Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 9 1/ELKOMINÍ TESS Frönsk sending Jakkar, peysurog tvískiptir kjólar. Hálfkápur, dragtir, peysur, blússurog belti. Opið laugardaga kl. 10-12. TGSS NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. V' v* ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA ■ tm m m i| III 1 l Þú getur greitt spariskírteini ríkissjóðs í áskrift með greiðslukorti Áskriftar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 II II M 11 m Síí Samkrullið Það verður aldrei um Ólaf Ragnar sagt, að honum verði orðs vant. Ollum er i fersku minni bægslagangurinn fyrir nokkrum misserum, þeg- ar Ólafur Ragnar og Jón Baldvin þeyttust um landið á „rauðu Ijósi“ og boðuðu nýja tima í íslenzkri pólitík. Þar var ekkert minna lagt undir en sameinnig allra íslenzkra jafnaðarmanna í einum stórum flokki. Hnykkt var á þeim fyrir- ætlunum „á nýju ljósi“, sem leiddi til framboðs Nýs vettvangs í Reykjavík og það boðað, að listasamstarf krata og Birtingarliðs Ólafs Ragn- ars yrði upphafið að sam- starfi á landsvisu. Afskipti Ólafs Ragnars af Nýjum vettvangi og samkrullið með Jóni Baldvin leiddi til enn meiri klofnings irnian Alþýðubandalagsins. Þar er hver höndin upp á móti annarri og fjöl- margir Birtingarmenn hafa leitað skjóls í Al- þýðuflokknum. Er ekki séð fyrir cndann á því ennþá, en snarlega hefur slokknað á rauðu og nýju þósunum. Engin stefna Niðurstaðan af ljósa- ganginum varð sú, að forystumemi Alþýðu- bandalagsins treystu sér ekki í uppgjör. Ein ástæðan til þess er sú, að ráðherrar komma- klíkunnar gömlu, þeir Svavar Gestsson og Steingfrímur J. Sigfússon, varaformaður, geta með engu móti hugsað sér að hverfa úr ráðherrastól- unum fyrr en í fulla lmef- ana. En uppgjör innan Alþýðubandalagsins hefði.geta leitt til stjóm- arslita. Auk þess lifa þeir í vonimii um, að núver- andi stjómarflokkar geti með einhverjum hætti endurvakið sljómarsam- starfið eftii- kosningam- ar í vor og þannig fram- lengt ráðherrasósíal- ismaim. Því var reynt að breiða yfir ágreininginn á miðsljórnarfundinum. Það var m.a. gert með því að fella úr gildi í Mifctiimufn'idnrinn Misjafnt mat f ormanna ÓUxfur Ragnor Grímssson: Kominfram breið miðja íflokknum. Steingrímur J. Sigfússon: SUem lending að vísa BHMR-tillögu frú Raunveruleiki og miðjumoð Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri um síðustu helgi staðfesti enn einu sinni þann mikla klofning sem er innan flokksins. Það þreytir þó engu um, að flokksformaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson, ber sér á brjóst og reynir að breiða yfir það sem öllum má vera Ijóst. Hann talar um nýtt „raunveruleika- bandalag" innan flokksins, sem skapað hafi nýja „breiða miðju". heilu lagi stefnuskrá Al- þýðubandalagsins. Flokkurinn verður því stefnulaus næstu mánuði en reynt að bræða saman eitthvert miðjumoð til að styðjast við frani að næsta landsfundi. A mið- stjómarfundinum var ýtt til hliðar öllum helztu deilumálum. Gengið út Það tókst þó ekki um eitt deilumál, afstöðuna til bráðabirgðalaganna, sem riftu samningum Ólafs Ragnars við BHMR. Vísað var frá ályktun um fordæmingu á bráðabirgðalögunum, en Ólafur Ragnar lýsti því yfir, að kröfugerð BHMR væri brot á stefnu Alþýðubandalagsins. Þessi yfirlýsing Ólafs Ragnars mátti ekki seinni vera því stefnu- skráin var felld úr gildi í kjölfarið. Deilunum lyktaði með því, að sjö miðstjómarmeim, undir forystu formamis BHMR, Páls Halldórssonar, gengu út. Páll sagði, að menn myndu nú endur- skoða vem sína í flokkn- um. Ólafur Ragnar lýsti því yfir eftir miðstjórnar- fundinn, að nýtt „raun- veraleikabandalag“ hefði myndazt í honum, menn tengdu „stefnu sina við það sem er saim- arlega samileikanum og raunvemleikanum sam- kvæmt“. Það er reyndar komhm timi til eftir ára- tuga starf Alþýðubanda- lagsins. Gömlum flokks- félögum þykir sjálfsagt súrt í brotið, að formað- urinn upplýsi, að þeir hafi hvorki verið tengdir sannleika eða raunvem- leika til þessa. Aðrir landsmenn hafa að sjálf- sögðu gert sér grein fyr- ir því lengi. Matið Um mat flokksfor- mannsins á miðstjómar- fimdinum mátti lesa í Þjóðviljanum í gær. Haim sagði, að þar hafi komið fram, það sem „ég hef kallað breiða miðju, sem leggfur áherzlu á fjölþætta nýsköpun". Þá veitti fundurinn „skýr svör“ og eftir haim kem- ur Alþýðubandalagið fram „með nýrri stöðu, með sterka og þunga miðju“ og með „nýjar áherzlur". Fundurinn var „mikill sigur fyrir flokkinn" og hann „stolt- ur af verkum sínum í ríkisstjórn" (stórfelldum skattahækkunum, gífur- legum ' fjárlagalialla, gjaldþrota sjóðakerfi) og flokkuriim ætli sér „að halda afdráttarlaust fram þeim árangri sem náðst hefði“. Hann verði „í fararbroddi í nýsköp- un atvinnumála" og mið- stjómarfundurinn var „stórpólitísk tíðindi sögu- lega séð og gagnvart framtíðinni" og þar „birt- ist sterk og öflug sveit, sem ætlar sér að bera uppi þá nýju stefnu- áherzlu sem flokkuriim gekk þama frá“. Kvarnast úr Það er ekki hægt að segja, að Ólafi Ragnari vefjist tunga um töim, hvorki í raun né sann- leika. En ummæli hans um félagana, sem gengu út vegna BHMR-deilunn- ar, gengu þó alveg fram af varaformanninum, Steingrími J., svo þegar er farið að kvamast úr raunveruleikabandalag- inu og hinni breiðu miðju. Varaformaðurinn seg- ist með engu móti geta „tekið undir það, að það sé ekki slæm niðurstaða, að hópur okkar félaga telur sig svo illa leikiim, að hann treystir sér ekki tíl að sitja fundinn áfram. Eg skil ekki þau um- mæli, að þarna hafi verið fólk á ferðinni, sem hafi verið svo stutt í flokkn- Steingrímur J. benti á, að í þessum hópi væri fólk, sem hefði verið lengur í flokknum en bæði hami og Ólafur Ragnar og lagt flokknum til bæði fjánnagn og starfskrafta. Að baki því stæðu tugir og hundruð félaga flokksins og emi fleiri stuðningsmenn. Það sem varaformað- urimi hefur ekki áttað sig á er, að þetta fólk er ekki í hinu nýja raun- veruleikabandalagi Ólafs Ragnars né tengir stefnu sína við „sannarlegan sannleika" eða raunvem- leika. Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverflsgötu 6,2. hæð. Sími 91-62 60 40 SJOÐSBREF 5 Oryggi, eignarskattsfrelsi og ágæt ávöxtun Sjóðsbréf 5 eru góður kostur fyrir þá sem greiða háan eignarskatt því að eign í sjóðnum er eignarskattsfrjáls án skilyrða. Sjóður 5 fjárfestir eingöngu í verðbréfum með ábyrgð Ríkissjóðs íslands; spariskírteinum, ríkisvíxlum og húsbréfum, þannig nýtur þú öruggra raunvaxta auk þess hagræðis og sveigjanleika sem fylg- ir fjárfestingu f verðbréfasjóðum. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.