Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 37 MORFÍS - Rétt og rangt eftir Birgi Fannar Birgisson Úlfaþytur Síðastliðið miðvikudagskvöld var á dagskrá Rásar 2 þáttur sem bar nafnið „Laus í rásinni" og er hann ætlaður ungu fólki og málefnum þess. Það sem var sérstakt við þátt- inn þetta kvöld var viðtal við ræðu- lið Menntaskólans við Sund, MS. Aður en viðtalið hófst var lesið upp bréf frá stjórn skólafélags menntaskólans, þar sem MS lýsir yfir úrsögn sinni úr MORFÍS. Einn- ig var lesið upp ályktun sem sam- þykkt var á fjölmennum fundi skóla- félags MS mánudaginn 22. október. Astæðan fyrir þessum úlfaþyt er óánægja MS með íyrirkomulag MORFÍS, framkvæmd keppninnar og dómgæslu. Mörg stór orð féllu í viðtalinu og allmörg þeirra voru ekki nema hálfur sannleikurinn eða hon- um alls óviðkomandi, en nánar um það síðar. Til að skilja undrun annarra aðild- arskóla MORFÍS á úrsögn MS úr keppninni og til að þekkja nógu vel forsögu málsins er nauðsynlegt að fara langt aftur í sögu MORFÍS. Við byijum á byijuninni. Upphafið Sumarið 1984 stofnuðu nokkrir framtakssamir framhaldsskólanem- ar félag. Þetta félag átti að efla ræðumennsku í framhaldsskólum landsins og vináttutengsl á milli skólanna. Aðalhvatamaðurinn að stofnun þessa félags var Bjarki Már Karlsson og fékk hann Þórunni Eg- ilsdóttur til liðs við sig, sem þá var formaður Málfundafélags Verslun- arskóla íslands. Hugmyndin að svona keppni var reyndar ekki alveg ný af nálinni. Árið áður fór fram keppni fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og gekk hún ágætlega. Á reynslunni af þeirri keppni byggðist MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna á íslandi. MORFÍS varð til Framkvæmd á áðurnefndri „höf- uðborgarkeppni" var alfarið í hönd- um Junior Chamber,.4 Islandi, JC. Þegar MORFÍS varð til vildu fram- haldsskólanemar hins vegar standa á eigin fótum og breyttu því ýmsu er varðar skipulag keppninnar. Nýtt dómblað (nokkurs konar staðall sem dómarar nota við stigagjöf) var gert, lög félgsins samin og fyrsta framm- kvæmdastjórnin valin. í henni voru meðal annarra: Jónas Friðrik Jóns- son, Þór Jónsson, Hlynur Níels Grímsson og Bjarki Már Karlsson. Þegar keppnin svo hófst hafði tekist samkoinulag við JC þess efnis að JC sæi um dómaranámskeið, sendi einn oddadómara í hveija keppni, en sæi um að senda alla þijá dómarana í úrslitakeppnina. Þótti þetta sjálfsagt þar sem JC hafði á að skipa duglegu fólki með mikla reynslu af ræðumennsku og nutu framahldsskólarnir góðs af því þetta fyrsta starfsár MORFÍS. En sjálfstæðislöngun framhaldsskóla- nema var litin hornauga af ýmsum frammámönrium JC. Því ákváðu þeir skólar sem að MORFÍS stóðu að eftirleiðis myndu þeir sjálfir sjá um dómgæsluna. I því skyni var stofnað oddadómararáð MORFÍS sem skyldi taka við hlutverki JC í keppninni. Oddadómararáð Á hverri keppni sem fram fer í MORFÍS eru þrír dómarar. Tveir þeirra koma frá einhveijum aðildar- skólum, en einn er fulltrúi oddadóm- araráðs. Dómarar aðildarskólanna (svokallaðir skóladómarar) eru vald- ir af mikilli kostgæfni svo ekki sé hætta á hlutdrægni. Auk þess hafa lið heimild til að hafna dómara telji þau ríka ástæðu til. Oddadómarar eru allir útskrifaðir úr sínum skóla og því taldir hlutlausir aðilar. Ein- ungis þeir sem hafa mikla reynslu af MORFÍS og/eða hafa sýnt góða hæfileika sem dómarar fá að sitja í oddadómararáði. Oddadómari má aldrei dæma lið þess skóla sem hann útskrifaðist úr. Þegar búið var á þennan hátt að tryggja hlutleysi dómara og með dómaranámskeiðum búið að koma í veg fyrir vankunnáttu gekk keppnin stórslysalaust í fimm ár. Auðvitað komu stundum upp klögumál, en vel var leyst úr öllu slíku því komið hafði verið á fót rétti MORFÍS,"sem fjallaði um öll slík mál. í hvert sinn sem rétturinn kom saman voru skip- aðir í hann þeir aðilar sem minnst þóttu tengjast málinu, svo fyllsta hlutleysis væri gætt. Breytinga er þörf En þegar búið var að tryggja að keppnin gæti farið fram vandræða- laust og yrði öllum aðstandendum til sóma fóru að heyrast sífellt fleiri raddir um að hún væri stöðnuð, dóm- blaðinu þyrfti að breyta og jafnvel fyrirkomulaginu í heild. Ýmsar til- raunir voru gerðar til að breyta dóm- blaðinu stig af stigi, en fáar, ef nokkrar, hlutu hljómgrunn. Það var ekki fyrr en á síðasta aðalfundi fé- lagsins að verulegar breytingar áttu sér stað. Svo þeir, sem ekki hafa fylgst með MORFÍS að jafnaði, geti full- komlega skilið þær römmu deilur sem nú hljóma víða um landið og miðin vil ég útskýra þann staðal sem dómarar fylgja við útreikning stiga. Dómblað MORFÍS er þannig upp byggt að dómari gefur ræðumanni „Sem mikill áhugamað- ur um MORFÍS telur undirritaður að MS hafi unnið keppninni mikið tjón með þessu fjöl- miðlaírafári. En þó unnu þeir sjálfum sér mest tjón með fljót- færnislegum og van- hugsuðum viðbrögð- um.“ stig á bilinu 1 til 10 fyrir mismun- andi atriði eftir því hvernig hann metur frammistöðu ræðumanns. Stigin færir dómarinn í sérstaka reiti og hafa reitirnir mismunandi vægi. Liðimir sem gefið er fyrir eru þannig: Liður: Vægp: Ræðutækni Sannfæring Rökfesta Svör/mótrök Uppbygging Islenskt mál 1,5 var2 1.5 var 2 2.5 var 2 óbreytt 1.5 var 1 óbreytt Eins og sjá má breytist vægi liða nokkuð, en þó kom á daginn, þegar farið var að bera saman gamla dóm- blaðið og það nýja, að munurinn var sáralítill, í stigum talið. En tillagan var samþykkt og þar við sat. Stuðn- ingsmenn tillögurnnar, MS og full- trúar Menntaskólans á Akureyri, virtust þó hæstánægðir, að minnsta kosti fyrst í stað. Margir voru á sama máli, það er að breyta þýrfti dómblaðinu svo rökfesta og ræðan sjálf skiptu mestu máli, en ekki voru allir sammála um að þetta væri rétta leiðin. Vandræði Að undangengnu öllu þessu þrasi og málþófi skýtur það frekar skökku við að Menntaskólinn við Sund segi sig í fússi úr MORFÍS, skömmu eft- ir að hafa, í fyrsta skipti, tapað keppni í fyrstu umferð MORFÍS. Þeta bentu þeir félagar sjálfir á í áðurnefndu viðtali á Rás 2. Þar sögðu þeir að sá ósigur hefði bara verð „dropinn sem fylíti bikarinn“. Þeir sögðu að dómgæslan hefði ver- ið óskiljanleg og að til dæmis hefði lið MS verið „þó nokkrum stigum undir í hléi“. En hvernig var málum í raun og veru háttað? Hver var hann þessi dropi? Dropinn Þann 19. október sl. háðu MS og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ harða og spennandi keppni í fyrstu umferð MORFÍS. Eftir mikil vandræði, þar sem einn af áður útnefndum dómur- um vantaði, var útvegaður nýr dóm- ari í skyndi. Fyrir valinu varð Elsa Björk Vals- dóttir, fyrrverandi meðlimur fram- kvæmdastjórnar og umsjónarmaður dómaranámskeiðs til tveggja ára, kona sem hefur verið treyst fyrir ábyrgðarmiklu hlutverki og leyst það vel af hendi. Auk þess er hún sá dómari sem býr yfir hvað mestri reynslu. Loks fór keppnin fram og var henni útvarpað á Rás 2 í áður- nefndum þætti, „Laus í rásinni“. Ekki ætlar undirritaður að leggja mat á það hvort sigur FG hafi verið ósanngjarn og því síður að veija þá dómara sem dæmdu þessa keppni, það gera þeir best sjálfír. Hins veg- ar þarf að minna lið Menntaskólans við Sund á ákveðið plagg, sem þeir skrifuðu allir undir fyrir keppnina og hljóðar eitthvað á þá leið að allir sem hlut eigi að máli hafi verið sátt- ir við þá breytingu sem gerð var á skipan dómara og heita því að vegna hennar verði engir eftirmálar. En nú er sko heldur betur annað upp á teningnum. Skrýtið Á þeim sex mánuðum sem liðnir eru síðan breytingar á dómblaði voru samþykktar hafa nokkrir skipt um skoðun og vilja nú ekkert við það kannast að hafa samþykkt breyting- arnar. En þykir þeim sem til þekkja ekki skrýtið að einn af þeim sem vann hvað ötulast að breytingunum og var í framkvæmdastjórn MORFÍS á þeim tíma, einn úr ræðuliði MS, skuli nú skilja við keppnina með þeim orðum að dómblaðið sé „ágætt í sjálfu sér, en það virðist bara vera meingallað"? Finnst fólki ekki skrýtið að um leið og lið MS sakar MORFÍS um að „svíkja þá hugsjón sem lá til grundvallar í upphafi" saka þeir Jónas Friðrik Jónsson, einn af hug- sjónamönnunum, og Elsu B. Vals- dóttur, reyndasta dómarann, um lé- lega dómgæslu? Er ekki einkennilegt að lið MS skuli lýsa því yfir á Rás 2, útvarpi allra landsmanna, og síðar í sjón- varpsfréttum að þeir ætli „ekki að gera neitt stórmál úr þessu“ og ætli „ekki að vera með neina hryðju- verkastarfsemi“? Ræðulið MS sagði, í áðurnefndu viðtali, að of mikið væri um leikara- skap í MORFÍS og nauðsynlegt væri að halda sig við hefðbundna mælskulist. En er það ekki skrýtið að örfáum andartökum áður sagði sama ræðulið að það væri rangt að MORRFÍS „segði fyrir verkum“ og mótaði ræðustíl skólanna? Er það ekki sérstaklega skrýtið þegar haft er í huga að MORFÍS er féiag allra framhaldsskóla og fer með stjórn keppninnar þar sem einfaldur meiri- hluti ræður? í áðurnefndu viðtali á Rás 2 sögðu þeir félagar einnig að MS hefði gengið ágætlega hingað til. Rétt er það, MS hefur að minnsta kosti tvi- svar komist í undanúrslit og einu sinni sigrað í keppninni. En með nýjum tímum koma nýir menn. í fyrra komst MS aðeins í aðra um- ferð, eins og þeir bentu sjálfir svo greinilega á. Er ekki skrýtið að nú fyrst, eftir svo fallvalt gengi mót- mæla þeir keppninni með orðum eins og „keppnin er á villigötum“, „keppnin á ekkert skylt við mælsku- og rökræðulist“ og „keppnin er ekki samboðin virðingu MS“. Isinn er háll Sem_ mikill áhugamaður um MORFÍS telur undirritaður að MS hafi unnið keppninni mikið tjón með þessu fjölmiðlaírafári. En þó unnu þeir sjálfum sér mest tjón með fljót- færnislegum og' vanhugsuðum við- brögðum. í margumtöluðu viðtali sögðu fé- lagarnir eitthvað á þá leið að „þetta er eiginlega komið út fyrir alla taps- árni, þessi keppni var bara dropinn sem fyllti bikarinn" og áttu þá vænt- anlega við keppnina gegn FG 19. október. Einnig sagði einn þeirra að lið MS hefði, öllum að óvörum, verið „þó nokkrum stigum úndir í hléi“. Hið rétta er að í hléi, þegar búið var að gefa á bilinu 1.200 til 1.400 stig, var munurinn á liðunum 2 stig. Það er því heldur ekki rétt að FG hafi verið með „afgerandi forystu á öllum liðum dómblaðsins í báðum umferðum." Því telur undirritaður að menntskælingar standi á mjög hálum ís þessa dagana. Þessum ábendingum er þó ekki ætlað að rógbera neinn á nokkum hátt, enda einungis fjallað um stað- reyndir. Það hlýtur hins vegar alltaf að halla á þann sem fer fijálslega með staðreyndir. Ástæðan fyrir ábendingunum er að í títtnefndu útvarpsviðtali kom einungis önnur hlið málsins fram, að þar sem undir- ritaður er sannur áhugamaður um rökræður og áframhaldandi MORFÍS-keppni taldi hann sér skylt að skýra frá þeim helming sannleik- ans sem látinn var ósagður í þættin- um á Rás 2. Satt eða logið? Að endingu er hér með skorað á þá sem áhuga hafa á að kynna sér þetta mál til hlýtar að taka höfðing- legu boði skólafélags MS sem kom fram í viðtalinu. Þar sögðu ræðu- menn MS að hægt væri að senda myndbandsupptöku af keppni MS við FG til þeirra sem þess óskuðu. Þá geta þeir sem boðinu taka einnig haft í huga að í viðtalinu lét ræðulið MS í ljós þá ósk að MORFÍS byggði á rökræðum, og borið það saman við það sem á myndbandinu kemur í ljós. Og dæmi nú hver fyrir sig... Höfundur er áhugamaður um MORFÍS. Grínið er fúlasta alvara Nokkrar spurningar til Ingunnar St. Svavarsdóttur eftir Snjólf Ólafsson í greininni Eflum Island sem eina þjóð (Morgunblaðinu 11. okt- óber) kallar Ingunn þá grínista sem láta í ljós efasemdir um að ástæða sé til að beijast gegn byggðarösk- un. Ég er einn þeirra sem tel brýna ástæðu til að efast um það. Það er mjög alvarlegt að nær ekkert er rætt um hvaða byggðabreyting- ar séu æskilegar og hveijar ekki, né um það hvort reyna eigi að hafa áhrif á þær. Vissulega eru þetta afar erfiðar spurningar og auðveldast er að ganga út frá því að byggðaröskun sé óæskileg, eða einfaldlega slá þessu upp í grín! Þeir sem nota orðið byggðarösk- un virðast einfaldlega eiga við allar breytingar á byggð í landinu. Því virðist eðlilegra að kalla þetta byggðaþróun eða einfaldlega „Til að fyrirbyggja mis- skilning skal tekið fram að ég tel áframhaldandi fólksflutninga til höf- uðborgarsvæðisins, í þeim mæli sem talað er um að séu líklegir, alls ekki æskilega.“ byggðabreytingar. Ef Ingunn telur byggðaröskun vera annað en byggðaþróun þá væri fróðlegt að heyra í hveiju munurinn felst. Margir telja að áframhaldandi byggðabreytingar séu nauðsynleg- ar til þess að lífskjör á Islandi geti verið sambærileg við ná- grannalöndin í framtíðinni. Byggðanefnd forsætisráðherra tel- ur að styrkja eigi svonefnd at- vinnuþróunarsvæði. Væntanlega fallast þeir þar með á að æskilegt sé að kauptúnum, kaupstöðum og sveitabæjum utan atvinnuþróunar- svæðanna fækki. Skoðanir mínar byggjast á þremur grundvallaratriðum: Þeim störfum sem byggjast á nálægð starfsmanns við marga íbúa fer sífellt fjölgandi í þjóðfélaginu. Dæmi eru þýskukennari, bóka- safnsfræðingur, tannsmiður og söngvari. Almenningur gerir sífellt meiri kröfur um þau „lífsgæði“ sem byggjast á því að búið sé í, eða nálægt, þéttbýli. Dæmi eru góð heilbrigðisþjónusta, áhugaverð störf fyrir bæði hjónin, möguleiki á hljóðfæranámi að eigin vali og greiður aðgangur að menningar- viðburðum. Margar auðlindir og mannvirki er bæði dýrt og þjóð- Snjólfur Ólafsson hagslega óhagkvæmt að nýta. Dæmi: Vatnsorkan í litlum ám; mjólk framleidd á afskekktum bæjum; ýmis hafnarmannvirki. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að ég tel áfram- haldandi fólksflutninga til höfuð- borgarsvæðisins, í þeim mæli sem talað er um að séu líklegir, alls ekki æskilega. Að lokum eru hér nokkrar spurningar til Ingunnar (og ann- arra sem vilja svara þeim); 1. Er óæskilegt að íslenskum sjávarþorpum fækki? 2. Er óæskilegt að sveitabæjum fækki? 3. Er það slæmt að enginn búi lengur á Hornströndum? 4. Er það slæmt að í Mjóafirði sé eingöngu búið á sumrin? 5. Er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta áfram allar bryggjur, öll pósthús og öll frystihús sem nú eru í notkun? 6. Ætti það að vera hluti af byggðastefnu að auðvelda þeim að flytja, sem vilja flytja frá stöðum þar sem mikil fólks- fækkun hefur orðið, t.d. með því að einhver sjóður kaupi þær húseignir sem ekki seljast á al- mennum markaði? Ef svarið við einhverri af fyrstu fímm spurningunum er jákvætt þá þætti mér vænt um að fá útskýr- ingar á því hvers vegna. Höfundur er kennari við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.