Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Ákvæði í væntanlegum barnalögum: Sameiginleg forsjá Málmfríður Sigurðardóttir Fjáraukalög 1990; FRUMVARP til fjáraukalaga var til umræðu í sameinuðu þingi í gærdag. Menn voru helst sam- mála um að það væri til bóta að leita heimilda til útgjalda um svipað leyti og til þeirra væri stofnað fremur en að samþykkja löngu síðar eftir að þau hefðu verið innt af hendi. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, mælti fyrir frumvarp- inu. í máli hans kom m.a. fram að frumvarpið væri annað frumvarp til fjáraukalaga á þessu ári. Hið fyrra var afgreitt í maí og var vegna ráðstafana í tengslum við kjara- samninga fyrr á árinu. Hann sagði þessi lög vera enn frekari staðfest- ingu á nýskipan efnahagsmálanna. Hann taldi það verklag horfa til framfara að leita heimilda til auk- inna útgjalda strax fremur en að samþykkja útlát, mörgum mánuð- um síðar. Hefði fyrrgreint skapað mun meiri festu í útgjöldum ríkis- sjóðs. Fjármálaráðherra gerði í nokkru máli grein fyrir efni frumvarpsins. Upp'naflega var gert ráð fyrir 3,7 milljarða króna halla á rekstri ríkis- sjóðs en kjarasamningar breyttu forsendum til hækkunar og kom útgjaldahliðin fyrr fram. Eftir end- urskoðun var hallinn áætlaður um 4,5 milljarðar. Afkomuhorfur ríkis- sjóðsins í lok ársins voru endur- metnar væri halli nú reiknaður 4.960 milljónir. Að miklu leyti væri orsakanna að leita í nokkrum liðum s.s. Tryggingastofnun ríkisins, lyijakostnaði o.fl. 1.260 milljónir. Framlag til Endurbótasjóðs menn- ingarstofnana í stað lánveitingar nemur 300 milljónum og áhrif vegna verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga um 280 milljónum. Fjármálaráðherra lét þess getið að kostnaður vegna samningavið- ræðna EFTA og EB væri um 70 milljónir og væru þær því með dýr- ustu milliríkjaviðræðum í sögu ís- lendinga. Fram kom að innheimta virðis- aukaskatts á fyrri hluta ársins varð heldur meiri en áætlað var en á móti vegur að niðurfellingu virðis- aukaskattsins af bókum var flýtt og einnig hefur verið afráðið að veita áfram gjaldfresti i tolli. Skattabreytingar í júlí og lækkun tolla af bensíni skertu tekjur ríkis- sjóðs um 200 milljónir. Fjármálaráðherra sagði að ai- mennt hefði tekist að halda rekstri stofnana ríkisins í böndum og mætti m.a. rekja það til bætts eftirlits og bættrar, áætlunargerðar. Dýr verkaskipti Ólafur Ragnar endurtók að út- gjaldaaukningin ætti rætur að rekja til nokkurra afmarkaðra þátta og vægju þar þyngst aukin útgjöld til heilbrigðis- og tryggingarmála. Ráðherrann lét þess getið að erfitt gæti reynst í framtíðinni að mæta auknum kröfum um bætta og aukna þjónustu í framtíðinni innan ramma fjárlaga. Kostnaður vegna verka- Ólafur Ragnar Grímsson skiptingarinnar hefði og reynst mun meiri en áætlað hefði verið. Áformað er að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs að fullu innanlands, gera upp yfirdráttarskuldir ríkissjóðs í Seðlabanka og jafnvel greiða erlend lán niður. í ræðulok fór ijármálaráðherra enn á ný orðum um nýskipan ríkis- fjármála, ítrekaði þá skoðun sína að Alþingi ætti að hefja fyrr störf og einnig að íjárveitinganefnd ætti að vera heilsársnefnd. Ráðherrann þakkaði góða samvinnu við fjárveít- inganefnd og lagði til að frumvarp- inu yrði vísað til annarrar umræðu og fjárveitinganefndar. Hallarekstur Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði m.a. felast í frumvarpinu að hallinn ykist um 420 milljónir, yrði um 5 milljarð- ar. Pálma var það áhyggjuefni að hallarekstur væri vaxandi. Síðustu fjárlög hefðu reynst haldlaus og niðurskurðurinn í kjölfar kjara- samninga gagnslaus. Ræðumaður rakti m.a. fyrri gagnrýni á fjár- málastjórn íjármálaráðherra og sagði spádóma sína nú vera að koma fram og væri þó á meiru von, þegar öll kurl kæmu til graf- ar. Hann viðhafði þau ummæli að umtalaður sparnaður í ríkisrekstrin- um væri heldur ótrúverðugur þegar sömu sparnaðartillögumar sæjust ár eftir ár. Pálmi gagnrýndi ýmsa liði sem hann taldi vanáætlaða, t.d. varðandi lyfjakostnað og tölur sum- ar í bjartsýnna lagi. Pálmi lét þess getið að borist hefði erindi frá Ríkisspítölunum, í gegnum heilbrigðisráðuneytið, þar 'væri sýnt fram á að á þeim bæjum vantaði býsna stórar fjárhæðir og hefðu þó landsmenn orðið varir við að þar væri gengið hart fram í spamaði, deildum lokað og dauð- veikt fólk borið út á götu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir lægi fyrir í erindum hjá fjárveitinganefnd að óleystur vandi næmi yfir 200 millj- ónum. Ræðumaður fór einnig orðum um verðjöfnunarsjóð og „tilfærslur“ fjármálaráðherra sem hann gagn- rýndi en lauk þó lofsorði á kunn- áttu ráðherrans á þessu sviði. Hann gerði aukin útgjöld að umtalsefni, sagði m.a. að hann hefði óskað eft- ir greinargerð frá sveitarfélögunum um kostnaðinn vegna nýrrar verka- skiptingar milli þeirra og ríkisins. Hann taldi einnig útgjöld sjálfs fjár- málaráðuneytisins í hærra lagi. Pálmi taldi það í sjálfu sér til bóta að afgreiða fjáraukalögin fyrr. Sagði það eðlilegt að hugleiða hvort Alþingi ætti að koma fyrr saman þótt hann væri því andvígur. En tók undir þá skoðun að rétt væri að gera fjárveitinganefnd að heilsárs- nefnd. Málmfríður Sigurðardóttir (SK/Ne) gagnýndi frumvarpið á sömu lund og fyrri ræðumaður. Margt hefði verið vanáætlað fyrr á árinu og niðurskurður ekki náð fram að ganga. Pálmi Jónsson Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) fagnaði þeim nýja sið að koma íjáraukalögunum í gegnum þingið á skikkanlegum tíma. Stefán vildi einnig vekja athygli þingheims á vanda Leikfélags Akureyrar sem ekki hefði fengið fullnægjandi úr- lausn. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) lét í ljós ánægju með að ijáraukalög væru afgreidd fyrir yfirstandandi ár. Hann benti á að störf ijárveit- inganefndar væru nú orðin það umfangsmikil að þörf væri á því að endurskoða vinnufyrirkomulag. Kristinn Pétursson (S/Al) fagn- aði eins og aðrir hinu nýja verklagi við afgreiðslu fjáraukalaga en þótti frumvarpið að þessu sinni ógreini- legt plagg. Kristinn taldi einnig að rekstraráætlun fyrir ríkissjóð fram til áramóta væri nauðsynlegt fylgi- skjal. Margs að gæta Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, tók að lokum aftur til máls. Sagði m.a. að mikilvægt væri að sem breiðust samstaða væri um nýja verkhætti. Hann svar- aði nokkru þeirri gagnrýni sem STÖÐUGT bætist í málafjöldann sem Alþingi hefur til umfjöllun- ar. Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) spyr dómsmálaráðherrann um öryggi í óbyggðaferðum. Guðmund- ur H. Garðarson (S/Rv) gerir fyrir- spurn til samgönguráðherra um varaflugvöll vegna alþjóðaflugs. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv) innir iðnaðarráðherra eftir hagnaði af orkusölu til álversins í Straumsvík. Pálmi Jónsson (S/Nv) spyr forsætisráðherra um GATT- viðræður. Guðni Ágústsson (F/Sl) spyr samgönguráðherra um inn- fiutning matvæla með ferðafólki. Birgjr Isleifur Gunnarsson gerir fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um sérstakt skógrækarátak. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl) og Málmfríður' Sigurðar- dóttir (SK/Ne) spyija félagsmála- ráðherra um greiðslur til stuðnings- ijölskyldna fatlaðra barna. Ellert Eiríksson (S/Rn), Ólafur G. Einarsson (S/Rn), Salóme Þor- kelsdóttir (S/Rn) og Hreggviður Jónsson gera tillögu til þingsálykt- unar um flutning varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Guðni Ágústsson (F/Sl), Alexander Stef- ánsson (F/Vl) og Stefán Guð- mundsson (F/Ne) flytja þingsálykt- unartillögu um eigin eftirlaunasjóði einstaklinga. Hreggviður Jónsson (S/Rn), Ingi Björn Albertsson (S/Rv) og Ellert Eiríksson (S/Rn) gera tillögu til þingsályktunar um tvöföldun Reykjanesbrautar. Egg- ert Haukdal (S/Sl) og Hreggviður Jónsson (S/Rn) leggja til að þingið álykti um könnun á Ijárveitingum FRUMVARP til barnalaga er væntanlegt í næsta mánuði. I frumvarpinu verður ákvæði um sameiginlega forsjá. Þetta kom fram í máli dóms- og kirkjumála- ráðherra á 8. fundi sameinaðs þings síðastliðinn fimmtudag þegar ráðherrann svaraði spurn- ingum Danfríðar Skarphéðins- dóttur (S/Vl) og Málmfríðar Ein- arsdóttur (SK/Ne) um endur- skoðun barnalaga. Danfríður Skarphéðinsdóttir fór í upphafi fundar nokkrum orðum um fyrirspurnina og sagði m.a. að þótt börnin væru framtíð þjóðarinn- ar væri þjóðfélagið um margt fram hafði komið í umræðunni. Hann fór viðurkenningarorðum um samráðherra sinn í heilbrigðisráðu- neytinu sem hefði beitt sér í því erfiða verkefni að halda lyfjakostn- aði niðri. Hann fór einnig nokkrum orðum um útgjöld fjármálaráðu- neytisins, sagði þar vera ýmsan kostnað sem væri tæpast sök ráðu- neytisins þótt á reikningi væri, t.d. uppbætur á lífeyri ráðherra og al- þingismanna. Hann minntist einnig nokkurra þjóðþrifaverka í útgáfu sem ekki mættu niður falla þótt útgáfa reyndist umfangsmeiri og frekari á fé og tíma, heldur en í upphafi var ætlað. Fjármálaráðherra vísaði því á bug að hann reyndi að leyna út- gjöldum með bókhaldstilfæringum. Þótt tækniatriði og kenningar í þeim fræðum væru hinar merkustu kysi hann að halda sig við heimilis- bókhaldið og talaði um útgjöld og tekjur á því ári sem þau ættu sér stað. í ræðulok þakkaði ráðherrann þær almennu og góðu viðtökur sem frumvarpið hefði fengið varðandi form og þá nýju venju að leggja það fyrr fram og vænti þess að fjár- veitinganefnd afgreiddi það fljótt og vel. úr Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins. Sverrir Sveinsson (F/Nv), Halldór Blöndal (S/Ne), Jón Sæmundur Siguijónsson (A/Nv), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F/Ne), Ragnar Arnalds (Ab/Nv), Arni Gunnarsson (A/Ne) og Pálmi Jónsson (S/Nv) flytja þingsályktun- artillögu um könnun á gerð jarð- ganga og vegarlagningu milli Ólafs- flarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarð- armúla. Eggert Haukdal (S/Sl) ger- ir tillögu til þingsályktunar um brú- arframkvæmdir á Suðurlandi. Skúli Alexandersson, (Ab/Vl) Margrét Frímannsdóttir (Ab/Sl), Stefán Guðmundsson (F/Nv), Karvel Pálmason (A/Vf), Kristín Einars- dóttir (SK/Rv), Salóme Þorkels- dóttir (S/Rn) og Hulda Jensdóttir (B/Rv) gera tillögu til þingsálykt- unar um kynningu á vörum frá vernduðum vinnustöðum. Margrét Frímannsdóttir (Ab/Sl) flytur þingsályktunartillögu um aulrinn þátt bænda í landgræðslu- og skóg- ræktarstarfi. Tvær þingsályktun- artillögur eru framlagðar um aukna þjónustu Ríkisútvarpsins, fyrir Suð- urland eru flutningsmenn, Margrét F'rímannsdóttir (Ab/Sl), Guðni Ágústsson (F/Sl), Jón Helgason (F/Sl) og Eggert Haukdal (S/Sl). Fyrir Vesturland, Skúli Alexanders- son (Ab/Vl), Danfríður Skarphéð- insdóttir (SK/Vl), Valdimar Ind- riðason (S/Vl), Eiður Guðnason (A/Vl) og Ingi Björn Albertsson (S/Vl). Salóme Þorkelsdóttir (S/Rn) og Guðmundur H. Garðarson (S/Rv) flytja frumvarp til laga um lífeyris- barnaljandsamlegt. Réttarstaða barna væri óljós og þau yrðu oft bitbein foreldra í forsjármálum. Hún minntist eldri frumvarpa til barnalaga sem ekki hefðu fengist afgreidd. Og sagði ákvæði um sam- eiginlega forsjá foreldra hafa reynst mjög umdeilt, hvað sem öðru liði yrði að setja skýrari reglur um rétt barna. Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra sagði sifjalaga- nefnd vinna að endurskoðun eldri frumvarpa og væri stefnt að því að leggja fram frumvarp í næsta mánuði. Þær breytingar yrðu helst- ar, að hluta byggðar á þeim frum- vörpum. Auk þess yrðu heimildir rýmkaðar til að leita til dómstóla í ágreiningsmálum um forsjá barna. I frumvarpinu verður ákvæði um sameiginlega forsjá barna og um það að dómstólar skeri úr ágrein- ingi. Jafnframt er gert ráð fyrir því að sýslumenn skeri úr ágreiningi í umgengnisréttarmálum. Danfríður Skarphéðinsdóttir fagnaði því að unnið væri að mál- inu. Hún vildi minna á að hugsjón- in um sameiginlega forsjá væri mjög göfug en spurningin væri Iíka um tilfinningalega þáttinn þegar út í skilnað væri komið, og það væru uppi efasemdir um slík ákvæði meðal þeirra sem í daglegu starfi sínu fjölluðu um þessi mál. Hún fagnaði væntanlegu frumvarpi og kvaðst vona að til þess verks yrði vandað. Réttur barnsins yrði fyrst og fremst hafður að leiðarljósi. réttindi hjóna. Guðmundur H. Garð- arson (S/Rv) hefur flutt lagafrum- varp um ársreikning og endurskoð- un lífeyrissjóða. Eiður Guðnason (A/Vl) hefur flutt frumvarp um breytingu á áfengislögum. Ingi Björn Albertsson (S/Rv) og Hregg- viður Jónsson (S/Rn) mæla fyrir lagafrumvarpi um afreksmannasjóð íslenskra íþróttamanna. Stefán Val- geirsson (SFJ/Ne) flytur frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni. Margrét Frímannsdóttir (Ab/Sl) gerir tillögu um breytingar á lögum um al- mannatryggingar. Gerð er tillaga um breytingu á umferðarlögum varðandi lækkaða áfengisprósentu í blóði, flutningsmenn eru Árni Gunnarsson (A/Ne), Ragnhildur Helgadóttir (S/Rv), Geir Gunnars- son (Ab/Rn), Kristín Einarsdóttir (SK/Rv), Jón Kristjánsson (F/Al). Halldór Blöndal (S/Ne) endurflytur lagafrumvarp um endurgreiðslu á gjaldi af erlendum lánum vegna skipasmíða hér á landi. Hulda Jens- dóttir flytur lagafrumvarp um breytingu á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófijósemisaðgerðir. Dómsmálaráð- herra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á sektarmörkum nokkurra laga. Lögð hefur verið fram frumvörp um opinbera réttar- aðstoð, frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum og frumvarp um jafna stöðu og rétt kvenna og karla. Frumvarp til fjáraukalaga er komið fram, einnig frumvarp til laga um brottfalla laga og lagaákvæða. Frumvarp til laga um breyting á lögum um Kennara- háskóla íslands. Frumvarp um breyting á lögum um fangelsi og fangavist. Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Meiri festa í útgjöldum ríkisins A - segir Olafur Ragnar Grímsson Mal lögð fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.