Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 22

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Reuter Handtak undir Ermarsundi Tveir verkamenn, annar franskur og hinn bresk- ur, takast í hendur í franska hluta jarðganganna undir Ermarsund á þriðjudag. Nokkrum stundum síðar var boruð mjó hola í gegnum síðasta haf- tið en milli gangahlutanna tveggja eru nú aðeins um 100 metrar. Gert er ráð fyrir að sjálf járn- brutargöngin, er kosta munu milli sjö og átta milljarða punda samkvæmt síðustu áætlunum, eða 700 - 800 milljarða ÍSK, verði tekin í notkun 1993. Meira en tvær aldir eru síðan fyrstu hug- myndimar um jarðgöng undir sundið voru settar á blað. Kosningamar í Pakistan: Moskvu. Reuter. Yfirvöld sökuð um flókið kosningasvindl íslamabad. Reuter. FRANSKIR lögmenn, sem fylgdust með nýafstöðnum þingkosningum í Pakistan, birtu á þriðjudag skýrslu þar sem segir að svo virðist sem „geysiflókið kosningasvindl" hafi átt sér stað í kosningunum. Flokkur Benazir Bhutto, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins, Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) galt afhroð í kosningunum, sem fóru fram í síðustu viku. Bhutto hefur haldið því fram að stórfellt svindl hafí átt sér stað í kosningunum og frönsku lögmennimir tóku undir fullyrðingar hennar. Þeir sögðust hafa orðið varir við ýms alvarleg svindlmál. „Svo virðist sem skýring- in á úrslitunum, sem gáfu íslömsku Iýðræðisfylkingunni mikinn meiri- hluta, felist að hluta í geysiflóknu kosningasvindli, sem átti sér stað á milli kjörstaða og kjörstjórna," seg- ir í skýrslu Iögmannanna. Til að styðja þessa fullyrðingu segja þeir að svo virðist sem kjörsókn hafí í raun verið minni en lokatölur kjör- stjórna gáfu til kynna, einstakar kosningatölur hafi verið kynntar síðar en í fyrri kosningum, auk þess sem ekki hafí verið staðið rétt að kynningu úrslitanna. Fjölþjóðleg sendinefnd á vegum Lýðræðisstofnunarinnar í Washing- ton sagði á föstudag að kosninga- svindl hefði átt sér stað en það hefði þó ekki haft veruleg áhrif á niðurstöðu kosninganna. Kanadísk eftirlitsnefnd kvaðst ekki hafa séð neinar vísbendingar um kosninga- svindl. Benazir Bhutto reynir nú ákaft að mynda stjóm í heimahéraði sínu, Sind, sem er eina héraðið þar sem hún sigraði í kosningunum. Þaðan vonast hún til að geta byggt upp Þjóðarflokk sinn (PPP) og myndað virka stjómarandstöðu. Þjóðernissinnar í Moldovu loka landamærastöðvum Reuter Ungfrú KGB kjorm í Moskvu ÞJÓÐERNISSINNAR í Moldovu komu sér fyrir á tollstöðvum við landamæri Moldovu og Rúmeníu í gær til að mótmæla aðskilnaðar- yfirlýsingum tyrkneska minnihlutans, að sögn sovésku fréttastof- unnar Tass. í Moldovu, sem áður hét Sovétlýðveldið Moldavía, ta- kast á þrjár fylkingar þjóðernissinria; Rússar, Moldavar, sem eru af rúmensku bergi brotnir og tyrkneskur minnihluti. landamærastöðina og kveiktu í landamæragirðingu. Þeir drógu sig til baka eftir viðræður við háttsett- an moldovskan embættismann sem hraðaði sér til staðarins í þyrlu, að sögn Tass. hefði skipað nefnd til viðræðna við yfírvöld í Moldovu. Lockerbie-slysið: Katíja Majova, 23 ára gamall starfsmaður hjá upplýsinga- skrifstofu sovésku öryggislög- reglunnar, KGB, í Moskvu, var nýlega kjörin ungfrú KGB. Meðal keppnisgreina í barát- tunni um titilinn vom skotfimi, karate, matargerð og dans. Tass-fréttastofan sagði að yfír 3.000 Moldovar hefðu stöðvað umferð um tvær landamærastöðv- ar og krafíst þess að hersveitir á vegum sovéska innanríkisráðu- neytisins yrðu kallaðar frá suður- hluta Moldovu þar sem tyrkneski minnihlutinn, Gagauzar, hefur lýst yfír sjálfstæði. Moldovskir þjóðernissinnar lok- uðu svæði Gagauza um síðustu helgi eftir að minnihlutinn, sem telur 150.000 manns, hafði efnt til sjálfstæðra kosninga. Innanrík- isráðuneytið lýsti yfir neyðar- ástandi og sendi hersveitir á stað- inn til að fylgja því eftir. Þjóðernissinnar grýttu eina Fréttamenn á svæði minnihlut- ans segja að „þing“ Gagauza hafi haldið fyrsta fund sinn á þriðju- dag, þrátt fyrir að Sovétstjórnin og yfirvöld í Moldovu hafi neitað að viðurkenna lögmæti þess. Fréttamaður í Kíshínjov, höfuð- borg Moldovu, sagði Reuters- fréttastofunni að þing Gagauza Sprengjunni smyglað með leynifarmi? Washington. Reuter. OPINBER stofnun sem berst gegn smygli og neyslu fíkniefna í Bandaríkjunum (DEA) kannar nú hvort starfsemi stofnunarinn- ar hafi verið misnotuð til þess að smygla sprengju um borð í breið- þotu Pan Am-flugfélagsins sem sprakk í tætlur á flugi yfir bænum Lockerbie í Skotlandi rétt fyrir jólin 1988. Að sögn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC notaði DEA- stofnunin ferðir Pan Am-flugvéla frá Frankfurt í leynilegum aðgerðum sínum, bæði til að flytja uppljóstrara og fíkniefni til Bandaríkjanna. Sagði NBC að nú væri óttast að hryðjuverkamenn sem bæru ábyrgð á örlögum þotu Pan Am hefðu kom- ist á snoðir um þessa leynilegu starf- semi DEA og tekist að lauma sprengjunni sem grandaði þotunni inn í fíkniefnasendingar stofnunar- innar. Að sögn NBC var 21 árs Líbani sem búsettur er í Bandaríkjunum meðal þeirra sem fórust með þot- unni og er hugsanlegt talið að sprengju hafi verið laumað í farang- ur hans. Mcð sérstöku samkomulagi DEA og vestur-þýskra flugyfirvalda gátu uppljóstrarar DEA, sem tekist hafði að lauma sér inn í smyglara- samtök í Evrópu og Mið-Austurlönd- um, farið fram hjá öryggiseftirliti á flugvellinum í Frankfurt og sett töskur með leynilegum fíkniefna- sendingum um borð í þotur Pan Am. Tilgangurinn var að hafa hendur í hári dreifingaraðila sem töskurnar áttu að fara til í Bandaríkjunum. Ringnlreið enn á ný ríkjandi í írskum stjórnmálum: Sérkennilegt hneyksli kann að tryggja konu forsetaembættið Dublin. Reuter. ENN á ný hefur óvissa skapast í írskum stjórnmálum sem löngum hafa þótt einkennast af allsheijar ringulreið. Komið hefur í ljós að Brian Lenihan, einn þekktasti sljómmálamaður landsins og náinn samstarfsmaður Charles Haughey forsætisráðherra, reyndi árið 1982 að hafa áhrif á forseta landsins til að tryggja að Haug- hey kæmist til valda. Hneyksli þetta er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að forsetakosningar fara fram á Irlandi næsta miðviku- dag og hefur Lenihan þótt sigurstranglegastur frambjóðenda. Nú kann svo að fara að þekkt baráttukona fyrir auknum réttind- um írskra kvenna, Mary Robinson, verði kjörin forseti landsins. Lenihan, sem gegnt hefur emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra frá 1987, hefur líkt málinu við galdra- ofsóknir og þráfaldlega Iýst yfír því að hann hyggist ekki hætta afskiptum af stjórnmálum. Flokk- ur Framfarasinnaðra demókrata, sem á aðild að samsteypustjórn Haugheys hefur beitt forsætisráð- herrann miklum þrýstingi og kraf- ist þess að Lenihan verði knúinn til afsagnar. Haughey hefur þrá- ast við enda hefur Lenihan verið nánasti samstarfsmaður hans í tæp 30 ár. I gær var síðan tekin til afgreiðslu á þingi landsins til- laga um vantraust á ríkisstjórn Haugheys. Forsætisráðherrann hefur löngum þótt afburðasnjall stjómmálamaður og er honum oft líkt við töframeistarann Houdini, sem bjargað gat sér úr sérhverri klípu. Nú þykir sýnt að Haughey verði enn á ný að sýna snilli sína ætli hann sér að koma í veg fyrir stjómarkreppu og kosningar. Vafasamt símtal Ásakanirnar á hendur Lenihan eru að sönnu nokkuð flóknar. í febrúar 1982 neyddist þáverandi forsætisráðherra Irlands, Garret FitzGerald, til að segja af sér eft- ir að þingheimur hafði neitað að samþykkja fjárlagafrumvarp ríkisstjómar hans. Sagt er að Lenihan hafi þá hringt í forseta landsins, Patrick Hillary, og hvatt hann til þess að fela Haughey stjórnarmyndun í stað þess að boða til kosninga. Lenihan lét þessi orð falla í viðtali við háskóla- nema einn sem var að vinna rit- gerð í stjórnmálafræði. Lenihan hefur staðfastlega neitað þessu þrátt fyrir að samtal hans og háskólanemans hafí verið tekið upp á segulband. Þykir Lenihan hafa gerst sekur um skipulagða tilraun til að knýja forseta lands- ins til að hundsa ákvæði stjórnar- skrárinnar. Dvínandi vinsældir Lenihan er frambjóðandi flokks Haugheys, Finna Fail, í forseta- kosningunum sem fram fara næsta miðvikudag. Líklegt þótti að hann yrði sigurvegari kosning- anna enda hefur hann löngum verið í hópj vinsælustu stjórn- málamanna írlands. Nú hefur orð- ið breyting þar á ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið Irish Independent birti í gær. .Samkvæmt henni styðja 52% kjósenda Mary Robin- son, sem hefur einkum getið sér orð fyrir afskipti af réttindabar- áttu kvenna á Irlandi og er fram- bjóðandi vinstri manna. Tæpur þriðjungur þeirra sem þátt tóku kvaðst hins vegar ætla að greiða Brian Lenihan atkvæði sitt. Gangi þetta eftir verður Mary Robinson, fyrst kverjna, kjörin forseti ír- lands. Mary Robinson er 48 ára og sat um skeið á þingi fyrir írska Verkamannaflokkinn. Hún sagði sig úr flokknum vegna afstöðu forustusveitarinnar til Norður- írlands en nýtur hins vegar stuðn- ings fyrrum flokksbræðra sinna í forsetakosningunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.