Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 247. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríðsástandið við Persaflóa: Reuter Afhjúpa minnisvarða um fórnarlömb KGB Rithöfundurinn Oleg Volkov leggur blóm að minnis- varða um fórnarlömb ofsókna í valdatíð kommúnista í Sovétríkjunum. Þúsundir manna með presta í broddi fylkingar komu saman við Lúbjanka-fangel- sið, höfuðstöðvar sovésku leynilögreglunnar KGB, í Moskvu í gær og afhjúpuðu minnisvarðann sem er grágrýtissteinn úr Solovíetskí-þrælkunarbúðunum, hinum fyrstu sem byggðar voru til að vista andstæð- inga kommúnistastjórnarinnar sem tók við völdum 1917. Margir viðstaddra klæddust fangaklæðum og konur héldu á logandi kerti í annarri hendi en í hinni snjáðum myndum af eiginmönnum sínum eða sonum sem voru myrtir eða hurfu sporlaust í þrælkunarbúð- um sovéskra stjórnvalda. Volkov var á sínum tíma í 20 ár í þrælkunarbúðum á valdatíma Jósefs Stalíns sem leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verði að sækja um EB-aðild - segja leiðtogar hægrimanna og Þjóðarflokksins í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Erik Lidcn, fréttaritara Morgunbladsins. SAMEIGINLEG grein þeirra Carls Bildts, leiðtoga sænskra hægrimanna (Moderata saml- ingspartiet) og Bengts Wester- bergs, formanns Þjóðarflokks- ins, um stefnu samsteypustjórn- ar borgaraflokkanna ef þeir sigra í kosningnum í septeinber á næsta ári hefur valdið miklum úlfaþyt. Þeir leggja m.a. til að þegar að lokinni stjórnarmynd- un verði sótt um aðild Svíþjóðar að Evrópubandalaginu (EB). Olof Johansson, formaður Mið- flokksins, er gramur vegna þess að greinin var ekki borin undir hann áður en hún birtist í Dagens Bildt Westerberg Nyheter og honum ekki boðið að rita nafn sitt undir hana með hin- um tveimur. Johansson hefur mælt með samvinnu flokkanna þriggja og er ósáttur við þá for- gangsröð sem leiðtogarnir tveir leggja til. Johansson telur að leið- togarnir tveir geri samstarf borg- araflokkanna ótrúverðugt með framtaki sínu. Bildt og Westerberg segja að aukin samvinna Evrópuríkja sé nú mikilvægasta viðfangsefnið í sænskum stjórnmálum og vilja stefna að því að Svíþjóð geti geng- ið í EB um miðjan áratuginn. Þeir vilja að sótt verði við fyrsta tæki- færi um aðild Svía að evrópska gjaldeyrissamstarfinu og fyrsta skrefið gæti verið að fara að dæmi Norðmanna og binda sænsku krón- una við EB-myntina, ECU. Þolinmæði Bush fer þverrandi Washington. Bagdad. Reuter. ÞOLINMÆÐI Georges Bush Bandaríkjaforseta vegna stríðsástandsins við Persaflóa fer þverrandi, að sögn bandarískra þingmanna sem for- setinn kallaði á sinn fund í gær vegna Persaflóadeilunnar. Þeir sögðu að forsetinn hygðist þó enn um sinn beita pólitiskum þrýstingi til þess að fá Saddam Hussein Iraksforseta til þess að kalla innrásarheri sína heim frá Kúvæt. í gær kvaddi forsetinn til fundar í Þjóðaröryggisráðinu vegna ástandsins við Persaflóa. Jafnframt var tilkynnt að utanríkisráðherrar risaveldanna, James Baker og Edú- ard.Shevardnadze, myndu hittast á næstunni einhvers staðar í Evrópu vegna þessa máls. Bandaríska stórblaðið Los Angel- es Times sagði í gær að Bush for- sæti hefði hafið viðræður við banda- menn sína og stjórnir ýmissa ara- baríkja um tímasetningu mögulegra hernaðaraðgerða gegn írak. Hafði blaðið eftir ónefndum nánum ráð- gjafa forsetans að nú væru vopnúð átök talin nánast óumflýjanleg. Göng undir Ermarsund London. Reuter. MERKUR áfangi náðist í gær- kvöldi í gangagerð undir Ermar- sund er franskir og breskir gangamenn, sem hafa grafið hvorir úr sinni áttinni, tengdu göng sín með 5 sentimetra víðri borholu. Eru þeir nú í kallfæri en á milli gangaendanna eru nú aðeins 100 metrar. Segja má því að mörg hundruð ára gamall draumur Breta um að tengjast meginlandi Evrópu „föst- um böndum“ sé að rætast. Eftir tæpa þtjá mánuði verður fyrsta hluta ganganna, þjónustugöngun- um, lokið en járnbrautargöngunum tveimur verður lokið og þau tekin í notkun árið 1993 ef allt gengur samkvæmt áætlun. Gro Harlem Brundtland fékk í gærmorgun umboð til stjórnarmynd- unar, daginn eftir að ríkisstjórn Jans P. Syse, formanns Hægriflokksins, féll. I þeirri stjórn voru auk Hægri- flokksins Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Eftir viðræður við Miðflokkinnn, Kristilega þjóðar- flokkinn og Sösíalíska vinstriflokk- inn tilkynnti Brundtland Haraldi ríkisarfa að hún gæti myndað minni- hlutastjórn Verkamannaflokksins. Brundtland vildi ekki segja til um hvenær hin nýja stjórn tæki við völd- um en búist var við að það yrði á föstudag. Nýja stjórnin verður þriðja ríkis- stórnin undir forsæti Brundtland. Hún var forsætisráðherra í stuttan tíma árið 1981 og síðar frá 1986- 1989. í kosningunum í fyrra tapaði Verkamannaflokkurinn miklu fylgi en hélt samt velli sem langstærsti flokkurinn. Ekki verður kosið aftur fyrr en árið 1993 vegna stjórnskip- unarlaga sem banna þingrof á miðju kjörtímabili. Verkamannaflokkurinn hefur 63 þingsæti af 165. Næstur er Hægriflokkurinn með 37 þing- menn, Framfaraflokkurinn með 22, Sósíalíski vinstriflokkurinn með 17, Kristilegi þjóðarflokkurinn með 14, Miðflokkurinn með 11 og Aunelista, byggðastefnuflokkur sem berst fyrir auknum fjárfestingum í Norður- Noregi, með 1 þingmann. Brundtland ákvað að mynda hreina flokksstjórn þegar í ljós kom að Miðflokkurinn vildi ekki binda hendur sínar í nýrri ríkisstjórn á meðan afstaða Verkamannaflokks- ins til aðildar að Evrópubandalaginu (EB) væri óljós. Það var einmitt deilan um tengslin við EB sem varð stjórn Jans P. Syse að falli á mánu- dag en Miðflokkurinn leggst af öllu afli gegn nánara sambandi við EB. Brundtland hefur verið talsmaður þess að opna efnahagslífið til að mæta kröfum nýrra tíma og gera samning þar að lútandi við Evrópu- Saddam fundaði með helstu her- foringjum sínum í gær og að því loknu hvatti hann hersveitir sínar til að skipa sér í viðbragðsstöðu og gera ráð fyrir átökum á næstu dög- um vegna aukinnar hættu á aðgerð- um af hálfu hins ameríska óvinar og bandamanna þeirra, eins og hann orðaði það. Dick Cheney varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gærkvöldi að engin takmörk væru fyrir þeim íjölda hermanna sem Bandaríkja- menn kynnu að senda til Persaflóa- svæðisins. Ekki hefði verið fallið frá þeim möguleika að segja írökum stríð á hendur. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að Saddam yrði að gera sér ljóst fyrr en seinna að þolinmæði heimsbyggðarinnar vegna innrásarinnar í Kúvæt væri takmörkuð. „Vonandi fer enginn í grafgötur um það að við útilokum ekki að beita hervaldi ef Saddam heldur hernámi Kúvæt áfrarn." Stjórnarkreppan í Noregi: Brundtland tryggir ininni- hlutastjórn sinni stuðning Ósló. Reuter. GRO HARLEM Brundtland, formaður Verkamannaflokksins í Noregi, I bandalagið. Hún hefur ennfremur I grunni. Brundtland boðar ennfremur sagðist í gær hafa tryggt nýrri ríkisstjórn nægilegan þingstyrk til að sagt að sitt fyrsta verk verði að aukin framlög til umhverfismála og Ieysa síjórnarkreppuna sem myndaðist á mánudaginn er Jan P. Syse endurskoða íjárlagafrumvarpið frá | verkefna í þágu barna og unglinga. forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Brundtland I átti í gær viðræður við leiðtoga þriggja annarra stjórnmálaflokka og sagðist að þeim loknum geta myndað minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.