Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990
29
Endurskipulagning Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar:
Viljum nálgast
meir upphafleg*
markmið félagsins
- segir Kristján Þór Júlíusson formaður stjórnar
STJÓRN Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hefur að undanförnu unnið
að endurskipulagningu á starfsemi félagsins og hefur nú verið ákveð-
ið að framtíðarstefna þess verði að nálgast meir upphafleg mark-
mið félagsins og mun það einbeita sér að því að stuðla að og efla
iðnþróun í Eyjafirði.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Dalvík og formaður stjórnar
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði
að þessum markmiðum félagsins
ætti að ná annars vegar með skipu-
legri leit að hagkvæmum fjárfest-
ingum á sviði iðnaðar og hins vegar
með ákveðnu frumkvæði að stofnun
nýrra fyrirtækja.
„Við teljum að starfsemi félags-
ins hafi á undanförnum misserum
beinst of mikið að of mörgum geir-
um atvinnulífsins, en við viljum
þrengja starfsemina og nálgast
upphafleg markmið félagsins. Við
teljum Eyjafjarðarsvæðið það stórt
iðnaðar- og atvinnusvæði að lítil og
meðalstór fyrirtæki og einstakling-
ar eigi að eiga möguleika á því að
sækja ráð og þekkingu til manna
sem gjörþekkja staðhætti á svæðinu
og þess vegna teljum við það rétt-
læta tvo starfsmenn hjá Iðnþróun-
arfélaginu, framkvæmdastjóra og
iðnráðgjafa,!! sagði Kristján Þór.
Hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar
starfa nú þrír starfsmenn, fram-
kvæmdastjóri, ferðamálafulltrúi og
tæknilegur ráðgjafi. Starfsmönnum
var sagt upp störfum við síðustu
mánaðamót, sem og öðrum skuld-
bindingum félagsins. Starf fram-
kvæmdastjóra verður auglýst fljót-
lega.
Kristján Þór sagði að Iðnþróun-
arfélagið muni í framtíðinni beita
sér að því að veita iðnfyrirtækjum
og einstaklingum, sem fyrirhuga
nýja framleiðslu, aðstoð við að meta
hugmyndir qt frá tæknilegum og
fjárhagslegum forsendum. Þá muni
það taka þátt í stofnun fyrirtækja
með vinnu eða hlutafjárframlagi og
veita einnig ráðgjöf á uppbygging-
artíma. Félagið myndi síðan draga
sigfrt úr þessum fyrirtækjum þegar
þau væru komin á legg. Markviss
leit á einnig að fara fram á vegum
félagsins á nýjum framleiðsluhug-
myndum og reyna jafnframt að fá
fyrirtæki og einstakiinga til sam-
starfs við að hrinda þeim í fram-
kvæmd.
Endurgreiðsla lántökugjalds af erlendum lánum:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ný álma var tekin í notkun við
Verkmenntaskólann á Akureyri
nýlega og kom fjöldi gesta í
heimsókn í skólann við það tæki-
færi. í álmunni eru fjórar sér-
kennslustofur, sem fyrst um sinn
verða notaðar sem almennar
kennslustofur þar sem fjárveit-
ingu skortir til kaupa á búnaði.
Á innfelidu myndinni afhendir
Þorvaldur Jónsson, sem var for-
maður skólanefndar á siðasta
kjörtímabili, Hauki JÓnssyni
skólameistara lykil að álmunni.
Ný álma tekin í notkun við VMA:
Viljum fyrir alla muni að ekki hæg-
ist á framkvæmdum við skólann
Flyt frumvarpið vegna — segir Haukur Jónsson settur skólameistari
alvarlegs atvinnuástands
- segir Halldór Blöndal alþingismaður
VERÐI frumvarp sem Ilalldór
Blöndal alþingismaður hefur
lagt fram á Alþingi um endur-
greiðslu á gjaldi af erlendum
lánum vegna skipasmíða hér á
landi að lögum mun Slippstöðin
á Akureyri fá endurgreiddar
um 8 milljónir króna. Halldór
flutti frumvarp þetta á síðasta
þingi en þá var það fellt. I grein-
argerð með frumvarpinu kemur
fram að á tímabilinu frá 10.
mars 1988 til 1. júní 1989 hafi
verið greitt sérstakt gjald af
erlendum lántökum, þar á með-
al lánum til skipasmíða hér á
landi. Þó hafi legið fyrir að
skipasmíðar erlendis nutu opin-
bers stuðnings með beinum eða
óbeinum hætti.
Þegar verið var að smíða hið
óselda fiskiskip hjá Slippstöðinni
var 6% lántökugjald á erlendum
lánum og þurfti stöðin að greiða
það gjald vegna lána sem tekin
voru vegna nýsmíðinnar. Þar er
um að ræða um 8 milljónir króna.
Á síðasta ári var lántökugjald
þetta endurgreitt vegna erlendra
lána sem tekin voru vegna við-
halds og endurbóta á fiskiskipum
en verkið var unnið hér á landi.
Að sögn Halldórs féllst ríkisstjórn-
in ekki á að endurgreiða lántöku-
gjaldið vegna nýsmíða innanlands
og hafi Slippstöðin þar orðið verst
úti.
„Ég lagði þetta frumvarp fram
á síðasta Alþingi og þá var auð-
fundið að óbreyttir stjórnarþing-
menn höfðu löngun til að sam-
þykkja það, því þeir fundu að lán-
tökugjald á innlenda skipasmíði
er ranglátt og kemur mjög illa
við, sérstaklega Slippstöðina á
Akureyri. Ég varð fyrir miklum
vonbrigðum þegar framvarpið var
fellt í efri deild, en ákvað að endur-
flytja frumvarpið í von um að það
hljóti betri undirtektir nú í'ljósi
þess alvarlega atvinnuástands sem
er á Akureyri og hinnar þröngu
stöðu Slippstöðvarinnar. Aðrar
skipasmíðastöðvar hafa einnig
orðið að greiða þetta lántökugjald
og fyrir þær kemur sér einnig vel
að fá gjaldið endurgreitt,“ sagði
Halldór Blöndal.
NÝ ÁLMA, svokölluð C-álma var formlega tckiní notkun við Verk-
menntaskólann á Akureyri nýlega, en þar eru fjórar sérkennslu-
stofur, ætlaðar fyrir nám í heilbrigðisfræðum, hárgreiðslu og þar
á einnig að vera sérstök tilraunastofa. Stofurnar verða fyrst um
sinn notaðar sem almennar kennslustofur, en fjárveiting hefur
ekki fengist til kaupa á þeim búnaði sem nauðsynlegur er.
Haukur Jonsson settur skóla-
meistari sagði að vissulega væri
ánægjulegt hversu hratt Verk-
menntaskólinn hefði byggst upp,
en í ljósi þeirra íjármuna sem
ætlaðir eru til nýframkvæmda á
fjárlögum næsta árs líti út fyrir
að verulega myndi hægja á upp-
byggingu. Næg verkefni væru enn
fyrir hendi, en til nýframkvæmda
á næsta ári væru áætlaðar 15
milljónir króna frá ríkinu og 10
milljónir frá Bæjarfélaginu. í raun
væri þegar búið að ráðstafa þessu
fé. .
Svokallað miðrými stæði hálf-
klárað og væri brýnt að ljúka þar
framkvæmdum en á því svæði
verður félagsaðstaða nemenda.
„Nemendur gáfu eftir sal sem
þeir höfðu til afnota og þar voru
innréttaðar kennslustofur. Þetta
Greinargerð um skriðuhættu í Aðalstræti:
Hentugast að planta trjám með
miklu rótakerfi í brekkuna
HALLDÓR G. Pétursson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun
Norðurlands hefur skilað greinargerð um skriðuhættu í Aðal-
stræti, en hún er unnin í kjölfar skriðufalla sem urðu síðasta vor.
Ein skriðan sem þá féll eyðilagði húsið við Aðalstræti 18.1 greinar-
gerðinni segir að skriður hafi fallið úr Akureyrarbrekkunni oftar
en einu sini og þær muni að öllu óbreyttu eiga eftir að falla í
framtíðinni. Áhrif og hætta af skriðuföllum úr brekkunni sé mik-
il þar sem skriðurnar falla í þéttbýli.
Við vorleysingar í apríl og maí vegurinn gaf eftir sprakk skriðan
1990 urðu nokkur skriðuföll á
svæðinu umhverfis Akureyri og
er skriðan sem eyðilagði húsið við
Aðalstræti 18 hlut af þeim. í niður-
stöðum Halldórs vegna skriðufall-
anna segir að leysingarvatn úr
brekkunni hafi auk vatnsflóðs af
kirkjugarðssvæðinu safnast sam-
an undir þrýstingi við frosna brún
í neðri hluta brekkunnar ofan við
Aðalstræti 18. Þegar frosinn jarð-
fram. Jarðvegsþekjan í brekkunni
ofan við Aðalstræti er þunn og
veik, háir múgar neðan við kartö-
flugarða, gamlir matjurtargarðar
í órækt, gamlir slóðar og garða-
brot auki mjög á hættu á skriðu-
föllum. Þá geti við sérstakar að-
stæður stafað snjóflóðahætta frá
miklum snjóruðningum út af
brekkubrúninni austan við bíla-
stæði við kirkjugarðshúsið.
gerðu þeir í trausti þess að lausn
fengist á skorti á félagsaðstöðu.
Því miður lítur út fyrir að þetta
muni koma niður á nemendum
eitt árið enn,“ sagði Haukur.
í skólanum eru nú 29 kennslu-
stofur, eða jafnmargar og voru á
fyrsta starfsári árið 1984. Frá
þeim tíma hefur fjöldi nemenda
aukist mjög eða úr rúmlega 700
í rétt rúmlega 1.000. „Skólinn er
hannaður fyrir 650-700 nemend-
ur, en nú er búið að byggja um
65% þess sem byggja á. Nemenda-
fjöldinn er kominn yfir eitt þúsund
og fyrirsjáanlegt að hér verða í
framtíðinni fleiri nemendur en
ætlað var í upphafi," sagði Hauk-
ur. „Það er afar brýnt að fram-
kvæmdir stöðvist ekki, því miður
virðist sem vaninn sé hér á Akur-
eyri að við hvern skóla sé óbyggð
ein álma. Við viljum fyrir alla
muni að það gerist ekki hér.“
Hvað úrbætur varðar nefnir
Halldór í greinargerð sinni, að
tryggja verði að vatnsflóð úr
kirkjugarðinum fari ekki beina leið
til austurs og niður brekkuna ofan
Aðalstrætis. Lækka verði og jafna
úr múgum neðan við kartöfiu-
garða í brekkunni og styrkja jarð-
vegsþekjuna utan í brekkunni. Það
sé auðveldast að gera með því að
bera á og hirða brekkuna reglu-
lega og græða upp þá matjurta-
garða sem liggja í órækt. Planta
ætti tijám með miklu rótakerfi út
og suður i brekkuna, sérstaklega
í brúnina rétt ofan við húsin.'
Heppilegast væri að öll brekkan
yrði lögð undir skipulega tijárækt
og reiturinn hirtur reglulega.
Bók eftir
Stefán Þór
Sæmundsson
ÚT ER komin bókin Hræring-
ur með súru slátri eftir Stefán
Þór Sæmundsson, blaðamann
á Akureyri.
Bókin inniheldur smásögur,
ljóð og pistla, sem samið er á
árunum 1980-1990. Góðvinur
Stefáns og lesenda Dags, Hall-
freður Örgumleiðason, kemur
líka við sögu í bókinni".
Hræringurinn er kilja, tæp-
lega 100 bls. að stærð og sá
Dagsprent hf. um prentvinnsl-