Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 Hvert stefnir í íslensk- um stgómmálum? eftir Júlíus Sólnes Fyrir rúmlega ári stóðum við þingmenn Borgaraflokksins frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun, þ.e. hvort við ættum að ganga til liðs við þáverandi stjómarflokka og mynda nýja ríkisstjóm með traustum þingmeirihluta eða hjálpa sjálfstæðismönnum á þingi við að knýja fram kosningar svo þeir gætu aftur tekið völdin í sínar hendur. Nú er komin reynsla á það stjómarsamstarf, sem efnt var til með þátttöku Borgaraflokksins, og því ekki úr vegi að meta stöðuna eins og hún er nú og horfa til framtíðarinnar. Horft til baka Þegar horft er yfir farinn veg er enginn vafí í mínum huga, að við tókum rétta ákvörðun. Ótrúleg- ur árangur hefur náðst í efnahags- og atvinnumálum. Verðbólgan, hinn mikli ógnvaldur á íslandi, virðist loksins vera að láta í minni pokann og ætla að haldast varan- lega innan við 10%. Vextir fara lækkandi, þótt bankakerfið gæti nú staðið sig betur á þeim vett- vangi, og það hyllir undir, að við losnum við lánskjaravísitöluna, sem í mínum huga er niðurlæging- artákn fyrir þá óstjóm, sem hér hefur verið til margra ára. Ekkert annað Evrópuríki notar verðtrygg- ingu á fjármagni eins og við ger- um. Svo þykjumst við ætla að fara í víðtækt samstarf á sviði peninga- mála og fjármagnsþjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins. Ætli væri ekki réttara að taka upp nú- tímalegri aðferðir í forstokkuðu banka- og peningakerfi okkar fyrst. Friður ríkir á vinnumarkaði um kjarasáttina, sem náðist í vetur á þeim grundvelli, sem skapaðist við það, að þingmenn Borgara- flokksins tóku rétta ákvörðun. Helztu matvæli lækkuðu í verði um síðustu áramót og hafa ekki hækkað síðan. Þó þarf að gera betur á þeim vettvangi, og væntum við þess, að enn frekari skref verði stigin til að draga úr skattlagningu á matvælum um næstu áramót. Hin leiðin var að hjálpa Sjálf- stæðisflokknum að ná völdum á nýjan leik eftir kosningar, sem líklega hefðu átt sér stað snemma árs 1989. Ég þarf varla að lýsa því hvemig ástandið væri nú ef svo hefði farið. Engar þær björguna- raðgerðir, sem þurfti til að reisa atvinnuvegina við eftir fastgeng- istímabil ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar, hefðu þá náð fram að ganga. Eftir tveggja til þriggja mánaða samningaþóf hefði ný ríkisstjórn, sennilega undir forystu sjálfstæðismanna, tekið við völdum vorið 1989 og sama fjármála- óstjórnin og áður haldið innreið sína. Líklega væri nú um 100% verðbólga og efnahags- og atvinn- ulíf meira eða minna í rúst ef Borg- araflokkurinn hefði ekki haft þrek til að taka þá ákvörðun að ganga til núverandi stjómarsamstarfs. En það hefur þurft þrek til, því önnur eins ófrægingar- og óhróð- ursherferð, sem síðan hefur verið rekin gegn Borgaraflokknum og formanni hans, er með ólíkindum. Lýðræðið og þingræðið hefur verið fótum troðið í þeirri herferð. Nýtt stjórnmálakerfi Miklar hræringar og umrót er nú í íslenzkum stjómmálum. Hin nauðsynlega uppstokkun á flokka- kerfinu og breytingar á hefð- bundnu stjórnmálamynztri, sem kennt hefur verið við gamla fjór- flokkinn, em hægt og sígandi á leiðinni. Þótt margar tilraunir hafi verið gerðar til að ijúfa valdaeinok- un gömlu flokkanna er enginn vafi, að framboð Borgaraflokksins í Alþingiskosningunum 1987 vegur þar þyngst. Að vanda hafa gömlu flokkamir reynt að drepa þessa stjómmálahreyfíngu sem þær fyrri, sem hafa lagt til atlögu við fjórflokkinn. Valdaþræðir fjór- flokksins spinna sig um allt þjóðfé- lagið og vei þeim, sem reynir að slíta þá í sundur. Það er hins veg- ar nauðsynlegt því hagsmunagæzl- an, kjördæmapotið og valdabarátt- an, sem hingað til hefúr einkennt íslenzk stjómmál, drepur hvern vott af fijórri hugsun. I stað þess að snúa bökum saman og takast á við hin erfiðu og flóknu mál, sem bíða okkar á alþjóðlegum vett- vangi, einkum vettvangi Evrópu- safhstarfsins, eyðum við öllum kröftum okkar í einskis verðar eij- ur og illdeilur innan lands. Því er orðið lífsspursmál, að ný skipan mála eða nýjar stjórnmálahreyf- ingar nái öruggri fótfestu í íslenzk- um stjómmálum. Annars hjökkum við áfram í sama farinu og búum við endalaus efnahagsvandamál og byggðavanda, sem enginn kann að takast á við. Þríflokkurinn Til þess, að einhver von sé um betri tíma bæði í stjórnmálalífinu og í þjóðlífínu almennt þarf að stokka spilin upp á nýtt. Nú er tækifæri, sem verður að nýta. At- burðirnir í Austur-Evrópu hafa í einni svipan gjörbreytt ástandinu. Skyndilega em sósíalistaflokkar Evrópu úreltir. Fólkið hefur ein- faldlega hafnað öfgakenningum kommúnista og sósíalista um alla Evrópu. Þetta flýtir fyrir þeirri nauðsynlegu þróun að stokka upp gamalt og úr sér gengið flokka- kerfí á íslandi. Ég ætla að biðja ykkur lesendur góðir að hugleiða með mér eftirfarandi framtíðarsýn: Jafnaðarmannaflokkurinn er á leiðinni. A því er enginn vafí. Hann mun væntanlega taka við stómm hluta Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins og jafnvel hluta af kjósendum Framsóknarflokksins og sinna hinu sögulega hlutverki að hugsa um þarfír láglaunastétt- anna. Stóri miðflokkurinn, rétt hægra megin við miðjuna, er einn- ig á leiðinni. Hann mun taka til sín stóran hluta Sjálfstæðisflokks- ins, hin umburðarlyndu og fijáls- lyndu öfl, stærstan hluta Fram- sóknarflokksins, Borgaraflokkinn og fleiri álíka hreyfingar, sem hafa líkar skoðanir, sem ég hef trú á, að fari saman við hugmyndir og vilja mikils hluta þjóðarinnar. Af- gangurinn af Sjálfstæðisflokknum mun svo mynda litla hægri flokk- inn, sem að sjálfsögðu verður að vera til staðar. Einhver verður að Júlíus Sólnes „Ég skora á alla um- bótasinnaða lands- menn, sem aðhyllast stefnu frjálslyndis og umburðarlyndis, að taka höndum saman og hjálpast að við að leiða þjóðina inn í 21. öldina, þannig að hún geti skip- að sér á bekk með öðr- um vestrænum þjóðum af fullri reisn.“ gæta hagsmuna fjölskyldnanna 15, stórfyrirtækjanna og útgerðar- kónganna. Þessi uppstokkun á íslenzkri pólitík er óumflýjanleg og hún mun skapa þá festu í þjóð- málum, sem við erum öll að leita eftir. Hún kann að taka sinn tíma, því gömlu flokkarnir munu ekki gefa eftir valdastöðu sína { þjóðfé- laginu baráttulaust. Ennfremur verða hinir fjölmörgu kjósendur Sjálfstæðisflokksins að gera upp hug sinn hversu lengi þeir ætla að vera dráttarklárar fyrir vagni fámenns forréttindahóps. Stóri miðflokkurinn En hver eiga að verða aðal- stefnumál stóra miðflokksins? Ég held, að við í Borgaraflokknum höfúm megnað að setja þau fram á einfaldan og skiljanlegan hátt. í fyrsta lagi verður að draga úr miðstýringunni. Það verður að efla sjálfstjórn landshlutanna. Fólkið verður að hafa umráð og vald yfír eigin örlögum. Heima- menn eiga að stýra skólamálum, heilbrigðis- og samgöngumálum og ráðstafa sjálfír ijármunum til þeirra verkefna innan þess ramma, sem Alþingi og ríkisstjórn setur. En jafnframt verður að ætlast til þess, að þeir beri fulla ábyrgð á atvinnulífinu hver á sínum stað. Það er hið miðstýrða sjóðakerfi sem setur landið að lokum á hvolf. Það er það, sem veldur hinni miklu byggðaröskun með fólksflótta til höfuðborgarsvæðisins, sem enginn virðist fá stöðvað. í öðru lagi þarf að auka á fijáls- ræði í verzlun og viðskiptum og afnema allar óþarfa hömlur, sem standa atvinnulífínu fyrir þrifum. Við getum ekki einangrað okkur hér á eyju langt norður í hafi og neitað að viðhafa þær leikreglur, sem fylgja nútíma viðskiptum. Ef við ætlum að spjara okkur í sam- keppni við aðrar þjóðir verðum við að gefa fyrirtækjum og einstakl- ingum fullt athafnafrelsi til að leita hagstæðustu kjara í bankavið- skiptum og fjármagnsþjónustu, svo dæmi séu tekin, hvar sem þau finnast. Skriffínnsku- og hafta- kerfi, sem veitir úreltu banka- og peningakerfi okkar einokunarað- stöðu, gengur ekki lengur upp. Þjóð eins og íslendingar, sem lifir algerlega á útflutnings- og inn- flutningsverzlun, má ekki reisa haftamúra kringum svo mikilvæga starfsemi. í þriðja lagi vil ég minna á mikil- vægan þátt stefnuskrár okkar, sem felst í _ kjörorðunum mannúð og mildi. í þessu litla þjóðfélagi er hver einstaklingur svo verðmætur, að enginn má verða undir í lífsbar- áttunni. Stuðningur við þá, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, sjúka, aldraða og fatlaða svo og börn og málleýsingja, hlýtur að verða hornsteinn stefnuskrár stóra miðflokksins. Ég skora á alla umbótasinnaða landsmenn, sem aðhyllast stefnu frjálslyndis og umburðarlyndis, að taka höndum saman og hjálpast að við að leiða þjóðina inn í 21. öldina, þannig að hún geti skipað sér á bekk með öðrum vestrænum þjóðum af fullri reisn. Höfundur er umh verfísráðherra og formaður Borgarafíokksins. MEÐAL ANNARRA ORÐA íslenskir dagar í Tampere Tónhöll eftir Njörð P. Njarðvík Nú er nýlokið íslenskri menn- ingarviku í Tampere í Finnlandi, og ég held að óhætt sé að fullyrða að hún hafí tekist með ágætum. Einn meginkostur þessarar viku var fjölbreytnin: Sinfóníuhljóm- sveit Islands með Erling Blondal Bengtsson sem einleikara, Lang- holtskórinn, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, fímm íslenskir rithöf- undar, kvikmyndasýningar, Nor- ræna húsið með bókasýningu, kynningar og fyrirlestra, kirkjan með biskup Islands í broddi fylk- ingar, þjóðdansar, hestamenn, matreiðslumenn, viðskiptafulltrú- ar, tveir ráðherrar og síðast en ekki síst forseti íslands er flutti hátíðaræðu og var gerð að heið- ursdoktor við háskólann. Og er þó ekki allt upp talið. Þessi fjöl- breytni olli því að ógerningur var fyrir heimamenn að komast hjá að taka eftir því sem fram fór. Eins og. ef til vill hefði gerst ef þarna hefðu einungis verið tónlist- armenn eða einungis rithöfundar. Nú var Iíkt og Islendingar hefðu lagt undir sig borgina, og kannski gerðum við það. Frumkvæði að þessari um- fangsmiklu kynningu átti íslands- vinafélagið Islandia, en erfitt hefði verið að hrinda henni í fram- kvæmd, ef ekki hefði verið reist hin nýja ráðstefnu- og menningar- miðstöð Tampere-talo, sem kom til beinlínis vegna þess að borgar- stjórnin í Tampere vildi breyta ímynd borgarinnar á sviði menn- ingarmála. Við byggingu þessa húss (sem er um 32.000 fermetrar að stærð) var ekkert til sparað, enda er það óvenju glæsilegt, og ekki aðeins í ytri skilningi. I hljómleikasalnum, sem einnig er fullkomið leikhús) er þvílíkur hljómburður að maður verður gagntekinn. Það er engu líkara en salurinn sé eins og hljómbotn í hljóðfæri. Það var hrein unun að vera þar á tónleikum. Svo vildi til að við opnun íslensku menning- arvikunnar var flutt tónverkið Trifónía eftir Þorkel Sigurbjöms- son, sem var frumflutt í Há- skólabíói 18. þ.m. Við frumflutn- inginn mátti auðvitað strax heyra að þetta var þróttmikið tónverk, en í Tampere-talo var það næstum eins og annað verk. Þar nutu sín til fulls hin þreföldu leikbrigði blásaranna ásamt breiðum, djúp- um hljómum strengjanna. Ég er að vona að ráðherrarnir okkar tveir hafí látið hugann reika að lóðinni við Sigtún sem bíður eftir tónlistarhúsinu langþráða. Bókamusteri En Tampere býður íbúum sínum ekki aðeins upp á fullkom- ið tónleikahús. Árið 1986 var vígt þar nýtt borgarbókasafn sem er bókstaflega eins og ævintýra- heimur. Hús þetta teiknaði frægur arkitekt að nafni Pietilá og hafði hann skógarfuglinn þiður í huga er hann formaði bygginguna. Karlfugl þiðursins tjáir ást sína með sérkennilegum dansi á vorin, og þessi dans hefur líkt og frosið í líki borgarbókasafnsins í Tamp- ere. Það er erfítt að lýsa þessu húsi í orðum, en það er sérkenni- leg nautn að ganga þar um ganga og sali, því að alls staðar mætir auganu formfegurð sem er í jafn- vægi en þó ekki meira en svo að maður gæti allt eins búist við hreyfíngu á hverri stundu, líkt og dansinn sé að hefjast. Mér er sagt að iðnaðarmennimir sem reistu húsið, hafi hrifist svo af verki sínu, að þeir hafi lokið þvl langt á undan áætlun. Þessi sérkennilega kyrrð í jaðri hreyfíngar á einstaklega vel við bókasafn, því að hið sama gildir um bókina. Hún liggur kyrr án áreitni, en þegar hún er opnuð, lýkst upp veröld full af lífí. Ekki veit ég hvort menntamálaráðherr- ánn roðnaði er hann gekk þama inn til að opna íslensku bókasýn- inguna, en það gerði ég þegar ég kom þarna fyrst fyrir rúmu ári. Og reyndar fyrir hönd fjármála- ráðherrans líka og margra ann- arra íslenskra stjórnmálamanna. Mér varð auðvitað hugsað til hinn- ar tómu og ófullgerðu hússkeljar sem kúrir á gamla Melavellinum, allri íslensku þjóð.inni til angurs og háðungar. Arangur Ég tók sjálfur þátt í mörgum dagskráratriðum á þessari menn- ingarviku og hef því ekki yfirsýn yfír allt sem þama gerðist. Én aðsókn var yfirleitt mikil og fjöl- miðlar gerðu vikunni góð skil. Við hefðum vitaskuld getað nýtt okk- ur þennan fjölmiðlameðbyr miklu betur, ef við hefðum fyrirfram skipulagt skrif um íslenskar listir í fínnsk blöð og lagt okkur fram um að láta útvarpi og sjónvarpi té sérstakt efni í þessu augna- miði. Okkur skortir oftast þá sam- heldni og skipulag sem til þess þarf að samnýta krafta okkar. Enn einu sinni létum við gott tækifæri fara framhjá okkur án þess að nýta það til fulls. Eftir stendur þó sú staðreynd að augu manna í Finnlandi beind- ust í nokkra daga að Islandi og menningu okkar í breiðum skiln- ingi. Einmitt það skiptir miklu. Svo er eftir að vita hvort þetta leiðir til þess að fleiri íslenskar bækur verði þýddar á fínnsku, fleiri íslensk tónverk flutt, efnt verði til fleiri sýninga á íslenskri myndlist. Ég þóttist þó verða þess áskynja að eitthvað af þessu mundi gerast. Við getum líka margt lært af þessum íslensku dögum í Tamp- ere. Um fram allt getum við haft fyrir augunum árangur pólitísks vilja sem beinist að menningar- málum. Forsenda þessa alls er sá vilji stjórnvalda í Tampere að breyta ímynd borgarinnar. Þau eru hreykin af því að geta kallað borg sína menningarborg. Það er þeirra metnaður. Hjá okkur virð- ist hins vegar brýnast að reisa ráðhús á vatni og veitingahús á hitaveitugeymum. Höfundur er rithöfundur og dósentí ísienskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.