Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 25 Olíuleiðslur í Ör- firisey með galvan húð og plastkápu FORSVARSMENN Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. buðu nýlega blaðamönnum til skoðunarferðar um olíustöðina í Örfirisey þar sem þeim var kynnt skipulagning við olíugeyma og neðansjávar- leiðslur. A svæðinu eru þrjár olíuleiðslur, þar af tvær í notkun. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði að af fréttum fjölmiðla af olíulekanum í Lauganesi, hefði mátt ætla að allar olíuleiðslur í Reykjavík væru hættulegar. Fram kom að önnur olíuleiðsl- anna, sem lögð var 1981, er 510 metra löng og efnisþykkt 10,3 mm. Á henni er tæringarvörn úr galvan- húð og 3 mm þykkri plastkápu. Hin leiðslan var lögð 1988 og er 545 metra löng, efnisþykkt er 9,3 mm og á henni er 6 mm þykk as- faltkápa sem tæringarvörn. Leiðslurnar eru skoðaðar árlega og oftar ef ástæða þykir til og hefur Köfunarstöðin hf. undir stjórn Ein- ars Kristbjörnssonar annast skoð- anir og eftirlit. Að sögn Einars, sem nýlega skoðaði ieiðslurnar, eru þær i fullkomnu ástandi. 1981 ákváðu olíufélögin tvö í Örfirisey að byggja stöpla frá geymasvæðinu út að skipalegunni við enda leiðslanna sem leiðslurnar skyldu hvíla á. Fram til þess höfðu leiðslurnar legið á sjávarbotni, líkt og háttaði til í Laugarnesi þar sem mengunarslysið varð í byijun þessa mánaðar. Að sögn Gunnlaugs ......, stöðvarstjóra Olíufélagsins, afstýrir það því að leiðslurnar verði fyrir hnjaski vegna núnings við sjávar- botninn og tærist fyrr en ella. í olíustöðinni í Örfirisey er geymarými fyrir 116.150 rúmmetra af olíu. Olíufélagið hf. á 14 geyma á svæðinu sem samtals taka 50.570 rúmmetra af olíu. Skeljungur hf. á 13 geyma sem samtals taka 65.580 rúmmetra. Geymasvæðinu er skipt í þijár þrær sem taka við olíu sem kynni að leka frá geymum við óhöpp. Stærsta þróin er rúmir 11 þúsund fermetrar. Auk þess er slökkvistöð á svæðinu með 5.400 lítra af froðuvökva, flúorprotein í þartilgerðum tank, 90.000 lítra vatnsgeymi, dælur og annan búnað til að koma froðunni á brennandi tank. Froðunni er dælt á brennandi tank um leiðslur sem liggja inn í botn þeirra. Síðan er froðunni ætlað að fljóta upp á yfirborðið, hylja það og þar með slökkva. Morgunblaðið/Júlíus Forsvarsmenn Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. við ónotaðar olíu- leiðslur við olíustöðina í Orfirisey. Fremst á myndinni frá hægri eru Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Vilhjálmur Jónsson, for- stjóri Olíufélagsins hf. Þorlákshöfn í ágúst 1990. Þorlákshöfn breyt- ist úr þorpi í bæ ÞORLÁKSHÖFN hefur verið ört vaxandi byggðarlag eins og sjá má af þessum myndum Snorra Snorrasonar ljósmynd- ara. Eldri myndin er tekin í febrúarmánuði árið 1958, það ár bjó 131 maður í Þorláks- höfn, en 1. desember síðastlið- inn voru íbúarnir orðnir 1.190 talsins, samkvæmt upplýsing- um Hagstofunnar. Nýrri mynd- in er tekin í ágústmánuði síðast- liðnum, og sýnir reyndar aðeins hluta byggðarinnar. Þorlákshöfn var framan af öld- inni lítil verstöð, en þar var mikil- væg lending. Gunnar Markússon bókavörður í Þorlákshöfn segir að þar hafi verið lífhöfn Árnesinga og nefnir sem dæmi, að 16. mars 1895 hafi um 80 bátar róið frá verstöðvum á þessu svæði, eink- um Eyrarbakka. Róið var í góðu veðri, en skyndilega gerði aftaka- veður og náðu aðeins urh tíu bát- ar landi á Bakkanum, hinir 70 leituðu lendingar og náðu henni í Norðurvörinni, sem er milli bryggjunnar vinstra megin á eldri myndinm og mjóa garðsins rétt hjá henni. Hægra megin við Norð- urvarargarðinn sér í gamla Þor- lákshafnarbæinn, mitt á milli stærri bryggjanna. Þessa nótt munu um 800 manns hafa gist á þeim bæ. Upp úr 1950 fór að myndast þorp í landi Þorlákshafnar. 1950 voru þar ijórir íbúar, allir karl- menn. Þá voru gerðir út fimm bátar frá Þorlákshöfn, samtals 104 tonn. 1958 eru íbúarnir orðn- ir 131, bátarnir 9 og samtals 341 tonn. 1970 eru íbúarnir 524, 1980 búa þar 1.015 manns og í árslok 1989 eru íbúarnir 1,190. Á kom- andi vertíð eru gerðir út 33 bátar frá Þorlákshöfn, samtals 4.753 tonp. Á eldri myndinni má sjá gömul hús sem nú eru farin, fyrir miðri mynd er gamli bærinn, einnig verslunarhús sem eru tvílyft og nokkur verbúðahús. Vinstra meg- in er hús með fimm burstum, það er svonefnt salthús, þar sem voru geymslur fyrir salt og verkaðan fisk, auk veiðarfæra. Handan við það sér í braggabyggingu, þar sem var beinaverksmiðja og lýsis- bræðsla og leggur frá henni hvítan reykjarmökk.íbúðarhúsin eru um þijátíu talsins og lætur nærri að um þriðjungur þeirra sé enn á byggingarstigi þegar mynd- in er tekin. Eru astmí o g ofnæmi að aukast? ísland aðili að fjölþjóðarannsókn á astma og ofnæmi UM ÞESSAR mundir er að hefjast hér á landi hluti af viðamikilli rannsókn sem miðar að því að kanna tíðni öndunarfæraeinkenna og þá sérstaklega astma. Svo virðist sem astmi og ofnæmi aukist mjög I samfélaginu af einhverjum óþekktum orsökum og að dánartíðni af völdum astma fari vaxandi þrátt fyrir ný og betri lyf. Rannsóknin sem hér er að hefjast er hluti af samhæfðri rannsókn í Evrópu og víðar og skiptir kostnaður vegna skipulagningar slíkrar rannsóknar tugum milljóna króna. Hér á landi er framkvæmd rannsóknarinnar í höndum Davíðs Gíslasonar, Hrafnkels Helgasonar og Þórarins Gíslasonar lækna á Vífilsstöðum, Þorsteins Blöndal læknis á Landspitala og Vilhjálms Rafnssonar læknis hjá Vinnueftirliti ríkisins. En hafa menn hugmynd um hvers vegna astmi og ofnæmi er að aukast um allan heim? Því svör- uðu þeir Þórarinn og Davíð læknar á Vífilsstöðum um leið og þeir gerðu nánari grein fyrir framkvæmd rannsþknarinnar. „Hvað varðar þessa aukningu á áður greindum sjúkdómum þá bein- ist athygli manna fyrst og fremst að þætti mengunar og áhrifum veirusýkinga sem undanfara astma. Með mengun er til dæmis átt við útblástur frá bíium og verksmiðjum og þar er líka átt við tóbaksreyking- ar, bæði beinar og óbeinar reyking- ar, sem börn reykjandi foreldra þurfa að þola. Hvað varðar þátt sýkinga er ljóst að ef astmi kemur upp, sérstaklega hjá börnum, án þess að ofnæmi sé fyrir hendi þá gerist það oft í kjöl- far veirusýkinga. Ef við skoðum líka hvers vegna ofnæmi verður sífellt algengara þá beinist athyglin aftur að menguninni og einnig umhverfi og atvinnu. Ofnæmisvökum eða efnum sem þekkt eru að því að valda ofnæmi hefur ekki fjölgað það mikið í umhverfinu að það skýri þá aukningu sem orðið hefur á of- næmi. Sem dæmi má taka að fjöldi ftjókorna í lofti hefur ekki aukist en samt hefur þeim fjölgað mikið sem hafa ofnæmi fyrir þessum til- teknu fijókornum. Ofnæmi hefur mjög sterka ættarfylgni og áður fyrr dó fólk af þessum sjúkdómum sém nú lifir góðu lífi. Þetta fólk eignast afkomendur en fjöldi þeirra skýrir þó engan veginn þá aukningu sem við sjáum á þessum sjúkdómum á allra síðustu árum. Til þess að sjá þar samhengi þyrfti að fylgjast með fleiri kynslóðum. Af öllum framangreindum ástæðum má sjá mikilvægi rann- sóknarinnar sem við erum svo hepp- in að fá að taka þátt í með litlum tilkostnaði miðað við raunverulegan kostnað hennar. Við þurfum sjálf að fjármagna um 7 milljónir og höfum þegar fengið styrk frá SÍBS að upphæð 400 þús. kr. Sjálf rann- sóknin er þannig framkvæmd að sendir eru út 3.600 spurningalistar til einstaklinga á aldrinum 20-44 Davíð Gíslason og Þórarinn Gíslason læknar á Vífilsstöðum og Þor- J steinn Blöndal læknir á Landspítala. ára sem valdir eru af handahófi úr þjóðskrá og eru búsettir á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Spurningarn- ar eru einfaldar og spurt er um ýmis einkenni frá öndunarvegum. Mjög miklu máli skiptir að sem allra flestir svari spurningunum svo að marktækar niðurstöður fáist. Eftir að unnið hefur verið úr niðurstöðum hefst annar þáttur könnunarinnar sem felst í að samband verður haft við 600 þeirra sem svöruðu könnun- inni og þeim boðið til frekari rann- sóknar ásamt öllum þeim sem hafa astmeinkenni,“ sögðu þeir Davíð og Þórarinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.