Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 Minning: Hallmar Helgason sjómaður, Húsavík Laugardaginn 19. október var til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju Hallmar Helgason sjómaður, Álf- hóli 10, Húsavík. Mig langar í fáum orðum að minnast hans. Hallmar var fæddur á Húsavík 17. september 1904 og ól þar alian sinn aldur. Foreldrar hans voru Helgi Flóventsson og kona hans, Jóhanna Jóhannsdóttir. Þegar ég man fyrst eftir Hall- mari var hann fulltíða maður og bjó á Helgastöðum á Húsavík sem nú er Mararbraut 21. Þar bjuggu þá einnig foreldrar hans svo og systir hans og mágur. Helgastaðir þóttu þá rúmgott hús þó þar byggju þrjár fjölskyldur en þætti í dag ein- býlishús í minna lagi. Árið 1926 kvæntist Hallmar unn- ustu sinni, Freyju Eiríksdóttur, en missti hana eftir eins árs sambúð. Tveimur árum síðar kvæntist hann Katrínu Sigurðardóttur frá Hrafns- stöðum í Köldukinn en hún lést árið 1981. Katrín var mikil ágætis kona, skarpgreind og listræn. Þau hófu búskap sinn á Helgastöðum en byggðu með syni sínum og tengdadóttur íbúðarhúsið Álfhól 10 og fluttu þangað 1958. Stangarbakkinn er hluti af suð- urbyggðinni á Husavík eins og hún . var þegar Hallmar og Katrín bjuggu á Helgastöðum. Fólkið sem þar lifði var sjómenn og verkamenn, svo sem var um flesta íbúa Húsavíkur á þessum árum. Helgi Flóventsson, faðir Hallmars, var sjómaður og framfleytti sinni stóru fjölskyldu af sjávarfanginu. Hallmar fékk því sjómennskuna í arf og reyndist því starfi trúr alla tíð síðan. Á þessum árum var mikill samgangur á milli heimilanna á Stangarbakkanum. Margt af fólkinu var skylt eða tengt sem þar bjó í nágrenni og á stund- um fannst manni sem um sömu fjöl- skylduna væri að ræða. Hallmar og Katrín eignuðust einn son, Sigurð, sem þekktur er af störfum sínum og listfengi. Við Sig- urður urðum snemma leikfélagar. Ég átti þá heima í Steinholti, nú Túngötu 17, sem er í næsta ná- grenni við Helgastaði. Sigríður, systir Hallmars, bjó í Rauðhóli, nú Túngötu 18. Hún var gift Birni föðurbróður mínum svo 'nokkur tengsl voru þarna á milli. Auk þess var mikill vinskapur milli Ijölskyldu Kristjönu, systur Hallmars, og for- eldra minna. Það var því næsta eðlilegt að samskiptin yrðu mikil. Á Helgastöðum var eins og fyrr er getið margbýlt. Það var einskonar ættarsetur og afkomendur Helga og Johönnu kenndir við það hús. Helgi Flóventsson var annálaður fyrir skemmtilegheit. Bæði var hann góður hagyrðingur og frábær eftirherma. Hann var einnig góður leikari, en sú listgrein var bæði honum og konu hans hugleikin. Hallmar fór ekki varhluta af þessu. Hann tranaði sér að vísu ekki svo mjög fram á leiksviðið en studdi þeim mun betur við leikfélagið með margháttuðu vinnuframlagi. Mér fínnst í minningunni að hann hafi verið við miðasölu og dyravörslu svo áratugum skipti. Katrín, kona hans, var þekkt fyrir störf sín í leiklist- inni. Þar sem þetta fólk var saman komið var líflegt og skemmtilegt. Eldhúsið á Helgastöðum var há- skóli út af fyrir sig. Þar var þjóð- málaumræðan stöðugt í gangi og félagsmál í hávegum höfð þó af list- greinum bæri þar hæst leiklist og tónlist. í þessum umræðum var Hallmar ekki gjam á að trana sér fram. Hann lagði þó sitt til málanna og þegar hann komst í frásagnar- ham var unun á að hlýða. Hann var aldeilis frábær sögumaður þeg- ar þannig lá á honum, en hann var ekki alltaf allra og vildi ráða sínum tíma sjálfur. Hallmar var mikill sjósóknari og sótti sjóinn fram á gamals aldur. Hann varð fljótlega eitt af stóru nöfnunum í hugum okkar strák- anna sem vorum sífellt að flækjast á bryggjunni. Mér er mjög í minni frá seinni árum mínum á Húsavík þríeykið Hallmar á Helgastöðum, Björn í Rauðhól og Þráinn í Hruna og svo síðar tvíeykið Hallmar og Héðinn Maríusson. Þetta voru allt afburða sjómenn og sumir þeirra í bland miklir félagsmálamenn. Veiðiskapurinn var Hallmari ,í blóð borinn hvort heldur rennt var fyrir fisk eða-byssunni var brugðið á loft. Hann var mikið hraustmenni og sjóferðir hans hollur skóli þeim sem yngri voru. Á seinni árum varð Hallmar slyngur laxveiðimaður og hafði á því brennandi áhuga, eins og reyndar öllu sem hann gekk að. Þannig var það t.d. þegar hann fór til beija. Hann tíndi alltaf manna mest. Metnaðurinn var mikill og ekki síður hitt að vera vel bjarg- álna. Það skorti aldrei neitt í hans búi sem matarkyns var. Hallmar hafði, eins og flestir á þeim tíma á Húsavík, mjólkurkú og nokkrar kindur. Hann var mjög natinn við skepnurnar og þær báru því vitni. Hallmar var af þeirri gerð útvegs- bóndans sem bestar gerast í sög- unni: árrisull, framkvæmdasamur og fylginn sér en gat verið einrænn á stundum. Eins og fyrr er að vikið eignaðist hann eitt barn, soninn Sigurð. Hann erfði í ríkum mæli listhneigð ættar- innar og hefur skilað henni áfram til afkomenda sinna. Það hefur stuðlað að þessum erfðum að bæði Hallmar og Sigurður völdu sér maka sem voru þessum sömu hæfi- leikum búnir. Ég kom oft á heimili Sigurðar og Herdísar, konu hans, en með þeim í sambýli voru þau Hallmar og Katrín og Hallmar í heimili þeirra eftir að Katrín dó. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hve natinn Hallmar var við barnabörnin og hve hann naut þess að vera innan um þau. Síðustu árin hafði hann líka hjá sér barnabarna- börnin sem voru sólargeislarnir þegar ellin tók að sækja á. Ég vil með þessum línum minn- ast nágranna sem mér þótti vænt um, um leið og ég þakka þær fjöl- mörgu stundir sem ég átti bæði sem bam og fullorðinn á heimili hans, og það ágæta nágrenni sem var á milli foreldra minna og Katrínar og Hallmars. Þeim fækkar nú óðum sem bjuggu á Stangarbakkanum í mínu ungdæmi. Aðeins í tveimur húsum er nú sama fólkið og var þegar ég var að alast upp. Það er í Jörfa og Hraunkoti. Þannig er lífsins saga. Við hjónin fæmm Sigurði og Herdísi og fjölskyldu þeirra allri innilegustu samúðarkveðjur. Kári Arnórsson mundssyni, hinum mesta sóma- manni, sem hafði alla kosti til að bera auk þess að vera gáfumaður mikill og fróður. Hann lést 13. desember 1989. Ingibjörg frænka hafði sérstakan persónuleika til að bera. Einhvern veginn tókst henni alla tíð að líta út fyrir að vera 20 ámm yngri en hún var, enda var það sem ein- kenndi hana mest, hvað hún var ung í anda, hvað hún fylgdist vel með öllum nýjungum, hvort heldur var á sviði lista, tæknilegra fram- fara, eða alls kyns menningarvið- burða. T.d. var hún jafnvel að sér í sígildri tónlist sem og nýjustu poppmúsík, áhugi hennar var á öll- um sviðum. Hún hafði næmt auga fyrir öllu því sem fagurt var og verðmætt, sem endurspeglaðist svo í smekk- vísi hennar og fágaðri framkomu. Fáar konur hef ég þekkt sem hafa klætt sig af meiri smekkvísi. Ætíð var hún við hvert tækifæri fullkomlega rétt klædd og snyrt, tildurslaus og prúð, bæði sér og sínum til sóma. Þau hjón Ingibjörg og Þorlákur fluttu heim til íslands árið 1971 eftir langa búsetu vestan hafs. Þau féllu fljótt inn í fjölskyldumynstrið hér heima og voru ómissandi í hveiju fjölskylduboði. Nú eru þessi elskulegu hjón bæði horfin frá okkur og erum við fjöl- skyldan þakklát fyrir að hafa átt þessa síðustu tvo áratugi með þeim. Guð blessi minningu þeirra beggja. Helga M. Einarsdóttir Móðir mín, + GUNNHILDUR ÁRNADÓTTIR, áðurtil heimilis á Vesturgötu 53, Reykjavik, er látin. Elín Þórhallsdóttir. t Ástkær dóttir og systir, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, sem andaðist á heimili sínu 24. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Erna Árnadóttir og systkini hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og sonur, BIRGIR SIGMUNDUR BOGASON, Hraunbæ 55, Reykjavik, lést þann 29. október sl. Svanhildur Jónsdóttir, Sigrún Elín Birgisdóttir, Kristján Einar Birgisson, Angela Berthold, Jón Gauti Birgisson, Sigríður Ósk Birgisdóttir, Bogi Örn Birgisson. Albert Birgisson, Elín Jóhannesdóttir, Eggert Bogason, Sigurlaug Eggertsdóttir, Ingibjörg Guðmunds- dóttir - Minningarorð Mig langar til að minnast föður- systur minnar, Ingibjargar Magn- úsdóttur Guðmundsson, sem í dag er kvödd, þeirrar mikilhæfu og greindu konu, sem allir er hana þekktu, munu sakna. Ingibjörg fæddist í Miðfelli í Hrunamannahreppi þann 8. sept- ember 1898, og var næstyngsta barn þeirra sæmdarhjóna Sigríðar Halldórsdóttur og Magnúsar Ein- arssonar, bónda í Miðfelli. Ekki naut Ingibjörg lengi þess öryggis og þeirrar umhyggju sem einungis finnst í faðmi fjölskyldunn- ar, því tæplega 5 ára gömul missir hún föður sinn. í þá daga, í byijun 20. aldarinn- ar, var erfitt fyrir ekkju með fjögur böm á aldrinum þriggja til tíu ára að halda búi sínu, og fór svo, að þremur árum síðar tvístraðist fjöl- skyldan og Ingibjörg fór í fóstur til föðurbróður síns, Sveins. er bjó í Syðra-Langholti, síðar í Ásum í Gnúpveijahreppi. Var það heimili alla tíð og er enn í dag rómað fyr- ir myndarskap, góðmennsku og ein- staka gestrisni. En það átti ekki fyrir Ingibjörgu frænku að liggja að ílengjast í sveit- inni. Sextán ára gömul kemur hún til Reykjavíkur og býr hjá móður sinni um hríð, en útþráin gerði fljótt vart við sig. Hún hélt til Kaup- mannahafnar um tvítugt, en nokkr- um árum síðar ræðst hún í það að flytjast til Bandaríkjanna, og mundi ég ætla, að það hafi þurft töluverð- an kjark til að gera slíkt í þá daga, sérlega þar sem ekki var veraldleg- um auðæfum fyrir að fara. En allt blessaðist þetta, og Ingibjörg lifði hamingjusömu lífi í New York næstu áratugina, hafði alltaf góða vinnu, og eignaðist þar marga góða . vini. 9. ágúst 1950 stígur hún sitt stærsta gæfuspor, er hún giftist eiginmanni sínum, Þorláki Guð- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SCHEVING JÓNSDÓTTIR, Skálagerði 15, sem lést 24. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu daginn 1. nóvember kl. 13.30. Erla Friðriksdóttir, Ágúst Friðriksson, og barnabörn. Sigríður Jóha Friðriksdóttir, Dagmar Kaldal + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, MAGNÚS J. KRISTINSSON rafmagnseftirlitsmaður, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudagínn 2. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Svala E. Waage, Margrét H. Magnúsdóttir, Gunnlaug J. Magnúsdóttir, Kristín P. Magnúsdóttir, Magnús J. Magnússon, Ingi K. Magnússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og sam- úð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföð- ur og afa, ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR tollvarðar, Hjarðarhaga 44. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Ester Jónatansdóttir, Þórður Ólafsson, Kristín Alfreðsdóttir, Gunnar Bjarni Ólafsson, Helga Birna Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Þóra Erlingsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.