Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 33

Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 33 Gísli Baldur Garðarsson virðist telja það málstað sínum til framdráttar að rangfæra atburði 8. september sl. og ásaka þetta fóik um ofbeldis- tilhneigingar, þegar staðreyndin er sú, að eina ofbeldið sem reynt hefur verið að fremja í máli þessu er krafa hans sjálfs og Stefáns Guð- bjartssonar um að barnið verði flutt nauðugt af landi brott. 2. Lögmaðurinn fullyrðir rang- lega, að 15-20 manns hafi beðið fyrir utan safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar. Þetta er ekki rétt, og því síður, að ég eigi einhvern sam- býlismann, eins og fram kemur í greininni. Einnig staðhæfir hann, að ég ali á blindu hatri hjá dóttur minni í garð föður hennar, og þess vegna geti könnun sérfræðinga ekki farið fram með eðlilegum hætti. Ég skil það vel, að lögmaðurinn óttist málefnalega könnun í málinu, og að fagleg rannsókn fari fram á því hver sé vilji stúlkunnar. En ég mótmæli því harðlega, að ég hafi gerst sek um innrætingu af þessu tagi, og sýnist mér hæstaréttarlög- maðurinn hafi smitast illilega af hugarórum Stefáns Guðbjartsson- ar. Ég get hinsvegar vel skilið, að lögmenn vilji standa vörð um hags- muni skjólstæðinga sinna, en sú vanstilling sem þessi lögmaður sýn- ir í skrifum sínum bendir til þess, að viðhorf Stefáns hafi náð of mikl- um tökum á honum. Til marks um það má vísa í duldar hótanir lög- mannsins um að fá til liðs við sig ónefnda mótorhjólamenn til þess að gegna hlutverki löggæslumanna, og beita þeim til þess að taka bar- nið með valdi. í þessu sambandi vil ég taka það fram, að í upphafi þessa forræðis- máls úrskurðuðu hvorar tveggja barnaverndarnefnd Kjalarnes- hrepps, þar sem barnið átti heima áður en það fór til Spánar, og barnaverndarnefnd Reykjavíkur, að ég ætti að fá forræðið, og niðurstöð- ur allra þeirra sérfræðinga sem hafa haft barnið til meðferðar hníga í sömu átt. í grein lögmannsins koma fram ýmsar upplýsingar, sem benda til þess að ákveðnir menn í dómsmála- ráðuneytinu hafí ekki gætt þeirrar frumskyldu sinnar að koma fram sem hlutlausir aðilar. Lögmaðurinn segir, að hann hafí verið boðaður á fund ráðuneytismanna, sem hafi tjáð sér að ráðuneytið teldi þörf á að Stefán fengi bamið með beinni fógetaaðgerð. Jafnframt segir hann, að ráðuneytið hafí lofað að greiða allan lögfræðikostnað í mái- inu. Ég fæ ekki skilið að það sé hlutverk ráðuneytisins, sem á að gegna úrskurðarhlutverki í einka- máli, að styðja annan aðilann með þessum hætti, enda neituðu ráðu- neytismenn fyrst í stað harðlega, að þannig væri í pottinn búið, þeg- ar spurt var um þennan fjárstuðn- ing. Fróðlegt væri að fá upplýsing- ar um það samkvæmt hvaða heim- ildum umræddar greiðslur eru innt- ar af hendi. Ég efast um, að al- menningur sá hrifinn af því, að skattpeningum sé varið til þess að fjármagna tilraunir til að flytja níu ára barn af landi brott gegn vilja þess. Að lokum vil ég gera grein fyrir því hvers vegna ég gat með engu móti látið barnið af hendi, þrátt fyrir ioforð mitt til dómsmáíaráðu- neytisins. Ég var sett í þann siðferðilega vanda að velja á milli þess, hvort ég ætti að virða vilja dóttur minnar eða standa við skuldbindingar mín- af við stjórnvöld. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég hefði meiri skyldur við dóttur mína en ríkis- valdið, og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Akveðin trúnaðarskýrsla um framferði fyrrverandi eiginmanns míns átti ríkan þátt í að styrkja mig í að taka þessa ákvörðun, en vegna þess að efni hennar er við- kvæmt vil ég ekki greina frá því. Trúir því nokkur maður, að Hæstiréttur íslands, lögregla og lögregluyfírvöld í Reykjavík, Rann- sóknarlögregla ríkisins, borgarfóg- eti og allir þeir sérfræðingar, sem skoðað hafa málið, hafí ailir neitað, með einum eða öðrum hætti, að sinna kröfum Stefáns Guðbjarts- sonar og Gísla Baldurs Garðarsson- ar hæstaréttarlögmanns að ástæðu- lausu? Allir þeir embættismenn sem hafa verið viðriðnir þetta mál, að undanskildum tveimur háttsettum embættismönnum í dómsmálaráðu- neytinu, hafa fyrr eða síðar séð hversu ranglátar og ósanngjarnar kröfur Gísla Baldurs Garðarssonar hafa verið, og hafa þar af leiðandi dregið sig í hlé. Réttarríkið hefur ekki brugðist Gísla Baldri Garðars- syni hæstaréttarlögmanni, heldur hefur Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður brugðist rétt- arríkinu. Höfundur er fimm barna móðir. ♦ ♦ ♦---- Þýðingar á dönskum ljóðum SöGUSNÆLDAN hefur gefið út IJóðabókina Líkami borgarinnar. I bókinni eru ljóð dönsku skáld- anna Michaels Strunge og Sören Ulrik Thomsen í þýðingu Magnús- ar Gezzonar og Þórhalls Þórhallssonar. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ljóð þessara dönsku skálda hafa vakið feikna athygli um alla Evrópu. Vegna þess að þau takast á við það sem stórborgarfólk þekkir best; steinsteypu, malbik, plast, næturlíf, neonljós, einsemd mannsins og lík- ama hans í tæknivæddu þjóðfélagi." Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingasjóðnum. BILATORG Cudillac Sedan de Ville 1990 Vínrauður, leðursæti, rafm. í öllu. Verð 4.300 þús. kr. Skipti - skuldabréf. BÍLATORG NÓATÚNI2 — 105 REYKJAVÍK — ■ » m mm BESTU KAUPIN í TÖLVUBÚIMAÐI m.a. að mati virtustu tölvublaða heims. \mmm EDITÖR’S CHOICE Skjáir: Líttu við og sjáðu af hverju m.a. PC MAGAZINE taldi bestu kaupin, vera í. tölvuskjáum frá TVM... Myndgæðin í Super Sync 3A litaskjánum frá TVM eru einfaldlega betri. Tölvur: Afkastageta EX-286 PLUS tölvunnar er ótrúleg (Landmark 26,7Mhz)..hún er einfaldlega öflugri. Diskar: AT-BUS hörðu diskarnireru betri..... ög á lægra verði. Segulbönd: CÖREtape segulbandsstöðvar + CORE- fast hugbúnaður..tvöfaldir sigurvegar- ar..bestu kaup...PC-MAGAZINE. HAFÐU SAMBAND, VERÐIÐ ER LÆGRA EN ÞIG GRUNAR TÖLVUSALAM HE Suðurlandsbraut 20 — Sími 91- 8 37 77 ...ekki bara katti SfMI: 91 -24000 ■4* WMLri SCAVÍAR ... HRÖKKBRAUÐ IVokostlmkl ^VERSLUNARDEtLD ^SAMBANDSINS ASB ASEA BROWN BOVERI Rafhlöðuverkfærin frá ABB STOTZ-KONTAKT leysa vandann Gott jafnvægi Stillanlegt átak Tveir hraðar Báðar snúningsáttir Fylgihlutir Gott verð Símar 685854 og 685855 ELSTA TEPPAVERSLUN LANDSINS ðU/v 2» * ** „diiM os -OTfU" BMK GÓLFTEPPI 80% ULL 20% NYL0N Verð áður kr. m2 Verðnúkr. 2.400.-m2 M0TTA100% ULL, STÆRÐ 170 X 240 cm Verð áður kr. 1<þ8Ú0.- Verð nú kr.13.300.- HÍIWSEÍN FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 -SÍMI 686266

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.