Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, •Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Norska ríkisstjórnin springur vegna EB Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ástæðan fyrir lausnarbeiðninhi er ágrein- ingur um afstöðuna til Evrópu- bandalagsins (EB). Hægri flokkur forsætisráðherrans er eindregið fylgjandi því að Norðmenn sæki um aðild að bandalaginu. Kristilegi þjóðarflokkurinn sem einnig á að- ild að ríkisstjóminni er tvístígandi í Evrópumálunum en hins vegar er þriðji stjómarflokkurinn, Mið- flokkurinn, alfarið andvígur því að Noregur gangi í EB. Ríkisstjómin sprakk vegna þess að Miðflokkur- inn neitaði að samþykkja lög um rýmkun á rétti útlendinga til að eiga hlut í norskum fyrirtækjum. Deilurnar í Noregi um afstöðuna til EB eru öllum sámaðilum Norð- manna að Fríverslunarbandalagi Evrópu (EFTA) áminning um nauðsyn þess að hraða ákvörðun- um um afstöðu til einstakra mála er snerta viðræður við EB um hið sameiginlega evrópska efnahags- svæði. Viðbrögðin eru mismunandi eftir löndum. í Noregi springur ríkisstjómin en í Svíþjóð tekur for- ysta Jafnaðarmannaflokksins og þar með ríkisstjórnarinnar þá ákvörðun, að Svíum b.eri að íhuga aðild og leiðtogar sænsku borgara- flokkanna lögðu það beinlínis til í sameiginlegri blaðagrein í gær, að Svíþjóð gengi í bandalagið. Umræður um skýrslu Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra um stöðu viðræðna EPfA og EB fóru fram á Alþingi á mánu- dag. Þar kom enn einu sinni í ljós, að íslenska ríkisstjómin hefur ekki burði til virkrar þátttöku í Evrópu- umræðunum eins og þær em að þróast hjá Norðmönnum. Innan ríkisstjómar Steingríms Her- mannssonar eru mörg ólík sjónar- mið um Evrópumálin eins og flest annað. Stjómin er hins vegar því marki brennd, að ráðherrar og stuðningsmenn hennar á þingi láta ekki skerast í odda heldur ýta málum óafgreiddum á undan sér. Ef það er rétt sem Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í þingumræðunum, að í raun væri enginn grundvallarmun- ur á samningum um evrópskt efna- hagssvæði og aðild að Evrópu- bandalaginu, enda yrði staðinn vörður um fiskveiðilögsöguna, hafa stjómmálamennirnir ekki gert þjóðinni nægilega skýra grein fyrir því um hvað þær samninga- viðræður snúast. í umræðunum á mánudag gekk Ragnhildur Helgadóttir, þingmatjS- ur Sjálfstæðisflokksins, lengra en þingmenn hafa áður gert, þegar hún sagði að íslendingar ættu að notfæra sér þann skilning sem væri á málum þeirra og sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Taldi Ragnhildur, að leiðin til að hafa áhrif á ákvarðanir innan EB hlyti að verða gegnum aðild og áhætta fælist í því að bíða eftir að aðrar þjóðir sæktu um aðild að bandalag- inu. í þessum ummælum Ragnhildar kemur fram svipað viðhorf og nú setur æ meiri svip á sænskar um- ræður um EB-málin. Ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð sér ekki lengur neina stórvægilega van- kanta á aðild Svía að EB. Þessi staðreynd á eftir að vega þungt meðal norskra jafnaðarmanna og kynni að flýta fyrir því, að ný ríkis- stjóm í Noregi undir forsæti Gro Harlem Brundtland, formanns norska Verkamannaflokksins, tæki af skarið um umsókn Norð- manna um aðild að bandalaginu. Hér hefur aðeins verið vikið að staðreyndum í hinni öra þróun Evrópumálanna á líðandi stundu. Hvarvetna verða forystumenn. að bregðast skjótt við og taka ákvarð- anir í ljósi hinnar almennu fram- vindu. Við íslendingar getum ekki breytt henni frekar en Norðmenn eða Svíar og verðum þess vegna að laga okkur að nýjum aðstæðum í samræmi við hagsmuni okkar, sem era ekki endilega hinir sömu og Svía og Norðmanna. í þessu sambandi er ekki úr vegi að vitna til athyglisverðrar ræðu, sem Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva hinn 5. október sl. Þar sagði hann m.a.: „Stjóm SAS hefur rætt þessi mál ítarlega á mörgum fundum á und- anfömum vikum og mánuðum og niðurstaðan miðað við núverandi aðstæður er eftirfarandi: í fyrsta lagi er það samdóma álit nefndar- manna að ekki komi til greina að sækja um aðild að EB miðað við núverandi kringumstæður og nú- verandi sameiginlega sjávarút- vegsstefnu bandalagsins eða sam- þykkja kröfu þeirra um veiðiheim- ildir.“ í ræðu þessari gerir Magnús Gunnarsson ítarlega grein fyrir þeim efnislegu rökum, sem liggja til þessarar niðurstöðu. Þeir stjóm- málamenn, sem telja nú tímabært að sækja um aðild að EB, hljóta að tjá sig um þær röksemdir af þeirri einföldu ástæðu, að í öllum samskiptum okkar við EB hljóta yfirráð okkar yfir sjávarútveginum ogfískimiðunum að ráða úrslitum. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar hefur ekki burði til að takast á við Evrópumálin af þeim þrótti sem þarf vegna þess, að innan ríkisstjómarinnar er eng- in samstaða um málið. Afstaðan til Evrópubandalagsins verður áreiðanlega eitt helsta umræðu- efnið í kosningabaráttunni í vetur og vor. Þá kemur í ljós, hvort sam- staða er innan einstakra stjórn- málaflokka og milli flokka um þetta örlagaríka mál. Stjómar- myndun að kosningum loknum getur áreiðanlega byggst mjög á því, hvernig línur leggjast í þeim efnum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson skipulagsbreytingar og breytt stórmótahald heim í félög og til stjórnar LH til Þingið sendi tillögur um frekari skoðunar. 41- LANDSÞING L.H.199o| 1 yí-iF WSm Jsfiffifc kék Jmjm 41. ársþing LH: Breytingum á skipulagi og stórmótahaldi frestað Þingið telur að yfirstjóm ræktunarmála eigi að vera áfram hjá Búnaðarfélaginu _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ALDREI fór það svo að hesta- menn samþykktu þær skipu- lagsbreytingar sem lagðar voru fyrir 41. ársþing Landsambands hestamannafélaga sem haldið var á Húsavík föstudag og laug- ardag. Tillögum um fjórðungsr- áðin var vísað til aðildarfélaga og stjórnar LH til frekari kynn- ingar og vinnslu. Svipaða afgreiðslu fengu tillög- ur um breytingar á stórmótahaldi en gert er ráð fýrir að LH gangist fyrir ráðstefnu um stórmótahald næsta vor. Enn einu sinni var borin fram tillaga um fækkun þinga þannig að þau yrðu haldin annaðhvert ár en formannafundir þess á milli. Ekki reyndist nú frekar en fyrri daginn hljómgrannur fyrir tillög- unni og var hún felld. Þrátt fyrir að ekki sé málefnaleg þörf fyrir árlegu þinghaldi virðist meirihluti hestamannafélaga tilbúinn að leggja í þann mikla kostnað sem þingunum fylgja. Formaður LH, Kári Arnórsson, hafði lýst því fyrir þingið að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs ef fyrrnefndar tillögur yrðu ekki samþykktar. Ekki varð af því þar sem Kári endurskoðaði afstöðu sína á þinginu og var end- urkjörinn til næstu tveggja ára með lófaklappi og handaupprétt- í fréttatilkynningu frá Norður- landaráði segir m.a.: „Með gerð samningsins aukast möguleikar Norðurlandabúa á að flytja milli norrænu landanna. íslenskur lög- fræðingur muna t.d. geta starfað í Noregi eða Svíþjóð, finnskir endur- skoðendur fengið löggildingu í Dan- mörku og sænskir hagfræðingar fengið starf innan finnska ríkisgeir- ans.“ ingu. Taldi Kári eðlilegt að hann tæki þátt í að fylgja hugmyndun- um áfram. Tveir nýir menn voru kjörnir í aðalstjórn LH, þeir Ingi- mar Ingimarsson, Léttfeta á Sauð- árkróki og Halldór Gunnarsson, Þjálfa í Suður-Þingeyjarsýslu. Komu þeir inn í stað Kristbjargar Eyvindsdóttur, Fáki í 'Reykjavík og Sigurðar Hallmarssonar, Grana á Húsavík, en þau gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Er aðalstjórn LH þar með orðið karlaveldi á nýjan leik. Stungið var upp á tveimur konum, þeim Elísabetu Þórólfsdóttur, Andvara í Garðabæ og Sigrúnu Sigurðardóttur, Gusti í Kópavogi, í stjórnarkjöri en hvor- ug þeir hlaut brautargengi. Voru margir ósáttir við þessa niðurstöðu en sárabót þótti þó að þær Elísa- bet og Sigrún vora báðar kjörnar í varastjóm LH. Aðrir í stjórn LH era Skúli Kristjónsson, Faxa í Borgarfirði, varaformaður, Jón Bergsson, Freyfaxa á Héraði, en hann var endurkjörinn með góðri kosningu, Guðmundur Jónsson, Herði í Kjósarsýslu, og Gunnar B. Gunnarsson, Sleipni á Selfossi og nágranni, en hann er gjaldkeri samtakanna. í varastjórn eiga sæti Sigfús Guðmundsson, Smára í Ámessýslu, Sigbjörn Bjömsson, Faxa í Borgarfirði, Kristmundur Halldórsson, Gusti í Kópavogi, auk þeirra Sigrúnar og Elísabetar. Allnokkur umræða var um mál- efni hrossaræktarinnar og bar þar Samningur þessi er eins konar viðbót við núgildandi samning um samnorræn vinnumarkað flestra stétta innan heilbrigðisþjónustunn- ar og kennara í grunnskólum og framhaldsskólum. Væntanlega öðlast samningurinn gildi sumarið 1991, þegar nauðsyn- legar lagabreytingar hafa verið gerðar. hæst umræðu um ósamkomulag hrossaræktarmanna, eins og það er orðað í ályktun sem kynbóta- nefnd þingsins samdi og síðar var samþykkt í þinginu. I ályktuninni segir meðal annars að þingið lýsi yfir áhyggjum sínum á því ósam- komulagi sem verið hefur á milli hrossaræktarmanna. Til lausnar á því leggi þingið áherslu á að hald- ið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var i upphafi þessa árs um aukna teygni einkunnargjafar og athugun á því hvemig sú breyt- ing hefur reynst í framkvæmd eins og um var talað í upphafi sýning- arársins. Þá lýsir þingið yfír stuðn- ingi við störf dr. Þorvaldar Árna- sonar að hrossarækt á íslandi og leggur þunga áherslu á að hann komi aftur til starfa með hliðstæð- um hætti og verið hefur. Þingið leggur þunga áherslu á, að sam- staða skapist um raunhæfa stefnu í hrossaræktinni, markvissa um- ræðu, og fagleg vinnubrögð. Því telur þingið áríðandi að yfirstjórn hrossaræktarinnar verði áfram hjá BÍ svo sem lög um búfjárrækt geri ráð fyrir, því annað fyrir- komulag myndi leiðá til upplausn- ar í ræktunarstefnu. Þá þakkar þingið þau störf er hrossaræktar- ráðunautar BÍ hafa unnið í gegn- um árin í þágu hestamanna. Voru menn vongóðir um að nú myndi birta til á nýjan leik eftir að samstaða náðist í kynbóta- nefndinni um ályktunina. Ekki gekk þó þrautalaust að koma ályktuninni í gegnum þingið því Andrés Kristinsson frá Kvíabekk kom með breytingartillögu á þá leið að hrossaræktanefnd BI yrði einnig þökkuð störf í þágu hrossa- ræktar. Eitthvað fór tillaga Andr- ésar fyrir bijóstið á ýmsum og lagði Þorkell Bjamason til að henni yrði vísað frá en Skúli Kristjóns- son, varaformaður LH og fulltrúi samtakanna í hrossaræktarnefnd- inni, sagðist myndu segja af sér ef henni yrði vísað.frá. Þegar hér var komið við sögu virtist allt í járnum en þingforsetar brugðu á það ráð að gera kaffíhlé. Að því loknu sté Andrés í pontu og dró tillögu sína til baka og var hún samþykkt í sinni upprunalegu mynd. Hrossaræktarnefnd og Skúli í Skarði fengu hinsvegar stuðning og þakkir þingsins í formi klapps. Samnoiræmi viimiimark- aður fyrir háskólamenn FORMAÐUR norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsráðherranna, Thor Pedersen innanríkisráðherra Danmerkur og sendiherrar Norður- landa í Kaupmannahöfn hafa undirritað samning um norrænan 'vinnu- markað fyrir háskólamenn og aðra með minnst þriggja ára nám á háskólastigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.