Morgunblaðið - 31.10.1990, Page 20

Morgunblaðið - 31.10.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Fjarskiptaend- urvarpiá Snæfellsjökli Starfsmenn Landhelgisgæslunn- ar, lögreglunnar í Stykkishólmi og björgunarsveitar SVFÍ hafa komið fýrir fjarskiptaendurvarpa í 1400 metra hæð á Snæfell- sjökli. Fjarskiptaendurvarpinn og mennirnir þrír á jöklinum voru fluttir þangað með þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF Sif. Á litlu myndinni eru (f.v.): Kári Konráðs- son, Guðlaugur Wium og Jónas Kristófersson. Sögiir úr Skuggahverfí eftir Olaf Gunnarsson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hef- ur gefið út bókina _ Sögur úr Skuggahverfi eftir Ólaf Gunn- arsson. Ólafur hefur áður sent frá sér fjórar skáldsögur, en síðast sendi hann frá sér skáld- söguna Heilagur andi og englar vítis árið 1986. í kynningur Forlagsins segir m.a.: „Hér sýnir Ólafur Gunnars- son nýja hlið á list sinni. Við fyrstu sýn eru þetta ærslafullar og angu- værar sögur, en undiraldan er þung. Ólafur þekkir Skuggahverfið í Reykjavík frá fornu fari. Rúss- neska vetrarstríðið geisar á Frakk- astíg. Við Vatnsstíginn kúrir Stjáni grobb yfir skræðunum, en í garði barnakennarans á Lindargötu kúra lífsþreyttar pútur. Hér er friðsæl veröld Reykvíkinga sem gist hafa húsin í hverfinu í áratugi og leik- völlur barna sem leita ævintýranna óttalaus. Og þó. Óttinn, skuggi mannsins er líka í Skuggahverfinu. Úr bak- görðum gægist hann fram, hér er ekki allt sem sýnist. Hégóminn gægist fyrir horn, þráhyggjan vill eiga við þig orð úti undir vegg. Sumir eiga afturkvæmt af þeim fundi, aðrir lenda í villum ...“ Sögur úr Skuggahverfi er 110 bls. Ragnhéiður Kristjánsdóttir íslendingar fá styrki til verkefna í COMETTII SAMKOMULAG tókst á síðasta ári um þátttöku EFTA í verkefni Evr- ópubandalagsins, sem ber heitið COMETT. í frétt frá Rannsóknaþjón- ustu Háskólans segir, að eftir að samkomulagið var undirritað, hafi öll EFTA-ríkin rétt á að sajkja um styrk til COMETT til jmissa verk- efna er varða samstarf háskóla og atvinnulífs. Aðilar á Islandi fengu styrk til tveggja verkefna, þar sem íslendingar eru ábyrgðarmenn verkefnis og aðalumsækjendur. Einnig eru Islendingar þátttakendur í tveimur öðrum verkefnum innan COMETT, er fengið hafa styrk. Þátt- takcndum er skyit að leggja fram jafnháa upphæð til móts við framlag- ið frá COMETT og á það við allastyrki til verkefna í þessari áætlun. Háskóli íslands hefur fengið 11,9 milljóna íslenskra króna styrk frá COMETT, ásamt fleiri skólum, at- vinnugreinasamtökum og fyrirtækj- um úr íslensku atvinnulífi, til að ko.ma á fót samstarfsnefnd þessara aðila. Hlutverk nefndarinnar verður að standa að könnun á þörfum ýmissa sviða atvinnulífsins fyrir tækni- og verkmenntun. í framhaldi af því mun samstarfsnefndin standa að námskeiðum og endurmenntun þar sem við á. Verkefnið verður f höndum Rannsóknaþjónustu Há- skóla íslands, verkefnastjóri er Hel- len M. Gunnarsdóttir. Landssamband fískeldis- og haf- beitarstöðva sótti um styrk til nám- skeiðahalds um eldi bleikju og urr- iða. Aðrir þáttakendur í því verkefni eru Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, sem sér um verkefnisstjórn, Líffræðistofnun Háskólans og fyrir- tækið íslensk fiskeidisráðgjöf. Styrk- urinn nemur 1,4 milljónum króna. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Umferð þungavinnuvéla verði takmörkuð næsta vor Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, var samþykkt að ganga frá samræmdum tillögum um takmörkun á umferð þungavinnuvéla um höfuðborgarsvæðið. Er miðað við að takmarkanirn- ar komist til framkvæmda fyrir 1. maí 1991. Á fundinum, sem haldinn var í Kjalarneshreppi, var lýst yfir stuðn- ingi við hugmyndir um gerð jarð- gangna um Hvalfjörð. Jafnframt var ákveðið að óska eftir því við sam- gönguráðherra og þingmenn, að stjórn samtakanna fengi að fylgjast með framgangi málsins. Samþykkt var að beina þeim til- mælum til stjórnvalda að þau láti kanna öryggi flugumferðar yfir þétt- býii á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir í greinargerð frá samtökunum, að á undanförnum árum hafi dregið úr framlögum tii nýframkvæmda f vegamálum á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til suðvesturhorns landsins séu innan við 10% af því fjármagni sem veitt er til nýframkvæmda á fjár- lögum hveiju sinni en um 65% mark- aðra tekna á vegum ríkisins af um- ferð koma af höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur flugumferð yfir þéttbýli aukist, bæði almennt farþegafiug bg einkaflug. Slys smærri flugvéla í grennd við flugvelli séu tíð og mikil mildi að ekki hafi orðið slys á jörðu niðri. Nauðsynlegt sé að tryggja ör- yggi flugumferðarinnar sem best, einkum yfir þéttbýli og í næ'sta ná- grenni fiugvaila og að fyrir liggi regi- ur um flug yfir slíkum svæðum auk öryggisáætlana vegna hugsanlegra slysa. Fundurinn skorar á þingmenn að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinn- ar og laga um kosningar til Alþingis með það fyrir augum að misvægi atkvæða verði leiðrétt þannig að at- kvæðisréttur landsmanna verði sem jafnastur, enda um grundvallar- mannréttindi að ræða. Var stjórn SSH falið að kom á fundi meðal sveit- arstjórnarmanna og þingmanna í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæm- um til að ræða þessi mál. í greinargerð með áskoruninni segir að Reykjaneskjördæmi skiptist á milli Suðurnesja og höfuðborgar- svæðisins. Eðlileg skipting byggðar, atvinnusvæðis sé milli Suðumesja og höfuðborgarsvæðisins. Mikil fólks- fjölgun hafi átt sér stað í kjördæm- inu á síðastliðnum 30 árum frá því núverandi kjördæmaskipun var inn- leidd. Breytingar sem gerðar voru árið 1987 séu ekki fullnægjandi. í stjórn samtakanna voru kjörnir: Arnór L. Pálsson, Kópavogi, Bene- dikt Sveinsson, Garðabæ, Birgir Guðmundsson, Bessastaðahrepp, Erna Nielsen, Seltjarnarnesi, Helga Bára Karlsdóttir, Kjalamesi, Kristján Finnsson, Kjósahrepp, Magnús Jón Árnason, Hafnarfirði, Magnús Sig- steinsson, Mosfellsbær, Sigríður Ein- arsdóttir, Kópavogi, Sigrún Magnús- dóttir, Reykajvík, Sveinn Andri Sveinsson, Reykjavík og Valgerður Guðmundsdóttir Hafnarfirði. Ólafur Gunnarsson rithöfundur hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Aðildarlönd ásamt íslandi eru Skot- land og Frakkland. Tilgangurinn með námskeiðinu er að safna saman í erindum efni um fiskeldi á þessu ákveðna sviði og gefa það síðan út á bók eða myndbandi. Verkefnis- stjóri er Stefán Aðalsteinsson hjá RALA. Fræðsluráð málmiðnaðarins ásamt Sambandi málm- og skipa- smiðja er í hópi 32 aðila að verkefn- inu „Evrópsk menntun á sviði málm- suðu.“ Verkefnið skiptist i þijá undir- flokka. Yfirumsjón með verkefninu í heild hefur DVS-German Welding Society í Þýskalandi. Styrkur frá COMETT er 37 milljónir króna, verk- efnisstjóri hér á landi er Nicolai Jón- asson, Fræðsluráði málmiðnaðarins. Eðlisfræði- og tæknideild Lands- spítalans er þátttakandi í verkefni um gæðastýringu varðandi tækja- búnað á sjúkrahúsum. Sérstaklega verður skoðuð hönnun og framleiðsla lækningatækja fyrir röntgendeildir og svæfinga- og gjörgæsludeildir í ljósi notkunar þeirra á slíkum deild- um. Verkefnið fær styrk til þriggja ára, samtals 20 milljónir króna. Verkefnið er unnið í samvinnu tækni- deilda helstu sjúkrahúsa á hinum Norðurlöndunum og í samvinnu við sjúkrahús á Spáni og Grikkiandi og ýmsa framleiðendur lækningatækja í öllum þessum löndum. Verkefnis- stjóm er í höndum Rigshospitalet í Danmörku, hér á landi hefur umsjón með verkinu Gísli Georgsson, Eðlis- fræði- og tæknideild Landsspítalans. I frétt frá Rannsóknaþjónustu Háskólans segir að COMETT sé heiti á áætlun Evrópubandalagsins um eflingu samstarfs atvinnulífs og skóla um tækni- og verkmenntunar- þjálfun. Fyrsta hluta áætlunarinnar, COMETT I, sem hófst 1987, er lok- ið. Annar hluti hennar, COMETT II, hófst 1. janúar 1990 og stendur í fimm ár. Markmiðið með COMETT II er að koma á fót og styrkja sam- starf milli atvinnulífs og skóla um frumþjálfun og endurmenntun á tæknisviðum. Heildarfjárframlög til þessarar áætlunar verða um 15 þús- und miiljónir króna. Fríða Á. Sigurðardóttir rithöf- undur Skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurð- ardóttir BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hef- ur gefið út skáldsöguna Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sig- urðardóttur. Þetta er þriðja skáldsaga hennar. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Söguhetja þessarar bókar er Nína, glæsileg og sjálfsörugg nútímakona, að því er virðist. Hún situr við rúm deyjandi móður sinnar. En á meðan nóttin líður vakna spurningar og efasemdir um éigið öryggi. Gamlar svipmyndir birtast, í hugaskoti Nínu stíga kynslóðirnar hver eftir aðra og segja sögu sína. Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurðardóttir risið hætta en í þessari sögu. Hér er spurt um valið og viljann. Á maðurinn sér eitthvert val? Er nokkurn tíma hægt að velja rétt? Þetta er áleit- inn og miskunnarlaus skáldskapur um fólk nútímans, harm þess og eftirsjá, vit þess og vonir.“ Meðan nóttin líður er.194 bls. Auk hf./Magnús Jónsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. ■ MYNDASÝNING frá fjall- göngu þeirra Einars Stefánssonar og Björns Ólafssonar í Pamír-fjall- garðinum í Sovétríkjunum verður haldin í bíósal Hótels Loftleiða í kvöld, miðvikudaginn 31. október. Á sýningunni verða sýndar myndir frá uppgöngu þeirra á Pík Kommunist- an sem er hæsta fjall Sovétríkjanna, 7.495 m hátt, og frá Lenín-íjalli, sem er 7.134 m að hæð. Þetta var í fyrsta skipti sem Islendingar reyndu að klífa þessi fjöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.