Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 81. QKTÓBER 1990 47 KÖRFUKNATTLEIKUR II KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI Eftir að krossbönd slitnuðu öðru sinni Eg er hættur að leika körfu- bolta. Þetta gengur ekki leng- ur,“ sagði Svali Björgvinsson, bak- vörður Valsmanna í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því að Svali er hættur er sú að hann sleit' krossbönd í vinstra "hnéi í leik gegn Haukum á sunnu- daginn. Það virðist ekki eiga að ganga af Svala. „Fyrir tveimur árum sleit ég krossbönd í hægra hnéi í leik gegn Njarðvík. Það var mjög svipað og núna og gerðist einnig í októ- ber. Þá var ég frá í heilt ár og nú held ég að einhver æðri máttarvöld séu að segja mér að snúa mér að einhveiju örðu,“ sagði Svali. Svali sagðist búast við að ljúka BA námi í sálarfræði í vor og þá er ætlunin að halda í framhaldsnám. „Fyrst svona fór snýr maður sér bara að náminu,“ sagði Svali. Amþór bætir sig Arnþór Ragnarsson, SH, sigraði í 100 og 200 m bringusundi á meistaramóti Jótlands í Danmörku um síðustu helgi. Hann synti 100 metrana á 1.06,76 mí.n og 200 m. á 2.24,62 mín. og var nálægt sínu besta og eru tímarnir góðir miðað við að liann er í erfiðum æfing- , um og hvíldi ekki sérstaklega fyrir þetta mót. Conrad Hann tók einnig þátt í 400 m fjórsundi og synti á Cawtey 4.48,40 mín. sem e.r hans best’i árangur. Lið hans sigr- sHritar aði í 4x100 m fjórsundi á mótinu. Arnþór hefur stöðugt verið að bæta sig frá-því að hann hóf æfingar undir handleiðslu danska landsliðsþjálfarans, Flémm- ings Pálsson. Mm FOLK ■ ÓVÍST er hvort Jón Erling * Jón Erling. Höróur M. Keppni utan deikla komið á? Aársþingi KSÍ, sem verður haldið fyrstu helgina í des- ember, leggur milliþinganefnd fram tillögu þess efnis að stofnað verði til keppni utan deilda, sem yrði svæðisbundin. „Þetta er réttlætismál," sagði Geir Þorsteinsson, einn nefndar- manna. „Það hafa komið fram margar hugmyndir í þessu máli, en með þessari tillögu erum við að skapa nýjan vettvang fyrir lið, sem eru í raun ekki að stefna að árangri í deildum. Þetta á við lið eins og Árvakur, Víkveija, TBR, TBA, HK og Létti svo dæmi séu tekin. Fjórða deildin verður með óbreyttu sniði og engu liði verður geri að taka þátt í þessari keppni utan deilda, en lið geta valið og við teljum að sum lið sjái sér hag í því að keppa frekar utan deilda en í fjórðu deild. Með því að stofna svona trimmdeild uppfyllum við óskir fleiri og menn geta þá keppt þar sem þeir sækjast eftir að keppa.“ Ekki fjölgun í 1. deild Nefndinni var auk þess falið að fjalla um hugsanlega fjölgun liða í 1. deild og lengingu keppnistíma- bilsins. „Miðað við óbreytt ástand aðstæðna telur nefndin að hvorki sé grundvöllur fyrir lengingu tíma- bilsins né fjölgun liða í 1. deild,“ sagði Geir. „Fjölgun liða er ekki möguleg nema leikir sömu umferð- ar fari fram á sama degi og það er ljóst að lítill sem enginn vilji er fyrir því.“ Að auki tók nefndin fyrir keppni í 2. og 3. deild, en þar leggur hún aðeins fram hugmyndir sem um- ræðupunkt á þinginu. Valur-ÍR 96 : 90 íþróttahús Vals, Úrvalsdeildin 1 körfuknattleik, þriðjudaginn 30. október 1990. Gangur lciksins: 0:2, 6:2, 6:6, 12:12, 12:16, 18:25, 33:27, 40:30, 45:34, 54:42, 66:46, 72:51, 80:55, 88:76, 95:81, 96:84, 96:90. Stig Vals: David Grissom 24, Magnús Matthiasson 22, Guðni Hafsteinsson 13, Matthías Matthíasson 12, Ragnar Jónsson 11, Helgi Gústafsson 10, Aðalsteinn Jóhannsson 2, Jón Bender 1, Guðmundur Þorstcinsson 1. Stig ÍR: Douglas Shouse 36, Björn Leósson 11, Jóhannes Sveinsson 10, Brynjar Sigurðs- són 8, Hilmar Gunnarsson 8, Gunnar Örn- Þorsteinsson 7, Haildór Hreinsson 6, Bjöm Bollason 4. Áhorfendur: Um 15. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson. Dæma alltaf betur en í gær. URSUT England Úrslit i 3. umferð ensku deildarbikarkeppn- innar, sem fram fóru í gærkvöldi. Crystal Palace — Leyton Orient....0:0 Ipswich — Southampton............0:2 Manchester City — Arsenal........1:2 - Perry Groves og Tony Adams Middlcsbrough — Norwich...........2:0 Paul Kerr og John Hendrie Sheffield United — Everton.......2:1 Carl Brdshow og Brian Deane - John Pem- berton Tottenham — Bradford.............2:1 Gascoigne og Paul Stewart - Gavin Oliver 2. deild: Notts County — Charlton..........2:2 Svali Björgvinsson hefur ákveðið að Ieggja körfuknattleikssóna á hilluna. . deildarlið i 32 liða úrslit MISSA1. deildarfélögin í knattspyrnu þau forréttindi að komast beint í 16-liða úr- slit bikarkeppninnar í knatt- spyrnu? Meiri hluti milli- þinganefndar, sem skipuð var á síðasta ársþingi KSÍ til að endurskoða mótafyrirkomu- lagið, leggur til að liðin í 1. deild komi inn í 32 liða úrslit bikarkeppninnar, en ekki í 16 liða úrslit eins og verið hefur. Í nefndinni eru níu menn, tveir úr hverri deild og einn frá KSÍ. Geir Þorsteinsson, sem tók saman skýrslu um störf nefndarinnar, sagði að hún hefði verið nokkuð samstíga og stærsti hlutinn sammála um flest atriði, sem henni var falið að álykta um. „Við fengum bréf frá mörgum félögum og má segja að lið í neðri deildum hafi almennt verið fylgj- andi þessari breytingu. Liðin í 1. deild hafa til þessa notið vissra forréttinda, en verði þessi breyt- ing samþykkt á þinginu falla öll forréttindi niður — sem dæmi á það lið heimaleik, sem dregst á undan í 32 liða úrsiitum.“ Geir benti á að með breyttu fyrirkomulagi væri öruggt að a.m.k. 12 lið úr 3. og 4. deiid léku í 32 iiða úrslitum. Hann sagði að miðað við sömu hlutföll og undan- farin ár yrðu 14 lið af suðvestur- horni landsins í 32 liða úrslitum, fjögur frá Norðurlandi og önnur fjögur frá Austurlandi auk liðanna 10 í 1, deild. „Það eru margar hliðar á þessu máli og færa má rök fyrir breytingunni, en víst er að hún skiiar hreyfmgunni ekki peningum vegna þess að dýrum ferðum íjölgar óhjákvæmilega." SUND Lítill munur en Valsmenn betri Valsmenn unnu ÍR-inga fremur auðveldlega þó svo munurinn hafí aðeins verið sex stig þegar uþp var staðið. Valsarar virtust hafa leik- inn í hendi sér en á lokamínútunum pressuðu Breiðhyltingar um allan völl og tókst að minnka muninn. Sigur Vals var þó aldrei í hættu. ÍR byijaði vel og náði forustu í upphafi. Það var fyrst og Skúti Unnar fremst góður leikur Douglas Shouse sem skóp þetta for- Sveinsson 'skot. Eftir að David Grissóm tók til við að gæta hans skrífar gekk ÍR-ingum erfiðlega að koma knettinum til hans og þá tóku Valsmenn forustuna I sínar hendur. Það munar talsvert miklu fyrir Val að missa Svala Björgvinsson, en hann meiddist í leik gegn Haukum á sunnudaginn viku. Guðni Hafsteins- son stóð sig þó vel í hans stöðu í gær. Annars voru Grissom og Magnús sterkastir Valsmanna. ÍR-ingar eiga langt í land. Sóknir þeirra voru lengst af handahófskenndar og vömin ekki nógu góð. í kvöld HANDBOLTI 1. deild karla: Garðabær, Stjaman-Vfkingur.20:15 Kaplakriki, FH-ÍBV................20 Valsheimili, Valur-KR..........18:30 1. deild kvenna: Höll, Vfkingur-Selfoss.........18:30 Kapíakriki, FH-Stjaman.........18:30 V alsheimili, V alur-Fram.........20 2. deild karla: Digranes, HK-Ármann...............20 Keflavík, ÍBK-ÍS..................20 Varmá, UMFA-ÍH....................20 Ragnarsson geti leikið með Fram gegn Bareelona í Evrópukeppni bikarhafa. Hann er meiddur í nára og hefur ekkert getað æft að und- anförnu. „Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir helgi hvort ég verð með, en ég geri mitt besta,“ sagði Jón Erling. ■ HÖRÐUR Magnússon, marka- kóngur íslandsmótsins úr FH, vill koma því að framfæri að hann er ekki á leið i KR. Sögusagnir þess efnis hafa verið í gangi. „Ég er ákveðinn í að leika með FH næsta sumar og það er mikill hugur í okkur fyrir komandi keppnistíma- bil,“ sagði Hörður. ■ GRINDVÍKINGAR verða líklega án Bandaríkjamanns í úr- vaisdeildinni í körfuknattleik um helgina og jafnvel í næstiu 3-4 leikj- um. Daniel W. K-«*bbs, sem vænt- anlegur er till lio„ s, hefur; enn ekki ’fengið leyfí frá FIBA til að leika með liðinu. ■ KREBBS lék með Hobart i Ástralíu í sumar og þarf að fá stað- festingu frá ástralska körfuknatt- leikssambandinu um að hann sé laus allra mála. Þrátt fyrir miklar tilraunir Grindvíkinga bólar ekkert á staðfestingu og þangað til verða þeir að leika án Bandaríkjamanns. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.