Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 HRAUNHAMARhf áá m FASTEIGNA-OG SKIPASALA Reykjavíkurvegi 72. Hafnarfirði. S- 54511 I smíðum Álfholt - raðhús. Til afh. strax fokhelt, 200 fm raðhús á 2 hæðum m. innb. bílsk. Skilast fullb. utan. Mögul. að taka íb. uppí kaupverð. V. 7,6. Háholt. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. sem skilast tilb. u. tréverk m.a. íb. m. sér- inng. Verð frá 4,8 millj. Alfholt. 3ja og 4ra herb. íbúðir í klasahúsum sem skilast tilb. u. trév. Teikn. á skrifst. Verð frá 6,3 millj. Suðurgata - Hf. - fjórb. 4ra herb. íbúðir ásamt innb. bílsk. alls 147-150 fm. Fokh. nú þegar en skilast tilb. u. trév. 15. des nk. Verð frá 8,3 millj. Einbýli - raðhús Hrauntunga — Hafnarf. Mjög fallegt 180 fm einbhús auk 30 fm bilsk. Glæsil. eign. Hagst. lán áhv. V. 16,8 m. Suðurhvammur — Hf. — nýtt lán. Höfum fengið i einkasölu nýtt mjög skemmtil. 184,4 fm raðhús á 2 hæðum m. bílsk. íb.hæft en ekki fullb. Áhv. nýtt húsn.lán 3 m. V. 11,5 m. Vallarbarð. 190fmraðh.áeinnihæð ásamt bílsk. Að mestu fullb. Skipti mögul. Áhv. m.a. nýtt hússtjlán Verð 12 millj. Austurtún - Álftanesi. Mjög fallegt 160,3 fm nettó raðhús á tveimur hæðum. 29 fm bílsk. Verð 11,2 millj. Öldutún. Mjög fallegt 160 fm enda- raðh. auk bílsk. Nýjar innr. V. 10,9 m. Skógarlundur - Gbæ. Giæsii. raðhús á einni hæð auk bílsk. Samtals 170 fm. Verð 10,8 millj. Háihvammur. ca. 380 fm einbhús á tveimur hæöum. Á jarðh. er ein 3ja herb. og ein 2ja herb. íb. Mögul. að taka íbúðir uppí kaupverð. Lækjarkinn. 181 fm einbhús, hæð og ris í góðu standi. 2 stofur og bað- stofuloft. Bílskréttur. Eign sem hefur verið mjög vel við haldið. Verð 12,2 millj. 5-7 herb. Reykjavíkurvegur. Mjög faiieg og rúmg. 138 fm efri sérhæð í nýlegu húsi, 4 svefnherb., stórar stofur. Verð 8,8 millj. 4ra herb. Hjallabraut Mjög falleg 103 fm nettó 4ra-5 herb endaíb. á 2. hæð. Stór- ar suðursv. sem hafa nýl. verið yfirb. Ákv.s sala verð 7,6 millj. Álfaskeið - m. bflsk. - laus Strax. Mjög falleg 104 fm 4ra herb. endaíb. á 3. hæð. Nýtt vandað eldhús. Lítið áhv. Góður bílsk. Verð 7,2 millj. Hjallabraut. Mjög falleg 108 fm nettó íb. á 2. hæð. Mikið endurn. íb. m.a. parket á gólfum. V. 7,5 m. 3ja herb. Hjallabraut. Mjög falleg 96 fm 3ja- 4ra herb. íb. á 1. hæö. Stórar suöursval- ir. Skipti hugsanl. á stærri eign. Verð 6,4 millj. Furugrund - Kóp. Miög faiieg 87 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð. Mjög góðar innr. m.a. parket á gólfum. Ákv. sala. Verö 6,2 millj. Miðvangur. Mjög falleg 3ja herb. endaíb. á 7. hæð í lyftublokk. Parket. Verð 5,8 millj. Hraunstígur. 62 fm 3ja herb. risíb. í góðu standi. Laus í feb. Verð 4,8 millj. Hörgatún. Ca 92 fm 3ja herb. efri hæð. Bílskréttur. Góður staður. Áhv. nýtt húsnæðisstj.lán. Verð 5,9 millj. 2ja herb. Selvogsgata. 58 fm 2ja herb. efri hæð í steinhúsi i góðu standi. Ákv. sala. Verð 3,9 millj. Hverfisgata - Hf. 50 fm nettó 2ja-3ja herb. risíb. Húsnlán 1,2 millj. Lækkað verð 2950 þús. Öldugata - Hf. - laus. 2ja herb. ósamþ. íb. á jaröhæö í góðu standi. Verð 2,9 millj. Heiðarhvammur - Kefl. 61 fm 2ja herb. íb. í nýl. húsi. Hagst. lán áhv. Verð 3,5 millj. Magnús Emilsson, lögg. fasteignasali, kvöldsími 53274. Lánastarfsemi Háskólabóka- safns og þjónusta við notendur eftir Áslaugu Agnarsdóttur Þjónusta Háskólabókasafns við notendur er margþætt. Hún felst m.a. í útlánastarfsemi, lánum milli safna, tölvuleit í erlendum gagna- söfnum, skipulegri kynningu á safn- inu og fræðsju um öflun upplýsinga og heimilda. í þessari grein er ætlun- in að kynna útlánastarfsemi safnsins og upplýsingaþjónustu í tengslum við hana. Hverjir nota Háskólabókasafn? Háskólabókasafn er næststærsta bókasafn landsins og stærsta al- menna vísindabókasafnið. Það kaup- ir flestar bækur og flest tímarit allra hérlendra bókasafna. Það nýtur, eitt þriggja bókasafna, skylduskila (hin eru Landsbókasafn og Amtsbókasaf- nið á Akureyri), þ.e. fær eitt eintak af öllu því sem prentsmiðjum og bókaútgefendum ber að afhenda lög- um samkvæmt. Safnið sinnir þörfum kennara og nemenda háskólans eftir bestu getu, bæði hvað varðar kennslu og rannsóknastarfsemi. En þótt hlutverk safnsins sé öðru frem- ur að þjóna háskólasamfélaginu, sinnir það einnig að hluta til þörfum atvinnulífs, stjórnsýslu og rann- sóknastarfsemi utan háskólans. Al- menningur hefur hingað til lítið not- að safnið, en leggja ber áherslu á, að Háskólabókasafn er öllum opið. Þar er mikinn fróðleik að finna og margvíslega þjónustu að fá. Staðsetning og umfang Þegar gengið er inn í aðalbygg- ingu Háskóla íslands að framan- verðu, blasa við dyrnar að aðalsafn- inu. Safnið hefur alla bakálmuna til HÁSKÓLA BÓKASAFN 1940-1990 umráða. Það fékk hátíðasal háskól- ans til afnota árið 1986 og eru nú afgreiðslustaðir þess tveir. A 1. hæð er mestur hluti ritakostsins og þar fer útlánastarfsemin aðallega fram, en í hátíðasal á 2. hæð er handbóka- rými og lestraraðstaða fyrir um 50 manns. Auk þess eru á vegum safns- ins 17 útibú svo og geymslur fyrir eldri rit utan safns. Lesstofur eru í 15 byggingum víðs vegar um borg- ina. Það liggur því í augum uppi að safnkosturinn dreifist allnokkuð, en skrá yfir hann allan er í aðalsafni. Alls eru um 285 þús. bindi í safn- inu, en þar af eru aðeins um 110 þús. í aðalsafni. Rúmlega 90 þús. bindi eru í geymslum og 80 þús. í útibúum. Afgreiðsla Fremst í safninu á 1. hæð er af- greiðslusalur safnsins. Hér fara útl- án fram og hér eru einnig spjald- skrár yfir ritakost safnsins (bæði Áslaug Agnarsdóttir þann hluta sem er í aðalsafninu, og einnig það sem er í útibúum). Bókakostinum er raðað í hillur samkvæmt alþjóðlegu flokkunar- kerfi, sem kennt er við Bandaríkja- manninn Melvil Dewey. Hann er á sjálfbeina, þ.e. notendum er heimilt að ganga um safnrýmið og sækja sjálfir rit sem þeir kynnu að hafa áhuga á. Starfsliðið er fámennt, við af- greiðslu er að jafnaði aðeins einn maður, og eru því safnið og útlána- starfsemin skipulögð þannig að not- andinn geti að nokkru leyti afgreitt sig sjálfur. Flestir nemendur við háskólann fá safnkynningu fyrsta árið, sem þeir eru í námi, og venjast því fljótt að nota safnið upp á eigin spýtur. Að auki koma stundum hóp- ar úr öðrum skólum og skoða safnið í fylgd bókavarðar. Að sjálfsögðu fá allir sem þurfa þess og æskja aðstoð við að finna þau rit sem þá vanhag- ar um. Ef safnið á ekki rit sem not- andann vantar þá er hægt að panta það, eða ljósrit úr því, að utan (milli- safnalán). Utlánstími flestra rita er einn mánuður. Sum rit eru tekin fjá að beiðni kennara og höfð á svokölluðu „skammtímaláni" uppi á lestrarsal, þ.e. þau eru lánuð út í þijá daga eða eina viku, eða þau eru eingöngu til notkunar á salnum. Þetta á einkum við ef margir þurfa að lesa ritin 'á stuttam tíma. Tímarit eru yfirleitt ekki lánuð út lengur en þijá daga. Handbækur á lestrarsal, tilvísanarit og bókfræðirit í afgreiðslu- og spjaldskrársal eru aldrei lánuð út. Utlánstími ritanna er því sveigjan- legur og breytingum háður. Árið 1980 voru útlán rúmlega 23 þús., þar af um 16 þús., úr aðal- safni'. Þau hafa aukist lítillega ár frá ári, og útlán fyrir árið 1989 voru um 32 þús., þar af rúmlega 22 þús. úr aðalsafni. Þegar tölur um útlán eru skoðaðar, ber þó að hafa í huga, að mikið af bókum og tímaritum er notað á staðnum, án þess að um skráð lán sé að ræða. Hvaða rit á Háskólabókasafn? Bókakostur safnsins miðast eðli- lega við stærsta notendahóp þess, sem er háskólasamfélagið, kennarar og nemendur, Enda þótt safnið eign- ist eintak af öllum íslenskum ritum svo sem áður er getið, hefur verið áætlað, að um átta bækur af hveij- um tíu í safninu séu erlendar. Safnið fær til varðveislu eintak af lokaritgei'ðum nemenda allra deilda. Þessar ritgerðir eru geymdar uppi á lestrarsalnum, þar sem heim- ilt er að lesa þær, en ekki má lána þær út, og hvorki ljósrita úr þeim 8. einvígisskákin um heimsmeistaratitilinn: Kasparov glutraði frum- kvæðinu í tímaliraki Karpovs ___________Skák_______________ Karl Þorstein SPENNAN var rafmögnuð þegar leið að lokum 8. einvígisskákar Kasparovs í Hudson-leikhúsinu í New York. Ekki einungis þurfti Karpov að glíma við stórsókn heimsmeistarans heldur og var umhugsunartími hans á þrotum. Karpov þurfti að leika þrettán leiki á aðeins fimm mínútum í mjög erfiðri stöðu. En hann varð- ist snilldarlega, og það var eins og heimsmeistarinn færi á taugum í tímahraki andstæðingsins. Á óskiljanlegan hátt lék hann af sér peði og í biðskákinni á Karpov peðinu framyfir og einhveija vinningsmöguleika. Kasparov byijaði skákina með kóngspeðsleik rétt eins og "í þeim skákum þar sem hann hefur stýrt hvítu mönnunum. Byrjunarleikirnir féllu í svipaðan farveg og í 6. einvíg- isskákinni. Kasparov breytti út af í 12. leik en sú bragarbót vann skammt á undirbúningi áskorandans. Karpov tefldi áframhaldið hratt og af miklum sannfæringarkrafti. Með framrás drottningarpeðsins í fjórt- ánda leik þótti kveða við nýjan tón í byrjuninni og leikurinn var auðsýni- lega undirbúinn í herbúðum áskoran- dans. Kasparov á hinn bóginn þurfti 45 mínútna umhugsun til þess að ákveða áframhaldið. Á meðan veltu skáksérfræðingar fyrir sér möguleik- unum. Bandaríski stórmeistarinn Byrne var ekki sannfærður um ágæti leiksins. „Við erum bara að skoða, svipað og þegar litið er í búðar- glugga. Við vitum ekki hvort við kaupum leikinn" var andsvar hans um ágætið. Kasparov fann sterkt mótsvar. Með peðaframrás á miðborðinu skap- aði hann sér hættuleg sóknarfæri á kóngsvæng. Taflmennska Karpovs var ráðleysisleg á meðan heimsmeist- arinn stillti liðsmönnum mínum gráum fyrir járnum og þegar tíma- leysið fór að auki að heija á Karpov voru spádómar skáksérfræðinga flestir á eina leið. En Karpov er öðr- um slyngari í vamartaflmennsku. Hann sá við sérhverri hótun and- stæðingsins og þar kom að því að óþolinmæði Kasparovs gerði vart við sig. Umhugsunarlaust lét hann peð af hendi í von um mátsókn. Karpov þáði peðið og varðist í leiðinni hótun- um Kasparovs. Kasparov átti þá þann einn kost vænstan að skipta í endatafl og í biðstöðunni hefur hann eins og áður sagði peði færra en jafnteflismöguleika sökum tætings- legrar peðastöðu svarts. Það er ljóst að hernaðartaktík Kasparovs hefur beðið skipbrot í síðustu viðureignum. Vafalaust hefur hann ætlað að gera út um einvígið strax í byijun. Kraftaurinn i tafl- mennsku hans þá var slíkur að Karpov virtist ekki eiga sér viðreisn- ar von. En áskorandinn hefur staðist harðvítugnstu sóknina. Staðan í heimsmeistaraeinvíginu er nú jöfn, hvor keppandi hefur unnið eina skák og jafnteflin eru fimm. Einvígið er 24 skákir og síðari hluti einvígisins verður haldinn í borginni í Lyon í Frakklandi. Kasparov nægir sem heimsmeistara að halda titlinum á jöfnu og haldi hann jafntefli i bið- skákinni stendur hann ennþá fræði- lega betur að vígi þrátt fyrir óhag- stætt gengi á undanförnum skákum. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spánskur leikur 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rd7 10. d4 - Bf6 11. a4 - Bb7 12. Be3 Hér víkur Kasparov frá 6. skák- inni. Þá lék hann 12. axb5 — axb5 13. Hxa8 — Dxa8 14. d5 en varð ekkert ágengt í áframhaldinu. End- urbótin kom Karpov auðsjáanlega ekki á óvart. Leikurinn er þekktur í bókarfræðum og áframhaldið tefldi hann hratt. 12. - Ra5 13. Be2 - Rc 4 14. Bcl - d5?! Ný hugmynd í þessari stöðu. Það verður að segjast að það er þvert ofan í hefðbundinn skákstíl Karpovs að leika jafn hvassan leik. Leiknum er liklega ætlað að koma andstæð- ingnum á óvart og miðað við áfram- haldið er ólíklegt að Karpov beiti honum á nýjan leik. 15. dxe5 — Rdxe5 16. Rxe5 — Rxe5 17. axb5 — axb5 18. Hxa8 — Dxa8 19. f4! - Rg6 20. e5 Peðameirihluti hvíts á kóngsvæng veitir honum ótvírætt frumkvæði. Hörfi biskupinn til e7 kemur sama- stundis 21. f5! - Bh4 21. Hfl - Be7 21. d4? væri einfaldlega svarað með 22. Dg4! með hótuninni 23. f5 eða 23. Bxg6. 22. Rd2! - Bc5 23. Kh2 - d4!? Karpov er ekki öfundsverður af stöðunni. Honum er nauðsyn að koma hvítreita biskupnum í spilið en leikurinn hefur jafnframt þann ókost að veita hvíta riddaranum óhindrað- an aðgang að e4-reitnum. 24. De2 — dxc3 25. bxc3 — Hd8 26. Re4 - Ba3 27. Bxa3 - Bxe4! Djúphugsaður leikur sem sýnir vel stöðuskilning Karpovs. Þrátt fyrir mikið tímahrak skynjar Karpov að riddarinn þarf nauðsynlega að fjar- lægja til þess að létta af sóknarþung- ann. Eftir 27. — Dxa3 28. Rg5! vof- ir hótunin 29. e6! og 29. Dh5 yfir. Við leiknum 28. — Dxc3 væri svarið 29. e6! með óveijandi hótunum. 28. Dxe4 - Dxa3 29. f5 - Re7 30. Dh4 - f6! Það er góð regla að stilla peðum sínum á reiti ósamlitum biskup and- stæðingsins. Með leiknum fyrirbygg- ir svartur frekari framrás f-peðsins. Raunar virðist hvítur lítið hafa uppúr krafsinu að leika 30. f6 — Rg6, t.d. 31. Dc6 - Rxe5! 32. Dxc7 - Dd6. Nú er 31. exf6 auðvitað svarað með 31. — Dd6+ og síðan 32. — gxf6. 31. Dg3 - Kf8 32. Khl?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.