað út. Að sögn varðstjóra í
slökkviliði þykir ljóst að litlu hafi mátt muna að
eldurinn breiddist út, að minnsta kosti í nálæga
tunnustæðu. Á stærri mynd Júlíusar ljósmyndara
sjást slökkviliðsmenn kæla heitar olíutunnur 4 at-
hafnasvæði Olís, en á innfelldu myndinni sést að
tunnurnar hafa þanist út vegna hita.
Engin saltsíld til Sovét:
Verkafólk tapar mn 70 millj-
ónum króna í vinnulaunum
Útflutningsverðmæti minnkar um mörg hundruð milljónir
VERKAFÓLK í síldarsöltun verður af um 75 milljóna króna tekjum,
verði ekkert af söltun 150.000 tunna af saltsíld fyrir Sovétmenn eins
og allt útlit er fyrir. Vinnlaun miðað við að sambærilegt magn fari
til bræðslu eru aðeins um 5 milljónir króna. Þá verða útflutningstekj-
ur mjöls og lýsis úr þessu magni aðeins um 10% af mögulegu verð-
mæti saltsíldar og mismunurinn þvi um 900 milljónir króna.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút- verið fjárfest í síldarsöltun enda við-
vegsráðherra, segir þessa stöðu afar skiptin við Sovétríkin verið stöðug.
alvarlega. „Hér á landi hefur mikið Það er því alvarlegt mál, verði ára-
Tillögur um breytingar á lyfjadreifingu:
Almenningshlutafélag sjái
um innflutning á lyfjum
tuga viðskipti að engu nánast fyrir-
varalaust með þungum búsifjum í
mörgum sjávarplássum. Því hljótum
við að leita leiða til að fá betri niður-
stöðu í þetta mál og nánari skýring-
ar á skeyti Sovétmanna með tafar-
lausum viðræðum við yfírvöld þar
eystra," segir Halldór Ásgrímsson.
Á síðustu vertíð keyptu Sovét-
menn héðan 150.000 tunnur af
saltsíld og samið var um 50.000 í
viðbót til afhendingar nú. Verðmæti
saltsíldarinnar í fyrra var nálægt
einum milljarði króna, en að magni
til svaraði söltunin fyrir Sovétmenn
um 15.000 tonnum upp úr sjó. Séu
áhrif þessa á tekjur útgerðar og sjó-
manna fyrst borin saman, kemur í
ljós að fyrir 15.000 til söltunar hefðu
að minnsta kosti fengizt 150 milljón-
ir króna, en 75 fari síldin í bræðslu.
Þetta helmingar þvi tekjur útgerða
og sjómanna, þar sem önnur ráðstöf-
un þessa magns virðist ekki sjáanleg
með góðu móti. Mikill útflutningur
síldar á uppboðsmarkaði erlendis
hlýtur að lækka verðið og þar að
auki er kostnaður við slíka flutinga
á bilinu 22 til 30 krónur á kíló og
er þá lítið eftir af heildarverði.
Verðmæti 150.000 tunna af
saltsíld er nálægt einum milljarði.
Séu 15.000 tonn sett í bræðslu, gefa
þau af sér 3.000 tonn af mjöli og
1.800 tonn af lýsi miðað við nýting-
una 20% í mjöli og 12% í lýsi. Útflutn-
ingsverðmæti mjölsins gæti þá verið
um 90 miiljónir og lýsisins um 28
eða 118 milljónir alls. Áætla má, að
um þtjár vikur taki að bræða 15.000
tonn af síld og að vinnulaun við það
nemi um 4,5 milljónum króna. Vægt
reiknað eru vinnulaun við söltun í
hveija tunnu um 500 krónur, þegar
allt er tekið inn í dæmið. Sé sú upp-
hæð margfölduð með 15.000 fást 75
milljónir króna.
Prófkjör Sjálfstæðisflokks í 4 kjördæmum:
Yfir 1.000 ganga í
flokkinn í Reylgavík
PRÓFKJÖR til röðunar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu
þingkosningar verða í 4 kjördæmum fyrir og um helgina. í Reykjavík
verður prófkjör í dag og á morgun og á Suðurlandi, Vestfjörðum og
Austfjörðum á morgun. Frambjóðendur eru 45. í gær voru yfir 11
þúsund á lq'örskrá við prófkjörið í Reykjavík og höfðu þá yfir 1.000
Reykvíkingar gengið í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins. Búist cr
við að þátttakandur í prófkjörunum fjórum verði samtals 10-15 þúsund.
Heilbrigðisráðherra hefur skip-
að nefnd til að kanna tillögur um
stofnun almennings hlutafélags
sem annist innflutning og dreif-
ingu á lyflum hér á landi. Aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra seg-
ir að vonir standi til að slíkt félag
Veitingahöll-
in gjaldþrota
BÚ veitingastaðarins Veitinga-
hallarinnar í Reykjavík hefur ver-
ið tekið til gjaldþrotaskipta.
Að sögn Jóhannesar Stefánssonar
framkvæmdastjóra hefur rekstur
fyrirtækisins, sem er hlutafélag,
gengið þunglega undanfarið þrátt
fyrir talsverð umsvif. Hann vildi ekki
veita upplýsingar um efnahagsstöðu
eða rekstrarafkomu. 25-30 manns
starfa hjá Veitingahöllinni. Veitinga-
staðurinn verður opinn fyrst um sinn.
Bústjóri hefur yerið ráðinn Þor-
steinn Eggertsson hdl.
spari skattgreiðendum verulegar
upphæðir.
Samkvæmt skipunarbréfi á nefnd-
in að meta hagkvæmni þess að allur
innflutningur og dreifíng á lyfjum
sé falin hlutafélagi. Á grundvelli
þess mats á nefndin að gera tillögur
um stofnun hlutafélags, eignaraðild
og rekstur, laga- og reglugerðar-
breytingar, kostnað og fjarmögnun.
Jón Björasson, formaður Apótek-
arafélags íslands og einn nefndar-
manna, sagði apótekara ekkert hafa
á móti því að kanna breytingar á
lyfjadreifingarkerfínu, en mönnum
virtist stillt upp frammi fyrir orðnum
hlut. Nefndin væri beðin um að
kanna fyrirliggjandi tillögur, en ekki
koma með sjálfstæðar tillögur um
hvemig málum yrði best háttað. Til-
gangur nefndarinnar myndi þó vænt-
anlega skýrast þegar hún kæmi sam-
an til fyrsta fundar 30. október.
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, sagði engar sér-
stakar tillögur liggja fyrir um hluta-
félagið, og því væri ekki verið að
stilla mönnum upp við vegg. Hins
vegar væri búið að vinna mikla undir-
búningsvinnu af hálfu ráðuneytisins
og kynna sér hvemig þessum hlutum
sé háttað annarsstaðar. Búið sé að
útbúa útlínur að skipulagi en gert
ráð fyrir því að nefridin kanni rekst-
arhagkvæmni slíks fyrirkomulags.
Haldið hefur verið fram að hug-
myndin um lyfsöluhlutafélag hafi
sænska fyrirmynd, sem sé talin úr-
elt þar. Finnur sagði að segja mætti
að hugmyndin væri sænsk, en hann
hefði ekki heyrt talað um að fyrir-
komulagið þar sé úrelt. Hins vegar
væru möguleikar á mismunandi
rekstrarformi, svo sem að rikið væri
meirihlutaeigandi, eða þá að það
væri almenningshlutafélag.
I nefndinni eru, auk Jóns Björns-
sonar, Kristján Linnet, lyfjafræðing-
ur, Haukur Ingibergsson, Fjárlaga-
og hagsýslustofnun, Bjarni Bjarna-
son, forstjóri, Almar Grimsson, apó-
tekari, Bolli Héðinsson, formaður
tryggingarráðs og Guðjón Magnús-
son skrifstofustjóri, formaður nefnd-
arinnar. Einar Magnússon lyfjafræð-
ing^ur er starfsmaður nefndarinnar.
í Reykjavík hafa flokksbundnir
sjálfstæðismenn einir rétt til þátttöku
en í hinum kjördæmunum geta aðrir
öðlast rétt til þátttöku með því að
undirrita stuðningsyfirlýsingu.
Talning í Reykjavík verður í Val-
höll og hefst fljótlega eftir hádegið
á laugardag. Talið verður í hinum
kjördæmunum á sunnudag. Tillaga
kjömefndar í Austurlandskjördæmi,
sem gengið verður frá eftir talningu
á sunnudag, verður lögð fyrir fund
kjördæmisráðs síðdegis þann dag-
Sá listi verður væntanlega fyrsti
framboðslistinn til næstu alþingis-
kosninga sem tilkynnt verður um.
Sjá kynningu á frambjóðendum
í Reykjavík á bls. 20 og frétt
um prófkjörin á miðopnu.
i