Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 4 Bretland: Thatcher gagnrýnd fyr- ir afstöðu sína á fundi EB St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. TALSMENN bresku stjórnarand- stöðunnar hafa gagnrýnt fram- göngu Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, á leið- togafundi Evrópubandalagsríkj- anna í Róm um síðustu helgi. A fundinum lagðist Thatcher gegn tillögum annarra leiðtoga um þró- un sameiningar ríkjanna og áformum þeirra um myntbanda- lag. Innanflokkserfiðleikar hrjá íhaldsflokkinn breska um þessar mundir. Á fundi leiðtoga Evrópubanda- lagsins (EB) í Róm um helgina neitaði Margaret Thatcher að sam- þykkja tillögu um að frekari sam- eining ríkjanna hæfist árið 1994 er hrint yrði í framkvæmd öðru stigi áætlunar um myntbandalag EB. Hún sagði í viðtölum við breska fjölmiðla að hún myndi aldrei leggja fyrir breska þingið tillögu um, að sterlingspundið yrði lagt niður. Gerald Kaufmann, talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkis- málum, sagði, að í samningum æddi maður ekki um herbergið, bryti borð og stóla og mölvaði leir- tauið. Það væri aðferð Thatcher og hún hefði engin áhrif önnur en þau að einangra Breta innan Evrópu- bandalagsins. Hann varð hins vegar að viðurkenna, að Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefði ekki frekar en Thatcher sam- þykkt tillögurnar sem gengu fram á fundinum í Róm. Paddy Ashdown, leiðtogi Fijáls- lynda lýðræðisflokksins, sagði að Thatcher hefði einangrað sig, klofið ríkisstjórnina og svikið hagsmuni Bretlands á fundinum. Bretar yrði Sovétríkin: Gripdeild- ir í flutn- ingalestum Moskvu. Reuter. ÞJÓFAFLOKKAR og járn- brautastarfsmenn gerast nú aðsópsmeiri en nokkru sinni fyrr í því að stela úr vöruflutn- ingalestum, að því er sovéska innanríkisráðuneytið sagði í gær. Stolið er öllu, sem hönd á festir, allt frá ávöxtum og grænmeti til véla, myndbands- tækja og hvers kyns innflutts varnings. „Þetta eru hrikalegri grip- deildir en við munum eftir,“ sagði Viktor Zelenskíj, aðstoð- arsamgönguráðherra. „Við höf- urn enga stjóm á þessu lengur." Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur þjófnuðunum fjölgað um 78% frá síðasta ári. Og þjófn- uðum járnbrautarstarfsmanna hefur Qölgað um 42% á sama tíma. Þetta gerist fyrst og fremst vegna þess að lestirnar eru ekki losaðar þegar þær koma á áfangastað og vörurnar bíða í kyrrstæðum lestunum á brautar- stöðvunum dögum saman. Þá stökkva þjófarnir oft um borð í lestimar meðan þær eru enn þá á ferð og skjótast svo burt með varninginn um leið og þær stöðv- ast. Verst er ástandið á svæðum þar sem gætt hefur pólitískra væringa upp á síðkastið, eins og í Georgíu, Armeníu og Azerbajd- zhan, svo og í kolahéraðinu Ke- merovo í Síberíu. „Lausn vandamálsins felst í því að auka vöraúrvalið í hillum verslana í Sovétríkjunum," sagði Viktor Zelenskíj. flokkarnir, Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn, eru klofnir í afstöðu sinni til EB. I skoðanakönn- un meðal þingmanna, sem birt var um helgina, kom fram að helmingur þingmanna íhaldsflokksins er andvígur frekari sameiningu á vett- vangi EB en 45% era því hlynnt. 65% þingmanna stjórnarandstöð- unnar eru hlynnt frekari samein- ingu en 25% eindregið á móti. Allir þingmenn Frjálsynda lýðræðis- flokksins styðja aukið samstarf ríkja EB. Margaret Thatcher. að greiða hátt verð fyrir tregðu hennar við að taka þátt í samstarfi EB-ríkjanna. Báðir stóru bresku stjórnmála- í skoðanakönnunum um helgina kom fram að Verkamannaflokkur- inn hefur 16% forskot á íhaldsflokk- inn. Eftir ósigurinn í aukakosning- unum í Bournemouth nýlega hafa komið fram raddir um að einhver þingmaður bjóði sig fram gegn Thatcher í leiðtogakosningu íhalds- flokksins í næsta mánuði. Er það almennt álit stjórnmálaskýrenda að slíkt framboð myndi skaða flokkinn veralega. Reuter Gorbatsjov og páfi á helgimynd Ugolina da Belluno, munkur í Sacro Cuore-kirkjunni í Terni á Mið- Ítalíu, hefur frá því í desember unnið að móasíkmynd þar sem mynd- efnið er Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, kona hans Raísa, og Jóhannes Páll páfi II. Jesús Kristur heldur yfir þeim verndar- hendi eins og sjá má og á mósaíkmyndinni era ennfremur postularn- ir tólf en þema hennar er fengið úr síðustu kvöldmáltíðinni. Mynd- inni sem vegur samtals 22 tonn hefur verið komið fyrir í kirkjunni við hlið verndardýrlinga hennar. Belluno segist hafa hitt sovésku forsetahjónin í Vatíkaninu í fyrravetur þegar sögulegar sættir tók- ust með páfa og leiðtoga Sovétríkjanna. „Ég gerði myndina vegna þess að Gorbatsjov er mikilmenni, hann hefur brotið kreddukenning- ar á bak aftur og leyst deilur við kirkjuna," sagði Belluno. Hatrammar deilur um helgistað í Indlandi: Öryggissveitir hrinda áhlaup- um hindúa á umdeilda mosku Ayodhya. Reuter. INDVERSKA öryggislögreglan hratt í gær áhlaupum heittrú- aðra hindúa á mosku í bænum Ayodhya, sein þeir vilja breyta í bænahús hindúa. Deilan um moskuna leiddi til átaka víðs veg- ar um landið og kostuðu þau að minnsta kosti 21 mann lífið. Ott- ast er að deilan verði til þess að stríð brjótist út á milli múslima og hindúa í landinu. Hindúarnir hafa svarið þess eið að rífa moskuna og segja að hún hafi verið reist á rústum bænahúss hindúa, sem fyrsti konungur mó- gulla hafi látið rífa á sextándu öld. Þeir segja einnig að helsti guð þeirra, Ram, hafi fæðst á þessum stað. Að minnsta kosti fimm menn biðu bana og tuttugu særðust þegar öryggissveitir hófu skothríð til að dreifa þúsundum hindúa, sem safn- ast höfðu saman við moskuna í Ayodhya við landamæri Uttar Pra- desh-ríkis. Um þúsund lögreglu- menn höfðu slegið skjaldborg um moskuna. Þótt 700 hindúar kæmust inn fyrir varðhringinn tókst lögregl- unni að koma í veg fyrir að moskan yrði fyrir alvarlegum skemmdum. Reuter Indverskar öryggissveitir ráðast á heittrúaða hindúa sem gerðu hvað eftir annað áhlaup á mosku í bænum Ayodhya í gær. Þeir segja að moskan hafi verið reist á helgum stað hindúa og vilja rífa hana til að hægt verði að reisa þarna bænahús hindúa. fagna komu þeirra þótt útgöngu- bann væri í gildi í bænum. Mikil fagnaðarlæti brutust út er þeir fengu spurnir af því að hindúar hefðu komist inn í moskuna. Um hundrað manns hafa beðið bana á einni viku vegna deilunnar um moskuna. Þá hafa öryggissveit- imar handtekið um 100.000 manns, sem reyndu að komast til Ayodhya. Þeirra á meðal voru helstu forystu- menn eins af flokkum hindúa, Bhar- atiya Janata-flokksins (BJP), sem hafði varið minnihlutastjórn Vis- hwanaths Prataps Singhs, forsætis- ráðherra Indlands, vantrausti. Flokkurinn hætti stuðningnum við stjórnina og indverska þingið geng- ur til atkvæða um vantrauststillögu á Sing 7. nóvember. Talið er næsta öruggt að tillagan verði samþykkt. Um 50 hindúar undir forystu helgra manna, sem vora naktir og smurðir ösku, komust þó upp á þak hvelfing- ar moskunnar og tóku að hamast á henni með kúbeinum. Lögreglunni tókst að koma þeim í burtu með því að beita kylfum, táragasi og viðvörunarskotum. Um 250.000 manna öryggis- sveitir höfðu verið sendar til Uttar Pradesh-ríkis til að koma í veg fyr- ir að hindúar kæmust til Ayodhya en þúsundir þeirra sluppu þó í gegn. Bæjarbúa fóru út á götur til að Sænska þingið: Atök um varnarmál Úkraína: Syórnin vill skömmtunarkerfi þar til nýr gjaldmiðill tekur við Moskvu. Reuter. STJÓRN Úkraínu lagði til á mánudag að tekið yrði upp skömmtunar- kerfi í lýðveldinu sem gilti í sex mánuði, eða þar til lýðveldið tæki upp eigin gjaldmiðil. Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR borgaraflokkanna í varnarmálanefnd sænska þings- ins hafa hætt þátttöku í störfum nefndarinnar. Heimta leiðtogar hægrimanna (Moderaterna), Þjóðarflokksins og Miðflokksins að Ingvar Carlsson forsætisráð- herra hefji samningaviðræður vegna áforma stjórnvalda um að leggja á hilluna fimm ára áætlun um framlög til varnarmála. Vítol Fokin, starfandi forsætis- ráðherra lýðveldisins, lagði tillög- una fram á þingi landsins og er hún einnig liður í áætlun stjórnarinnar um að koma á markaðshagkerfi, sem yrði óháð öðram lýðveldum Sovétríkjanna. Stjórnin gerir ráð fyrir því að 70% af launum Úkráínumanna verði greidd með skömmtunarseðlum. Flest matvæli í ríkisverslunum verði til að mynda greidd með skömmtun- arseðlum að fullu eða að hluta. Þannig hyggst stjórnin tryggja að íbúar annarra lýðvelda géti ekki keypt matvæli í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að skömmtunar- kerfið taki gildi á morgun, fimmtu- dag. Stjórnin boðar einnig einka- væðingu allra veitingahúsa með fimm eða færri starfsmenn og helmings verslana með tíu eða færri starfsmenn. Þá er gert ráð fyrir því að 70-80% varnings í verslunum lúti ekki verðstýringu í lok ársins 1992. Ef tillagan verður samþykkt yrði Úkraína fyrsta lýðveldið sem reyndi að koma á eigin gjaldmiðli. Sam- kvæmt efnahagsáætluninni, sem Sovétstjórnin samþykkti 19. októb- er, er þó kveðið á um að gjaldeyris- mál lúti algjörlega stjórn yfirvalda í Moskvu. Stjórn Carlssons vill að gerð verði bráðabirgðaáætlun til eins árs og annist varnarmálanefndin gerð hennar. Allan Larsson fjármálaráð- herra kynnti í fyrradag enn víðtæk- ari niðurskurðartillögur í varnar- málum en fyrr og verður einkum minnkaður viðbúnaður í Suður- Svíþjóð þar sem Larsson 'segir enga hættu á innrás næstu árin. Leiðtog- ar borgarflokkanna svara því til að enda þótt ekki komi upp eldur detti engum í hug að leggja niður slökkviliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.