Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 36
36______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990_ Versti fjandi mælskulistar eftirÁrmann Jakobsson Því hefði víst enginn spáð og undirritaður síst af öllum að ég ætti eftir að taka mér penna í hönd út af því sérkennilega fyrirbæri sem í hugum flestra heitir einfaldlega MORFÍS - þ.e.a.s. mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskóla á ís- landi. Hins vegar er nú svo komið að ég sé mig tilneyddan að skrifa um hana nokkrar línur. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi hef ég lengi verið unnandi mælskulistar og viljað veg hennar sem mestan. í öðru lagi hef ég ávallt viljað að framhaldsskólar landsins nytu þeirrar virðingar sem menntastofn- unum íslenskrar æsku ber. Þess vegna hef ég ætíð verið hlynntur því að framhaldsskólarnir keppi sín á milli í þessari fornu listgrein. Mælskulist í einhverri mynd hef- ur verið iðkuð í þúsundir ára og naut um tíma meiri virðingar sem listform en sjálf ljóðlistin. Því fer ekki á milli mála að það hlýtur að vera mjög þroskandi fyrir ungt fólk að leggja stund á hana. Auk þess hefur hún ótvírætt hagnýtt gildi. Hver vill ekki geta sannfært aðra um ágæti eigin málstaðar með rök- um og mælsku ? Það fer heldur ekki á milli mála að það er mjög æskilegt að framhaldsskólanem- endur þjálfíst í að koma skoðunum sfnum til skila og standi ekki klumsa ef krafist er af þeim að þeir haldi ræðu á opinberum vett- vangi. En hefur MORFÍS-keppnin verið sá aflvaki mælskulistar á íslandi sem henni var ætlað að verða? Hefur hún þjálfað upp ræðumenn með næmt skynbragð á rök, skýra hugsun, sannfærandi framkomu og hæfileika til að koma skoðunum sínum á framfæri þannig að allir geti skilið þær og hrifist með? Um þetta’hefur lengi verið deilt. Það var haustið 1988 að ég ákvað að seðja forvitni mína og kynnast þessari margumtöluðu keppni af eigin raun. Fram að því hafði ég ávallt litið á MORFÍS-keppnina sem fremur ómerkilega uppákomu sem fátt ætti sameiginlegt með list- greininni mælskulist. Þennan vetur komst ég hins vegar að því að svo þyrfti alls ekki að vera. Allt lið okkar sem kepptum fyrir hönd Menntaskólans við Sund þjálfaðist á margvíslegan hátt. Við lærðum að vera gagnrýnir á opinberar ræð- ur, t.d. á Alþingi. Við lærðum heim- spekilegan þankagang og rökræna hugsun. Síðast en ekki síst þjálfuð- umst við í að koma fram fýrir mann- fjölda og lýsa skoðunum okkar á vitrænan hátt. Megintilgangurinn með ræðukeppni ætti að mínu mati einmitt að felast í þessu þrennu. Ef ekki, þá er hún fánýt og hjóm eitt. En skemmst er frá því að segja að lið mitt, lið Menntaskólans við Sund, bar sigur úr býtum í MORFÍS-keppninni þetta ár og tel ég að það hafi fyrst og fremst ver- ið því að þakka hve djúpt við hugs- uðum málefnið í hvert sinn og reyndum að ná röklegum yfirburð- um gagnvart andstæðingum okkar. í haust var ég beðinn um að þjálfa ræðulið fyrir gamla skólann minn, Menntaskólann við Sund. Tók ég því tilboði fegins hendi enda átti ég ekkert nema góðar minning- ar frá þessari keppni. Ég sé heldur ekkert eftir því þar sem liðið sem ég þjálfaði var mjög efnilegt og náði á þessari viku sem undirbún- ingur keppninnar tók undraverðum árangri, bæði í að semja vel fram- bærilegar ræður og einnig gátu ræðumennimir þrír flutt ræður sínar á eðlilegan, tilgerðariausan og sannfærandi hátt eins og þeir þurfa að kunna sem ætla að tala fyrir framan fólk á mannamótum síðar á lífsleiðinni. Kunnu ræðu- mennirnir allir ræður sínar utan bókar eins og bestu ræðumenn á þingi fyrr og síðar, t.d. Bjarni Bene- diktsson og Gunnar Thoroddsen . Að mínu mati var þetta ræðulið betra en það sem ég var í á sínum tíma og bar sigur úr býtum í MORFIS-keppninni á sínum tíma. Því var engu að kvíða er gengið var til leiks. Keppnin var mjög skemmtileg og kappamir sem ég hafði unnið með stóðu sig með prýði. Er skemmst frá því að segja að þeir kváðu andstæðinga sína algerlega í kútinn. Andmælendurnir, lið Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, komu ekki nægilega vel undirbúnir til leiks. Tveir þeirra vom óöruggir og hikuðu á stöku stað, sá þriðji tók þann kostinn að lesa mestan hluta ræðu sinnar af blaðinu en líta upp öðru hvoru. Flutningur þeirra var ómarkviss, hrynjandin tilgerðarleg og þeir böðuðu út öllum öngum eins og ítalskir ökuþórar sem lent hafa í árekstri. Auk þess hafði framsögu- maður þeirra tileinkað sér höfuð- hreyfingar sem myndu hvergi geta gengið á opinberum málþingum. Rök þau sem Garðbæingar höfðu fram að færa í þessari keppni vom kapítuli út af fyrir sig. Þeir höfðu greinilega lítið pælt í málefni kvöldsins sem var spurningin: Er umhverfísvernd orðin ofstæki? Þeir áttu að mæla gegn þessari fullyrð- ingu en gekk miður vel. Eyddu þeir mestum tíma í að sannfæra áheyrendur um að samtök eins og Greenpeace og Sea Shepard væra 'alls ekki umhverfisvemdarsamtök og þar af leiðandi væri lítið um ofstæki í umhverfísvernd nútímans. Ofstæki væri hins vegar heilbrigt og nauðsynlegt í náttúmvemd! Þar að auki gekk málflutningur Garð- bæinga út á alls konar svívirðingar um andstæðinga sína og almennan dónaskap. Til dæmis talaði einn ræðumaður þeirra um nærbuxur MS-inga og sá ræðumaður FG sem dómarar veittu sæmdarheitið ræðu- maður kvöldsins hóf seinni ræðu sína með þeim háfleygu orðum : „Illu er best aflokið, sagði kerlingin 9g skeindi sig (!) áður en hún skeit.“ Önnur rök þeirra vom af svipuðu tagi enda vom flestir í salnum komnir á þá skoðun í hléi að keppn- inni væri í raun lokið; svo mikið hallaði á Garðbæinga í öllum mál- flutningi, ræðutækni og sannfær- ingu. Kom þetta skýrt fram í við- tölum við áheyrendur í beinni út- sendingu Rásar tvö sem var á staðnum og fylgdist með keppninni. Hið undarlega gerðist hins vegar þegar úrslit keppninnar vom kynnt að oddadómarinn (en dómarar eru þrír) lýsti lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ sigurvegara. Kom þetta flatt upp á alla viðstadda. Sjálfur varð ég alveg agndofa enda munur- inn á liðunum svo mikill að ekki gat einfaldlega verið um mismun- andi smekk manna að ræða. Datt mér fyrst í hug að oddadómarinn hefði einfaldlega mismælt sig en svo reyndist ekki vera. Forsendurn- ar fyrir dómnum hef ég ekki séð „Núorðið þykir eðlileg’t að skjóta af leikfanga- byssum í pontu, sniðugt að tala um nærfatnað andstæðinga sinna og sannfærandi að klippa bindið af fundarstjóra í miðri ræðu.“ ennþá en svo mikið er víst að hann var gersamlega á skjön við þær hugmyndir sem menn gera sér al- mennt um mælskulist. Hingað til hafa menn vart talið það til ræðu- mennsku að vera með fíflalæti, óeðlilegt handapat og mddalega framkomu í pontu en þeir dómarar sem dæmdu þessa umræddu keppni em greinilega á annarri skoðun. Samkvæmt þeirra dómi telst það mikil mælskulist að tala í hring og snúa út úr efninu á hinn ómerkileg- asta hátt, verða tíðrætt um „kúk“ og „skít“, hiksta og stama á ræðun- um sínum og segja ómerkilega aula- brandara um geislavirka Ukraínu- menn að dansa hjá Chemobyl. En slíkur var einmitt málflutningur Garðabæjarliðsins þetta kvöld. Það ætti öllum að vera ljóst að svona loddaraskapur á ekkert sam- eiginlegt með hinni fornu rökræðu- list. Það liggur líka ljóst fyrir að málflutningur sem þessi stoðar lítt úti í samfélaginu. Þar er þess kraf- ist að menn ræði um málefni af skynsemi, festu og rökvísi en ómerkilegir aulabrandarar, skítkast í garð andmælenda og rök sem byggjast á útúrsnúningi einum stoða lítt. Því er það umhugsunar- efni þegar aðstandendur umfangs- mestu mælskukeppni landsins sveigja svo gersamlega frá viðtekn- um hefðum í mælskulist. Það hlýtur að leiða af sér ný gildi í ræðu- mennsku. í framtíðinni hljóta rök að teljast einskis verð en ræðumenn að leggja allt kapp á fíflalæti sem leiða athygli áheyrenda frá því sem sagt er. Þá er mælskulist illa kom- ið. En þetta er sú framtíð sem MORFÍS-dómararnir Elsa B. Vals- dóttir, Jónas Fr. Jónsson og Sigríð- ur Indriðadóttir vilja marka íslenskri ræðumennsku. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna hefur mnnið sitt skeið á enda. Um það sannfærð- ist ég eftir umrædda keppni fímmtudagskvöldið 18. október. Dómarar keppninnar em greinilega búnir að gleyma því hvað mælsku- list er og til hvers hún er. Niður- staða þeirra er að rök og vitræn hugsun séu lítils virði, fíflalæti og hamagangur í pontu fullkomlega eðlileg og ræðumenn séu því meira sannfærandi eftir því sem þeir æpi meira. Dómar þeirra í þau fáu ár sem MORFÍS hefur starfað hafa gert það að verkum að það sem áður þótti óhugsandi, óviðeigandi og með öllu óviðkomandi ræðulist er orðin eðlilegt og sjálfsagt. Núorð- ið þykir eðlilegt að skjóta af leik- fangabyssum í pontu, sniðugt að tala um nærfatnað andstæðinga sinna og sannfærandi að klippa bindið af fundarstjóra í miðri ræðu. Vart mun líða á löngu uns einhver ræðumaður í MORFÍS kveikir í pontunni og brennir salinn. Ég er ekki frá því að verr sé af stað farið en heima setið. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna er komin í al- gerar ógöngur. Hún er orðin versti fjandi mælskulistar á íslandi í dag. Því tel ég réttast að leggja hana niður og efna til nýrrar keppni sem byggir á upphaflegum gildum ræðulistarinnar. Þá fyrst er hægt að tala um mælsku og rökræðu- keppni íslenskra framhaldsskóla. Höfundur er íslenskunemi við Háskóla íslands. Aww ASEA BROWN BOVERI RAFVERKTAKAR - RAFVIRKJAR Eigum fyrirliggjandi greinitöflur og töflu- efni fró ABB STOTZ KONTAKT STOTZ Vatnagörðum 10, 124 Reykjavík, símar 685854/685855. Hundurmn ekkert tilraunadýr eftír Þorstein Hraundal Kæri hundaeigandi. Þú hefur kannski eins og ég lesið grein sem birtist í Morgunblaðinu 12.10. sl. Þar skrifar Jóhanna Harðardóttir um mannúðlegri aðferðir við að ala upp hvolpa. Lætur Jóhanna að því liggja að nú fyrst hafi verið fundin upp aðferð til að ala upp hunda, án þess að þeir séu lamdir til hlýðni. Þetta er nú ekki rétt kæri hundaeigandi, því sem betur fer hafa hundar verið aldir upp á ann- an hátt í gegnum tíðina, þó að skussar séu innanum. Hér fyrr á öldum þjálfuðu menn hunda upp til ýmissa verkefna og hefði ekki orðið mikið úr þeirri þjálfun, ef hundarnir hefðu verið lamdir til hlýðni. Við hér á íslandi emm að smit- ast af hinum Norðurlandaþjóðun- um í þessu sambandi. Þar em nú margir hundatemjarar, eða fólk sem gefur sig út fyrir að vera það. Mikil samkeppni er meðal þessa fólks og reynir hver sem betur getur að finna upp þjálfunar- aðferðir sem þeir svo auglýsa sem hinar einu réttu. Margir útlendingar hafa komið hingað til lands sem hver fyrir sig hafa verið með hina einu sönnu aðferð til að ala upp hunda. Marg- ir hundaeigendur í þessu landi em fyrir löngu orðnir ruglaðir á þessu öllu. Maður hefur oft heyrt fólk „Þeir hundar sem þú hefur séð vera óham- ingjusama, áttu allir það sameiginlegt í byrj- un að geta orðið ham- ingjusamir.“ segja að nú sé hin rétta aðferð fundin Og svo kemur annar útlend- ingur og þá sér fólk aðra aðferð og skilur þá hvers vegna það gekk ekki að ala hundinn upp fyrr, og svo koll af kolli. Ég hef hitt þó nokkuð af fólki sem hefur farið eftir þessum útlendu hundatemjur- um og er alveg orðið raglað. Lögregla víða um heim hefur notað hunda síðan í byijun þessar- ar aldar og t.d. lögreglan í Eng- landi notar enn sömu aðferðirnar og þá og samt eru breskir lögreglu- hundar með virtustu hundum heims. Þar em notaðar sára ein- faldar aðferðir, sem virka. Þær líkjast því hvemig fullorðnir hund- ar ala afkvæmi sín upp. Kæri hundaeigandi, eitt vil ég ráðleggja þér: Farðu aldrei með hundinn þinn til þjálfara sem ekki á hund, farðu aldrei með hundinn þinn til þjálfara sem getur ekki sýnt þér hvemig hundur gerir það sem hann ætlar að kenna þínum hundi, og ef hans hundur er líflaus og leiðist í æfingunum, skalt þú hætta við. Ef þjálfarinn ráðleggur þér að nota keðju um háls hunds- ins, þá er eitthvað bogið við hans aðferðir. Fáðu þér passlega ól á hundinn þinn og farðu samninga- leiðina við hann. Menn nota keðju til að létta sér verkin á kostnað hundsins. Keðja getur einnig verið hættuleg fyrir hundinn sem hana ber, t.d. ef hún festist í einhveiju, og eins geta aðrir hundar fest í henni og svo er algengt að hundar sem þjálfaðir eru með keðju, verði lúpulegir er gengið er með þá í taumi og þannig vill enginn hafa sinn hund. Ég veit um marga sem fyrst lentu í vandræðum með hund sinn, þegar farið var með hann til lélegs hundaþjálfara. Sú nýja aðferð sem nú á að kenna íslenskum hundaeigendum heitir SMYG, allt verður það eitt- hvað að heita, en kæri hundaeig- andi, farðu varlega, ekki borga 6-10 þúsund krónur fyrir alveg nýja aðferð fyrr en þú hefur sann- færst um að hún geri það fyrir hundinn þinn sem hún er sögð gera. Hundurinn þinn er ekkert tilraunadýr og hann hefur engan til að treysta á nema þig. Þeir hundar sem þú hefur séð vera óhamingjusama, áttu allir það sameiginlegt í byijun að geta orðið hamingjusamir. Notaðu aldrei hörku við hundinn þinn og láttu engan komast upp með að gera það. Kæri hundaeigandi, þá var það ekki fleira. Höfundur er lögreglumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.