Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 39 Stefan Karl Þor- laksson - Fæddur 22. maí 1901 Dáinn 13. október 1990 Stefán Karl Þorláksson var fædd- ur á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal 22. maí 1901. Hann var sonur Þor- láks Jónssonat' og Kristbjargar Magnúsdóttur. Tveggja ára varð hann föðurlaus og hann var fimm ára þegar Guðríður systir hans lést eftir erfið veikindi. Það er ekki of- sagt, að það hafi orðið ekkju með ungan son til bjargar að þau voru tekin inn á heimili hjónanna Sigurð- ar Pálssonar og helgu Símonardótt- ur á Sólheimum í Seyðisfirði. Þar ólst Stefán upp ásamt börnum þeirra og fóstursyni. Margt hef ég heyrt um Helgu á Sólheimum, þar fór stórbrotin persóna. Að afa látnum kemur mér í hug að væri lífið mælt í ættliðum, þá er líf þess afa langt, en litið hefur barnabarn barnabarns síns og að sáttur hlýtur sá að skilja við, sem séð hefur stóran hóp afkomenda komast til manns. Best mán ég afa fyrir glettnisglampa í augum og fyrir stóran lífsneista. Þegar hann spurði spurði hann af áhuga. Það sem hann gerði gerði hann af áhuga. Þegar hann hló, þá hlógu augun. Hann var hugaður. Hann var gerandi. Það var ekki einungis að hann vild hafa nóg að gera sjálf- ur, honum var og í mun að aðrir hefðu nóg að gera. Ég man ekki Minmng eftir að hafa komið til hans og Lydiu, seinni konu hans, án þess að vera spurður hvort ég hefði nóg að gera og svo, hvað ég væri að gera. Sjálfsagt hefur það verið hans mikla þörf fyrir að hafa nóg að gera sem var hvatinn að tíðum búferlaflutningum. Hann var sífellt að betrumbæta ný hýbýli. Fyrir fimm árum varð systur minni á orði að erfitt væri að rata til hans, því hann flytti svo oft. Hann sagði að bragði. „Þetta eru einu ferðalög- in sem ég fer í.“ Hann fór í tvö ferðalög síðan. Ekki vissi ég fyrr en mörgum árum seinna, löngu eft- ir að ég fór að gera mér aðrar hugmyndir um jólasveininn en þær upprunalegu, að það var afi sem sendi jólasveininn heim til okkar. Eftirfarandi var mér sagt af öðr- um. Stefáni litla Þorlákssyni hafði verið vikið úr tíma í barnaskóla. Ekki hafði umræddur nemandi dvalið lengi frammi á gangi er dyrn- ar að skólastofunni opnast og hann gengur inn ákveðnum skrefum spýtir í spýtubakkann og gengur síðan út án þess að mæla orð. Ekki treysti ég mér til að telja allt upp sem afi gerði um dagana, en ef til vill er svar móður minnar, en hún var í æsku .spurð hvað faðir hennar gerði, eins og nær og hægt er að komast, „Hann pabbi gerir allt.“ Hann var lærður bakari og vann fyrstur slíkra á Borgarnesi. Hann rak verslun, vann sem vélagæslu- maður við rafstöðina á Seyðisfirði, en sú mun vera meðal elstu raf- stöðva landsins, var innheimtumað- ur, málari, múrari, smiður og fleira og fleira. Hann var flinkur munn- hörpuleikari á yngri árum, en þó ég hafi aldrei heyrt hann leika á það hljóðfæri sé ég hann samt fyr- ir mér, leikandi fallegt lag, með bros í augum. Það var ekki síður hlýlegt viðmót Lydíu, svo og hennar bragðljúfu veitingar sem gerðu heimilið aðlað- andi. Blessuð sé minning afa. Stefán Sigurðsson Sveinbjörnsdóttir og Valdís Haraldsdóttir slarfsmenn verslunarinn- ar. ■ SNYRTIVÖRUVERSL UNIN Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, hefur opnað undir- fatadeild. Á boðstólum er mikið úrval af undirfötum og slæðum. Einnig eru náttsloppar fyrir dömur og herra. ■ STOFNAÐUR hefur verið hóp- ur foreldra barna með fæðuofnæmi sem starfar innan samtaka gegn astma og ofnæmi (SAO). Markmið hópsins er að standa vörð um hags- muni þessara barna. í dag þann 31. október verður haldinn fræðslu- fundur á vegum hópsins þar sem Björn Árdal læknir og sérfræðing- ur í ofnæmissjúkdómum barna flyt- ur fræðsluerindi um fæðuofnæmi. Fundurinn_ verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, kl. 17.00. ■ ÁHUGAHÓPUR um kvenna- rannsóknir heldur fund miðvikdag- jnn 31. október og hefst hann kl. *20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Á fundinum munu þær Helga Ög- mundsdóttir læknir og Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur fjalla um rannsóknir sínar á bijótstkrabba- meini. Jakob Helgason Minningarorð Fæddur 28. nóvember 1899 Dáinn 22. október 1990 Hann Kobbi hefur kvatt. Örfá kveðju- og þakkarorð. Ég sting nið- ur penna til að þakka þeim frábæru konum, sem unnið hafa við heimilis- hjálpina og heimahjúkrunina í þágu Jakobs og hlúð að honum ásamt starfsliði Skjólbrekku, sambýli aldr- aðra, fyrir einstök mannúðar- og manngæskustörf. Fyrir þessu líknarliði fór frá fyrstu tíð Ágústa Einarsdóttir, forstöðumaður heimil- ishjálpar. Jakob átti fáa að. Hann bjó lengst af einn í hrörlegum kofa. Ég kynnt- ist honum fyrir tæpum 20 árum, en þá var hann hættur daglauna- vinnu. Hann var ekki allra, bjó í einsemd og hafði lítil afskipti af grönnum sínum. Síðar kom ljós í bæinn hans. Konurnar fyrrnefndu færðu hann nær lífinu og nútímakröfum, vatni, hita og rafmagni. Síðustu æviár Jakobs voru falleg og mér til mikillar undrunar og jafn- framt ánægju virtist hann una nýj- um háttum vel og njóta ríkulega vistar á fjölmennu myndarheimili undir farsælli stjórn Elínar Kröyer. Hann gat verið spaugsamur, hafði ríka trúhneigð og bjó yfir ótrúlegri vitneskju um ýmsa hluti. Jakob er mér eftirminnilegur og kenndi mér margt. Fyrir þau kynni og þann lærdóm vil ég nú á kveðju- stund þakka. Starfsmenn Hvítra flibba, f.v. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Ilalldóra Þormóðsdóttir og Þorgerður Þormóðsdóttir. Veri hann Guði falinn. Blessuð sé minning Jakobs Helgasonar. Kristján Guðmundsson BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. Ný umferðarljós í Kópavogi KVEIKT verður á nýjum umferð- arljósum á gatnamótum Nýbýla- vegar og Birkigrundar (Hjalla- brekku) fimmtudaginn 1. nóv- ember nk. Ljós þessi eru tímastýrð og sam- stillt við umferðarljós á gatnamót- um Nýbýlavegar/Túnbrekku og Nýbýlavegar/Dalbrekku. Ljósin verða umferðarstýrð frá Laufbrekku og Birkigrund, hnappar eru fyrir gangandi vegfarendur sem leið eiga yfir Nýbýlaveg. Frá kl. 01.00 til 07.00 verða ljósin látin blikka gulu og gildir þá biðskylda á Birkigrund og Hjallabrekku. ERFISDRYKKPR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Ásbyrgi. Upplýsingarí síma 91-687111- HOTEL Ij'tAND t Við þökkum af alhug auðsýndan vinarhug við fráfall JÓNS MARTEINS STEFÁNSSONAR, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi. Margrét Lund Hansen, Stefán Bersi og Erla María. Anna Stefánsdóttir, Elín Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HÓLMFRÍÐAR RÖGNVALDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Guðrún Pálsdóttir, Finnur Kolbeinsson, Erlendur Pálsson, Hamely Bjarnason, Guðbjörg Pálsdóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir. Ný efnalaug EFNALAUGIN Hvítir flibbar var nýverið opnuð í Grafarvogi og er hún til húsa í nýbyggðri versl- unarmiðstöð að Hverafold 1-3. Eigendur Hvítra flibba eru hjónin Halldóra Þormóðsdóttir og Guð- í Grafarvogi bjartur Halldórsson, en þau ráku áður eina elstu efnalaug landsins, Efnalaug hafnfirðinga. Efnalaugin Hvítir flibbar er opin alla daga frá kl. 08.00 til kl. 18.30 og á laugar- dögum frá kl. 10.00 til 14.00. MÝTT SIMANÚMER auglýsngadeildar^ ann Lokað verður eftir hádegi fimmtudaginn 1. nóvember vegna jarðarfarar GUÐRUNAR BJARNADÓTTUR. Glerborg hf., Dalshrauni 5, Hafnarfirði. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.