Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 26

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjöm Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Kaupmáttur og skattheimta jóðhagsstofnun spáir því, að hægur bati verði í íslenzku efnahagslífi á næsta ári eftir samdrátt síðustu tveggja ára. Spáð er 1,5% hagvexti, en þó er töluverð óvissa um hvort hann næst, m.a. vegna áhrifa olíu- verðshækkana. í samræmi við þessa hagvaxtaraukningu er því spáð, að kaupmáttur aukizt að sama skapi. Það eru kærkomin tíðindi, ef þau rætast, eftir nærri 20% kaupmáttarrýrnun á árunum 1988-1990. Þessi gífurlega kaup- máttarrýrnun hefur fært stóra hópa fólks að fátæktarmörkum, sem glöggt má sjá af því, að fólk í fullri vinnu hefur í vaxandi mæli þurft að leita til félagsmála- stofnana um aðstoð. Slíkt ástand hefur ekki þekkzt á íslandi frá kreppuárunum fyrir seinni heims- styrjöld. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi farið vaxandi og ver- ið nær 2% á þessu ári og spáð er sama atvinnustigi á næsta ári. Þetta hefur leitt af sér mikla erfiðleika fyrir fólk og má glöggt merkja það af því, að síðustu 20 mánuði hafa um 1.500 manns flutzt brott af landinu umfram aðflutta. Það er mikil blóðtaka fyrir okkar litla þjóðfélag. Þær miklu efnahagslegu fórnir sem þjóðin hefur orðið að taka á sig hafa þó skilað þeim mikilvæga árangri, að verðbólgan hefur far- ið ört minnkandi í kjölfar heildar- kjarasamninganna í febrúar milli aðila vinnumarkaðarins, þjóðar- sáttarinnar svonefndu. En laun- þegar geta ekki tekið á sig meiri fórnir. Þegar samningarnir falla úr gildi í september næstkomandi má gera ráð fyrir, að þeir muni sækja aukinn kaupmátt í nýjum samningum. Eins og horfur eru nú eru ekki miklar líkur á því, að atvinnulífið geti borið miklar kauphækkanir. Til þess þarf hagvöxturinn að aukast verulega umfram það, sem Þjóðhagsstofnun spáir, og í því sambandi má benda á, að gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í afla á næsta ári. Bezta ráðið til að auka ráðstöf- unartekjur almennings og at- vinnufyrirtæka er að endur- heimta eitthvað af því gífurlega fé sem rennur til ríkisins og ann- arra opinberra aðila. Endur- heimta hluta þeirra miklu skatta- hækkana, sem núverandi ríkis- stjórn hefur lagt á fólk og fyrir- tæki. Til þess að það sé hægt verður að skera niður sívaxandi umsvif ríkisins og útþenslu báknsins, sem virðist óstöðvandi. Aukning kaupmáttar í formi skattalækkana stuðlar að áfram- haldandi jafnvægi í efnahagslíf- inu, en kauphækkanir án hag- vaxtar leiða til verðbólguþrýst- ings. Við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu, samdrátt, stöðnun og kjaraskerðingu, er fátt verra en að hækka skatta og aðrar álögur. í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar er samt gert ráð fyrir nær 2 milljarða króna aukn- um álögum á atvinnufyrirtækin. Hætta er á, að það komi fram í verðlagi með einhverjum hætti og auki þannig verðbólguna. Það gerir fyrirtækjunum einnig erfið- ara að standa undir kaupmáttar- aukningu, sem er óumflýjanleg eftir að kjarasamningarnir renna út næsta haust. Það orð hefur lengi legið á forystumönnum Alþýðubanda- lagsins, að þeir skilji ekki efna- hagsmál, enda hafa þeir löngum aðhyllzt þá skipan efnahagsmála, sem nú hefur beðið skipbrot í Sovétríkjunum og öðrum löndum Austur-Evróðu og leitt örbirgð yfir þjóðimar þar. Alþýðubanda- lagsráðherrarnir hafa að undan- förnu lýst óskum sínum um nýjar skattaálögur á þjóðina. Mennta- málaráðherrann hefur ítrekað krafizt skattahækkana til að kosta útþenslu ríkiskerfisins. Fjármálaráðherrann hefur lýst áhuga sínum á nýjum hátekju- skatti og skattlagningu á sparifé, eða fjármagnstekjum, eins ogþað heitir í hans munni. Fjármálaráðherrann hefur vitnað í skýrslu OECD um skatt- byrði í aðildarlöndunum og sagt, að auka megi skattheimtu á Is- landi um 15 milljarða króna til að hún nái því meðaltali, sem er í ríkjum OECD. Ýmsir aðilar hafa orðið til þess að sýna fram á, að útreikningarnir á skattbyrði á íslandi og öðrum OECD-ríkjum séu ekki sambærilegir. Þvert á móti sé skattbyrðin á íslandi tals- vert yfír meðaltalinu, ef hún er reiknuð út með sama hætti. í þessu sambandi má vitna til fréttabréfs Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans, sem kom út í október. Þar segir m.a., að fjár- málaráðuneytið noti OECD- skýrsluna til að rökstyðja, að eitt brýnasta og göfugasta verkefni hagstjórnar hér á landi sé að hækka skatthlutfallið. Þá segir í fréttabréfinu: „Þetta er hættuleg hugsun. í fyrsta lagi getur það engan veg- inn verið sjálfstætt markmið að hækka skatta til samræmis við eitthvert meðaltal erlendis. Það væri álíka gáfulegt eins og að stefna að því, að atvinnuleysi hér á landi verði 6 ‘A% af vinnuaflinu af því að meðalatvinnuleysið í aðildarríkjum OECD er 6'/2%.“ Skýrsla biskups og Kirkjuráðs á Kirkjuþingi: Þörf á fjölgun presta í stærri prestaköllum SAFNAÐARUPPBYGGING verður eitt af aðalmálum kirkjunnar fram til aldamóta. Fjárveitinganefnd alþingis hefur veitt fé til að ráða verkefnasljóra yfir þessum málum og hóf séra Örn Bárð- ur Jónsson störf vegna þessa á Biskupsstofu 1. ágúst sl. „Nú hefur nokkuð syrt í álinn með fjárframlög til þessa þýðingar- mikla verks, þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í frum- varpi til fjárlaga, sem lagt hefur verið fram,“ sagði herra Olafur Skúlason biskup á kirkjuþingi í gær í framsögu fyrir skýrslu biskups og Kirkjuráðs. Biskup kom víða við í skýrslu sinni og benti á að frá síðasta ári bæri hæst samþykkt laga um pres- taköll, prófastsdæmi og starfs- menn þjóðkirkjunnar. Vikju aðal- breytingar að sérþjónustu og að- stoðarprestum. „En með öll þessi atriði er stóra spurningin um fjár- veitingar. Er lagabókstafurinn raunverulega dauður, ef fé er ekki veitt til,“ segir í skýrslunni. „Horf- ir mjög illa í hinum fjölmennari prestaköllum, sem hafa beðið eftir samþykkt frumvarpsins með fjölg- un presta, ef ekki fást aðstoðar- prestsstöður samþykktar á yfir- standandi þingi. Er gert ráð fyrir því að sem næst 4.000 manns séu á prest, en í fjölmennustu söfnuð- unum eru sóknarbörnin yfir 10.000. Er ekki unnt að sætta sig við annað en fjölgun verði í hinum Ólafur Skúlason biskup Islands. Kirkjuþing: Fjallað um tillögu að deiliskipulagi Skálholts Á KIRKJUÞINGI í gær flutti séra Jónas Gíslason vígslubisk- up framsögu um framkvæmdir og uppbyggingu í Skálholti. Var lögð fram tillaga til þingsályktunar frá sérstakri nefnd sem sr. Jónas veitir forstöðu. Samkvæmt henni beinir þing- ið því til Kirkjuráðs að það beiti sér fyrir því að reist verði íbúðarhús í Skálholti þegar á næsta ári, ætlað organista staðarins og að haldið verði áfram við byggingu Skálholts- skóla á næsta ári. Þá gerir tillagan ráð fyrir að Kirkjuráð beiti sér fyrir því, að ákvæði laga um búsetu vígslu- biskups í Skálholti komi sem fyrst til framkvæmda og honum verði sköpuð aðstaða til búsetu á staðnum. Ennfremur verði unn- ið að heildarfrágangi á umhverfi Skálholts. Nú liggur fyrir samþykkt og staðfest aðalskipulag Skálholts- staðar, sem unnið var af Pétri H. Jónssyni arkitekt. Ennfremur liggur fyrir tillaga að deiliskipu- lagi staðarins, sem unnið er af arkitektunum Manfreð Viljálms- syni og Reyni Vilhjálmssyni. stærri prestaköllum. Hið sama á við um farprestana, sem eiga í senn að gegna sérstökum verkefn- um í prófastsdæmunum og leysa sóknarpresta af. Verður að sækja það mjög ákveðið að slík embætti bætist við.“ Hét biskup á kirkju- þingið að taka undir þá kröfu. Einnig kemur fram í skýrslunni að biskup hefur gert drög að reglu- gerð fyrir vígslubiskupa og verður hún rædd á biskupafundi í næstu viku. Nú stendur yfir vinna að reglugerð varðandi kjör vígslubisk- upa og er gert ráð fyrir kosningu vígslubiskups í Hólastifti eftir ára- mótin. Algjör óvissa ríki hins vegar um húsnæðismál vígslubiskups Skálholtsstiftis. í skýrslu biskups og Kirkjuráðs er einnig vikið að bágum kjörum prestastéttarinnar. Samþykkti Kirkjuráð bókun í kjölfar bænar- skjals sem margir prestar rituðu undir vegna bágra kjara og leituðu ásjár kirkjuráðs, þar segir: „Þrátt fyrir samúð kirkjuráðs með þeim presturp, sem búa við léleg launa- kjör og eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér og sínum, telur kirkjuráð, að lög leyfi því miður ekki, að orðið verði við þeirri beiðni, sem fram er sett í bréfun- um. Kirkjuráð bendir til viðræðna biskups og ráðherra og stjórnar Prestafélags íslands og kjara- nefndar um þessi mál, en ráðherra -hét því þá að skipa starfshóp til könnunar á kjörum og aðstöðu presta. Vill Kirkjuráð veita þessu máli lið og styðja biskup í fyrir- greiðslu hans.“ Biskup tilnefndi biskupsritara, séra Þorbjörn Hlyn Amason, full- trúa sinn í nefndinni sem ráðherra skipaði vegna málsins. „Er enginn vafí á því, að vandi presta er mjög mikill víða á landinu og þarf að kanna, hvemig hægt er að sjá til þess, að þeir geti sinnt embættum sínum án þess að áhyggjur af af- komu dragi úr þjónustunni,“ segir í skýrslunni. I dag verður ítarleg álitsgjörð um siðfræðileg sjónarmið varðandi líffæraflutning og skilgreiningu dauðans á dagskrá kirkjuþingsins, en Rannsóknarstofnun í siðfræði við Háskóla íslands og Þjóðkirkj- unnar hefur unnið að henni. Sérstakt uppgjörstímabil virðisaukaskatts: Uppgjör 15. nóvember skapar verulega erfiðleika - segir Vilhjálmur Egilsson VILHJÁLMUR Egilsson framkvæmdasljóri á Skrifstofu viðskiptalífs- ins hefur ritað fjármálaráðherra bréf með ósk um að fyrirtæki fái að skila inn áætlun í stað uppgjörs fyrir tímabilið 1. til 15. nóvember næstkomandi, við skil á virðisaukaskatti, þar sem .það skapi verulega erfiðleika fyrir fyrirtæki að gera upp í þetta eina skipti miðað við 15. nóvember. „Uppgjör um miðjan mánuð er meiriháttar mál hjá mörgum fyrirtækjum, sem miða nánast allt sitt bókhald, stjórnun og uppgjör sem því tengjast, við mánaðamót og þá er oft unnin mikil viðbótarvinna til þess að hafa allt í röð og reglu um hver mánaða- mót,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. I lögum um virðisaukaskatt er ákvæði til bráðabirgða um að síðustu tvö uppgjörstímabil þessa árs séu frábrugðinn venju um tveggja mánaða tímabil. í stað þess að vera frá 1. september til 31. október, er það tímabil lengt til 15. nóvember og styttist næsta tímabil að sama skapi 0g á að verða frá 16. nóvember til 31. desember. Vilhjálmur sagði að allmargir hafi haft samband við Skrifstofu viðskiptalífsins og kvartað undan mikilli viðbótarvinnu vegna upp- gjörs virðisaukaskatts miðað við 15. nóvember. „Þegar farið er að taka svona sérstakt uppgjör um miðjan mánuð, þá hefur það í för með sér afar mikinn aukakostnað fyrir fyrir- tæki og hætt við því að uppgjörin verði ekki eins góð. Ég hygg að ef farin verði þessi einfalda leið sem við höfum verið að stinga upp á, þá muni það koma fram í miklu betri skilum þegar upp er staðið." Leiðin felst í því að fyrirtækin skili inn áætlun um tímabilið 1. til 15. nóvember í stað formlegs upp- gjörs, þannig að heildargreiðslan fyrir tímabilið 1. september til 15. nóvember verði með 25% álagi á skattgreiðsluna fyrir tímabilið 1. september til 31. október. Þessi við- bótargreiðsla yrði síðan dregin frá við uppgjör fyrir tímabilið 1. nóv- ember til 31. desember. „Þetta fyrirkomulag yrði mun einfaldara og ódýrara í framkvæmd fyrir fyrirtækin en að gera sérstak- lega upp hinn 15. nóvember og skilar ríkissjóði ekki minni tekjum en ella,“ segir i bréfinu. Vilhjálmur sagði í gær, að fjár- málaráðherra hefði lofað að skoða þessa lausn, en hann kvaðst ekki hafa frétt nánar um hvort við erind- inu verður orðið af hálfu ráðuneytis- ins. í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar í gær, að ekki hefði verið ákveðið hvernig erindinu yrði tekið. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 27 Þj óðarbókhlaðan: Þriðjungur eignar- skattsaukans farið til framkvæmdanna Kjarvalsstaðir: Safnakenn- ari ráðinn BORGARRÁÐ hefur heimilað ráðningu safnakennara að lista- söfnuin borgarinnar. Að sögn Gunnars Kvaran forstöðumanns listasafnanna, er gert ráð fyrir að safnakennarinn leiðbeini hóp- um, sem koma á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafni og útbúi jafnframt verkefni um sýning- arnar. Sagði Gunnar, að listkennsla í skólum væri af skornum skammti og benti á að engin kennsla væri í „myndlestir“, eða réttara sagt kennslu í að njóta listaverkanna. „Það hafa margir skólar spurt um þessa þjónustu, en það eiga allir safnagestir að njóta hennar og þá ekki síst eldri borgarar," sagði hann. Tríó Reykjavíkur. Tríó Reylga- víkur leikur á Austurlandi TRÍÓ Reykjavíkur mun halda tónleika á Neskaupstað föstu- daginn 2. nóvember í safnað- arheimilinu kl. 21.00, laugar- daginn 3. nóvember í Félags- heimilinu á Seyðisfirði kl. 16.00 og sunnudaginn 4. nóv- ember í Valaskjálf á Egils- stöðum kl. 14.30. Tríó Reykjavíkur var stofnað 1988 og eru meðlimir þess, Halldór Haraldsson, píanóleik- ari, Guðný Guðmundsdóttir, fíðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Þau hafa leikið á flestum stöðum landsins nema á Austurlandi og þá hafa þau haldið tónleika í Þýskalandi. í lok nóvember halda þau til Norðurlandanna þar sem þau halda tónleika í Finnlandi og Danmörku. Efnisskrá þeirra er mjög fjöl- breytt, en þar verður Tríó í H-dúr op. 8 eftir Brahms, Min- iatures eftir Frank Bridge, Tríóið í a-moll eftir Ravel og Á vængjum söngsins eftir Mend- elssohn. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN hefur enn aðeins fengið 244 milljónir af eign- arskattsauka áranna 1987-1989, sem renna átti alfarið til Þjóðarbók- hlöðunnar, þótt álagning skattsins næmi 684 milljónum og innheimst hefðu alls nær 632 milljónir í júnílok. Af þeim skatti, sem lagður er á sainkvæmt lögum uin Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningar- bygginga, fær bókhlaðan á yfirstandandi ári einungis 67 milljónir, þótt hún eigi samkvæmt lögunum að sitja fyrir fjárveitingum úr þeim sjóði, og áætluð álagning á árinu verði 270 milljónir króna. Á árinu 1991 er í fjárlagafrum- varpi gert ráð fyrir að 100 milljón- ir af nýja eignarskattsaukanum renni til Þjóðarbókhlöðunnar, þótt tekjur af honum séu áætlaðar 335 milljónir á árinu. í greinargerð kem- ur þó fram að enn sé óráðstafað 150 milljónum, sem Alþingi muni Hafbeitarstöðin í Lárósi. Bestu heimt- urnar í Lárósi í fréttatilkynningu frá bygging- arnefnd Þjóðarbókhlöðu kemur fram að ráðstöfunarfé til Þjóðar- bókhlöðunnar frá upphafi til jún- íloka 1990 hafi á verðlagi hvers árs verið samtals 357 milljónir króna, en framreiknað til núvirðis sé það 854 milljónir. Til þess að ljúka við bókhlöðuna fyrir 50 ára afmæli lýð- veldisins árið 1994 þurfi samtals 1.126 milljónir til byggingarinnar og búnaðar hennar. I nýjustu áætl- un sé að auki gert ráð fyrir kostn- aði vegna rekstrar hússins meðan það er í smíðum, og auk þess sé í fyrsta sinn áætlaður kostnaður und- irbúningur sameiningar safnanna. Þá sé jafnframt reynt að áætla rekstrarkostnað safnsins eins og ráðgert er að hann verði á árinu 1994, en þetta samtals ásamt bygg- ingarkostnaðinum sé nálægt 1.600 milljónum króna. Efling' Fiskifélagsins nota- drýgst fyrir sjávarútveginn - segir Marteinn Friðriksson um framtíð Fiskifélagsins „ÉG SÉ ekkert að því að lög- gjafinn feli Fiskifélagi íslands áfram að sjá um alla meðferð upplýsinga, sem nauðsynleg er talin. Ég held að „lottókerfi“ hjá hafnarvörðum verði aldrei annað en aukakostnaður og niðurstöður ekki marktækar í heild, þar að auki dýrara en menn grunar,“ sagði Marteinn Friðriksson í erindi sínu Fiski- félagsins á Fiskiþingi. Marteinn er formaður milli- þinganefndar, sem hefur unnið að endurskoðun á lögum og skipulagi Fiskifélagsins. Nefndin hélt íjóra fundi og sendi meðal annars bréf til um 30 aðila með upplýsingum um starfsemi Fiskifélagsins og fyr- irspurnum um það hvernig þeir nýttur sér starfsemi félagsins, hvernig þeim fyndist hún og hverja breytingar þyrfti að gera. Svör bárust frá öllum helztu samtökum og stofnunum, sem skrifað var og voru þau flest jákvæð. Lögð var áherzla á áreiðanleika upplýsinga og nauðsyn aðgangs að þeim. Fram komu ábendingar um að hraða enn meir söfnun upplýsinga og útgáfu Útvegs og viðurkenning- arorðum var farið um útgáfu Ægis og Sjómannaalmanaksins. Tvö svör voru þó með öðrum hætti. Stjórn félafs íslenzkra fisk- mjölsframleiðenda telur upplýs- ingakerfi Fiskifélagsins óþarft og rétt að það verði alfarið í sjávarút- BESTU endurheimtur á laxi úr hafbeit í sumar voru í Lárósi á Snæfellsnesi, 5%, en heimtur annarra hafbeitarstöðva voru yfirleitt á bilinu 1,5 til 3%. Endurheimturnar hafa verið í lág- marki undanfarin tvö ár, að sögn Jóns Kr. Sveinssonar stöðvarstjóra í Lárósi, en árangur- inn í Lárósi ætti þó að duga til hallalauss rekst- urs miðað við að þar sé sleppt 300-600 þúsund seiðum á ári. Á síðasta ári var sleppt 300 seiðum frá Lárósstöð- inni en í ár var hafbeitin tvöfölduð og sleppt 600 þúsund seiðum í vor. Jón sagði að í sumar hefði stöðin verið rekin í samvinnú við Fiskræktarstöð Vesturlands og Seiðaeldisstöðina á Húsafelli. Það hefði gengið vel og væri ætlunin að halda þeirri samvinnu áfram næstu fimm árin. Jón Sveinsson með laxaháfinn. skipta milli framkvæmda við Þjóð- arbókhlöðu og Bessastaði, en á yfir- standandi ári eru í fjárlögum áætl- aðar 202 milljónir til framkvæmda þar. Frá setningu Fiskiþing. vegsráðuneytinu, að starfsemi þess eigi að vera óháð stjórnvöldum og að tæknideild þess eigi að vera í Fiskveiðasjóði Islands. Stjórn LÍÚ hefur einnig efasemdir um starf- semi Fiskifélagsins, uppbyggingu fiskideildanna og leggur til að störf hagdeildar verði færð til Þjóðhags- stofnunar. Fjörugar umræður urðu um þetta mál á þinginu og töldu þing- fulltrúar flestir að Fiskifélagið héldi áfram störfum sínum, enda væru þau mjög mikilvæg. „Mín Morgunblaðið/RAX sannfæring • er sú, að efling skýrsludeildar Fiskifélags íslands verði ódýrust og notadrýgst fyrir sjávarútveginn, ef við viljum halda þeirri stöðu, sem talin hefur verið til fyrirmyndar hér á landi,“ sagði Marteinn Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.