Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 vangadans. TM Reg. U.S. Pat Otf —all rights rasarvad ® 1990 Los Angeles Times Syndicate Anna Soffía Jónsdóttir — það er konan mín ... Afsakaðu forstjóri góður hve seint ég kcm. Einkaritarinn þinn sagði að þú kæmir ekk- ert í dag. SAGA UR SLATURTIÐ Til Velvakanda. Hvað er einn sláturkeppur milli vina? í Danmörku er sláturtíð allan árs- ins hring, en enginn Dani tekur þó slátur. En fleiru en fé er slátrað í Dan- mörku um þetta leyti árs. Skotglað- ir veiðimenn skjóta ýmsa dýrabráð, dádýr, hirti, héra, kanínur og fjöld- ann allan af fuglum. Ég kom við hjá fisksalanum kunn- ingja mínum í Lyngby (N-Sjálandi) hér einn daginn til að kaupa í mat- inn. Þar sá ég fallegan nýskotinn fugl. Fuglakjöt er mikið lostlæti, og ég bað um tvo af þessum með „bústnu bringuna". Fisksalinn brosti. „Já, þeir eru fallegir þessir æðarfuglar, einkum hamflettir“, sagði hann. „Ha, æðarfugl," sagði ég og kipptist við, „og kosta aðeins 35 krónur stykkið." „Já,“ sagði fisksalinn, „þetta er svipað verð og á akurhæn- um, fasönum, viiliöndum og öðrum fuglum. Sjófuglar eru ekki eins vin- sælir," bætti hann við. „Nei, nei, ég er heldur ekki viss um að þú yrðir neitt vinsæll ef þú værir með þessa fugla á boðstólum í Reykjavík, og þó einkum æðarfuglinn," bætti ég við. „Ha, vinsæll, og hversvegna ekki?“ Ja, hvað heldur þú að fuglinn sá arna kostaði í Reykjavík," ég benti á æðarfuglinn. „Ætli hann kostaði ekki einar 50 þúsund krónur stykk- ið,“ sagði ég, „að vísu íslenskar." „Skárri er það andsk... verðbólgan hjá ykkur,“ sagði hann. „Eru pening- arnir ykkar einskis virði?“ „Jú,“ sagði ég, „það er ekki það, þeir eru grjótharður gjaldmiðill í dag, en æðarfuglinn er al-friðaður og það eru viðurlögin við að drepa fuglinn sem eru svona há,“ og svo hafa menn óþökk landsmanna í þokka- bót,“ bætti ég við. Fisksalinn leit hikandi á mig, var ég hættur við að kaupa? „Nei, láttu mig bara hafa fugl- ana,“ sagði ég. „Fálkar eru einnig friðaðir á íslandi og viðurlög við að skjóta þá eru margfalt hærri en að drepa æðarfuglinn, enda stofninn í bráðri hættu. Fálkar drepa þó æðarfuglinn og hann veldur oft miklum apjöllum i varplandi, og þess vegna er hann litinn illu auga af mörgum dúntekju- bændum," Svo meðan hann pakkaði inn fugl- unum sagði ég honum sögu sem ég hafði heyrt norður á Akureyri fyrir nokkrum árum. „Feðgar nokkrir áttu land sem lá vel við æðarvarpi. Sá var þó hængur á að fálkar trufluðu mjög varpið og urðu þeir því oft fyrir miklum búsifj- . um. Einn daginn tóku þeir sig því til og lágu fyrir fálkanum vopnaðir byssum og var gengið hart til verks. Átta fullorðnir fáikar lágu í valnum þegar líða tók á kvöldið. Feðgarnir gerðu það þó ekki enda- sleppt heldur spyrtu fálkana og löb- buðu með þá heim á bæ, og báðu húsfreyju matbúa. Pottur var settur á hióðir og út- búið var „fálkaragú“ sem allir heimamenn átu af bestu lyst. Já,“ sagði ég um leið og ég greip æðarfuglinn, „hvað heldur þú að sú máltíð hefði kostað?“ Við hlógum báðir. Richardt Ryel RJÚPN A VEIÐIMENN Treystið öryggi ykkar sem mest í hverri veiðiferð. Gætið þess ávallt að skotvopn ykkar séu í fullkomnu lagi og vei hirt. Hafið meðferðis áttavita og kort og búnað til ljós- og hljóðmerkjagjafa. Hefjið veiðiferðina árla dags og ljúkið henni áður en náttmyrkur skellur yfir. Verið ávallt stundvísir á áfangastað. HÖGNI HREKKVfSI „ÉETTA ER þeifZ&K BESTA SKE/VtA1TUN. Víkverji skrifar Aborði Víkvetja hefur í mánuð legið úrklippa úr erlendu blaði, þar sem skýrt er frá því, að vegna skorts á sígarettum í Sov- étríkjunum hafi tveir stærstu tó- baksframleiðendur í Bandaríkjun- um ákveðið að selja 34 milljarði sígarettna þangað. Er sagt, að það sé rúmlega mánaðarskammtur fyrir 280 milljónirnar sem búa í Sov- étríkjunum. Vegna skortsins á tó- bakinu hefur legið við uppreisn víðsvegar um landið. í fréttinni segir, að verð á síga- rettum sé ákafíega misjafnt eftir löndum vegna þess hvernig skatt- lagningu á þær sé háttað. Sé út- flutningsmagn bandarísku fyrir- tækjanna hins vegar metið eftir smásöluverði í Bandaríkjunum á árinu 1989, sé verðmæti þess um 1,9 milljarðir dollara eða rúmþega 100 milijarðir ÍSK þ.e. um 54 ÍSK pakkinn. Samþykktu Sovétmenn að greiða fyrir tóbakið í gjaldeyri og með varningi sem væri auðseljan- legur á alþjóðlegum mörkuðum, líklega olíu. xxx essi lýsing á tóbaksvandræðum Sovétmanna og framtaki Kremlveija til að leysa þau af ótta við reiði og jafnvel uppreisn al- mennings er umhugsunarverð fyrir okkur Islendinga núna þegar ljóst er, að ekki er til gjaldeyrir í Sov- étríkjunum til að kaupa af okkur síld eða annað fiskmeti. Er mat- vælaskorturinn í landinu þó engu minni en tóbaksskorturinn. í hinu miðstýrða skrifræði verða valdhafarnir að setja úrlausnarefnin í forgangsröð. Gorabtsjov hóf feril sinn með baráttu gegn áfengis- neyslu og öðru óhófi. Hann er löngu hættur að ræða þau mál, áfengis- neysla hefur færst í fyrra horf og nú er dýrmætum gjaideyri varið til að kaupa tóbak frá útlöndum. FFréttir frá Þýskalandi herma að þar í landi sé ekki gengið eins harkalega gegn þeim sem reykja og annars staðar á Vesturl- öndum. Þyskir dómstólar hafa bannað veitingastöðum að afmarka svæði fyrir þá, sem ekki reykja, á þeirri forsendu að með því sé geng- ið á rétt reykingamanna til að sitja þar sem þeir kjósa sjálfir. Nýlega ákvað þýska flugfélagið Lufthansa að hætta við auglýst áform sín um að banna alfarið reykingar í innanlandsflugi frá 28. október sl. Talsmaður félagsins sagði, að þrýstingur frá reykingar- mönnum hefði verið svo mikill að menn hefðu óttast átök um borð í flugvélunum, þó taka flugferðir inn- an Þýskalands aldrei lengri tíma en um eina klukkustund. Hvað líður ákvörðun Flugleiða um bann við reykingum í flugi til Evrópu og Bandaríkjanna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.