Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Eru lyf óþörf? eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur Mér datt þetta svona í hug þegar ég var að lesa um fjárlagafrumvarp- ið í Morgunblaðinu. Stuttu seinna heyrði ég svo í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, að eitt helsta vandamálið í Kúvæt væri skortur á lyijum. Það finnst þá ekki öllum lyf vera óþörf. í umræddri grein í Morgunblað- inu voru nokkur atriði úr fjárlaga- frumvarpinu dregin fram: Um hlut heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, sem fær lang stærst framlag allra ráðuneyta skv. frumvarpinu, stóð aðeins að spara ætti 500-600 milljónir, með því að draga úr lyfja- kostnaði. Fólki, sem ekki þekkir til, gæti dottið í hug að stærsti kostnaðarliður heilbrigðiskerfisins væri lyf. Það er nú öðru nær. Kostn- aður vegna lyfja er aðeins lítið brot af kostnaðinum við heilbrigðisþjón- ustuna. Samt ætlast yfirvöld til þess ár eftir ár, að hundruð milljóna sparist á þessum lið. Kosstnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna lyfja mun stefna í að verða 2,6 milljarðar á þessu ári. 600 milljónir eru því 20% af þessum kostnaði. Þessu marki skal náð með lækkun á álagningu, breyttu skipulagi lyfja- dreifingar og aukinni þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. Skv. fjár- lagafrumvarpinu er sem sagt búið að ákveða að breyta skipulagi lyfja- dreifingar, án þess að tillögur þar að lútandi hafi verið kynntar, hvað þá að lögum um lyfjadreifingu hafi verið breytt. En það er kannski bara formsatriði? Heilbrigðisráðherra tilkynnti í byijun þessa mánaðar, að hann hygðist skipa nefnd,' sem kanna skyldi hugmyndir um breytingar á skipulagi innflutnings og dreifingar lyfja hér á landi, m.a. stofnun hluta- félags í þessu skyni. Sú nefnd hefur enn ekki verið kölluð saman. Ekki kom fram í bréfi ráðherra, að nefnd- in skyldi semja frumvarp til laga um þessar breytingar, aðeins kanna hugmyndir. Mikið verk er því óunn- ið, áður en hægt er að hrinda breyt- ingum á skipulagi lyfjadreifingar í Jramkvæmd. Það er afar vandasamt yerk að semja lagafrumvarp um svo sérhæfð málefni og má alls ekki kasta til þess höndunum. Eigi frum- varpsdrög að hljóta eðlilega umfjöll- un þeirra aðilg, sem málið varðar, svo sem venja er til, hlýtur þetta starf að taka marga mánuði. í besta falli væri hægt að leggja slíkt frum- varp fram til kynningar fyrir þing- lok. Lyfjaálagning hefur á þessu ári verið lækkuð verulega og er nú svo komið að minni apótek í dreifbýli eiga við verulega rekstrarörðug- leika að stríða. Fyrir u.þ.b. ári skil- aði áliti nefnd, sem heilbrigðisráð- herra skipaði, og kanna skyldi leið- ir til lækkunar lyfjakostnaðar. Nefndin vann sitt verk af mikilli nákvæmni og hafði haldið 90 fundi á tæpum þremur árum, er hún lauk störfum. Var skýrslu hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu, bæði af hálfu yfirvalda og lyfjafræðinga. Skýrslan var gefin út á vegum heil- brigðisráðuneytisins (Rit nr. 3/1989) og vakti nokkra athygli. Það olli ljölmiðlamönnum þó greini- lega vonbrigðum, að nefndinni hafði ekki tekist að fínna neinn „glæp“. M.ö.o. fann nefndin hvergi óeðlilega tekjumyndun í lyfjadreifíngunni þrátt fyrir afar ítarlega skoðun á öllum þáttum hennar. Þá bendi nefndin sérstaklega á, að rekstrar- grundvöllur minni dreifbýlisapóteka væri afar veikur og þyldu þau enga lækkun á álagningu. Síðan hefur álagning verið lækkuð úr 68% í ca 57-59%, auk lækkunar á heildsölu- álagningu og afsláttarfyrirkomu- lags, sem þó bitnar ekki á minnstu apótekum. Ekkert hefur verið gert til að styrkja stöðu minnstu apótek- anna. Brúttótekjur í lyfjadreifingunni verða á þessu ári u.þ.b. 1200 millj- ónir króna. Eigi þessi 500-600 millj- óna króna sparnaður fyrst og fremst að nást með lækkun álagn- ignar eru um að ræða helmings- lækkun á brúttótekjum. Hvemig Guðbjörg Edda Eggertsdóttir „Ég er sannfærð um, að raunhæfar leiðir til lækkunar lyfjakostnað- ar eru til. Við lyfjafræð- ingar lumum t.a.m. á nokkrum og læknar eflaust líka. Ef heil- brigðisyfirvöldum tæ- kist að brjóta odd af oflæti sínu, og leita ráða hjá þessum aðilum myndi árangurinn áreiðanlega ekki láta á sér standa.“ væri hægt að bregðast við því? Eig- um við að segja upp öðrum hveijurn starfsmanni, loka öðru hveiju apó- teki? Væri lausnin e.t.v. að fela læknum í dreifbýli að annast lyfrja- dreifinguna einnig? Það hefur hing- að til verið stefna heilbrigðisyfir- valda, að öll lyfjadreifing skyldi hverfa úr höndum lækna, vegna þeirra augljósu hagsmunaárekstra sem slíkt veldur. Það virðist oft gleymast, að það eru læknar sem stjórna lyfjanotkun á íslandi. Það eru læknar sem skrifa lyfseðlana og ákveða hvaða lyf, dýrt eða ódýrt, sjúklingur skuli nota. Ótrúlega lítið hefur verið gert af hálfu yfirvalda til að hvetja lækna til að huga að verði, áður en þeir velja lyf. Svokallaður bestu- kaupalisti hefur að vísu verið gefinn út á þessu ári, en því miður er hann þannig úr garði gerður, að flestum læknum fínnst erfitt að nota hann og hafa því hreinlega gefist upp á því. Lyfjafræðingar bentu yfirvöld- um á helstu vankanta listans, strax og hann kom út í fyrsta sinn í febrú- ar sl., en þeim ábendingum var nánast öllum hafnað og þær af- greiddar sem hvert annað hags- munapot. Hefur bestukaupalistinn því nánast engin áhrif haft til lækk- unar lyfjakostnaðar. Sigurður Helgason stjórnsýslu- fræðingur, kom með þá tillögu í Morgunblaðinu 10. október sl. að læknar fengju sjálfir ákveðna upp- hæð (kvóta) til lyijakaupa. Hefðu þeir þá sjálfir hag af að nota ódýr lyf, því eftir því sem mér skildist áttu þeir sjálfir að halda eftir af- ganginum af fjárhæðinni, ef einhver væri. Ekki væru sjúklingar, sem Velferð og eftir Snorra F. Welding Á íslandi teygir neyslu- og hag- hyggjan kaldar krumlur sínar inn á hvert heimili og inn í hveija stofn- un og mótar huga þeirra er hún nær til. Líf fjölskyldunnar og sam- skipti hennar inn á við snúast um fjáröflun, neyslu matar, sjónvarp, útvarp, lestur dagblaða og tímarita sem fjalla um eftirsóknarverða neyslu. Á þennan hátt fær fjölskyld- an skilaboð um hver sé hin rétta „ímynd mannsins" og eftir hveiju beri að sækjast til að öðlast frama, þjóðfélagsstöðu og peninga. Fjöl- skyldan er á valdi markaðsaflanna, hún er hin fullkomna neyslueining. Þegar fólk vegna félagslegra að- stæðna getur ekki fullnægt ríkjandi ímynd og náð þeim efnislegu mark- miðum sem það hefur sett sér, myndast djúpstæð spenna og van- máttarkennd innan íjölskyldunnar, sem oft léiðir til depurðar, sínnu-- leysis og þungiyndis sem veldur oft vaxandi misnotkun vímuefna. Þeir sem.verst eru staddir eru þeir sem frá bamæsku hafa alist upp í sundr- uðum fjölskyldum, sem vegna fyrr- greindra ástæðna hafa aldrei átt möguleika á að mæta kröfutn neyslusamfelagsins og ala því af sér sífellt fleiri „tapara" (losers) sem fara á mis við ástúð og pm- hyggju í æsku og alast upp við stjórnleysi, reiði, beiskju og hatur. Krýsuvíkursamtökin hafa nú síðastliðin þijú ár unnið að þeim rnarkmiðum sínum að reyna að koma á fót vist- og dvalarheimili fyrir þá sem verst eru staddir vegna langvarandi neyslu vímuefna og afbrota og eru á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Við uppbyggingu skólahússins í Krýsuvík og hreins- un, ræktun og skipulagningu nán- asta umhverfís skólahússins hafa samtökin notið stuðnings og fram- laga frá þúsundum einstaklinga um land allt, ásamt ómetanlegum stuðningi fjárveitinganefndar Al- þingis, sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka svo sem JC-hreyf- ingunni, kvenfálaga, Ljons- og Kiw- anisklúbba víða að af landinu. Án stuðnings þessara mörgu aðila væri okkur ómögulegt að taka þátt í baráttunni gegn vaxandi vímuefna- neyslu og afleiðingum hennar. Því miður virðumst við vera að tapa stríðinu við vímuefnin eins og málin horfa við okkur sem að þess- um málum störfum og þurfa lesend- ur ekki annað en að rifja upp í huga sér fréttir fjölmiðla af sívax- andi ofbeldi, skemmdarverkúm, innbrotum og innflutningi á fíkni- efnum til að sjá hvert stefnir. I greinargerð sem samin hefur verið um starf Krýsuvíkursamtakanna koma fram eftirfarandi upplýsing- ar: Hvenær hefst neyslan? Vímuefnaneysla hefst hjá flest- um skjólstæðingum samtakanna á aldrinum 10-14 ára. Hún leiðir síðan til íhlutunar lögreglu, félags- málastofnana og barnavemdar- nefnda í lífí þessara ungmenna og síðan til greiningar og vistunar hjá viðeigandi stofnun ríkisins, oft án árangurs vegna þess að vandamál fjölskyldunnar eru.óleyst og félags- legt umhverfí er óbreytt. Á aldrin- úm .17-22 .ára hafa flestir reynt ítrekaðar meðferðir, göngudeildar- úrræði ogjafnvel vistun á meðferð- arstofnunum erlendis, án við- hlítandi árangurs. Þessi vistunar- og meðferðarvítahringur ásamt fé- lagslegri aðstoð getur síðan staðið árum saman með síversnandi afleið- ingum fyrir vímuefnaneytandann, fjölskyldu hans og þjóðfélagið í heild. Afbrot hefjast snemma á ferli neytandans og eftir 18 ára aldur verða afbrotin alvarlegri og vart verður aukinnar tíðni sjálfsvíga. Menntun Flestir hinna verst stöddu á með- al vímuefnaneytenda ljúka ekki grunnskólaprófí. Þeir hætta í skóla og staða þeirra í námi er oftast mjög léleg. Þá skortir undirstöðu- þekkingu í lestri og stærðfræði, sem telja verður nauðsynlegt að hafa í nútíma þjóðfélagi. Margir neytend- ur eiga í erfíðleikum með að skilja og tileinka sér almenn hugtök, sem notuð eru nær daglega í almennri umræðu í þjóðfélaginú. Þekking á uppbyggingu og innviðum samfé- lagsins er nánast engin. Fjölskylda þessara einstaklinga er oftar en ekki sundruð og oft eru aðrirfjölskyjdumeðlimir illa staddir vegna misnotkunar vímuefna og vímuefni Snorri F. Welding „Meðferð, skóli, vinna eru þau kjörorð sem Krýsuvíkursamitökin hafa kosið að starfa eftir og miðar öll upp- bygging starfsins í Krýsuvík að því að þessi markmið megi verða að veruleika.“ afleiðinga þeirra. Fjölskyldan þarf því markvissa aðstoð ef einhver varanlegur heildarárangur á að nást þegar til lengri tíma er litið. Hvernig er ástandið núna Ljóst er af þeirri reynslu sem fengist hefur í starfi Krýsuvíkur- samtakanna að sá hópur ungra vímuefnaneytenda, sem verst er staddur og er á aldrinum 17-30 ára, þarfnast sérstakra meðferðar- úrræða til lengri tíma en nú stend- ur til boða, þar sem hið nýja með- ferðarheimili „Tindar“ að Móum á Kjalarnesi, sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir að yrði stofnsett, mun einbeita sér að meðferð á þeim sem eru innan lögaldurs og eru á aldrin- um 12-17 ára. Það er því ljóst að þetta meðferðarúrræði mun ekki leysa vanda hinna verst stöddu meðal vímuefnaneytenda, Sú ályktun hefur veríð dregin af þeim könnuúum sem gerðar hafa verið um neyslu áfengis grunp- skólanema og vímuefnaneyslu þeirra sem erir á’aldrinum 14-19 ára og aftur 15-25 ára, að fjöldi þeirra sem eru- í alvarlegri hættu vegna misnotkunar (þá er átt við þá sem neyta vímuefna tvisvar í viku eða oftar) sé varlega áætlaður á milli 300-400 ungmenni. Af þess- um Ijölda má draga þá ályktun að að minnsta kosti 40-50 ungmenni séu nánast heimilislaus á framfæri félagsmálastofnána, í stöðugri neyslu vímuefna daglega, sem er fjármögnuð með framfærslueyri frá félagsmálastofnunum, afbrotum og sölu og dreifingu fíkniefna til ann- arra. Þessi hópur er í stöðugri lífshættu og dauði vegna of stórra skammta, sjálfsvíga, ofbeldis og slysa er algengur og nægir að vitna til viðtals við yfirmann fíkniefna- lögreglunnar og tölur um háa tíðni sjálfsmorða ungra manna á aldrin- um 14-25 ára, sem nýlega hafa verið birtar í fjölmiðlum. Fangelsi ríkisins eru yfírfull og sum þeirra ekki hæf til afplánunar á sektum eða varðhaldsdómum eins og t.d. Síðumúlafangelsið og Skóla- vörðustígur 9. Samkvæmt könnun- um bæði hér á landi og erlendis, þá eru um 75% fanga-misnotendur vímuefna og fremjá afbrot undir áhrifum efna eða til að fjármagna neyslu sína. Það sem vekur þó hvað mestan ugg eru vitneskja og stað- reyndir um aukið ofbeldi í fíkniefna- heimum og það ofsóknaræði og til- finningaleysi sem leiðir af aukinni neyslu á hassi, amfetamíni og kók- aíni samfara áfengi. Það er ljóst öllum sem að þessum málum vinna, bæði lögreglu og meðferðaraðilum, að vopn eru sífejlt algengari skipti- 'mynt í verslun með fíkniefnj, en þar er um ýmis vopn að ræða) svo sem haglabyssur, skammbyssur Og hnífa ýmiskónar. Smygjleiðir fyrir vímuefni eru margár og lögreglan og- tollayfirvöld eiga enga mögu- leika á' að stemma stigu við síaukn- um innflutningi á fíkniefnum með þeim mannafla og fjármunum sem þeim er úthlutað af. fjárlögum til þessara verkefna. Krýsuvíkursam- tökin eru í tengslum og samstarfi við aðila á Norðurlöndum um þróun meðferðarúrræða og eflingu félags- legra samtaka gegn útbreiðslu fíkniefna og vaxandi áróðri fyrir lögleiðingu vímugjafa og uppgjöf á grundvelli hagkvæmnissjónarmiða, svartsýnis og hráslagaviðhorfa þeirra, sem taka ekki mið af öðrum þörfum en sínum eigin. Meðferð, skóli, vinna eru þau kjörorð sem Krýsuvíkursamtökin hafa kosið að starfa eftir og miðar öll uppbygging starfsins í Krýsuvík að því að þessi markmið megi verða að veruleika og skólahúsið í Krýsuvík þeim athvarf og skjól, sem nú ráfa veglausir á milli fangelsa og heilbrigðisstofnana á leið sinni út í kirkjugarðinn. Ilöfundur er starfsmaður Krýsuvíkursamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.