Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 BORÐTENNIS Kjartan þjálfar hjá BTÍ KJARTAN Briem, landsliðs- maður í borðtennis, verður þjálfari Borðtennissambands Islands ívetur. Hann fer í skóla landsins og leiðbeina ungum krökkum. Kjartan hefur dvalið í Sviþjóð síðustu tvö keppn- istímabil og leikið þar með Kalmar í deildarkeppninni. Kjartan er einn besti bortennis- maður íslands og hefur verið Islandsmeistari undanfarin ár. Hann hélt til Svíþjóðar í fyrra til að æfa og keppa með Kalmar jafn- framt því að vinna. Honum hefur gengið vel í vetur og hafði ekki tapað leik með liði sínu þar til um síðustu helgi. Hann tók einnig þátt í Norðurlandamótinu fyrir skömmu og tapaði þá fyrir Norðmanni, fotím FOLX ■ MEISTARARNIR í NFL-deild- Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum inni, San Francisco 49ers, þykja líklegir til að halda meistaratitlin- um. Liðið hefur sigrað í öllum sjö leikjum sínum en það hefur New York Giants einnig gert. Miami, Buff- alo, LA Raiders og Chicago hafa sigrað í sex leikjum. B DERRICK Coleman, framheij- inn sem var fyrstur í vali NBA-liða úr háskólunum, hefur ioks náð sam- komulagi við lið sitt New Jersey Nets. Hann fær 15 milljónir doliara fyrir fimm ára samning og er þar- með einn af launahæstu nýliðum sögunnar. Deildin hefst eftir viku og Coleman fór á fyrstu æfinguna fyrir rúmri viku síðan. ■ JÚGÓSLA VNESKA iiðið Din- amo Zagreb hefur ákveðið að skipta um nafn og frá og með 12. nóvember heitir það Croatia Zagreb. „Gamla nafnið var í anda kommúnisma og eftir breytingarnar er rétt að skipta,“ sagði talsmaður félagsins. Liðið leikur þó undir gamla nafni sínu til loka keppn- istímabilsins. FELAGSLIF Herrakvöld Vals Herrakvöld Knattspyrnufélags- ins Vals verður haldið á morgun, föstudaginn 2. nóvember í félags- heimilinu að Hlíðarenda og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá undir stjórn Vals-Stuð- mannsins Jakobs Frímanns Magn- ússonar. Guðmundur Ingólfsson verður við píanóið og Þorgrímur Þráinsson stjórnar léttum heima- gerðum skemmtiatriðum. Verð aðgöngumiða er kr. 3.000. Porsala er að Hlíðarenda í dag. Leiðrátting Þau mistök voru í fréttatilkynningu frá TBR, vegna úrslita frá haust- mót félagsins, sem birtust á úrslitasíðu sl. þriðjudag, að ranglega var farið með föðumafn þeirra sem töpuðu í úrslita- leik í tvíliðaleik í B-flokki karla. Það f~ eru þeir Jón og Asgeir Halldórssynir, en ekki Sigurðssynir, sem töpuðu. IÞROTTIR FATLAÐRA / NORÐURLANDAMOT íslenska sveitin sem keppi í 1. flokki sigraði Noreg en tapaði fyrir Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. í sveitinni voru Hjalti Eiðsson, Elvar Thorarensen og Iris Guðmundsdótt- ir. Hin sveitin keppti í 3. flokki og sigraði Svía og gerði jafntefli við Finna, sem nægði í 2. sæti. í sveit- inni voru Kristín Jónsdóttir, Árni Sævar Gylfason og Sigurrós Karls- dóttir. I einstaklingskeppninni gekk ekki jafn vel. Elvar og Árni Sævar náðu þriðja sæti í riðlum sínum, en en Sigurrós og íris höfnuðu í 4. sæti. Sigurður Björnsson, formaður boccianefndar IF, sagði að árangur- inn væri sá besti sem íslenskt lið hefði náð í þessu móti. Þetta var í Silfurverðlaun m Islendingar náðu góðum árangri á Norðurlandamóti fatlaðra í boccia sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Tvær sveitir kepptu fyrir hönd íslands, önnur þeirra náði silf- urverðlaunum en hin hafnaði í 4. sæti. í Svíþjóð Kjartan Briem verður í fullu starfi sem þjálfari BTÍ í vetur. 21:15, 21:18 og 21:18, í fyrstu umferð. Kjartan er væntanlegur til landsins eftir mánuð og mun þg taka að sér þjálfun í fullu starfi hjá BTÍ. Útbreiðslunefnd BTÍ hefur sent út bréf til allra skóla landsins þar sem boðið ei- upp á borðtennis- kennslu. BTÍ hefur haft þennan hátt á undanfarin ár og hefur gef- ist vel. íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í boccia. Frá vinstri: íris Guð- mundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Árni Sævar Gylfason, Sigurrós Karlsdóttir, Hjalti Eiðsson og Elvar Thorarensen. fjórða sinn sem ísland tekur þátt í mótinu og sagði Sigurður að þetta væri eitt sterkasta mót sem haldið væri í boccia, enda Svíar, Danir og Finnar með bestu þjóðum heims í íþróttinni. STORSÝNINGIN DYRIÐ GENGUR RIO TRIO í 25 ÁR lAITfiT Ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar Stórkostleg 18 manna sýning Glæsilegur matseðill Fólkid segir: ,I*vílík skemmtun. “ „ Við höfum ekki skemmt okkur eins vel ífleiri ár.' „Stemningin var rosaleg. “ Borðapantanir i síma 77500 Miöaverð kr. 3.900.- Eftir kl. 23.30 kr. 700.- Snyrtilegur klæðnaður EEEirv^Netic Skemmtistaður á heimsmælikvarða I /V4JODD C Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.