Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 48
UNIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX Itargtnittbifeife Atvin n n rekstra rtrygging /ÁG . Tryggbu öruggan \ atvinnurekstur \%D# SlfltóOmiMEHMAB MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Danmörk: Islenskir ost- ar verðlaun- aðir á sýningu ÍSLENSKIR ostar hlutu 12 gull- verðlaun og 11 silfurverðlaun á ostasýningu, sem nýlega fór fram í Herning í Danmörku. Á sýningunni voru 64 ostasýni frá Islandi, en alls voru 900 sýni lögð fyrir 40 dómara á sýningunni, og hlutu aðeins 10 sýni hærri einkunn en þau íslensku sýnanna sem best þóttu. Smurostagerð Osta- og smjörsöl- unnar hlaut alls 12 verðlaun á sýn- ingunni, og þar af voru 7 gullverð- laun. Mjólkursamlag KEA á Akur- eyri hlaut tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Hæstu einkunn af íslensku ostun- um hlutu sveppaostur, blaðlauks- ostur, fondueostur með kúmeni og napolímyrja frá smurostagerð Osta- og smjörsölunnar, skólaostur frá Mjólkursamlagi KEA og rjómaostur með kryddi frá Mjólkurbúi Flóa- manna. Sauðárkrókur: Vatnssala í undirbúningi STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti í gær að taka þátt í undir- búningsfélagi um framleiðslu og útflutning á vatni frá Sauðár- króki. Mun stofnunin eiga allt að 20% í þessu félagi. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði að unnin hefði verið einskonar söluskýrsla fyrir vatnsframleiðsluna á Sauðár- króki á vegum iðnaðarráðuneytis, Iðnlánasjóðs, Hreins Sigurðssonar á Sauðárkróki og Byggðastofnunar. Var Sauðárkróksbæ afhent þessi skýrsla, en á grundvelli hennar er fyrirhugað að finna erlenda aðila tii samstarfs um málið. Bæjaryfírvöld á Sauðárkróki leit- uðu síðan til Byggðastofnunar um þátttöku í undirbúningsfélagi og samþykkti stjórn stofnunarinnar það erindi í gær. .. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sverrir Orn Olsen bifreiðastjóri sýnir hvar mennirnir stóðu á tengivagninum rétt áður en vírinn slitnaði. Vagninn er gjörónýtur. Sluppu naumlega undan 12-13 tonna hlassi: Skil það ekki enn hvemig þeim tókst að komast undan - sagði Sverrir Öm Olsen bifreiðastjóri Keflavík. TVEIR menn, Jón Eysteinsson Hólagötu 16 Sandgerði og Sigurð- ur Guðbjörnsson Borgarvegi 42 Njarðvík, sluppu naumlega þegar verið var að hífa steypustyrktarjárn upp á tengivagn í höfninni í Ytri-Njarðvík í gær. Mennirnir stóðu uppi á vagninum og voru að stýra járninu sem var um 12-13 tonn þegar önnur af tveimur vírstroffum, sem notaðar voru, slitnaði skyndilega og járnið datt niður á vagninn og þaðan á bryggjuna. „Ég skil það ekki enn hvernig stjóri sem stóð við tengivagninn þeim tókst að komast undan,“ þegar atburðurinn átti sér stað. sagði Sverrir Örn Olsen bifreiða- „Annar -mannanna var nýbúinn að fara undir búntið til að þeir stæðu ekki báðir sömu megin. Þá heyrðist skyndilega mikill brestur þegar vírinn slitnaði og járnið féll á vagninn úr um 2 m hæð. Járnið var ekki fyrir miðju og lenti utar- lega á vagninum og þaðan niður á bryggju. Maðurinn sem var þeim megin náði að hoppa niður á bryggjuna og búntið lenti við hlið- ina á honum á sama andartaki. Þarna munaði ekki hársbreidd að illa færi,“ sagði Sverrir Örn Olsen. Sverrir sagði að tengivagninn væri ónýtur eftir og flak eitt og honum þætti afar ólíklegt að hann yrði notaður aftur. Sverrir sagði að aðkoman í bílnum hefði verið hrikaleg, þar hefði allt verið á tjá og tundri eftir höggið þegar járn- ið datt niður á tengivagninn. Hvorki Jón né Sigurður vildu í gærkvöldi ræða þennan atburð við fréttaritara Morgunblaðsins. BB Morgunblaðið/Sigurgeir Brandugla um borð íKatrínu Vestmannaeyj u m. Gísli Sigmarsson, skipstjóri á Katrínu VE, er hér með branduglu, sem skipveijar náðu um borð í bátnum við Hrollaugseyjar fyrir skömmu, og afhentu Náttúrugripasafninu í Eyjum. Kristján Egils- son, safnvörður kom henni í fóstur hjá Óskari Sigurðssyni vita- verði á Stórhöfða sem hefur annazt hana síðan. Uglan virðist vandlát á æti, því það eina, sem hún hefur fengizt til að éta, eru mýs, og framboðið á þeirri fæðutegund er heldur takmarkað hér. Grímur Atvinnumálanefnd Reykjavíkur: Reykja\ikurborg undirbýr kaup á hlutabréfum í Glit Atvinnutækifæri sköpuð fyrir fatlaða HUGSANLEGT samstarf við Glit hf., er til umræðu í Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur. Davíð Odds- son borgarstjóri, hefur lýst því yfir að hann muni bera fram til- lögu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, um að borgin kaupi hlutíibréf í fyrirtækinu að verð- mæti 5 milljónir og skapi þar með atvinnu tækifæri fyrir fatl- aða. Að sögn Jónu Gróu Sigurðardótt- ur formanns Atvinnumálanefndar, hefur verið í gangi tilraunaverkefni fyrir fatlaða hjá Glit hf. og tóku 15 til 16 manns þátt í henni á síðasta ári. „Þetta verkefni þótti takast vel og með þessu framlagi borgarinnar er verið að kanna hvort ekki gæti orðið framhald þar á,“ sagði hún. „Þetta er á umræðustigi en það stendur ekki á borginni að vilja greiða fyrir að þetta gangi upp. Þarna gæti verið um fasta vinnu fyrir fatlaða að ræða og vinnu fyrir aðra sem eru í starfsþjálfun eða um tuttugu manns. Við teljum að með þessu verði brotið blað í atvinnumálum fatlaðra ef af verð- Borgarráð: Útfararstofa sækir um lóð undir kirkjugarð Útfararþjónusta og líkistu- vinnustofa Eyvindar Arnasonar hefur sótt um lóð til borgarráðs undir kirkjugarð. Umsókninni var vísað til umsagnar borgarrit- ara. Að sögn Davíðs Ósvaldssonar útfararstjóra, .telur hann .að.fyrir-. tæki hans hafi ekki sömu sam- keppnisaðstöðu og Kirkjugarðar Reykjavíkur. Kirkjugarðsgjöldin renni óskipt til opinberra aðila, sem geta þá boðið lægra gjald fyrir út- fararþjónustu. Fái hann hins vegar lóð undir kirkjugarð komi hluti kirkjugarðsgjalda í hans hlut..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.