Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Skerðingin á tekjustofnum kirkjunnar:
Samræmist ekki sið-
ferðisboðskap kirkjunn-
ar að skerast úr leik
- segfir fjármálaráðherra um gagn-
rýni Olafs Skúlasonar biskups
„ÉG TALDI að kirkjunnar menn
vildu taka þátt í því endurreisn-
arstarfi sem unnið er að í efna-
hagsmálum. Lykillinn að árangri
er að allir taki þátt og þess vegna
hefur því miður orðið að grípa
til niðurskurðar á fjárframlögum
til menntamála, heilbrigðismála,
byggðarlaga og opinberra fram-
kvæmda svo dæmi séu nefnd. Ég
hefði talið að það samræmdist
ekki siðferðisboðskap kirkjunnar
að skerast úr leik í þessum efn-
um,“ segir Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra um gagn-
rýni biskups á niðurskurð ríkis-
valdsins á tekjustofnum kirkj-
unnar, sem kom fram við setn-
ingu kirkjuþings á þriðjudag.
„Það kemur mér undarlega fyrir
sjónir ef kirkjunnar menn ætla að
vera þeir einu sem segja, ekki ég!
Það samræmist a.m.k ekki því
kristna hugarfari sem afi minn, sem
var meðhjálpari í sóknarkirkjunni á
Þingeyri í 40 ár, kenndi mér. En
kannski er biskupinn með annað
hugarfar en afi minn. Sá ágæti
maður kenndi mér að kirkjan ætti
að vera fremst í flokki þeirra sem
vilja taka þátt í erfiðleikum, og
síðust þeirra sem segja, ekki ég.
Nú eru kannski aðrir tímar. Nú
stendur kirkjan kannski fyrst og
fremst í fjárfestingum," sagði fjár-
málaráðherra.
Ráðherra sagði að sú breyting
sem gerð var með staðgreiðslukerf-
inu fæli I sér að ríkið hafí tekið að
sér að innheimta sóknargjöld og
kirkjugarðsgjöld. „Það er staðreynd
að innheimtuhlutfallið í staðgreiðsl-
unni er aðeins í kringum 95%, svo
að eðli málsins samkvæmt ætti það
sem skilað var til sókna og kirkna
að vera í réttu hlutfalli við innheimt-
una. Þá væri hin svokallaða skerð-
ing í kringum 60 milljónir, eða
meginhluti þeirrar upphæðar sem
hér um ræðir,“ sagði ráðherra.
„Það er grundvallarspurning
hvort ríkið eigi að skila 100% til
kirkjunnar þegar ekki innheimtast
nema 95% gjaldanna. Mér hefði
.fundist eðlilegt að kirkjan tæki mið
af þeirri staðreynd, eins og aðrir,
að innheimtuhlutfallið er ekki
100%. En biskup virðist vera að
biðja úm 100% og er í reynd að
biðja um 5% styrk umfram það sem
innheimtist. Þótt það sé rétt sam-
kvæmt lagatextanum þá er spurn-
ing hvort það er eðlilegt eða sann-
gjarnt sjónarmið. Hér er því um 20
til 30 milljónir að ræða af 1100
milljónum, sem væri þá framlag
kirkjunnar í glímunni við efnahags-
erfiðleikana í Jrjóðfélaginu, þegar
búið er að taka tillit til innheimtu-
hlutfallsins. Er það svo stór upphæð
að ástæða sé til að flytja heilaga
vandlætingarræðu á kirkjuþingi
vegna þess? Það er satt að segja
miklu lægri upphæð en flestir hafa
lagt inn í þessa glímu,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar.
Kvaðst hann einnig hafa orðið
var við í viðræðum við ýmsa kirkj-
unnar menn að það væri misjafnt
hvernig einstakar sóknir ráðstafi
þessum fjármunum. „Sumir nota
þá til framkvæmda en aðrir virðast
bara safna auði. Það væri fróðlegt
að fá yfirlit yfir hvernig kirkjan
ráðstafar þeim rúma milljarði sem
hún fær á hveiju ári. Hluti hans
rennur til kirkjugarðanna og Ólafur
Skúlason biskup hefur verið í for-
svari fyrir Kirkjugarða Reykjavík-
ur. Hann hefur borið þá hugmynd
upp við mig að þar væru fjárráð
'orðin svo mikil að rétt væri að allar
jarðarfarir væru ókeypis. Fulltrúar
einkaframtaksins í útfararþjónustu
hafa komið til mín og kvartað yfír
óeðlilegri samkeppni frá útfarar-
þjónustu kirkjugarðanna, sem
greinilega fái niðurgreiðslufé í
gegnum opinber gjöld, og geti þess
vegna boðið lægra verð. Þessi veru-
leiki lítur talsvert öðrúvísi út eftir
þeim erindum sem berast inn til
fjármálaráðherra en málflutningur
biskups á kirkjuþingi, sem mér
fannst vægast sagt mjög sérkenni-
legur fyrir mann í hans stöðu,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra.
Síðustu áldósirnar renna í pressu Hringrásar hf. 25 milljónir
dósa hafa verið pressaðar þarna, en nú flyst þessi starfsemi til
Endurvinnslunnar hf.
Morgunblaðið/Sverrir
Þarna bíða tvö þúsund tonn af brotajárni eftir að fara í skip til
Asíu. Endurvinnslufyrirtækið Hringrás hf. hefur safnað járninu
og flokkað það.
Tvö þúsund tonn af
brotajárni seld úr landi
Eina leiðin til að losna við það, segir Sveinn
Asgeirsson framkvæmdastjóri Hringrásar
TVÖ þúsund tonn af brotajárni bíða þess nú á athafnasvæði endur-
vinnsiufyrirtækisins Hringrásar hf. við Sundahöfn að verða skip-
að út og seld úr landi, líklega til Asíu. Sveinn Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri Hringrásar segir að íslenska stálfélaginu hafi ver-
ið boðið járnið til kaups, en svar hafi ekki borist og því sé ekki
um annað að ræða en að selja það úr landi. Hringrás hf. er nú
að vinna síðustu áldósirnar fyrir Endurvinnsluna hf., sem hefur
tekið það verk til sín og hafa þá alls um 25 milljónir dósa verið
únnar hjá Hringrás.
Sveinn segir Hringrás hf. hafa en félagið hefur engu svarað enn-
safnað þessu brotajárni, ásamt þá, sem er dálítið furðulegt," seg-
ýmsum öðrum málmum, og flokk- ir Sveinn. Hann segir Hringrás
að. Það sé á því endurvinnslu- safna brotamálmum á höfuðborg-
stigi, að selja megi í bræðslu og arsvæðinu og víða um land og til
mikil verðmæti í því falin. „Við þess hafí verið komið upp gáma-
erum búnir að bjóða Stálfélaginu flutningakerfi.
að kaupa þessi tvö þúsund tonn, Síðan byijað var að endurvinna
áldósir hér á landi hefur Hringrás
hf. séð um það verk, samkvæmt
samningi við Endurvinnsluna hf.
Á rúmlega einu og hálfu ári segir
Sveinn að búið sé að taka við 500
tonnum af dósum og endurvinna,
en það eru um 25 milljónir dósa.
Hann segir Hringrás hafa keypt
dósirnar af Endurvinnslunni,
pressað þær og selt í bræðslu er-
lendis. Hann segir 30 til 35 tonn
af dósum falla til á mánuði. í
dag, fimmtudag, verða að líkind-
um unnar. síðustu áldósirnar hjá
Hringrás, þar sem Endurvinnslan
hf. hefur ákveðið að taka þetta
verk að sér með eigin tækjabún-
aði.
Ellefu þúsund bindi
bættust í Háskóla-
bókasafn í fyrra
ÁRSSKÝRSLA Háskólabóka-
safns fyrir árið 1989 er nýkom-
inn út. Þar kemur fram að rit-
auki safnsins á árinu nam um 11
þús. bindum, þar af eru tímarit
sem berast reglulega um 3.500.
Heildarfjöldi binda í safninu er
um 285 þúsund. Útlán á árinu
voru um 31.500, en mjög mikið
af ritum er notað á staðnum án
þess að um gagnkvæm lán sé að
ræða. Millisafnalán voru alls um
7.000, en þar er um gagnkvæm
lán á ritum milli bókasafna að
ræða eða útvegum ljósrita af
greinum. Þarna er aðallega um
viðskipti við erlend söfn að ræða.
Þá voru gerðar um 100 heimild-
arleitir í erlendum gagnabönk-
um.
í ársskýrslunni er lýst' þeirri
áætlun sem háskólaráð gerði árið
1986 um eflingu safnsins á árunum
1987-89. Samkvæmt henni hafa
kaup bóka og tírnarita tvöfaldast á
þessu tímabili og starfsliði fjölgað
nokkuð^ 18 stöðugildi eru nú við
safnið. í skýrslunni segir enn frem-
ur, að á þeim tíma sem áætlun
háskólaráð var gerð hafi nýlega
verið sett lög um þjóðarátak til
byggingar Þjóðarbókhlöðu og vonir
því staðið til að byggingunni yrði
lokið og hún tekin í notkun árið
1990. Efling safnsins var talin
nauðsynleg m.a. til að búa það
undir þau miklu umskipti sem yrðu
með tilkomu bókhlöðunnar. Stjórn-
völd skiluðu hins vegar ekki til
byggingarframkvæmdanna nema
hluta af því fé sem innheimtist sam-
kvæmt umræddum lögum. Enn eru
því nokkur ár, þar til búast má við
að byggingin verði tilbúin. Þetta
veldur safninu gífurlegum vand-
ræðum og er um þriðjungur rita
safnsins í geymslum úti í bæ, auk
þess sem starfrækt eru 17 útibú
utan aðalsafns. í ársskýrslunni er
minnt á, að safnið verði 50 ára 1.
nóvember 1990 og að á því ári
hefjist tölvuvæðing á safnrekstrin-
um sem valda muni byltingu í
vinnubrögðum við aðföng og skrán-
ingu og bæta verulega þjónustu við
notendur.
„ „ Ljósm.: Vignir
A kápu Ársskýrslu Háskólabókasafns er mynd af Finnmörk, en svo
var bókastofa heimspekideildar í Alþingishúsinu nefnd til heiðurs
Finni Jónssyni prófessor sem gaf Háskóla íslands bókasafn sitt. Á
myndinni eru þeir Pétur Sigurðsson háskólaritari (t.h.) og dr. Einar
Ól. Sveinsson en hann annaðist bókasafn heimspekideildar nokkur
ár. Myndin er iíklega tekin veturinn 1939-40.
Kringlan:
Kynna matar-
gerð og
framreiðslu
KYNNING verður á störfum
kjötiðnaðarmanna, matreiðslu-
manna, bakara og framreiðslu-
manna í Kringlunni í dag,
fimmtudag, og á morgun frá kl.
13-19, og gefst almenningi þar
kostur á að fylgjast með fagfólki
að störfum.
Á kynningunni munu kjötiðnað-
armenn hluta skrokka, úrbeina kjöt
og útbúa til matreiðslu, og mat-
riðslumenn matriða krásir eftir
kúnstarinnar reglum, en þeir skipt-
ast á að sýna listir sínar klukku-
stund í senn. Þá munu bakarar
meðal annars sýna tertuskreytingar
og marsipangerð, og framreiðslu-
menn sýna hvernig leggja má ■ á
borð og skreyta við hin ýmsu tæki-
færi.
JNNLEN-T