Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Skjálfta-
hrina út af
Reykjanesi
Sterkustu skjálft-
arnir 4,8 stig
MIKIL jarðskjálftahrina mæld-
ist 160-180 kílómetra suðvestur
af Reykjanestá frá þriðjudags-
morgni og fram til gærmorg-
uns. Sterkustu skjálftarnir
mældust 4,8 stig á Richters-
kvarða. Líklegt er talið að ein-
hver breyting verði á hafsbotni
þar sem skjálftarnir áttu upptök
sín og gosvirkni er hugsanleg.
Ekkert bendir til að þessi virkni
leysi úr Iæðingi skjálfta á helstu
jarðskjálftasvæðum hér á landi,
þ.e. Suðurlandi og fyrir strönd
Norðurlands.
m •f J f j f33 ~<j|
;Jjj| r r rjl f § 1
Ljl
Gamli „brunabíllinn “ fær h víldina
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðsbíll númer 1, frá árinu 1947, verður á næstunni fluttur
á Árbæjarsafn, eftir áratuga þjónustu við slökkviliðið í Reykjavík.
Nýr dælubíll, sem kemur á götumar á næstu dögum, fær í hans
stað tölustafinn 1. Á myndínni er C-vakt slökkviliðsins fyrir framan
þessa tvo fulltrúa ólíkra tíma. Frá vinstri: Óli Gunnarsson, Berg-
sveinn Alfonsson, Alfons Kristinsson, Óttar Sigurðsson, Páll Guð-
jónsson, Guðmundur Halldórsson, Þráinn Tryggvason og Birgir
Guðjónsson.
Heilbrigðiseftirlitið um niðurgrafna eldsneytistanka í Reykjavík;
Fimmtán tanka þyrfti að
endimiýja vegna tæringar
Reglur skortir um gerð geyma og endingartíma, segir Ágúst Karlsson hjá ESSO
AF 231 niðurgröfnum eldsneytistanki í Reykjavík eru 14 eldri en
25 ára og 24 á bilinu 21-25 ára. Miðað við reynslu Dana ættu 8-9
tankar af þeim fyrrnefndu og 3-7 af þeim síðarnefndu að vera gegn-
umtærðir. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur að endurnýja þyrfti
tanka þegar þeir hafa náð 25 ára aldri. Þá þyrfti að endurnýja 15
tanka fyrir árslok 1991. Nýskipaður starfshópur fulltrúa olíufélag-
anna, heilbrigðiseftirlitsins, slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa
kemur saman í dag til að ræða reglur um gerð tanka og endingartíma.
Ragnar Stefánsson, j!arðeðlis-
fræðingur, segir að skjálftamir
út af Reykjanestá hafi verið þéttir
og margir 4,5 stig. „Svo langvar-
andi hrinu tengir maður við ná-
læga hraunkviku og upptök skjálf-
tanna eru á Reykjaneshryggnum,"
sagði hann. „Það hefur verið mik-
il virkni á hryggnum undanfarið
ár. í maí í fyrra var svipuð hrina
um 500 kílómetra út af Reykja-
nesi og í september voru skjálftar
í um 1000 kílómetra fjarlægð.
Stærsti skjálftinn þá mældist 5,5
stig.“
Ragnar sagði að mikil virkni
væri á Mið-Atlantshafshryggnum
í námunda við landið. „Þessar
hrinur auka líkur á virkni þar sem
hryggurinn liggur yfir landið og
það er stutt síðan 5,0 stiga skjálfti
mældist í Vatnajökli. Það er þó
ekkert sem bendir frekar til að
þessi virkni nægi til að leysa út
skjálfta á stærstu skjálftasvæðum
landsins, Suðurlandi og við strend-
ur Norðurlands.“
Heilbrigðiseftirlitið hóf árið 1988
að kanna aldur og frágang bensín-
og olíutanka, sem grafnir eru í jörðu
í Reykjavík. Á grundvelli svara olíu-
félaganna hefur heilbrigðiseftirlitið
sent frá sér skýrslu, en samkvæmt
upplýsingum stofnunarinnar er sá
fyrirvari á, að einhveijar breytingar
gætu hafa orðið og upplýsingar eru
ekki tæmandi.
í skýrslunni kemur fram, að talið
er að um helmingur tanka, sem
settir eru óvarðir niður í Banda-
ríkjunum, séu farnir að leka eftir
15 ár. Algengt hefur verið að veija
tankana tæringu með því að bika
þá að utan. Reynsla Dana af slíku
sýnir, að þar eru 10-30% bikaðra
tanka gegntærðir eftir að hafa leg-
ið 20 ár í jörðu, en 60% eftir 25-28
ár. Ekkert bendi til hægari tæring-
ar á stáltönkum í Reykjavík.
Niðurgrafnir tankar í Reykjavík
eru 231 talsins. 5 tankar úr trefja-
plasti voru settir niður í fyrra, en
annars eru tankamir úr stáli. Fjórt-
án eru eldri en 25 ára. Miðað við
reynslu Dana ættu 8-9 þeirra að
vera gegnumtærðir. Þá eru 24 tank-
ar á bilinu 21-25 ára og líklegt að
3-7 séu gegnumtærðir.
Heilbrigðiseftirlitið telur að grafa
þyrfti upp og endurnýja tanka, sem
orðnir eru 25 ára. Fyrir árslok 1991
þyrfti þá að endumýja 15 tanka.
Tankamir eru ýmist á bensínstöðv-
um eða við fyrirtæki. Þijá þeirra á
Esso, en Skeljungur á 12.
Ágúst Karlsson er fyrir hönd
ESSO í starfshópnum, sem ætlað
er að setja reglur um gerð tanka.
„í reglugerð er nú kveðið á um að
steypt þró skuli vera í kringum
tankana, en engin nánari skilgrein-
ing á gerð hennar,“ sagði Agúst.
„Við viljum gjarnan fá ákveðnar
reglur, sem kveði á um hvemig frá-
gangur við tanka á að vera og að
ákveðið verði í upphafi hversu lengi
þeir megi vera í jörð, miðað við
gerð og umhverfi, því við viljum
endurnýja þá áður en leki veldur
skaða. ESSO hefur þegar byijað á
að merkja nýja tanka með upplýs-
ingum um hvenær þeir voru smíðað-
ir og hvernig, til að auðvelda end-
urnýjun. Ég er mjög bjartsýnn á
að starfshópurinn komi þessum
málum á hreint, en hingað til hefur
olíufélögunum í raun verið í sjálfs-
vald sett hvenær tankamir eru end-
urnýjaðir."
Eldsneytistanka tii húshitunar,
ofan- og neðanjarðar, sem hætt er
að nota og standa við íbúðar- og
atvinnuhúsnæði, telur heilbrigðis-
eftirlitið nauðsynlegt að fjarlægja,
þar sem því verður við komið. Þó
þeir séu oftast smáir gætu þeir inni-
haldið eldsneytisleifar.
Opnað milli Austur-
vallar og Aðalstrætis
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að segja upp leigusamningi við
eigendur Austurstrætis 8, vegna bráðabirgðabyggingar sem
reist var árið 1953 í Vallarstræti. Samningnum er sagt upp með
mánaðar fyrirvara og á byggingin að vera farin fyrir 1. desem-
ber næstkomandi, borginni að kostnaðarlausu.
i
í samþykktu deiliskipulagi fyr-
ir miðbæinn er gert ráð fyrir að
Vallarstræti verði opnað á ný
milli Austurvallar og Aðalstræt-
is. Söluturn er í byggingunni sem
um er að ræða og verður hann
að víkja. Að sögn Hjörleifs Kvar-
an, framkvæmdastjóra lögfræði-
og stjómsýsludeildar, hafa samn-
ingaviðræður staðið yfír við eig-
endur byggingarinnar í allt sum-
ar án árangurs og þess vegna
var gripið til þess að segja upp
samningnum.
„Heimild var gefín til að
byggja þessa bráðabirgða við-
byggingu árið 1953 ogjafnframt
var á þeim tíma heimilað að leigja
þeim lóðina til fimm ára,“ sagði
Hjörleifur. „Samningurinn var
því löngu út runninn en til vonar
og vara var ákveðið að segja
honum upp með mánaðar fyrir-
vara frá og með 1. nóvember.
Sagði hann jafnframt að við-
ræður stæðu yfir við eigendur
Austurstrætis 6, vegna bakhúss
í Valiarstræti sem einnig ætti að
víkja og ennfremur við Póst og
síma, en hluti af eldhúsi í mötu-
neyti stofnunarinnar lokar göt-
unni.
íslenska járnblendifélagið:
Undirboð úr austri
rýra afkomuna í ár
UNDIRBOÐ austur-evrópskra og kínverskra járnblendisframleið-
enda hafa á þessu ári rýrt afkomu íslenska járnblendifélagsins og
annarra framleiðenda járnblendis á Vesturlöndum og valdið erfið-
leikum á hefðbundnum mörkuðum, einkum í Þýskalandi og Japan.
Einnig hefur lækkun á verði bandaríkjadals rýrt tekjurnar. Að sögn
Jóns Sigurðssonar, forsljóra íslenska járnblendifélagsins, hefur af-
koma félagsins versnað eftir því sem liðið hefur á árið. Milliuppgjör
níu mánaða sýnir lítils háttar tap í íslenskri útgáfu, þar sem beitt
er verðbólgureikningsskilum, en niðurstöður hinnar norsku útgáfu
milliuppgjörsins gefa til kynna örlítinn hagnað.
Að sögn Jóns Sigurðssonar er
útlit fyrir að staðan á síðasta fjórð-
ungi ársins versni og hefur verk-
smiðja félagsins undanfarið einung-
is verið keyrð með hálfum afköstum
til að hindra óhóflega birgðasöfnun.
Hann sagði að þetta ástand á mörk-
uðum hefði þó ekki valdið stórvægi-
legum skekkjum í áætlunum félags-
imst ienda i hefðut gaenm tbálata. »nð.
nokkrum samdrætti. Hann sagði
að samdráttur í mannahaldi hefði
ekki komið til tals.
Jón Sigurðsson sagði að ekki
væri unnt að ræða um eiginlegt
heimsmarkaðsverð á járnblendi,
verð væri talsvert mismunandi eftir
mörkuðum og gæðum. Þó fengju
Japanir nú kínverskt kísiljárn á
rúmlega 30% lægra verði en norskt
. t aða Jslenskt,< u u
Jón Sigurðsson
meta hve lengi ástand þetta muni
vara en almennt sé litið svo á að
það sé tímabundið. í Austur-Evrópu
byggist framleiðslan á orku úr kol-
um og brúnkolum, sem séu mjög
mengandi og menn séu sammála
um að slík framleiðsla sé tíma-
skekkja og hljóti að líða undir lok.
Þá sé talið víst að innan skamms
neyðist framleiðendur í Austur-Evr-
ópu til að láta af þeirn sið, sem ein-
kenndi framleiðslu í miðstýrðum
kommúnískum hagkerfum, að selja
afurðir á hvaða verði sem gefið
gæti gjaldeyri í aðra hönd án tillits
til framleiðslukostnaðar, sem hafi
verið ímynduð stærð. Ef til vill
mætti hafa það til marks um batn-
andi ástand að í gær var verið að
skipa út um 3 þúsund tonnum af
kísiljámi frá Grundartanga á
•-.liIÞýskálandsmarkaðteftírnnMtnrtJilé!
segir erfitt að á söju þangað.